Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.11.2020, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 11.11.2020, Blaðsíða 21
Heimanámsþjálfun – námstækni Námstækni er hugtak sem notað er yfir árangursríkar aðferðir sem felast í því að afla sér þekkingar og leikni í námi. Íslensk orðabók skilgreinir námstækni sem námsgrein „þar sem góð vinnubrögð við nám eru kennd“. Á fyrsta áratugi 21. aldar var einnig orðið námsvenja notað um hugtakið námstækni, um þær venjur sem námsmaður notar í námi sínu. Fjögur atriði eru til grundvallar þegar kemur að námstækni og þau eru: 1. Að vinna skipulega. 2. Að ákveða hvað skal læra. 3. Að ákveða hvenær eigi að læra. 4. Að ákveða hvernig skal læra. Það skiptir gríðarlega miklu máli í skipulagi náms að víkja ekki frá þeirri ákvörðun að sinna eigin námi! Skipulag Mín reynsla er sú að í skipulagi þrífast börnin best! Heima fyrir getum við foreldrar og/eða forráða- menn skapað rútínu og skipulag í kringum heimanámsþjálfun, æfingar og tómstundastörf barna okkar og yfir þau verkefni sem börnin okkar þurfa að sinna heima sem hluti af þátttöku í heimilislífi fjölskyldunnar. Börn og unglingar í grunnskóla bera ekki lengur ábyrgð á því að skrá niður hvað þau þurfa að þjálfa heima í námi. Sú þróun hefur átt sér stað að kennarar bera algjöra ábyrgð á því, með skráningu í heimavinnuáætlun í Mentor. Í mörgum grunnskólum hér í Reykjanesbæ hefur sá háttur verið á að kennarar eigi að skrá í hana fyrir klukkan fjögur á daginn, upp á skipulag heimilanna. Í flestum til- fellum vita þó nemendur á unglinga- stigi og í eldri bekkjum miðstigs hvað eigi að vinna heima/ljúka heima. Sá fyrirvari er þó á að börnin okkar þurfa að halda skipulag í kringum Mentor þegar um stærri verkefni er að ræða, próf og/eða námslegt ferli sem spannar yfir lengri tíma. Við slíkar aðstæður þarf barnið/unglingurinn okkar að nýta þessi fjögur atriði sem talin eru upp hér að ofan til þess að skipuleggja námið heima fyrir. Í því felst að búa til áætlun/skipulag og tiltaka hvað eigi að læra á hverjum degi fyrir sig. Ein jákvæð breyting í þessu sam- hengi, sem ég hef orðið vör við, er upptaka áætlana í stærðfræði á ungl- ingastigi. Slíkt skipulag og vinnu- brögð líkjast helst því sem tekur við á næsta skólastigi, þ.e. í framhalds- og fjölbrautaskóla, svokölluðum kennsluáætlunum sem nemendur eiga að vinna eftir. Í skipulagi og áætlanagerð er nauðsynlegt að tiltaka hvenær eigi að setjast niður til þess að sinna heimanámsþjálfun, í hversu langan tíma skal þjálfa hverju sinni og hvernig eigi að þjálfa. Þegar spurn- ingunni hvernig á að þjálfa er velt upp, þá þarf að skoða aðra hlið á námstækni sem er aðferðir og tækni. Hvaða aðferð og tækni er best að beita á það verkefni sem staðið er frammi fyrir. Ég mun fjalla sérstak- lega um aðferðir og tækni í næsta pistli. Það kemur í okkar hlut, foreldra og/eða forráðamanna, að bera ábyrgð á því að heimavinnuáætlun sé fylgt. Í lögum um grunnskóla 2008 nr. 91, segir í 19. grein að „for- eldrar bera ábyrgð á námi barna sinna og ber þeim að fylgjast með námsframvindu þeirra í samvinnu við þau og kennara þeirra“. Nauðsynlegt er að fylgjast með á Mentor daglega þegar nemendur hefja nám á miðstigi og út unglinga- stigið. Á miðstigi fá nemendur oft á tíðum sinn eigin aðgang að Mentor í gegnum skólann sinn og geta því fylgst með heimavinnuáætlun í sam- vinnu við foreldra/forráðamenn sína. Þannig