Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.11.2020, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 11.11.2020, Blaðsíða 8
Kanna að breyta frístundasvæði í íbúðabyggð Deiliskipulagsmál á frístunda- svæðinu við Breiðagerðisvík á Vatnsleysuströnd hafa verið til af- greiðslu hjá skipulagsyfirvöldum í Sveitarfélaginu Vogum. Búið er að taka saman upplýsingar um nú- verandi hús, byggðar og óbyggðar lóðir. Búið er að stilla upp drögum að uppdrætti sem unninn hefur verið fyrir svæðið, byggð á loft- mynd og eldri uppdráttum og setja upp á skipulagsform. Afgreiðsla skipulagsnefndar Sveit- arfélagsins Voga hefur verið sam- þykkt í bæjarstjórn Voga, þar segir: „Til umræðu er m.a. hvort rétt sé að breyta landnotkun svæðisins úr frístundabyggð í íbúðabyggð. Skipu- lagsnefnd leggur til að gerð verði viðhorfskönnun meðal lóðareig- enda á svæðinu til slíkra breytinga. Einnig þarf að greina hverjar skyldur sveitarfélagsins eru gagnvart lóðar- höfum komi til slíkrar breytingar, t.a.m. gagnvart fráveitu, vatnsveitu, gatnagerð o.s.frv.“ Meðferð flugelda verði takmörkuð í og við Vogatjörn Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga fjallaði um Vogatjörn og verndun lífríkis tjarnarinnar á fundi sínum á dögunum. „Umhverfisnefnd skorar á bæjar- stjórn að sjá til þess að verndun Vo- gatjarnar, sem er á náttúruminjaskrá meðal annars vegna lífríkis tjarnar- innar og fuglalífs, sé virt og takmarka meðferð flugelda í og við tjörnina,“ segir í afgreiðslu umhverfisnefndar. Flugeldar voru sprengdir í tjörn- inni í mikilli flugeldasýningu nú síðsumars en sýningin var haldin á þeirri helgi sem Vogadagar fara vana- lega fram. Engin var bæjarhátíðin en bæjarbúum var boðið upp á veglega flugeldasýningu sem ratað hefur á borð umhverfisnefndar. Flugeldar sprengdir í Vogatjörn í flugeldasýningu síðsumars. VF-mynd: Hilmar Bragi Samþykkja íþrótta- og tómstundastyrki í Vogum Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt sam- hljóða með sjö atkvæðum reglur um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020– 2021. Reglurnar voru áður til meðferðar hjá bæjarráði 21. október síðastliðinn. „Ég fagna þeim reglum sem samþykktar voru um sérstaka íþrótta- og tómstundarstyrki til barna frá tekjulágum heim- ilum. Það er ljóst að í þeirri kreppu sem nú gengur yfir þjóðfélagið þarf að verja börn og tekjulága einstaklinga og er þetta skref til þess,“ segir í bókun bæjarfulltrúa L-listans við afgreiðsluna. Deiliskipulag í Reykjanesbæ Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 6. október 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Flugvalla, Reykjanesbæ skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breyting á deiliskipulagi Flugvalla Breytingin felur í sér að skipulagsmörk stækka þannig að skiplagið nær yfir Flugvallarveg 50 og 52.  Flugvallarvegur fellur út og lóðin Flugvallarvegur 50 verður Flugvellir 2a stærð lóðar var 1861m² en verður nú 2596m² og með með nýtingarhlutfallið 0,3. Flugvallarvegur 52 verður Flugvellir 1a. Stærð lóðar var 8620m² en verður nú 13802m² með nýtingarhlutfallið 0,2.  Tillögurnar eru til sýnis á heimasíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is og skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 12. nóvember 2020 til 31. desember 2020.  Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 31. desember 2020. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfangið gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæ, 11. nóvember 2020 Nýtt vatnsból í Vogum: „Hreint og gott vatn er nauðsynleg lífsgæði“ Sveitarfélagið Vogar hyggst ráðast í virkjun nýs vatnsbóls sveitarfélagsins sem leysir af hólmi núverandi vatnsból. Nýja vatnsbólið er í samræmi við gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins, segir í gögnum frá síðasta fundi í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga. Sveitarfélagið fól Verkfræðistofunni Verkís að vinna fyrirspurn þá um matsskyldu sem nú er óskað um- sagnar um. Það er mat bæjaryfir- valda að framkvæmdin sé þýðingar- mikil fyrir framtíðarvatnsöflun fyrir íbúa og atvinnustarfsemi sveitar- félagsins. Eins og fram kemur í skýrslunni verður lögð áhersla á að rask verði sem minnst og að fram- kvæmdin verði unnin með það að markmiði að umhverfisáhrif verði í lágmarki. Atvinnu- og nýsköpunarráðu- neytið hefur beðið um umsögn frá sveitarfélaginu vegna beiðni Sveitarfélagsins Voga, dags. 24. september síðastliðinn, um heimild til eignarnáms á landi þar sem fram- tíðarvatnsbólið er fyrirhugað. Í svari sveitarfélagsins til ráðuneyt- isins vísast um forsögu og nauðsyn eignarnáms til bréfs Landslaga slf. frá 24. september síðastliðinum. Sérstaklega er áréttuð beiðni um að málið hljóti skjóta afgreiðslu eins og kostur er. Bæjarfulltrúi L-listans óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað á fundi bæjarstjórnarinnar: „Ég vona að lausn verði fundin sem allra fyrst varðandi nýtt vatnsból sveitarfélagsins. Hreint og gott vatn er nauðsynleg lífsgæði og hagur allra að það verði tilbúið til notkunar sem fyrst.“ Vilja rannsókn á kostnaði við lagningu ljósleiðara á Vatnsleysuströnd Bæjarfulltrúar L-listans og D-listans í Sveitarfélaginu Vogum hafa báðir séð ástæðu til að bóka vegna framúrkeyrslu við lagningu ljósleiðara á Vatns- leysuströnd. Fulltrúi D-listans lagði fram eft- irfarandi bókun í bæjarráði Voga á dögunum: „D-listinn óskar eftir að rannsökuð verði sú mikla framúr- keyrsla sem varð við lagningu ljós- leiðara.“ Á fundi bæjarstjórnar Voga þann 28. október síðastliðinn óskaði svo bæjarfulltrúi L-listans eftir að eftirfarandi væri bókað: „Ljóst er að kostnaður við lagningu ljósleiðara á Vatns- leysuströnd fór fram úr öllum upphaflegum áætlunum. Því er tekið undir bókun D-lista sem er í fundargerð bæjarráðsfundar 315 sem fer fram á að rannsakað verði hvað fór úrskeiðis við undirbúning og lagningu ljósleiðarans.“ Frá Vatnsleysuströnd. VF-mynd: Hilmar Bragi Stöðugildi í barnavernd verði aukin Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfull- trúi Miðflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, hvetur meiri- hlutann til að huga að því að auka við stöðugildi í barnavernd Reykja- nesbæjar fyrir næstu fjárhagsá- ætlun. Margrét hefur áhyggjur af fjölgun barnaverndarmála í bæjar- félaginu og að álagið sé mikið á fé- lagsráðgjafa. „Enn og aftur sjáum við aukningu á milli mánaða. Í september 2020 bárust 56 tilkynningar vegna 45 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 25 mál en á sama tíma í fyrra voru tilkynningarnar 45 vegna 44 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru ellefu. Þetta eru sláandi tölur og veldur mér hugarangri en á þessum tölum sjáum við að ný mál voru 25 miðað við ellefu mál á sama tíma í fyrra. Eins og ég hef bent á áður þá eru barnaverndarmál þau erfiðustu mál innan félagsþjónustunnar og oft á tíðum er álagið mikið. Miðað við þessar tölur þá verður að fjölga stöðugildum á félagsráðgjöfum í Barnavernd enda sýndi það sig þegar álagsmæling var gerð á sviðinu að vinnuálag er mikið og því alltaf hætta á að fólk fari í kulnun. Ég hvet því enn og aftur meirihlutann að huga vandlega að auka stöðugildi í Barnavernd fyrir næstu fjárhags- áætlun.“ Mesti samdráttur í fjölda starfa á Suðurnesjum Mesti samdráttur í fjölda starfa á landsvísu milli áranna 2019 og 2020 var á Suðurnesjum eða 16,1%. Á Suðurnesjum störfuðu 14.969 manns árið 2019 en 12.566 árið 2020. Samdrátturinn á landinu eru langmestur á Suðurnesjum og er um það bil tvöfalt hærri en næsta landssvæði sem er Austurland. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS HVAÐ GERIR INGÓ ÞEGAR SALURINN Á LANGBEST ER TÓMUR? 8 // vÍKurFrÉttir á SuðurneSJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.