Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.11.2020, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 11.11.2020, Blaðsíða 12
Þjálfarahræringar í boltanum Sömu aðalþjálfarar verða áfram hjá Keflavík Eysteinn Húni Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýrðu Keflvíkingum til sigurs í Lengjudeild karla í sumar, mikil ánægja hefur verið með störf þeirra í her- búðum Keflvíkinga og þeir verða áfram með liðið á næsta ári í efstu deild karla. Hjá meistaraflokki kvenna verður Gunnar Magnús Jónsson áfram aðalþjálfari en Haukur Benediktsson hefur látið af störfum aðstoðarþjálfara. Keflavík mun leika í efstu deild kvenna á næsta ári og nú stendur yfir leit að nýjum aðstoðarþjálfara. Að sögn framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Keflavíkur munu þau mál líklega skýrast í þessari viku. Sigurbjörn og Ólafur áfram með Grindavík Hver tekur við meistaraflokki kvenna? Ray Anthony Jónsson hætti sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Grindavík eftir að liðið sigraði aðra deild kvenna og kemur því með að leika í Lengjudeildinni næsta sumar. Ray þjálfaði liðið síðustu þrjú keppnistímbil og hætti þjálfun liðsins að eigin ósk. Grindvíkingar eru að vinna í að finna eftirmann hans. Sigurbjörn Hreiðarsson verður áfram með meistaraflokk karla og Ólafur Tryggvi Brynjarsson verður honum til aðstoðar eins og í sumar. Tímabilið í ár var Grindvíkingum mikil vonbrigði en þeir höfðu sett stefnuna upp í efstu deild og setja hana eflaust þangað á næsta tímabili. Njarðvíkingar réðu Bjarna og Bóa Rétt fyrir helgi gekk knattspyrnudeild Njarðvíkur frá ráðningu þeirra Bjarna Jó- hannssonar og Hólmars Arnar Rúnarsson sem aðalþjálfara meistaraflokks karla til næstu tveggja ára. Með þessari ráðningu er stefnan tekin beint upp í Lengjudeildina að ári en liðið hafnaði í fjórða sæti í ár. Bjarni Jóhannsson er einn reynslumesti knattspyrnuþjálfari landsins og reynsla hans á efalaust eftir að reynast Njarðvíkingum happadrjúg. Meðal þeirra liða sem Bjarni hefur stýrt eru Grindavík, ÍBV, KA, Stjarnan og nú síðast Vestri á Ísafirði. Hólmar Örn, eða Bói eins og hann er jafnan kallaður, stýrði Víðisliðinu síðustu tvö ár samhliða því að leika með liðinu en nú ætlar Bói að leggja knattspyr- nuskóna á hilluna og einbeita sér alfarið að þjálfun. Hermann og Andy verða áfram með Þrótt Hermann Hreiðarsson verður áfram aðalþjálfari Þróttar Vogum og Andrew James Pew hefur framlengt samningi sínum við Þrótt um eitt ár. Hann verður áfram spilandi að- stoðarþjálfari Hermanns næsta sumar. Andy hefur leikið með Þrótti síðustu tvö ár og verið fyrirliði liðsins. Hann býr yfir mikilli reynslu úr íslenska boltanum eftir að hafa spilað fyrir Selfoss í sjö ár áður en hann skipti í Þrótt. Andy er 39 ára gamall varnarmaður og á vel yfir 200 leiki að baki hér á landi. Engra breytinga að vænta hjá Reyni Haraldur Freyr Guðmundsson heldur áfram með lið Reynis sem mun leika í annari deild á næsta ári. Sigursveinn Bjarni Jónsson, formaður Reynis, segir það von stjórnar að Luka Jagacic verði áfram sem aðstoðarþjálfari liðsins á næsta tímabili. Þá eru Reynismenn að vinna í að styrkja liðið fyrir baráttuna framundan í annari deild. Ekki vitað hver tekur við Víði Víðismenn, sem féllu í þriðju deildina í ár, segja að þeirra mál séu í skoðun. Það er ljóst að Víðismenn munu vera með nýjan aðila við stjórnvölinn á næsta ári þar sem Hólmar Örn Rún- arsson er farinn til Njarðvíkur og Guðjón Árni Antoníusson hefur ákveðið að taka sér frí frá þjálfun. Sólmundur Ingi Ein- varðsson, formaður Víðis, segir að þessi mál séu í skoðun hjá félaginu og væntanlega verði tekin ákvörðun í næstu viku. Keflavík á flesta leikmenn í liði ársins Joey Gibbs leikmaður Lengjudeildarinnar Keflvíkingar eiga fimm leikmenn í liðinu, þá Sindra Þór Guðmundsson, Nacho Heras, Rúnar Þór Sigurgeirsson, Davíð Snæ Jó- hannsson og Joey Gibbs, auk þess sem ástr- alski markahrókurinn Joey Gibbs var valinn besti leikmaðurinn. Keflavík stóð uppi sem Lengjudeildarmeistari 2020 og þótti leika frábærlega í sumar. Liðið skoraði 57 mörk í nítján leikjum, af þeim átti Gibbs 21 mark. Bæði Keflavík og Joey Gibbs voru hársbreidd frá því að slá markamet deild- arinnar þegar mótið var blásið af. Þrír Suðurnesjamenn í annarrar deildarliði ársins Hemmi Hreiðars þjálfari ársins Njarðvíkingarnir Marc McAusland og Ken- neth Hogg ásamt Andy Pew úr Þrótti eru allir í liði ársins í annari deild karla en allir voru þeir máttarstólpar í sínum liðum. Hogg var öflugur með Njarðvík í sumar og skoraði þrettán mörk á meðan fyrirliðinn Marc var öflugur í vörninni. Andy Pew, fyrir- liði Þróttar og spilandi aðstoðarþjálfari, var einnig mikilvægur hlekkur í liði Þróttara. Hermann Hreiðarsson tók við liði Þróttar Vogum í sumar og var valinn þjálfari ársins. Hann hefur verið að gera góða hluti með Þróttara sem náðu besti árangri í sögu fé- lagsins og voru hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í næstefstu deild. Magnús Þorsteinsson í þriðju deildarliði ársins Fufura Baros og Strahinja Pajic „á bekknum“ Það er athyglisvert að þótt Reynir hafi tryggt sér örugglega sæti í annarri deild á næsta ári þá á liðið aðeins einn leikmann í úrvalsliði þriðju deildar. Reynismenn unnu þrettán leiki, gerðu þrjú jafntefli og töpuðu fjórum leikjum, svo það er óhætt að segja að liðsheildin hafi gert gæfu- muninn. Markahrókurinn Magnús Sverrir Þor- steinsson tók fram skóna á ný eftir þriggja ára hlé og sýndi að hann hefur engu gleymt, skoraði fimmtán mörk í fjórtán leikjum, og uppskar sæti í liði ársins. Fótbolta­ sumarið 2020 Knattspyrnumiðillinn Fótbolti.net gerði upp fótboltasumarið 2020 og fékk þjálfara og fyrirliða til að velja úrvalslið tímabilsins 2020. Þá hafa orðið einhverjar breytingar á þjálfaramálum Suðurnesjaliðanna. Gibbs átti frábært tímabil með Keflavík. Hemmi og hans lið voru aðeins hársbreidd frá sæti í Lengjudeildinni. Fimm Keflvíkingar voru valdir í úrvalslið Lengjudeilarinnar. Maggi Þorsteins hefur engu gleymt. 12 // vÍKurFrÉttir á SuðurneSJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.