Fréttablaðið - 11.12.2020, Side 40
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Gísli Rúnar Jónsson var búinn að klára bókina Gervilimrur Gísla Rúnars og koma henni
í prentun fyrir andlát sitt í sumar.
Bókin kom út núna í haust og
hefur fengið mjög góðar viðtökur.
Í henni er að finna safn af mörg
hundruð fyndnum og ærslafullum
limrum eftir Gísla sem koma alltaf
á óvart, ásamt sprenghlægilegum
myndskreytingum eftir lista-
konuna Viktoríu Buzukina. Sonur
hans, leikarinn Björgvin Franz
Gíslason, segir að pabbi hans
hafi sett allt það besta úr sínum
verkum gegnum árin í bókina, sem
sé hans besta verk.
„Limrur eru mjög gamalt breskt
bragform og ég man að pabbi var
að kenna mér mínar fyrstu limrur
þegar ég var bara barn. Ég man enn
tvær þeirra og veit að önnur þeirra
er í bókinni og það er ein sú fyrsta
sem hann samdi,“ segir Björgvin.
„Hann elskaði alltaf þetta brag-
form, það er svo sérstakt að mörgu
leyti og fremst í bókinni kemur
einmitt fram hvað góð limra þarf
að innibera, en það er til dæmis:
1. Alvöruleysi (með örfáum
undantekningum).
2. Óhefðbundin og oft ósiðleg
viðhorf.
3. Rökleysur og ýkjur („fárán-
leikaspaug“).
4. Kerskni og last.
5. Klámfenginn galsi.
6. Erfið rímorð.
7. Sjaldgæf og jafnvel tor-
skilin orð, þar með aðfengin
slanguryrði.
8. Tvíræðni og orðaleikir.
9. Stuldur á alkunnum brag-
línum valinkunnra skálda.
Það er alltaf eitthvað óvænt í
þeim og örlítil tvíræðni og þú veist
aldrei hvert limran er að fara. Eins
og Þórhildur Þorleifsdóttir sagði í
jarðarförinni hans var hann búinn
að læra að fara tvöfalt heljarstökk
og flikkflakk í þessari listgrein,“
segir Björgvin. „Hann kemur meira
að segja mér alltaf á óvart, þó að ég
þekki stílinn og pabba svo vel. Fólk
les þær líka aftur og aftur og finnur
alltaf eitthvað meira í hverri limru.“
Afrakstur heillar ævi
„Þessi bók er afrakstur allrar ævi
hans pabba. Hann var í sjö ár að
henda limrum inn á Facebook,
bara sér til skemmtunar, en svo
spurði fólk svo mikið um hvenær
hann ætlaði að gefa út bók með
limrum, þó að það hafi ekki staðið
til, að hann gaf þetta út í samstarfi
við Uglu útgáfu,“ segir Björgvin.
„Okkur brá mjög mikið þegar
bókin kom út því hún er heilar 450
síður! Þetta er örugglega lengsta
ljóðabók sem hefur nokkurn
tímann verið gefin út, en pabbi
var alltaf hræddur um að það væri
ekki nóg, þannig að hann passaði
að gera örugglega alveg nóg af
limrum.
Bókin er skreytt með mjög
fyndnum ljósmyndum sem hann
vann með listakonunni Viktoríu
Buzukina, en það voru alltaf orða-
leikir hjá pabba, þannig að framan
á bókinni stendur „við ranghug-
myndir Viktoríu Buzukina“,“
segir Björgvin. „Þannig að það er
sprenghlægileg mynd við hverja
limru sem fær mann til að hlæja
áður en maður les svo limruna
sjálfa. Þetta er svona ekta kaffi-
borðspartýstuðbók og hún höfðar
meira að segja til 12 ára dóttur
minnar, sem finnst allt íslenskt
hallærislegt eftir að hafa búið í
Bandaríkjunum í fjögur ár.“
Ekta „mic drop“ augnablik
„Það sem ég sé fyrst og fremst í
bókinni er að hann kreisti út alla
gleðina og allan húmorinn sem
einkenndi feril hans í þessa bók,“
segir Björgvin. „Hann setti allt í
hana, galsann úr Algjör sveppur,
húmor Kaffibrúsakarlanna,
jákvæða tryllinginn úr Látum
sem ekkert C og dónaskapinn
úr Heilsubælinu. Þetta var hans
hinsta verk og bókin dregur
saman allt sem hann elskaði. Allar
bækurnar hans voru metnaðar-
fullar en þarna toppaði hann
sig alveg. Þetta er bara ekta „mic
drop“ augnablik áður en hann
kvaddi.
Við erum ótrúlega þakklát fyrir
góðu viðtökurnar, ég meina þetta
er ljóðabók þegar öllu er á botninn
hvolft og maður bjóst ekki við
svona góðum viðtökum, en fyrsta
upplag er uppselt,“ segir Björgvin
að lokum.
Að lokum er hér fyrsta limran
sem Gísli Rúnar kenndi Björg-
vini, en hana er einmitt að finna í
bókinni:
Maður er manns gaman
Er mannæta mannýg og vitskert
Matreiddi trúboðann Eggert
- sagð‘ún: „Déskotans snarl
- þessi dvergvaxni karl
Mun tæplega duga í desert!“
Lagði allt í hinsta verkið
Gervilimrur Gísla Rúnars komu út í haust, en bókin var hinsta verk skemmtikraftsins vinsæla.
