Fréttablaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 52
BÆKUR
Hetja
Björk Jakobsdóttir
Útgefandi: JPV
Fjöldi síðna: 218
Þegar ég var lítil hét ein allramesta
uppáhaldsbókin mín Trygg ertu
Toppa og fjallaði um strák og hest-
inn hans. Þetta var þýdd bók sem
gerðist í einhverju af fjallafylkjum
Bandaríkjanna og lýsti veruleika
bæði stráksins og hestsins og var
svo spennandi og skemmtileg að
ég marglas bókina og heimtaði
hest í fermingargjöf.
Þessi bók kom mér
margoft í hug þegar
ég las sög una af
hryssunni Hetju og
mann systur hennar
Björgu. Sagan hefst
á því að Hetju, sem
er greind og uppá-
t æk jasöm, hef ur
tekist að komast
út úr girðingunni
sinni og inn í
ókunnugan hesta-
hóp sem er svo
smalað inn í f lutn-
ingavagn og ekið
á annað landshorn.
Björg kemst f ljótlega að
því að hryssan er týnd
og hefst nú leit þeirra
hvorrar að annarri sem
verður í meira lagi við-
burðar ík, bæði f y r ir
hryssu og stelpu.
Sagan er sögð frá sjón-
arhóli þeirra beggja og
spannar vítt svið, þessar
tvær söguverur eru um
margt ólíkar, enda ekki
af sömu tegund en þó eiga
þær margt sameiginlegt.
Hryssan á ekki orð til að
lýsa sumu af því sem hún
upplifir og vantar til dæmis
alveg orð fyrir ísbjörn, og
Björg á líka oft erfitt með að tjá sig
þar sem hún er á einhverfurófi og
upplifir ýmislegt bæði sterkar og
á ólíkan hátt og aðrir. Fleiri sjónar-
horn eru kynnt þegar líða tekur á
söguna, til dæmis fær hundurinn
Píla einn kafla þar sem hún reynir
að skilja til hvers er ætlast af henni
á örlagastundu.
Hetja er greinilega skrifuð af
mikilli þekkingu á hestum og hesta-
mennsku en líka af frásagnarfærni
og sögugleði. Lýsingarnar á því sem
fyrir augu Hetju ber eru lifandi og
vel aðgreindar frá upplifun Bjargar
og bæði sá tími sem Hetja átti með
fjallastóðinu og harðastökk hennar
yfir Kjöl er til dæmis afskaplega
skemmtilegt af lestrar. Samskipti
eru einnig miðlægt efni í bókinni,
bæði samskipti og samskiptareglur
hesta sín á milli og svo samskiptin
milli hesta og manna frá sjónarhóli
beggja og í því samhengi aftur upp-
lifun Bjargar af samskiptum við fólk
og muninum á því að eiga við dýr og
manneskjur.
Hetja er þó fyrst og fremst spenn-
andi og líf leg bók fyrir alla krakka
þó hún gæti mögulega komið inn
skæðri hestabakteríu hjá einhverj-
um lesendum. Brynhildur Björnsdóttir
NIÐURSTAÐA: Skemmtileg og
spennandi bók um vináttu hryssu
og stelpu og ævintýri þeirra.
ÞETTA ER ÞROSKA-
SAGA UM UNGA
STELPU SEM ER KVÍÐIN OG
ÓÖRUGG EN FINNUR EIGIN
STYRK OG MÁTT.
Kristín Björg Sigur-v insdót t ir er t i l-nefnd til Íslensku b ó k m e n n t a v e r ð -launanna fyrir ung-mennabókina Dóttir
hafsins, sem er fyrsta bók hennar.
„Sagan segir frá Elísu sem er
16 ára unglingur og býr á Vest-
fjörðum. Eina nóttina heyrir hún
undarlega tónlist berast frá hafinu.
Tónlistin leiðir hana niður í fjöru
þar sem hún dregst inn í hörku-
spennandi atburðarás neðan-
sjávar. Á hafsbotni er töfrandi
borg þar sem heil þjóð, marfólkið,
lifir og þrífst. Hræðileg sæskrímsli
herja á borgina og ógna tilvist mar-
fólksins sem þarf á aðstoð að halda.
Elísa kemst að því að hún er hluti af
ævafornum spádómi sem snýst um
hina dularfullu dóttur hafsins sem
er útvalin til að hjálpa marfólkinu.
Þetta er þroskasaga um unga stelpu
sem er kvíðin og óörugg en finnur
eigin styrk og mátt,“ segir Kristín
Björg.
