Feykir


Feykir - 18.12.2019, Side 19

Feykir - 18.12.2019, Side 19
48/2019 19 Sauma kyrtil fyrir fjallkonu Skagfirðinga Konurnar í Pilsaþyt safna fyrir stórverkefni Félagsskapurinn Pilsaþytur, sem í eru konur í Skagafirði sem hafa það að markmiði, og hafa verið duglegar við, að efla notkun þjóðbún- inga við hin ýmsu tækifæri. Þær hafa nú ákveðið að ráðast í að sauma kyrtil fyrir fjallkonu Skagfirðinga til að skarta á þjóðhátíðar- degi Íslendinga og við fleiri tækifæri. Hafa þær m.a. hafið sölu á dagatölum, sótt um styrki og biðlað til félagasamtaka, fyrirtækja og almennings um stuðn- ing svo draumurinn geti orðið að veruleika. Félagskonur hafa verið einkar duglegar við að vera uppá- búnar á ýmsum atburðum í Skagafirði undanfarin ár og vakið að vonum mikla athygli. Félagsskapurinn hefur verið starfandi um nokkurt skeið en varð formlegur í upphafi þessa árs. Ásta Ólöf Jónsdóttir, formaður, segir að nú hafi verið ákveðið að ráðast í það mikla verkefni að sauma kyrtil sem yrði til afnota fyrir fjallkonu Skagfirðinga á 17. júní og við önnur opinber og hátíðleg tækifæri. Búningurinn yrði í eigu og á ábyrgð félags- ins, en eins og áður sagði, til afnota við ýmis tækifæri. „Á kyrtli er útsaumur við hálsmál og á neðanverðu pilsi og ermum. Skautfaldur, blæja og spöng er notað við kyrtilinn og auk þess belti og næla. Slíkt verkefni útheimtir bæði mikla vinnu og kostar einnig töluvert fé. Vinnuna munum við Pilsaþytskonur leggja fram en ljóst er að efniskostnaður og skart hleypur á hundruðum þúsunda króna,“ segir Ásta. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur nú þegar veitt þeim stöllum styrk til kaupa á efni í kyrtilinn svo hægt sé að hefja saumaskapinn. „Næsta verkefni er því að afla fjár til kaupa á skartinu sem borið er við búninginn og höfum við því ákveðið að leita til fyrirtækja í Skagafirði og óska eftir framlögum til verk- efnisins. Margt smátt gerir eitt stórt og öll framlög skipta máli.“ Ásta vonast til að sem UMSJÓN Páll Friðriksson flestir sjái sér fært að láta eitt- hvað af hendi rakna til þessa samfélagsverkefnis. Hægt er að leggja inn á reikning 0l61-26- 200004, kt. 690319-1010. Um síðustu helgi stóðu Pilsaþytskonur í Skagfirðinga- búð og seldu dagatöl sem þær hafa látið útbúa og hægt að nálgast hjá þeim. Var þeim vel tekið og sýnt að áhugi fólks fyrir verkefninu er mikill. Kyrtillinn Skagfirðingurinn Sigurður Guðmundsson, málari, (f. 9. mars 1833, d. 7. september 1874) vildi að konur tækju upp þjóðlega sparibúninga og hannaði í þeim tilgangi skaut- búning og síðan kyrtil árið 1870. Kyrtillinn var talsvert notaður við fermingar og brúðkaup í kringum alda- mótin 1900. Á vefsíðunni buningurinn.is segir að kyrt- illinn hafi verið léttur og einfaldur í sniði, úr silki, satíni eða þunnu bómullar- eða ullarefni, stöku sinnum úr flaueli. Sigurður vildi að kyrt- illinn væri hvítur en fljótlega saumuðu konur dekkri kyrtla, bláa, græna eða svarta. Kyrt- illinn var rykktur undir beru- stykki að framan og aftan, hálsmál var ferkantað og opið að framan og ermar hálfsíðar ísettum ermum sem víkka fram á við. Skreytingar eru saumaðar á berustykki, framan á ermar og neðan á fald. Mynstur þá haft stærra á faldi en að ofan. Mynstur og skreyt- ingar geta verið ýmiss konar. Höfuðbúnaður Skautfaldurinn er hvítur og er nokkurs konar húfa úr bómull fyllt upp með tróði, oft ull áður fyrr. Utan yfir faldinn er önnur hvít húfa úr silki eða fínni bómull. Faldurinn er festur í hárið með kambi og spennum. Blæja úr tjulli er síðan sett yfir faldinn. Blæjur geta verið mis- síðar en eru oftast niður á mitt bak. Blæjan getur verið með ídregnu blómamynstri úr hvítum fínum þræði og nánast alltaf með blúndu í útbrún. Skartið Spöng, koffur eða stjörnuband er sett utan um höfuðbúnaðinn. Hnýtt saman að aftan og hvílir á höfðinu. Spöng er heil örlítið sporöskjulaga kóróna smíðuð úr silfri. Gyllt ef þess er óskað. Koffur er samansett úr miðju- stykki að framan sem rís nokkuð hátt. Til hliðar eru 3-4 minni stykki sem hlekkjast saman. Stjörnuband er stífað hvítt léreftsband u.þ.b. 3-4 sm á breidd. Á það eru festar stjörnur eða önnur smástykki svo úr verður langur renningur. Við kyrtilinn er borið belti, gjarnan stokkabelti, smíðað úr silfri og gyllt ef þess er óskað. Þá er borin næla í barmi. og víðar. Blúnda var í hálsmáli og fremst á ermum. Útsaumur eða leggingar voru á beru- stykki, framan á ermum og neðan á pilsi og teiknaði Sigurður sérstök munstur fyrir kyrtilinn. Höfuðbúnaður var sá sami og við skautbúning, faldur, faldblæja og faldhnútur. Koffur úr gylltu silfri var borið við faldinn, silfurnæla var við hálsmál og stokkabelti tók kyrtilinn saman í mitti. Við ljósa kyrtla voru notaðir ljósir sokkar og skór en svartir við aðra. Kyrtill er heilsniðin ökklasíð flík. Þröng yfir axlir en víkkar niður að faldi. Hann er með Þuríður Harpa Sigurðardóttir, núverandi formaður ÖBÍ, í hlutverki fjallkonunnar í fylgd kvenna úr hinum Skagfirsku Maddömum. Skautbúningurinn, sem Þuríður klæddist var gjöf frá móðurömmu hennar, Þóru Guðmundsdóttur, og hafa hinar ýmsu fjallkonur honum skartað á Sauðárkróki síðan. MYND: GJ Svona skal kyrtill líta út. Mynd af netinu Ásta Ólöf Jónsdóttir og alnafna hennar og barnabarn, ásamt Jóhönnu Björnsdóttur stóðu vaktina í Skagfirðingabúð sl. laugardag og seldu dagatöl fyrir Pilsaþyt. MYND AF FACEBOOK.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.