Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.12.2020, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 11.12.2020, Qupperneq 38
Ritstjórinn minn kallar þetta „fæð- ingarþunglyndi“. Ég held það sé mikið til í því. Því þegar öll kurl koma til grafar þá situr maður alltaf uppi með sjálfan sig. Þá skiptir lof eða last eða meðbyr eða mót- vindur engu máli. Þegar Aðalsteinn er beðinn um að segja frá sér í stuttu máli gerir hann nákvæmlega það. „Ég er fæddur 1994, uppalinn í Kópavogi og hef búið þar alla tíð. Mamma er kennari og pabbi hár- greiðslumaður. Ég er miðjubarn. Á fjögurra ára dóttur og sjö ára stjúpson. Þetta var mjög stutt!“ Hvenær byrjaðir þú að skrifa? „Ég byrjaði að skrifa texta mjög ungur. Fyrst um sinn fékkst ég við að semja tónlist og texta við hana, svo hef ég verið 16 ára þegar ég byrjaði að skrifa sögur. Síðan þá hefur þetta undið upp á sig ein- hvern veginn.“ Er einhver tiltekin bók eða höf- undur sem hefur haft mikil áhrif á þig? „Ég ætla að hafa þetta svar stutt og ófrumlegt: Halldór Laxness.“ Aðalsteinn segir bókina ekki sprottna út frá einhvers konar hugljómun, heldur hafi hún smám saman mótast og myndast yfir ákveðinn tíma. „Það er eiginlega ekki hægt að styðja fingri á eitt augnablik þar sem þetta er safn smásagna. Bókin varð til svolítið eins og hljómplata; fullt af efni sem varð til á nokkurra ára tíma- bili en á endanum urðu þessar níu fyrir valinu. Einhverjar höfðu komið út áður sem „singles“ í tímaritum.“ Viðfangsefni bókarinnar eru af ýmsum toga. „Fólk í öllum sínum breyskleika, gamlan mann með Bónuspoka fullan af Hitchcock- myndum, trúnaðarbrest með aðgangskóða að snjallsíma, börn sem kvelja dýr og önnur börn, veikindi, framhjáhald, stórf lóð og f leira. Eiginlega allt nema rigningu.“ Sagt hefur verið að dauðinn og myrkrið sé áberandi í bókinni, er það tilfellið? Og þá hvers vegna? „Bók yrði ómerkileg ef hún rúmaði ekki allan skalann, dauða og líf, myrkur og ljós, einsemd og lífsfögnuð. Ég vona að það sé eitthvað af öllu því síðarnefnda til þess að vega upp á móti myrkrinu, dauðanum og einsemdinni. Það er annarra að skera út um það.“ Bókin hlaut nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2020 og hefur fengið góðar við- tökur. Aðalsteinn segir þó blendnar tilfinningar fylgja því að gefa út sína fyrstu bók. „Það er bæði gaman og erfitt. Auðvitað eru forréttindi að fá að birta það sem maður er að skapa svo aðrir megi njóta þess, og reynslan af útgáfuferlinu hefur verið lærdómsrík. Fyrst um sinn er þetta mjög spennandi, að labba inn í bókabúð og sjá verk eftir sjálfan sig í hillunum. Ég hef fengið góða dóma og slæma dóma. Farið allan tilfinningaskalann. Síðan venst það eins og allt annað og á stundum finnst mér þetta bara ekkert gaman. Sjálfsefinn sest á öxlina og Fjallar nánast um allt nema rigningu Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson gaf nýverið út bókina 500 dagar af regni en hún inniheldur níu smásögur úr samtímanum. Hann segir blendnar tilfinningar fylgja því að gefa út sína fyrstu bók. Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson er höfundur bókarinnar 500 dagar af regni en hún hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bók- mennta árið 2020. FRÉTTA- BLAÐIÐ/STEFÁN hvíslar: Er þetta nógu gott? Hefðir þú getað breytt einhverju? Af hverju lá þér svona mikið á að gefa þetta út?“ „Ritstjórinn minn kallar þetta „fæðingarþunglyndi“. Ég held það sé mikið til í því. Því þegar öll kurl koma til grafar þá situr maður alltaf uppi með sjálfan sig. Þá skiptir lof eða last eða meðbyr eða mótvindur engu máli. Sá tími kemur að maður neyðist til þess að sleppa tökunum, eins og allir foreldrar, því það er annaðhvort það eða missa vitið. Sleppa verkinu út í heiminn eins og barni og segja við sjálfan sig: Þetta er sjálfstæður einstaklingur en samt þarf ég að standa og falla með honum í hvívetna. Þess vegna er þetta svolítið snúið.“ Nær sköpunargáfan út fyrir skriftirnar? Er eitthvað annað list- form sem þú leggur stund á? „Ég hef vasast í ýmsu gegnum tíð- ina. Tónlist, myndlist, sagnaskrif og nú upp á síðkastið hef ég alveg sérstakan áhuga á trésmíði. Ég trúi mjög á listsköpun sem heilun, sem þerapíu, hef notað hana sjálfur sem hjálpartæki til þess að yfirstíga ýmsa erfiðleika. Með fram skrif- unum starfa ég í grunnskóla með krökkum á öllum aldri, mörgum hverjum sem funkera ekki vel í „hefðbundnu“ bóknámi. Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast þeim í gegnum listsköpun. Einkum trésmíði og handverk. Það eru ótrúlegir hlutir sem gerast þegar ímyndunaraflinu er gefinn laus taumurinn.“ Magnús er mikill aðdáandi Dickinson og hefur rann-sakað ljóðlist hennar um árabil. Hann segir helstu áskoran- irnar í ljóðaþýðingum að þýða eins og maður elskar: með væntum- þykju, ekki lotningu. „Að vera trúr en ekki sauðtrúr. Að glata ekki sínum eigin persónu- leika af dýrkun á öðrum. Að því sögðu, þá dýrka ég Emily Dickin- son.“ Emily Dickinson fæddist árið 1830 og dó 1886. Eiga ljóðin erindi enn í dag? „Hún ólst upp í strangkristnu samfélagi sem leyfði lítil frávik frá rétttrúnaði þess tíma. Við teljum samfélag okkar frjálslyndara í dag. En við erum of sannfærð um ágæti okkar eigin rétthugsunar til að sjá líkindin. Nú eins og þá tíðkast púritanskar bannfæringar. Í ljóðum sínum fór Dickinson gegn hugsanakreddum og hæddist að skinhelgi þeirra sem lögðu öðrum lífsreglurnar með vinalegu yfirlæti. Hún er þekkt fyrir að hafa lokað sig af þótt enginn viti hvers vegna. En kannski sagði hún sig einfaldlega úr lögum við samfélag sem gat ekki umborið óæskilegar skoðanir, allra síst frá konu,“ útskýrir Magnús. „Hún fórnaði hefðbundnu lífi til að geta ort eftir eigin höfði, ef „fórn“ er rétta orðið þegar mann- eskja er gædd náðargáfu og nær að haga lífi sínu í samræmi við það. Hún orti tæp 1.800 ljóð en þau birtust ekki fyrr en eftir hennar dag, oft í ritskoðaðri gerð. Aflim- aðir guðir, klofnir heilar, kvalalosti – yrkisefnin voru of djörf. En þau ljóð sem voru ritskoðuð hvað mest eru líka meðal hennar þekktustu í dag. Eitt af því sem við getum lært af dirfsku þessara ljóða er því hvers virði það er að synda gegn straumnum og láta ekki tíðarand- ann setja hugsuninni skorður. Og fyrir skáld sérstaklega að láta ekki hina dauðu hönd rétttrúnaðarins – hver sem hann er – stýra penn- anum.“ Hvað við hennar skáldskap heillar þig? „Dickinson orti módernísk ljóð 50 árum á undan módernist- unum og drap Guð löngu á undan Nietzsche. Hún berskjaldar sársauka sinn án þess að fara fram á meðaumkun. Hún hleypir manni ekki að sér í fyrstu tilraun, en ef maður heldur áfram að reyna endurgeldur hún það margfalt og fylgir manni það sem eftir er. Hún kemur að hefðbundnum yrkis- efnum úr óvæntri átt. Þegar hún skrifar „þetta Berhöfða líf – undir grasinu – hrellir einsog Vespa“ líkir hún dauðanum við suðandi vespu sem við óttumst að stingi okkur. Við reynum að njóta þess að sitja úti í sólskininu og láta suðið ekki trufla okkur. En það hljóðnar aldr- ei, við heyrum það alltaf einhvers staðar í bakgrunninum og höfum stanslausar áhyggjur af því. Af því að við vitum að þessi vespa stingur okkur öll að lokum.“ Hvers vegna valdir þú að þýða ljóð eftir Emily Dickinson? „Ég vildi að Emily Dickinson yrði hluti af lífi mínu. En fyrir þýðanda er slík sjálfsundanlátssemi ekki talin við hæfi. Það er ætlast til þess að þýðandinn sé maður án eigin- leika. Af fórnfýsi á hann að gera sig fullkomlega ósýnilegan svo eiginleikar frumtextans skerðist ekki. En þýðingar eru ekki núll- summuleikur þar sem ávinningur eins er annars tap. Þvert á móti myndu allir græða – höfundurinn, lesandinn og bókmenntirnar sjálfar – ef þýðandinn læknaðist af þessari sjálfseyðingarhvöt sem er búið að skilyrða hann með. Og ekki bara hann heldur alla sem fjalla um þýðingar. Það helst örugglega í hendur, en þýðingar eru bæði van- metnasta grein bókmenntanna og sú eina sem er talað um með sama klisjukennda hættinum núna og var gert fyrir 2.500 árum síðan.“ Í þessu skamma Lífi sem slokknar bráðum Hve miklu – hve litlu – við ráðum úr bókinni Berhöfða líf Hæddist að skinhelgi Berhöfða líf er úrval ljóða eftir skáldkonuna Emily Dickinson sem talin er eitt merkasta ljóðskáld síðari alda. Ljóðin eru í þýðingu Magnúsar Sigurðssonar sem ritar líka inngang. Magnús Sigurðsson hefur þýtt ljóð Emily Dickinson. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 16 KYNNINGARBLAÐ 1 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RBÓKAJÓL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.