Víkurfréttir - 11.11.2020, Blaðsíða 2
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
HREINSUM
RIMLAGARDÍNUR OG
MYRKVUNARGARDÍNUR
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
Útgefandi:
Víkurfréttir ehf.,
kt. 710183-0319
Afgreiðsla og ritstjórn:
Krossmóa 4a, 4. hæð,
260 Reykjanesbæ,
sími 421 0000
Ritstjóri og ábm.:
Páll Ketilsson,
sími 421 0004,
pket@vf.is
Fréttastjóri:
Hilmar Bragi Bárðarson,
sími 898 2222,
hilmar@vf.is
Prentun:
Landsprent
Auglýsingastjóri:
Andrea Vigdís
Theodórsdóttir,
sími 421 0001,
andrea@vf.is
Útlit og umbrot:
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Hilmar Bragi Bárðarson
Dagleg stafræn útgáfa:
vf.is og kylfingur.is
Þarf að sporna við mesta atvinnuleysi
Íslandssögunnar á Suðurnesjum
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar sameinaðist í bókun við fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar þar sem m.a. er skorað
á Alþingi og ríkisvald að tryggja fjárframlög til framkvæmda á Suðurnesjum.
„Mikil óvissa er uppi í þjóðfélaginu og í heiminum öllum vegna alheims-
faraldursins COVID-19. Mörg fyrirtæki á landinu, í ferðaþjónustu sem
og öðrum atvinnugreinum, eiga í miklum rekstrarerfiðleikum þar sem
gjaldþrot þeirra blasir jafnvel við. Þessum erfiðleikum fylgir atvinnuleysi
og er atvinnuleysi nú á Suðurnesjum með því hæsta sem þekkst hefur í
Íslandssögunni. Við þessari þróun þarf að sporna með framkvæmdum
sem skapa störf tímabundið og til lengri tíma.
Bygging þurrkvíar í Njarðvík
Skipasmíðastöð Njarðvíkur hefur
hug á að efla starfsemi sína með
byggingu nýrrar þurrkvíar á athafna-
svæði sínu við Njarðvíkurhöfn. Sú
uppbygging myndi strax skapa á
annað hundrað bein og óbein störf
og leiða til annarrar uppbyggingar
með viðeigandi störfum en til að
þessi áform gangi eftir þarf að ráðast
í verulegar hafnarframkvæmdir í
Njarðvíkurhöfn.
Reykjaneshöfn, sem á og rekur
Njarðvíkurhöfn, hefur á undan-
förnum árum stefnt að endurbótum
á hafnaraðstöðunni í Njarðvík, er
varðar endurnýjun viðlegukanta,
dýpkun og byggingu skjólgarðs.
Þær framkvæmdir myndu nýtast
vel til að skapa það umhverfi sem
til þarf fyrir uppbyggingu Skipa-
smíðastöðvar Njarðvíkur, auk þess
að skapa möguleika á uppbyggingu
á annarri hafnsækinni starfsemi á
svæðinu.
Viljayfirlýsing undirrituð
Þann 19. ágúst síðastliðinn undir-
rituðu Reykjanesbær, Reykjanes-
höfn og Skipasmíðastöð Njarðvíkur
viljayfirlýsingu um samræmt átak
til að vinna framangreindum fram-
kvæmdum brautargengi. Reykjanes-
höfn og Skipasmíðastöð Njarðvíkur
hafa kynnt fyrrnefnd uppbygg-
ingaráform fyrir bæjarráðum allra
sveitarfélaga á Suðurnesjum ásamt
stjórn Sambands sveitarfélaga á
Suðurnesjum og hafa viðkomandi
aðilar lýst yfir stuðningi við áformin
sem eru atvinnueflandi fyrir íbúa
Suðurnesja.
Fyrrnefndar endurbætur sem
Reykjaneshöfn stefnir á í Njarð-
víkurhöfn hafa í för með sér miklar
framkvæmdir og eru kostnaðar-
samar. Heimilt er samkvæmt Hafna-
lögum nr. 61/2003 að styrkja slíka
framkvæmd úr ríkissjóði í gegnum
samgönguáætlun en forsenda þess
að Reykjaneshöfn geti farið í þessa
framkvæmd er að sá stuðningur sé
til staðar. Fjárútlát Reykjaneshafnar
verða þrátt fyrir það umtalsverð og
mun Reykjanesbær styðja Reykja-
neshöfn við þá fjármögnun.