kemur inn sú sameiginlega ábyrgð að bæði nemandinn sjálfur og foreldrar/forráðamenn hans fylgist með og sinni þeim verkefnum/fyrir- mælum sem lögð eru til í námi. Það kemur í hlut skólans að upplýsa nemendur og foreldra/forráðamenn reglulega um námsframvindu og eins ef við getum gert betur gagn- vart námslegri vinnu heima fyrir. Mikilvægt er að við, foreldrar/for- ráðamenn, tökum frumkvæði og höfum samband við skólann okkar ef áhyggjur vakna af námslegri fram- vindu barns/barna okkar. Jóhanna Helgadóttir, grunnskólakennari, mannauðs- ráðgjafi og verkefnastjóri. Viltu fá ferskan fisk sendan heim að dyrum? - Ferskleiki og fjölbreytni í fyrirrúmi í nýrri fiskbúð - Þjónustum mötuneyti, fyrirtæki og veitingastaði. Brekkustígur 40, Njarðvík, s. 7839821 Opið mán.-fim. 10-19, föstudaga til kl. 18. Komdu og skoðaðu úrvalið en við sendum líka heim! Heitur matur í hádeginu fbr@fbr.is Það er gott að geta verslað í heimabyggð! Menntaskólinn á Ásbrú, í samstarfi við nemendur á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð, hefur nú opnað stafrænt leikjaherbergi á vefsíðu sinni. Á hverjum föstudegi mun nýr leikur bætast í safnið á meðan framboð leyfir. Á hverri önn búa nemendur til leik í áfanganum tölvuleikjagerð. Þar fá þeir grunn hjá kennurum sem þeir svo byggja ofan á en til þess notast þeir við forritið Unity. Hönnun, saga og framvinda leiks er með öllu í höndum nemenda. Leikirnir eru allir birtir með leyfi höfunda og eru gestkomandi beðnir að koma fram við hugverk þeirra af virðingu. „Óvíst er hvenær verður næst hægt að bjóða gestum og gang- andi á opið hús í raunheimum þar sem þeir geta skoðað hús- næði skólans, rætt við nemendur og skoðað verk þeirra. Með staf- rænu leikjaherbergi Mennta- skólans á Ásbrú veitum við áhugasömum því tækifæri til þess að fá smjörþef af þeim verkefnum sem nemendur vinna að þó þau skorðist vissulega ekki aðeins við gerð þessara leikja. Í gegnum tíðina hafa nemendur hannað leiki fyrir barnahorn Isavia, unnið verkefni í samstarfi við einyrkja á sviði tölvuleikjagerðar og fleiri spennandi samstarfsverkefni eru í pípunum fyrir næstu misseri,“ segir í frétt frá Keili. Fyrstu leikirnir eru þegar komnir á síðuna en eru þeir tví- hleypan Goblin Goblin og Goblin Goblin 2. Þar þurfa leikmenn m.a. að berjast í gegnum hóp rauðhærðra ribbalda, komast í gegnum eitraða mýri og hrynj- andi helli til þess að bjarga svar- tálfsfélaga sínum. Leikjaherbergið má finna á vef Menntaskólans á Ásbrú www.menntaskolinn.is Menntaskólinn á Ásbrú opnar stafrænt leikjaherbergi Okkar ástkæra REBEKKA ELÍN GUÐFINNSDÓTTIR Lengi húsmóðir og bókavörður í Njarðvík og Reykjanesbæ lést á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum 3. nóvember síðastliðinn. Útför verður frá Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 14 að viðstöddum aðeins nánustu aðstandendum. Athöfninni verður streymt á www.facebook.com/groups/kvedjumreg/ Fjölskyldan þakkar innilega þeim sem önnuðust hana í langvarandi veikindum fyrir alúð og vinsemd. Kristján Einarsson Kristín Kristjánsdóttir Aðalsteinn Valdimarsson Guðfinnur Kristjánsson Jane Ann Leuenberger Loftur Guðni Kristjánsson Kikka Sigurðardóttir Anna Guðríður Kristjánsdóttir Sigtryggur Gíslason barnabörn og barnabarnabörn. Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is vÍKurFrÉttir á SuðurneSJuM Í 40 ár // 21

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.