Víkurfréttir - 11.11.2020, Blaðsíða 14
A landslið kvenna hélt til
Grikklands á sunnudag
– Þrír Keflvíkingar í hópnum
Framundan er landsleikjagluggi hjá landsliði kvenna í körfuknattleik sem
er liður í undankeppni EM, EuroBasket Women’s 2021, og undirbýr liðið
sig eftir eins og hægt er fyrir brottför. Afingabann hefur gert allan undir-
búning erfiðari en liðið hefur ekki náð að æfa saman síðan í ágúst vegna
æfingabannsins. Liðið fékk undanþágu í síðustu viku til einstaklingsæfinga
og fengu stelpurnar að í Smáranum hver með sinn bolta, ein og ein á körfu.
Benedikt Guðmundsson, þjálfari
landsliðsins, kallaði Salbjörgu
Rögnu Sævarsdóttur frá Keflavík
inn í þrettán manna hóp liðsins í stað
Hildar Bjargar Kjartansdóttur úr
Val sem er meidd en fyrir voru liðs-
félagar hennar úr Keflavík í liðinu,
þær Katla Rún Garðarsdóttir og
Anna Ingunn Svansdóttir. Þær tvær
eru nýliðar inn í landsliðið, Katla
Rún er í leikmannahópnum en Anna
var valin sem þrettándi leikmaður
liðsins og mun hún æfa og ferðast
með landsliðinu og vera til taks ef
gera þarf breytingar á liðinu meðan
á verkefninu stendur.
Leikir Íslands fara fram fimmtu-
daginn 12. nóvember og laugar-
daginn 14. nóvember, báðir leikirnir
hefjast klukkan 15:00 að íslenskum
tíma og verða í beinni útsendingu
á RÚV. Fyrri leikurinn er gegn Sló-
veníu og sá seinni gegn Búlgaríu.
Upphaflega áttu leikir hjá öllum
liðum í nóvember að vera heima og
að heiman en þeim var breytt fyrir
alla riðla í einangraða leikstaði. Ís-
land leikur í Heraklion á Grikklandi
á eyjunni Krít í öruggri „búbblu“ sem
FIBA setur upp fyrir öll liðin í A-riðli
undankeppninnar og farið verður
eftir ströngum reglum innan hennar
með sóttvarnir.
Liðið skipa eftirtaldir leikmenn:
Bríet Sif Hinriksdóttir (Haukar, tveir leikir)
Dagbjört Dögg Karlsdóttir (Valur, fjórir leikir)
Eva Margrét Kristjánsdóttir (Haukar, nýliði leikir)
Guðbjörg Sverrisdóttir (Valur, tuttugu leikir)
Hallveig Jónsdóttir (Valur, 21 leikir)
Isabella Ósk Sigurðardóttir (Breiðablik, fjórir leikir)
Katla Rún Garðarsdóttir (Keflavík, nýliði leikir)
Lovísa Björt Henningsdóttir (Haukar, tveir leikir)
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir (Keflavík,sex leikir)
Sara Rún Hinriksdóttir (Leicester, England, nítján leikir)
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir (Skallagrímur, 53 leikir)
Þóra Kristín Jónsdóttir (Haukar, sautján leikir)
Anna Ingunn Svansdóttir (Keflavík, nýliði leikir)
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir
var kölluð inn í landsliðið
vegna meiðsla Hildar Bjargar
Kjartansdóttur en Salbjörg á sex
landsleiki að baki. Mynd: Karfan.is
JÓN AXEL
MEÐ 21 STIG
Í TAPLEIK
Grindvíkingurinn Jón Axel Guð-
mundsson hefur byrjað vel með
Fraport Skyliners í haustleikjunum
en hann skoraði 21 stig í leik gegn
Alba Berlín um síðustu helgi. Jón
Axel tók líka tvö fráköst og gaf
fimm stoðsendingar.
Það dugði þó ekki til sigurs því
Alba Berlín vann nokkuð öruggan
sigur, 79:66. Þetta var fyrsti leikur
beggja liða í deildinni í Þýskalandi
en átján lið leika í henni.
Elvar Már fór mikinn
í fyrsta sigrinum
Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson fór mikinn með félögum
sínum í litháenska liðinu Siauliai þegar það vann fyrsta sigur sinn í
deildinni þar ytra um helgina.
Elvar Már átti stórleik og skoraði 21 stig, gaf tólf stoðsendingar og reif
niður fimm fráköst. Njarðvíkingurinn hefur leikið vel í upphafi móts
þótt liðinu hafi ekki gengið nógu vel. Hann hefur skorað sautján stig
og gefið átta stoðsendingar að meðaltali í vetur. Það er á brattann að
sækja hjá Siauliai því liðið er í neðsta sæti með einn sigur.
A R N Ó R I N G V I
S V Í Þ J Ó Ð A R M E I S T A R I
Verður ekki með landsliðinu vegna smits í Malmö
Arnór Ingvi Traustason varð
sænskur meistari með Malmö
þegar liðið vann 4:0 sigur á
Sirius í sænsku úrvalsdeildinni
um helgina. Suðurnesjamaðurinn
verður hins vegar ekki í lands-
liðshópi Íslands, sem kemur
saman á miðvikudag, vegna
smits sem kom upp í leikmanna-
hópi Malmö.
KSÍ sendi frá sér tilfinningu þar
sem sagt er frá því að ákveðið hafi
verið að Arnór Ingvi verði ekki í
leikmannahópnum. Ákvörðunin
sé tekin til að gæta fyllstu varúðar
í sóttvörnum íslenska liðsins fyrir
mikilvæga leikinn gegn Ung-
verjum. Arnór Ingvi átti að hitta
hópinn í Augsburg í Þýskalandi.
Hann hafði í tvígang fengið nei-
kvætt úr skimunum fyrir veirunni
en „Hlutirnir gerast hratt á Covid-
tímum,“ segir í tilkynningu KSÍ.
Arnór hefur verið í byrjunarliði
Íslands í síðustu leikjum liðsins.
Arnór lagði upp fjórða og
síðasta mark leiksins í stórsigri
Malmö sem er með tíu stigum
meira en Elfsborg í sænsku deild-
inni þegar þrjár umferðir eru eftir.
Malmö er því búið að tryggja sér
sigur í deildinni.
Þetta er í annað sinn sem lands-
liðsmaðurinn verður meistari með
liði í Svíþjóð. Hann vann titilinn
með Norrköping árið 2015.
Sveindís Jane sú besta
í Pepsi Max-deildinni
Sumarið 2020 var sumar Sveindísar Jane Jónsdóttur, hún varð Íslandsmeistari með Breiðabliki og markahæsti
leikmaður deildarinnar ásamt Öglu Maríu Albertsdóttur liðsfélaga sínum í Breiðabliki, báðar skoruðu þær fjórtán
mörk. Leikmenn liða Pepsi Max-deildar kvenna kusu Sveindísi Jane besta mann Íslandsmótsins.
Sveindís Jane er komin aftur í Keflavík eftir að hafa verið
á láni hjá Breiðablik í sumar og sagði í samtali við vef-
miðilinn Fótbolti.net að það sé óvíst hvað hún geri á
næsta ári, hún hafi úr nógu að velja: „En það er bara alveg
óljóst hvað ég geri; hvort ég verði í Keflavík á næsta ári,
fari í Kópavoginn eða þá út. Ég er bara ekki alveg búin
að ákveða það.“
Atvinnumennska framundan?
„Mig langar að verða atvinnumaður, fara út og spila með
þeim bestu, komast í besta lið í heimi og gera vel. En ég
veit ekki hvað ég geri akkúrat núna. Skammtímamark-
miðið er að gera vel með landsliðinu í næstu leikjum,“
segir Sveindís einnig en hún átti frábæra innkomu í ís-
lenska A-landsliðið fyrr í sumar.
14 // vÍKurFrÉttir á SuðurneSJuM Í 40 ár