Áskorun á ríkisstjórn
og Alþingi
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar
hér með á ríkisstjórn og Alþingi að
tryggja fjárframlög til ofangreindra
hafnarframkvæmda í Njarðvíkur-
höfn í samræmi við heimildir í
Hafnalögum í gegnum samgöngu-
áætlun eða aðra innviðafjárfestingu
svo renna megi fleiri stoðum undir
atvinnulífið á Suðurnesjum og skapa
ný störf til framtíðar.“
Anna Sigríður Jóhannes-
dóttir (D), Baldur Þ. Guð-
mundsson (D), Díana Hilmars-
dóttir (B), Friðjón Einarsson
(S), Guðbrandur Einarsson (Y),
Guðný Birna Guðmundsdóttir (S),
Jóhann Friðrik Friðriksson (B),
Margrét A. Sanders (D), Margrét
Þórarinsdóttir (M), Styrmir Gauti
Fjeldsted (S) og Jasmina Vajzovic
Crnac (Á).
IceMar ehf. í Reykjanesbæ hefur
gefið 3.000 máltíðir til Fjölskyldu-
hjálpar Íslands og bætist þar í hóp
annarra fyrirtækja á Suðurnesjum
sem hafa látið gott af sér leiða
á síðustu dögum og vikum með
myndarlegum gjöfum til hjálpar-
samtakanna.
„Samfélagsleg ábyrgð er mikilvæg
á öllum tímum, ekki síst á erfiðum
tímum eins og núna. Við erum af-
lögufær og viljum aðstoða fólk
sem er í erfiðri stöðu. Við vonum
að þessi styrkur hjálpi til en viljum
einnig vekja athygli á þeirri fórn-
fýsni og miklu umhyggju sem sjálf-
boðaliðar í starfi Fjölskylduhjálpar
Íslands hafa sýnt í störfum sínum.
Sjálfboðaliðarnir eru hinar sönnu
hetjur. Við eigum að hlúa vel hvert
að öðru, sýna í verki að okkur er
umhugað um náungann. Í slíku sam-
félagi viljum við búa,” sagði Gunnar
Örlygsson, forstjóri IceMar, þegar
gjöfin var afhent.
Oddfellowar á Suðurnesjum færðu
Velferðarsjóði 3,2 milljónir króna
Þann 5. nóvember síðastliðinn af-
hentu deildir Oddfellowreglunnar
I.O.O.F. í Reykjanesbæ styrk til
Velferðarsjóðs Suðurnesja að
fjárhæð 3,2 milljónir króna.
Nú á þessum fordæmalausu
tímum eru íbúar á Suðurnesjum að
takast á við mikla erfiðleika og at-
vinnuleysi hefur aldrei verið hærra.
Á tímum sem þessum er áríðandi
að samfélagið standi saman og hlúi
að þeim sem minna mega sín. Vel-
ferðarsjóður Suðurnesja hefur á
undanförnum árum verið sá aðili
sem hægt hefur verið að leita til
eftir stuðningi og hefur sjóðurinn
stutt börn og fullorðna með ýmsum
hætti.
Upphaf Oddfellowreglunnar á
Suðurnesjum má rekja til ársins
1976 en eitt af grunngildum hennar
er að líkna bágstöddum.
Í Reykjanesbæ eru eftirtaldar
Oddfellowregludeildir starfandi:
Oddfellowstúkan Njörður, Rebekk-
ustúkan Steinunn, Oddfellowbúð-
irnar Freyr, Oddfellowstúkan Jón
forseti og Rebekkustúkan Eldey.
Frú Ragnheiður tekur á móti styrk
Ladies Circle á Suðurnesjum færðu
Frú Ragnheiði á Suðurnesjum
150.000 krónu styrk á dögunum.
Rauði krossinn á Suðurnesjum
færir þeim sínar bestu þakkir og vill
jafnframt nýta tækifærið og þakka
Suðurnesjabúum þá velvild sem
verkefnið hefur fengið.
Á myndinni eru: (frá vinstri) Íris
Ósk Ólafsdóttir, Ladies Circle, Jó-
hanna Björk Sigurbjörnsdóttir,
verkefnastýra Frú Ragnheiðar á
Suðurnesjum, María Sigurðar-
dóttir, Ladies Circle, og Gróa Ax-
elsdóttir, Ladies Circle.
3.000 máltíðir frá IceMar
til Fjölskylduhjálpar
2 // vÍKurFrÉttir á SuðurneSJuM Í 40 ár