Fréttablaðið - 11.12.2020, Side 48
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að
senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Okkar ástkæri
Van Thu Nguyen
lést þann 9. desember.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju,
mánudaginn 14. desember kl. 13.
Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins
nánustu ættingjar og vinir viðstaddir.
Thi Thu Trang Ðang
Thao Thu Thi Nguyen
Lára Hien Nguyen
Diana Rós Hanh Jónatansdóttir
Kevin Huy Tan Dam
Ástkær faðir okkar, bróðir,
tengdafaðir og mágur,
Einar Hallsson
hestabóndi,
Hólum í Flóa,
lést af slysförum fimmtudaginn
3. desember. Útför hans fer fram frá
Stokkseyrarkirkju þriðjudaginn 15. desember kl. 13.
Í ljósi aðstæðna er athöfnin aðeins fyrir nánustu
aðstandendur, hægt verður að fylgjast með athöfninni á
vefslóðinni promynd.is/einar
Blóm og kransar eru afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast
Einars er bent á Alzheimersamtökin.
Sophia Oddný
Sigurður Elmar, Elín Hulda og börn
Guðmundur, Hrefna og börn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Júlía Kristín Adolfsdóttir
Furubyggð 16,
Mosfellsbæ,
lést á líknardeild Landspítalans
laugardaginn 5. desember.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn
15. desember kl. 14. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu
ættingjar og vinir viðstaddir en streymt verður frá
athöfninni á vefsíðu Selfosskirkju.
Kolbeinn Guðmannsson
Sigurbjörn Ragnarsson Hlín Gunnarsdóttir
Gunnsteinn Adolf Ragnarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar innilegustu þakkir fyrir
allar þær kveðjur og samúðaróskir
sem okkur hafa borist vegna fráfalls
föður okkar, afa og langafa,
Jóns Þórs Jóhannssonar
fv. framkvæmdastjóra,
sem andaðist þann 2. nóvember.
Minning hans mun lifa.
Þorleifur Þór Jónsson Þórdís H. Pálsdóttir
Stefanía Gyða Jónsdóttir
Jóhann Þór Jónsson Þórunn Marinósdóttir
Bergrún Svava Jónsdóttir Ragnar Baldursson
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Birte Dürke Hansen
sem lést í faðmi fjölskyldunnar,
þriðjudaginn 17. nóvember, á
hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu, laugardaginn
12. desember, kl. 11. Vegna aðstæðna verður einungis
nánasta fjölskylda viðstödd athöfnina. Aðstandendur
vilja þakka starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar
fyrir einstaka umhyggju og alúð.
Ragnar D. Hansen
Richard Hansen Sigríður Rósa Magnúsdóttir
Solvej Dürke Bloch
Michael D. Hansen Annemarie V. Hansen
Anita Roland Brian Roland
Rolf D. Hansen Manuel Parra Recuero
John D. Hansen
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamamma,
amma, langamma og langalangamma,
Perla Kolka
sem lést 3. desember sl., verður
jarðsungin frá Laugarneskirkju
mánudaginn 14. desember.
Aðeins nánustu ættingjar verða viðstaddir,
en athöfninni verður streymt á slóðinni mbl.is/andlat/
Björg Kolka Robin Melkun
Margrét Kolka Þórhallur Þorvaldsson
Ása Kolka Sverrir Tynes
Elín Perla Kolka Valur Arnarson
Heiður Óttarsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Loks er komið að því að við getum sýnt gamanleikinn okkar, Fullorðin, í Samkomu-húsinu á Akureyri. Forsýn-ingin er á morgun, laugardag. Fólki veitir ekkert af því að
hlæja aðeins,“ segir Vilhjálmur B. Braga-
son leikari, sem er höfundur verksins og
f lytjandi, ásamt þeim Árna Beinteini
Árnasyni og Birnu Pétursdóttur.
Vilhjálmur segir salinn standast sótt-
varnareglur, í honum séu svalir og því
sé hægt að taka tvöfaldan, leyfilegan
skammt áhorfenda. „Planið var að sýna
Skuggasvein í haust en það verður bara
næsta haust og í samstarfi við Þjóðleik-
húsið. Í staðinn ákváðum við að búa til
þessa sýningu, Fullorðin, hún er létt-
ari í vöfum, við erum bara þrjú svo það
þarf ekkert marga áhorfendur til að
hún beri sig.“
Í fimmtán hlutverkum
Sýningin snýst um þau vonbrigði sem
margir verða fyrir þegar þeir fullorðnast,
að sögn Vilhjálms. „Maður heldur í upp-
vextinum að allt verði svo frábært þegar
vissum aldri er náð, þá geti maður ráðið
öllu og svarað öllu. Það er ekki alveg það
sem við blasir þegar til kastanna kemur,
maður veit oft ekkert í sinn haus en vonar
bara að enginn sjái í gegnum það. Yfir-
leitt kann maður ekki að meta það sem
maður hefur í augnablikinu og heldur að
allt sé betra hinum megin við lækinn,“
útskýrir hann. Segir leikarana sækja í
eigin reynslubrunna en líka bregða sér
í marga búninga og karaktera. „Það er
hraði í verkinu, ég held ég leiki fæstar per-
sónur, samt er ég í fimmtán hlutverkum.
Þetta er stuð!“
Flestar persónurnar eru fullorðnar, að
sögn Vilhjálms, aðrar eru börn og ungl-
ingar, sumar meira að segja unglingar
á fyrri öldum. „Það er heilmikil heim-
ildavinna bak við þetta stykki,“ útskýrir
hann og segir sýninguna taka klukku-
tíma og korter, ekkert hlé sé tekið til að
hafa allt sem COVID-vænast.
Vilhjálmur tekur fram að ekkert
COVID-grín sé í sýningunni. „Við erum
bara að gera grín að hinum tímalausu
fylgifiskum þess að vera til á öllum
aldri. Veltum líka fyrir okkur skilgrein-
ingunni á því að vera fullorðinn – orðinn
að fullu, sem þýðir þá væntanlega að
maður verður ekkert meira. Ef maður
horfir á það þannig verður maður ekki
fullorðinn fyrr en maður deyr. Varla er
þetta spurning um að verða fullur. Það
eru margir f letir á þessu.“
Árni Beinteinn verður búálfur
Birna og Árni eru venjulega búsett í
Reykjavík en verða fyrir norðan í vetur,
að sögn Vilhjálms. „Við vorum öll við-
loðandi sýninguna Tæringu, sem er
samstarfsverkefni Leikfélagsins og Maríu
Pálsdóttur. Birna og Árni Beinteinn eru
líka í Búálfinum sem verður settur upp
eftir áramót, ef allt fer samkvæmt áætl-
un. Árni Beinteinn er búálfurinn. Þau
áttu þannig bæði erindi norður og eru á
samningi í vetur.“ gun@frettabladid.is
Þegar vissum aldri er náð
Sú glansmynd sem ungmenni hafa af því að verða fullorðin framkallast ekki alltaf.
Leikfélag Akureyrar gerir grín að því í frumsömdu verki sem forsýnt er á morgun.
Árni Beinteinn, Birna og Vilhjálmur á sviði Samkomuhússins. Þar munu þau bregða sér í fjölda hlutverka. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Hvað þýðir fullorðin? spyr Vilhjálmur.
Maður veit oft ekkert í sinn
haus en vonar bara að enginn
sjái í gegnum það.
1 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R20 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT