Víkurfréttir - 11.11.2020, Blaðsíða 4
Áhyggjur af milljarða framkvæmd án
þess að farið verði í greiningarvinnu
„Við í minnihlutanum höfum áhyggjur af milljarða framkvæmd án þess
að farið verði í greiningarvinnu og teljum að jafnt stórt verkefni eins og
áfangi 2 er við Stapaskóla þá þurfi að velta öllum möguleikum á ódýrari
útfærslum án þess að það komi niður á gæðum,“ segir í bókun sem Margrét
Þórarinsdóttir, Miðflokki, lagði fram fyrir hönd bæjarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins og Miðflokksins á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
„Ég vil undirstrika að við erum
hlynnt þessari framkvæmd og
gerum okkur grein fyrir nauðsyn
hennar en undirbúningsvinnan þarf
að vera betri. Við höfum lagt fram
bókun í þessu máli á fyrri stigum.
Við leggjum bókunina fram aftur og
óbreytta,“ segir Margrét í bókuninni
sem Margrét Sanders (D), Baldur
Guðmundsson (D) og Anna Sigríður
Jóhannesdóttir (D) skrifa undir með
henni.
Bókunin sem lögð fram á bæjar-
stjórnarfundi 20. október 2020 og
var lögð fram aftur:
„Fyrsti áfangi Stapaskóla hefur nú
verið tekinn í notkun og þykir bygg-
ingin afar glæsileg enda mun dýrari
en sambærilegar byggingar.
Áfangi 2 snýr að byggingu íþrótta-
aðstöðu og upphafleg greining tók
mið af þörfum skólabarna þar sem
kennslulaug og einfaldur íþrótta-
salur myndi duga. Á síðari stigum
var viðruð sú hugmynd að íþrótta-
salur nýttist sem löglegur körfuknatt-
leiksvöllur og í sumar var ræddur sá
möguleiki að setja upp aðstöðu fyrir
rúmlega 1.000 áhorfendur og sund-
laug yrði einnig stækkuð. Á síðasta
bæjarráðsfundi voru lagðar fram
skissur þar sem nokkrir valkostir voru
kynntir ásamt grófri kostnaðaráætlun.
Einföld útfærsla mun kosta rúman
milljarð en ef farið yrði alla leið þá gæti
kostnaður nálgast tvo milljarða.
Við undirrituð treystum okkur
ekki til að styðja auknar fjárfest-
ingar um nærri milljarð króna án
þess að frekari greiningarvinna
fari fram. Í greiningunni komi fram
hvernig íþróttahúsið og sundlaug
muni nýtast í náinni framtíð, hvaða
íþróttagreinar og félög myndu nota
aðstöðuna og hvort það nýtist einnig
til æfinga, hvort bílastæði séu nægj-
anleg þegar kappleikir standa yfir,
hvort sundlaugin verði notuð til
æfinga eða hvort opið verði fyrir al-
menning fram eftir kvöldi og fleira
sem skiptir máli í þarfagreiningu. Nú
þegar gróf kostnaðaráætlun hefur
verið kynnt er nauðsynlegt að rýna
þarfirnar áður en lengra er haldið.
Við hönnunarvinnu verði leitast við
að velta upp öllum möguleikum á
ódýrari útfærslum án þess að það
komi niður á gæðum.“
Margrét Sanders (D), Baldur Guð-
mundsson (D) Anna Sigríður
Jóhannesdóttir (D) og Margrét
Þórarinsdóttir (M).
Sækja um lóðir undir BYKO
Smáragarður ehf. óskar eftir að fá lóðunum að Fitjabraut 5–7 í
Njarðvík úthlutað undir byggingarvöruverslun BYKO og mögulega
aðra starfsemi sem fellur að þeim rekstri.
„Náist samningar þar um er það
ósk Smáragarðs að hefja þróun
á reitnum sem fyrst í samráði
við skipulagsyfirvöld bæjarins.
Reiknað er með sameiningu lóð-
anna tveggja og byggingarreita,“
segir í umsókninni.
Lóðarumsókn samþykkt með
fyrirvara um samþykki Reykja-
neshafnar og afhendingarskilmála.
Njarðvíkurskógar álitlegir fyrir
nýtt tjaldstæði Reykjanesbæjar
Miðað við úttekt skipulagsfulltrúa
Reykjanesbæjar koma Njarðvíkur-
skógar og Víkingaheimar best út
fyrir nýtt tjaldstæði Reykjanes-
bæjar hvað varðar staðsetningu,
stærð og nálægð við þjónustu.
Ókostur Víkingaheima er fjarlægð
í alla afþreyingu og staðsetningu
mögulegra viðburða.
Njarðvíkurskógar eru þar skörinni
hærra vegna möguleika á sveigjan-
leika á stærð svæðisins og nálægðar
við verslun og þjónustu, náttúru,
íþróttamannvirki og Reykjanesbraut
auk fjarlægðar frá næstu íbúabyggð,
þó án þess að vera í jaðri byggðar.
„Í Njarðvíkurskógum er gert ráð
fyrir tjaldsvæði í aðalskipulagi og
svæðið er spennandi útivistarsvæði
í þróun sem býður upp á margvís-
lega möguleika,“ segir í minnisblaði
sem lagt var fyrir fund umhverfis-
og skipulagsráðs Reykjanesbæjar
6. nóvember síðastliðinn.