Hún inniheldur mikið af skemmtilega myndskreyttum limrum og sameinar allan hans húmor.
Björgvin Franz Gíslason segir að fjölskylda Gísla Rúnars sé afskaplega þakklát fyrir viðtökurnar sem bókin Gervi-
limrur Gísla Rúnars hefur fengið, en fyrsta upplagið seldist upp á skömmum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Þórunn segir að hún væri búin að lesa meira á árinu ef það hefði ekki verið svona mikið
að gera í vinnunni og skólanum, en
þess vegna hefur hún ekki komist
yfir meira. Hún er yfirleitt að lesa
nokkrar bækur í einu og stefnir á
að lesa alla Hringadróttinssögu
fyrir áramót. Þórunn er úr Hafnar-
firði og er að klára stúdentinn, en
hún vinnur líka á íbúðakjarna á
vegum Reykjavíkurborgar og í
bókabúðinni Eymundsson.
„Ég held að þetta hafi byrjað
þegar ég var bara lítil. Mamma las
mikið fyrir mig og afi og amma
gefa mér alltaf bók við hvert
einasta tækifæri, hvort sem það
er afmælis-, jóla- eða sumargjöf,“
segir Þórunn. „Þegar ég var tveggja
ára og vaknaði og mamma nennti
ekki að sinna mér gat hún líka
alltaf fengið svefnfrið með því að
láta mig hafa bók og þá sat ég róleg
og skoðaði myndirnar.
Þegar ég tala um hvaða bækur
mér finnst skemmtilegar snýst það
um tilfinninguna sem ég fæ frá
sögunni, hún höfðar þá til manns
á einhvern ákveðinn hátt sem er
ekki hægt að útskýra, en stundum
bara nær höfundur manni alveg,“
segir Þórunn, sem les aðallega
erlendar skáldsögur sem gerast í
samtímanum.
„Að mínu mati er bókamenning
dvínandi hér á Íslandi, en ég vona
að það sé bara tímabundin lægð.
Það er til dæmis frekar sorglegt
hvernig fór fyrir Máli og menningu
og það er hægt að telja fyrirtækin
sem reka bókabúðir á Íslandi á
annarri hendi,“ segir Þórunn.
Nóg af góðum bókum á árinu
„Ég er alltaf með átta bækur í
gangi í einu. Af einhverri
tilviljun eru þær ein-
hvern veginn alltaf
átta. Ég á erfitt
með að hemja
mig að byrja á
nýjum bókum,
en ég klára
bækur samt
alltaf á góðum
tíma,“ segir
Þórunn. „Ég er
komin yfir 90
bækur á árinu, en
ég er búin að vera að
vinna mjög mikið, ann-
ars hefði ég lesið meira. Ég er
líka í skóla og þurfti að lesa mikið
fyrir hann og það hægði líka á mér.
Núna er ég að lesa Hilduleik
eftir Hlín Agnarsdóttur, sem er
nýkomin út
og lofar mjög
góðu. Ég var líka
að enda við að lesa
Herbergi í öðrum
heimi eftir Maríu Elísa-
betu Bragadóttur, sem er mjög
góð smásögubók. Það er sjaldgæft
að allar smásögurnar í bók höfði
til manns og séu góðar,“ segir
Þórunn. „Ég er líka byrjuð á Gata
mæðranna eftir Kristínu Mörju
Baldursdóttur og hún er mjög góð.
Mig langar líka að lesa nýju bókina
eftir Jón Kalman Stefánsson, Fjar-
vera þín er myrkur.“
Þórunn sér ekki fram á mikið
jólafrí, en ætlar samt að reyna að
klára eins margar bækur og hún
getur fyrir áramót.
„Ég er með bunka á náttborðinu
mínu af 17 bókum sem mig langar
að byrja á og ætla meðal annars
að lesa Hringadróttinssögu fyrir
áramót,“ segir hún. „Þá gæti verið
að ég setji aðrar bækur í bið á
meðan, sem gerist stundum. En
það er líka gaman að flakka á
milli bóka eftir því hvernig stuði
ég er í.“
Alltaf að lesa átta bækur í einu
Þórunn Hjördísardóttir er í tveimur vinnum og námi en er samt búin að lesa yfir 90 bækur á ár-
inu. Hún les alltaf nokkrar bækur í einu og flakkar á milli þeirra eftir því hvernig stuði hún er í.
Þórunn Hjör-
dísardóttir á
erfitt með að
hemja sig þegar
kemur að því að
byrja á nýjum
bókum og er
því alltaf að
lesa nokkrar í
einu. Hún hefur
lesið næstum
100 bækur á
árinu og er með
stóran bunka af
bókum á nátt-
borðinu sem
hana langar að
byrja á. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/ERNIR
Þetta eru
uppáhalds bækur
Þórunnar
Oracle Night eftir Paul Auster
The Perks of Being a Wallflower
eftir Stephen Chbosky
The Fault in our Stars
eftir John Green
The Bell Jar eftir Sylvia Plath
Normal People
eftir Sally Rooney
18 KYNNINGARBLAÐ 1 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RBÓKAJÓL