Fréttablaðið - 11.12.2020, Síða 36

Fréttablaðið - 11.12.2020, Síða 36
Hrund segir að námskeið hjá Helgu Kress, sem nú er prófessor emeritus í almennri bókmenntafræði, hafi verið kveikjan að leshringnum. „Við sátum saman námskeið hjá Helgu sem hét kvennabókmenntir veturinn 1980-1981, og var kennt bæði í almennri bókmennta- fræði og íslenskudeildinni. Fyrir okkur var þetta námskeið algjör bylting og þegar því lauk vildum við ekki hætta að lesa og ræða um bækur eftir konur og ákváðum því að stofna leshring. Við vorum á öllum aldri, allt frá tvítugu og upp í sextugt. Fyrstu árin lásum við í bland skáldsögur, ljóð, smásögur og fræðigreinar um bókmenntir. Smátt og smátt sitruðu fræðin burt að mestu og núna lesum við helst skáldsögur, ljóð og smásögur,“ segir Hrund og bætir við að einu sinni hafi verið gerð undantekning og lesin bók eftir karlmann. „Sonur einnar í hópnum gaf út bók sem við ákváðum að lesa. Það verða að vera blóðtengsl til að við gerum undantekningu frá kvenna- bókmenntum,“ segir Hrund kank- víslega. Hver og ein getur komið með tillögu að bók til að lesa og kryfja til mergjar. „Næst ætlum við að hittast á netinu eða í holdinu, ef það verður hægt, og ræða um tvær bækur sem eru í áskriftaröðinni hjá Angústúru. Önnur heitir Tíkin og er eftir Pilar Quintana frá Kólumbíu. Hin heitir Sendiboðinn og er eftir japanska rithöfundinn Yoko Tawada. Á þessum árstíma erum við vanar að hittast á jóla- fundi og lesa nýútkomin ljóð upp- hátt hver fyrir aðra en það verður ekki í ár. Síðan er fastur liður að hittast í janúar og fara yfir þær nýútkomnu bækur sem við höfum lesið. Við erum allar miklir lestrar- hestar,“ segir Hrund. Ævilöng tengsl Dýrmæt vinátta hefur skapast í gegnum leshringinn. „Sem hópur hittumst við eingöngu í þeim tilgangi að lesa bækur og ræða um bókmenntir út frá femínísku sjónarhorni. Það gerist sjálfkrafa því við erum allar femínistar,“ greinir Hrund frá. Í leshringnum eru auk hennar þær Edda Kjartansdóttir, Hrefna Haraldsdóttir, Ragna Steinars- dóttir, Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, Ragnhildur Richter, Sigurrós Erlingsdóttir, Soffía Auður Birgis- dóttir og Þórunn Sigurðardóttir. Þær Rannveig Löwe og Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir eru látnar. Gyða Jónsdóttir var lengi með þeim en lést fyrir nokkuð löngu. En hvaða bækur skyldi Hrund vera að lesa núna? „Ég er að lesa barnabækur eftir Sigrúnu Eldjárn; Silfurlykilinn, Kopareggið og Gullfossinn. Ég les allt mögulegt og hef mikinn áhuga á að lesa barna- og unglingabækur. Sigrún Eldjárn er í miklu uppá- haldi hjá mér. Fyrir stuttu lauk ég við að lesa Eldana eftir Sigríði Hagalín. Ég gat varla lagt bókina frá mér heldur las hana í einum rykk. Þetta er alvörubók með djúpum tilfinningum, flóknum söguþræði og spennu í bland og er vel upp byggð.“ Bókalestur hefur fylgt Hrund alla tíð, eða síðan hún lærði að lesa, fjögurra ára gömul. „Líklega les ég öðruvísi en margir sem lesa bara sér til ánægju en auðvitað er mismunandi af hverju fólk les bækur. Ég spái mikið í byggingu, stíl og frásagnarhátt. Ég hef gaman af því að fræðast og komast inn í annan heim, læra að þekkja mann- fólkið betur en það er alltaf eitt- hvað nýtt og spennandi í hegðun fólks sem kemur á óvart. Mér finnst líka skemmtilegt að fræðast um aðra heimshluta í gegnum bækur og les bókmenntir frá öllum heimsins hornum. Angústúra er til fyrirmyndar að gefa út bækur frá fjarlægum heimshlutum, sem eru oft framandi. Ég er í áskrift að bók- unum frá Angústúru og er alltaf spennt að fá nýja bók frá þeim,“ upplýsir Hrund. Hún segist alltaf gefa bækur í jólagjöf og fær einnig bækur að gjöf. „Einhvern tímann upp- götvaðist að enginn ætlaði að gefa mér bók í jólagjöf og þá varð uppi fótur og fit í fjölskyldunni svo að endingu fékk ég bók. Mér finnst gaman að láta koma mér á óvart og vil alls ekki vita fyrir fram hvaða bók ég fæ í jólagjöf,“ segir Hrund. Einhvern tímann uppgötvaðist að enginn ætlaði að gefa mér bók í jólagjöf og þá varð uppi fótur og fit í fjölskyldunni svo að endingu fékk ég bók. Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Ævintýrið um Dísu ljósálf er nú fáanlegt í endurbættri útgáfu með 112 litmyndum. Bókin er í stærra broti en eldri útgáfur svo litríkar myndirnar njóta sín til fulls. Tímamótaverk „Við sátum saman nám- skeið hjá Helgu sem hét kvennabók- menntir vetur- inn 1980-1981. Fyrir okkur var þetta námskeið algjör bylting og þegar því lauk vildum við ekki hætta að lesa og ræða um bækur eftir kon- ur og ákváðum því að stofna leshring,“ segir Hrund. MYND/AÐSEND 14 1 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RBÓKAJÓLKYNNINGARBLAÐ Kvennabókmenntir í aðalhlutverki Hrund Ólafsdóttir hefur verið í leshring með skólasystrum sínum frá háskólaárunum í nær fjöru- tíu ár. Þær lesa eingöngu bækur eftir konur og hittast mánaðarlega til að ræða um bókmenntir.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.