Víkurfréttir - 11.11.2020, Blaðsíða 20
Framkvæmdir eru hafnar við aðkomusvæði við Skagagarðinn.
Síðastliðið sumar fékk Suðurnesjabær styrk úr Framkvæmda-
sjóði ferðamannastaða sem lið í sérstöku fjárfestingarátaki
stjórnvalda vegna COVID-19-faraldursins. Áætlaður kostnaður
við verkefnið er alls 14.600.000 krónur og er styrkfjárhæð
11.680.000 krónur.
„Aðkomusvæði við Skagagarðinn“
verður nýr ferðamannastaður í
Garði. Verkefnið felur í sér hönnun
og verklegar framkvæmdir. Mark-
miðið er að gera Skagagarðinn sýni-
legan og vekja athygli á honum.
Skagagarður var um 1.500 metra
langur hlaðinn garður sem lá á milli
Útskála og Kolbeinsstaða. Talið er að
hann hafi verið hlaðinn af bændum
skömmu eftir landnám Íslands og
hafi verið allt að einn og hálfur metri
að hæð.
Kristján Eldjárn, fornleifafræð-
ingur og fyrrverandi forseti Íslands,
vakti athygli á Skagagarðinum í
grein sem hann birti í Árbók Ferða-
félags Íslands árið 1977. Talið er að
Garðinum hafi verið ætlað að halda
sauðfé frá kornökrum á norðan-
verðum skaganum en örnefni og
fornar akurreinar benda til þess
að korn hafi verið ræktað á Suður-
nesjum fyrr á öldum. Enn sést móta
fyrir garðinum í jörðinni og er hann
eitt af mestu mannvirkjum sem
sýnileg eru hér á landi frá land-
námstíð.
Í bók Jóns Böðvarssonar, Suður
með sjó, frá árinu 1988 segir: „Nýjar
rannsóknir jarðfræðinganna Guð-
rúnar Larsen og Hauks Jóhannes-
sonar hafa leitt í ljós að Skaga-
garðurinn á Suðurnesjum er miklu
eldri en áður var haldið. Niðurstöðu
þessa fengu þau eftir að hafa grafið
gegnum garðinn á þremur stöðum.
Að sögn Hauks mælist garðurinn
nú 1500 metra langur, og hefur náð
meðalmanni í öxl fyrr á öldum….
Garðurinn er stöllóttur að innan-
verðu en sléttur að utan, þannig að
unnt hefur verið að reka fé út yfir
hann án þess það kæmist inn aftur
og hefur það líklega komið sér vel
vegna akurreina innan garðsins.
Ofan á Skagagarði er grjóthleðsla
sem talin er jafngömul torfgarðinum.
Haukur segir að aldur garðsins megi
greina all nákvæmlega út frá ösku-
lögum sem sjást þegar grafið er
í gegnum hann. Ljóst er að hann
hafi verið reistur skömmu eftir að
öskulag, kennt við landnám, féll í
upphafi tíundu aldar. Svokallað mið-
aldalag er myndaðist við gos í sjó út
af Reykjanesi árið 1226 lagðist ofan
á garðinn, sem þá var að miklu leyti
kominn í kaf vegna foks.“
Við miðjan Skagagarðinn standa
standa bæjarrústir Skálareykja,
Skagamegin, og má vera að þar
hafi verið gæslumaður akranna og
garðsins, ef bærinn er svo gamall
eins og garðurinn. Á Skálareykjum
sér enn móta fyrir túngörðum og
bæjar- og húsarústum í meðallagi
stórum. Er sagt að á Skálareykjum
hafi hvílt sú skylda að verja akrana
og girðingarnar fyrir ágangi af
skepnum. Í örnefnalýsingum er ekki
getið hvers vegna bærinn er kenndur
við reyki. Má vera að það bendir til
þess að á þessu svæði hafi fyrrum
verið jarðhitar sem seinna hafi
kólnað og með þeim jarðhita hafi
akuryrkjan þar staðið og fallið.
Sögur segja að á Skálareykjum hafi
verið draugagangur sem setti bæinn
í eyði en trúlegra er að það hafi verið
vatnsskortur og fjarlægð frá sjó sem
setti bæinn í eyði.
● Hof
● Kirkjuból
● Skálareykir
Kolbeinsst
aðir ●
Garðskagaviti
„Akurinn“
Útskálar ●
Gerðar ●
Hafurbjarnarstaðir
●
Fornmannagrafir ●
Líklegt þversnið garðsins í upphafi
Sk
aga
gar
ður
inn
San
dge
rðisv
egu
r
Skagabraut
Garðbraut
Sa
nd
ge
rð
isv
eg
ur
(m
ala
rv
eg
ur
)
Skagagarðurinn gerður sýnilegur
MIKIÐ MANNVIRKI FRÁ TÍUNDU ÖLD MILLI ÚTSKÁLA OG KIRK JUBÓLS
Kort sem sýnir legu Skagagarðsins og annarra voldugra garða, s.s. við Hof og Hafurbjarnarstaði. Byggt á korti sem Morgunblaðið birti árið 1988.
Framkvæmdir eru hafnar á áningarstað við
Skagabraut í Garði þar sem Skagagarðurinn
verður gerður sýnilegur á táknrænan hátt.
Tölvugerð mynd af áningarstaðnum
þar sem Skagagarðurinn verður gerður
sýnilegur á táknrænan hátt.
Hér sést móta fyrir
Skagagarðinum í
landslaginu.
Frá Skálareykjum. Þar er talið að gæslumaður akranna
og Skagagarðsins hafi haft búsetu. Skagagarðurinn
var byggður á tíundu öld, skömmu eftir landnám.
Skagagarðurinn hefur verið mikið mannvirki á sínum
tíma og víða sést móta fyrir honum í landslaginu.
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
20 // vÍKurFrÉttir á SuðurneSJuM Í 40 ár