Handrit frá unglingsárum
Hún segir að helsta áhugamál
sitt á unglingsárum hafi verið að
skrifa. „Ég var feimin sem barn og
vildi helst láta sem minnst fyrir
mér fara. Þess vegna þótti mér svo
gaman að lesa og skrifa af því að í
skáldskapnum gat maður verið
hver sem er og ferðast hvert sem
er. Ég skrifaði fyrstu drög að þess-
ari bók þegar ég var 13 ára og til 17
ára aldurs skrifaði ég þrjár bækur:
Dóttur hafsins, framhaldssögu af
henni og sögu á ensku, en á þessum
árum fannst mér enska vera afskap-
lega flott mál.“
Kristín Björg segist hafa skrifað
töluvert á menntaskólaárunum en
hlé varð á skriftunum þegar hún fór
í lögfræðinám og hún starfaði síðan
sem lögfræðingur. „Einn daginn
rakst ég á þetta gamla handrit í tölv-
unni og las það aftur yfir. Í minn-
ingunni var það óklárað en þarna
blasti við fullklárað handrit. Ég fór
hægt og rólega að endurskrifa það
og fannst það óskaplega skemmti-
legt. Ég fann að ég hafði enn brenn-
andi áhuga á því að skrifa og eftir
talsverðar vangaveltur og mikinn
stuðning frá manninum mínum
tók ég mér hlé frá lögfræðistörfum
og fékk mér hlutastarf í bókabúð
með skriftunum, enda mikill bóka-
unnandi.“
Mikill heiður
Dóttir hafsins er fyrsta bókin í þrí-
leik, en eins og áður sagði skrifaði
Kristín Björg bók númer tvö á ungl-
ingsárunum. Hún vinnur nú að því
að endurskrifa þá gerð. „Lokasagan
í þríleiknum var aldrei skrifuð en ég
var með hugmyndir að henni í koll-
inum, þannig að ég veit hvað mun
gerast,“ segir hún.
Spurð um tilnefningu til Íslensku
bókmenntaverðlaunanna segir hún:
„Ég bjóst alls ekki við því. Þetta er
óskaplega mikill heiður og ég er í
skýjunum. Ég gæti ekki verið glað-
ari.“
Saga um hina dularfullu dóttur hafsins
Kristín Björg Sigurvinsdóttir er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir
fyrstu bók sína, Dóttir hafsins. Hún skrifaði fyrstu drög að sögunni 13 ára gömul.
Einn daginn rakst ég á þetta gamla handrit í tölvunni og las það aftur yfir, segir Kristín Björg Sigurvinsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Leyniþráður stelpu og hryssu
Ólafur Jóhann Ólafsson og Arnaldur Indriðason skipta á milli sín toppsætunum á
tveimur metsölulistum. Á metsölu-
lista Eymundsson dagana 2.-8. des-
ember er Snerting eftir Ólaf Jóhann í
fyrsta sæti á Metsölulista Eymunds-
son, Vetrarmein eftir Ragnar Jónas-
son er í öðru sæti og Þagnarmúr eftir
Arnald Indriðason er í þriðja sæti. Í
fjórða sæti er Bráðin eftir Yrsu Sig-
urðardóttur og Spænska veikin eftir
Gunnar Þór Bjarnason í því fimmta.
Á bóksölulistanum sem Félag
íslenskra bókaútgefenda tekur
saman er Þagnarmúr Arnaldar
í fyrsta sæti, Snerting eftir Ólaf
Jóhann í öðru sæti og Bráðin eftir
Yrsu í því þriðja. Sá listi nær yfir dag-
ana 30. nóvember til 6. desember.
Tveir á toppnum
Ólafur Jóhann Ólafsson rithöf-
undur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Upplestur á Aðventu Gunn-ars Gunnarssonar fer jafnan fram í Gunnarshúsum á
Dyngjuvegi 8 og Skriðuklaustri á
þessum tíma árs. Í ljósi aðstæðna
sjá Gunnarsstofnun og Rithöfunda-
samband Íslands sér ekki fært að
bjóða fólki til sín í ár en færa lands-
mönnum í staðinn upplesturinn
heim í stofu gegnum netið. Lesari að
þessu sinni er Ólafur Darri Ólafsson
leikari sem í haust hreif landsmenn
með sér í hlutverki annars Bene-
dikts í þáttaröðinni um Ráðherr-
ann. Í þáttunum var óspart vísað í
sögu Gunnars og er Ólafur Darri því
ekki óvanur að fylgja Leó og Eitli til
fjalla.
Lesturinn fer í loftið kl. 13.30
sunnudaginn 13. desember og verð-
ur hlekkur á hann aðgengilegur á
Facebook-síðum Skriðuklausturs
og Rithöfundasambands Íslands.
Ólafur Darri les
Aðventu Gunnars
Ólafur Darri les klassíska sögu.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
1 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R24 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING