Víkurfréttir - 11.11.2020, Blaðsíða 23
Víkurfréttir liggja frammi á eftirtöldum
dreifingarstöðum á Suðurnesjum
REYKJANESBÆR
Landsbankinn, Krossmóa
Olís Básinn
BYKO, Víkurbraut
Bókasafn Reykjanesbæjar
Krambúðin, Hringbraut
Sigurjónsbakarí, Hólmgarði
Sundmiðstöð Keflavíkur
Nettó, Krossmóa
Nettó, Iðavöllum
Nesvellir
Kostur Njarðvík
Krambúðin, Innri-Njarðvík
GRINDAVÍK
Nettó
Verslunarmiðstöðin,
Víkurbraut 62
VOGAR
Verslunin Vogum / N1
GARÐUR
Kjörbúðin
Íþróttamiðstöðin
SANDGERÐI
Kjörbúðin
Íþróttamiðstöðin
FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Már með
nýja ábreiðu
Veitingamenn
á veirutímum
Ívar skoðar
Reykjanesskagann
M E Ð A L E F N I S Í S U Ð U R N E S J A M A G A S Í N I Í Þ E S S A R I V I K U
1000 Mb/sek og 15 stjónvarpsstöðvar innifaldar
„Ég er með (GÍG) 1000
mb/sek uppi á Ásbrú“
frá 10.590 kr/mán
24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Nautalund
Þýskaland
3.599KR/KG
ÁÐUR: 5.998 KR/KG
Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 12.— 15. nóvember
EITTHVAÐ FYRIR ALLA Í NETTÓ!
Hamborgar-
hryggur
Með beini
999KR/KG
ÁÐUR: 1.784 KR/KG
-44%
-40% Kiwi
299KR/KG
ÁÐUR: 598 KR/KG
-50%
NÝJAR ÍBÚÐIR VIÐ SJÁVARSÍÐUNA
REYKJANESBÆ
OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN KL. 15 - 16.
PÓSTHÚSSTRÆTI 5
Grensásvegur 11 - www.eignamidlun.is - Sími 588 9090 Hafnargötu 20 - Reykjanesbær - Sími 420 4000
Sú ákvörðun að lóga minkastofn-
inum í Danmörku hefur mikil áhrif
á Íslandi. Í Sandgerði rekur Skinn-
fiskur fóðurverksmiðju og hefur
framleitt fóður fyrir danska loð-
dýrarækt með góðum árangri frá
árinu 1997.
„Þetta er stór bransi þarna úti og við
erum með 2,5% markaðshlutdeild
þar en framleiðsla á minkafóðri er
aðalstarfsemi Skinnfisks svo þetta
hefur gífurleg áhrif á okkur,“ segir
Gulla Aradóttir, sölu- og gæðastjóri
hjá Skinnfiski, í samtali við Víkur-
fréttir.
Skinnfiskur fær allt sitt hráefni til
fóðurframleiðslunnar frá íslenskum
fiskvinnslustöðvum en áður voru
þessar aukaafurðir úr fiskvinnsl-
unni annað hvort bræddar eða þær
urðaðar.
„Við munum byggja á áratuga-
langri reynslu Skinnfisks til að finna
hráefninu annan farveg svo ekki
þurfi að urða hráefnið,“ segir Gulla.
Markmið Skinnfisks frá stofnun
hefur verið að fullnýta íslenskar
sjávarafurðir. „Við erum stolt af því
að hafa fundið hráefninu farveg í
þessum mæli en því var áður að
mestu fargað. Síðustu 23 árin höfum
við nýtt hráefnið í minkafóður á
danskan markað en nú eru vatnaskil
og við erum að vinna í að finna því
nýjan farveg. Aðalatriðið er að ekkert
eða sem allra minnst fari í urðun,“
segir Gulla Aradóttir, sölu- og gæða-
stjóri hjá Skinnfiski, að endingu.
Landhelgisgæslan og Alverk undir-
rituðu í síðustu viku samning um
byggingu 50 rýma svefnskála á
öryggissvæði Keflavíkurflugvallar.
Samningurinn var gerður í kjölfar
alútboðs sem Framkvæmdasýsla
ríkisins auglýsti í maí síðastliðnum.
Samningsupphæðin er 473 millj-
ónir króna með virðisaukaskatti.
Svefnskálarnir eru ætlaðir er-
lendum liðsafla sem dvelur tíma-
bundið á Íslandi. Þeir eru brýn
viðbót við skála sem þegar eru á ör-
yggissvæðinu. Til stendur að fjölga
svefnplássum í 300 talsins fram
til ársins 2024. Landhelgisgæslan
annast daglegan rekstur öryggis-
svæðanna í umboði utanríkisráðu-
neytis.
Svefnskálinn sem nú fer í bygg-
ingu er sá fyrri af tveimur sem fyrir-
hugað er að byggja á næstu tveimur
árum en endanleg ákvörðun um
byggingu liggur ekki fyrir. Aðalhönn-
uður byggingarinnar er Sigríður
Ólafsdóttir, arkitekt hjá Grímu ehf.,
og um verkfræðihönnun sér Verk-
fræðistofan EFLA.
Aðalgeir Hólmsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Alverks, segir hönnun
og undirbúning framkvæmda nú
í fullum gangi þessar vikurnar og
áætlar að verklegar framkvæmdir
á svæðinu hefjist í desember. Um
tuttugu manns munu að jafnaði
koma að framkvæmdunum en Al-
verk er þegar í viðræðum við jarð-
vinnuverktaka og fleiri aðila á Suð-
urnesjum varðandi aðkomu þeirra
að verkefninu. Ætlun Alverks er
að eiga samstarf við aðila af nær-
liggjandi svæðum eins og kostur er.
Kórónuveira í dönskum minkum
hefur gífurleg áhrif í Sandgerði
– Störf fyrir tuttugu
manns að jafnaði á
framkvæmdatímanum
Keflavíkurflugvöllur:
Skinnfiskur ehf. framleiðir minkafóður úr fiskafurðum á danskan markað:
50 rýma svefn-
skáli fyrir tæpar
500 milljónir
Hæsta bygging bæjarins tekur á sig mynd
VÍKURFRÉTTAMYND: PÁLL KETILSSON
Pósthússtræti 5 er án efa hæsta bygging Reykjanesbæjar. Hún tekur hratt á sig mynd þessar
vikurnar en iðnaðarmenn eru þessa dagana að klæða húsið að utan. Það er komið fram í nóvember
og allra veðra von en smiðirnir hafa verið heppnir með veður í haust. Myndin var tekin á þriðjudag
þegar sólin baðaði háhýsin við Pósthússtræti ljósi sínu og regnbogi lét sjá sig skamma stund.
MiðviKudagur 11. nóveMber 2020 // 43. tbl. // 41. árg.