Hraða innleiðingu hringrásarhagkerfisins
„Í tengslum við samstarf sveitar-
félaganna á Suðurnesjum, Isavia,
Kadeco og SSS um innleiðingu
Heimsmarkmiða Sameinuðu
þjóðanna til eflingar samfélagsins á
Suðurnesjum samþykkir bæjarráð
Reykjanesbæjar að fela bæjarstjóra
að undirrita sameiginlega yfirlýs-
ingu allra fyrrgreindra aðila um að
„Hraða innleiðingu hringrásarhag-
kerfisins“.
Í því felst að aðilar skuldbinda sig
til þess að vinna áfram að aðgerðum
til að stuðla að samdrætti í losun
gróðurhúsalofttegunda, sameinist
um aðgerðir gegn þeirri umhverfisvá
sem plast í umhverfinu veldur, þ.e.
að dregið verði úr notkun plasts,
endurvinnsla plasts verði aukin,
unnið verði gegn plastmengun í hafi
og ráðist í aðgerðir gegn matarsóun.“
Þetta kemur fram í bókun um
Heimsmarkmiðinm og Suðurnesja-
vettvanginn sem bæjarráð Reykja-
nesbæjar samþykkti á síðasta fundi
sínum.
Hringrásarhagkerfið
sett á oddinn
Sveitarfélög á Suðurnesjum, Isavia,
Kadeco og SSS undirrita yfirlýsingu
um að hraða innleiðingu hringrásar-
hagkerfisins.
• Í tilefni af umræðufundi um
innleiðingu Heimsmarkmiða
Sameinuðu þjóðanna til eflingar
samfélagsins á Suðurnesjum og
að teknu tilliti til þeirrar um-
ræðu sem hefur átt sér stað
innan málefnahópa um stefnu-
miðin þá er lagt til að bakhjarlar
verkefnisins undirriti yfirlýsingu
um að „Hraða innleiðingu hring-
rásarhagkerfisins“.
• Í því felst að aðilar skuldbindi
sig til þess að vinna áfram
að aðgerðum til að stuðla að
samdrætti í losun gróðurhúsa-
lofttegunda, sameinist um að-
gerðir gegn þeirri umhverfisvá
sem plast í umhverfinu veldur,
þ.e. að dregið verði úr notkun
plasts, aukin verði endurvinnsla
plasts, unnið gegn plastmengun
í hafi og ráðist í aðgerðir gegn
matarsóun. Suðurnes ætla að
taka forystu í þessari nálgun og
kortleggja þessa framtíðarsýn
á grunni þeirrar umræðu sem
þegar hefur átt sér stað og þróa
enn frekar.
• Skipulagshópur innan Suður-
nesjavettvangs mun halda utan
um verkefnið í samræmi við
samþykkta innleiðingaráætlun.
• Við ætlum að snúa vörn í sókn
á Suðurnesjum, efla atvinnulíf
og styrkja innviði svæðisins.
Öll sveitarfélögin fjögur, Isavia,
Kadeco og SSS hafa tekið þátt
í undirbúningi fyrir samráðs-
fundinn þar sem Heimsmarkmið
Sameinuðu þjóðanna hafa verið
leiðarljós.
Lóðirnar Fitjabraut
5–7 í Njarðvík.
Njarðvíkurskógar þykja spennandi staðsetning
fyrir tjaldsvæði.VF-mynd: Hilmar Bragi
Bifreiðum lagt allan daginn í
skammtímastæði við Hafnargötu
Samtökin Betri bær hafa sent um-
hverfis- og skipulagssviði Reykja-
nesbæjar erindi þar sem óskað er
eftir að bílastæði við Hafnargötu
verði merkt sem skammtímastæði
á meira áberandi hátt. Erindið
hefur verið samþykkt og umhverf-
issviði bæjarins falið að útfæra til-
löguna.
„Það eru merkingar á nokkrum
staurum sem fólk virðist ekki taka
eftir og eru lítið áberandi. Við erum
ítrekað að lenda í því að bílum sé lagt
jafnvel heilan dag fyrir utan verslanir
okkar sem gerir okkur erfitt að taka
á móti vörum og væntanlegum við-
skiptavinum,“ segir í erindi Betri
bæjar til bæjaryfirvalda.
Mikill samdráttur í fjölda gistinátta
Gistinætur erlendra ferðamanna
á hótelum í september drógust
saman um 96% á milli ára en ís-
lenskum gistinóttum fjölgaði um
28%. Á Suðurnesjum er samdrátt-
urinn í september 83%. Gistinætur
keyptar á hótelum í september
voru 7.154 en voru 41.329 í sama
mánuði árið 2019. Samdráttur í
hótelgistingu er alls staðar frá 70 til
90%. Samdráttur í hótelgistingum
var einnig mikill á milli áranna
2018 og 2019 á Suðurnesjum eða
51%. Það var mesti samdrátturinn
á landinu öllu en hann var annars
staðar á landinu 45% að meðaltali.
Verslunareigendur vilja
að skammtímastæði verði
betur merkt. VF-mynd: Pket
4 // vÍKurFrÉttir á SuðurneSJuM Í 40 ár