Faxi

Årgang

Faxi - 2020, Side 11

Faxi - 2020, Side 11
FAXI 11 Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ 1. Covid hefur haft mikil áhrif á starfsemi Reykjanesbæjar líkt og þjóðfélagið allt. Ef við horfum til bæjarbúa þá hefur þurft að skerða þjónustu þegar fjöldatakmarkanir hafa verið settar. Í fyrstu bylgjunni þurftum við til að mynda að loka bókasafni og þjón- ustuveri bæjarins, auk menningarhúsanna. Þá var skerðing á skólastarfi og sundlaugar og íþróttamannvirki lokuð. Í þriðju bylgj- unni nú í haust þegar fjöldatakmarkanir fóru niður í 10 manns þurftum við aftur að loka á ákveðnum stöðum en náðum að hafa þjónustuverið opið og starfsemi skólanna var ekki eins takmörkuð og í fyrstu bylgj- unni. Almennar smitvarnir hafa svo auð- vitað sett svip sinn á alla starfsemina. Við höfum til að mynda þurft að passa vel upp á skjólstæðinga okkar í velferðarþjónustunni sem margir tilheyra viðkvæmum hópum. Þegar horft er á áhrif veirunnar á starf okkar þá hafa allar einingar og starfs- stöðvar þurft að aðlaga sig á einhvern hátt. Byggingar sem hýsa starfsemi bæjarins henta misvel við svæðaskiptingar svo heimavinna hefur aukist til muna hjá þeim starfsmönnum sem geta sinnt störfum að hluta eða öllu leyti heiman frá sér. Passa þarf gríðarlega vel upp á hreinlæti, halda fjárlægðarmörk og fjöldatakmarkanir. En þrátt fyrir krefjandi aðstæður á köflum þá tel ég að við höfum náð að halda góðu þjón- ustustigi og aðlaga okkur að takmörkunum hverju sinni. 2. Íbúar Reykjanesbæjar hafa flestir þurft að breyta daglegu lífi sínu á einhvern hátt. Þegar við horfum til sóttvarna þá hugsa ég að stærsta áskorunin sé tengd félagslega þættinum. Að þurfa að takmarka mikið þá sem þú átt í samskiptum við, þurfa að sleppa stórafmælinu, fermingarveislunni eða brúðkaupinu sem var búið að skipu- leggja marga mánuði fram i tímann. Önnur stór áskorun sem við glímum nú við og er afleiðing veirunnar er mikið atvinnuleysi á svæðinu. Flugvöllurinn er gríðarlega stór vinnustaður og á meðan flug liggur að mestu niðri verða krefjandi tímar. 3. Meðal aðgerða sem Reykjanesbær hef- ur farið í er að heimila fyrirtækjum að óska eftir fresti á greiðslu fasteignagjalda fyrir at- vinnuhúsnæði, farið var í atvinnuátak með Vinnumálastofnun, boðið var upp á 250 ný sumarstörf fyrir námsmenn, þá var komið til móts við foreldra með lækkun gjalda í frístunda- og leikskólum þegar þjónusta var skert, sérstakt framlag var veitt til þjónusturekinna leikskóla auk framlags til dagforeldra. Einnig tók bæjarráð ákvörðun um að ráðast í mannaflafrek verkefni til að auka atvinnutækifæri. Menningarhúsin hafa svo verið dugleg að bjóða upp á viðburði sem kalla ekki á að stór hópur komi saman til að létta okkur lundina. Dæmi um það eru streymi frá tónleikum Hljómahallar, ratleikur um bæinn fyrir alla fjölskylduna, krakkajóga, viðtöl, upplestur og annað áhugavert efni á vef- og samfélagsmiðlum okkar. 4. Já ég tel að faraldurinn hafi veru- leg áhrif á vinnulag til framtíðar. Margir horfa nú öðrum augum á heimavinnu sem þótti ekki koma til greina áður. Margir geta hugsað sér að vinna heiman frá sér í framtíðinni óháð Covid faraldrinum en svo eru auðvitað aðrir sem vilja heldur mæta á vinnustaðinn alla daga. Mér finnst líklegt að mörg fyrirtæki, þar sem heimavinna hentar, muni bjóða áfram upp á þann möguleika fyrir starfsmenn. Annað sem ég tel að muni breytast er fundahald. Í dag kunna allir, sem á annað borð þurfa að sitja fundi vegna vinnu sinnar, á fjarfundi. Það kemst enginn upp með annað en að tileinka sér þá tækni. Það er margt jákvætt sem fæst með því að nýta fjarfundatækni, t.a.m. skilvirkni og tímasparnaður þó að það sé skemmtilegra að hitta fólk í eigin persónu. Ég held að það sé engin spurning að fjarfundir muni verða áfram mikið notaðir þó að Covid veiran kveðji okkur. 5. Það er erfitt að segja. Auðvitað óskar maður þess og vonar að hægt verði að hefja bólusetningar á fyrri hluta ársins en við verðum bara að bíða og sjá. Það er ljóst að við þurfum að gera ráð fyrir einhverjum takmörkunum áfram inn í árið 2021. Það er óskandi að flug muni aukast með hækkandi sól þó við vitum öll að það er töluvert langt í að það verði með sama hætti og það var fyrir Covid. Við munum áfram vinna í að styðja við bæjarbúa og reyna að fjölga at- vinnutækifærum á svæðinu. Á svona tímum er samstaðan mikilvæg og að allir hugsi í lausnum og leiti nýrra atvinnutækifæra. 6. Mér er efst í huga hvað samtakamáttur okkar Íslendinga er mikill þegar á reynir og við finnum svo áþreifanlega fyrir því á svona tímum. Smæðin spilar auðvitað stóran þátt í því en ég held að það sé partur af menningu okkar að standa saman. Það er jákvætt og nauðsynlegt að virkja þennan samtakamátt eins og kostur er til að mynda til atvinnuþróunar og jákvæðrar uppbyggingar á samfélaginu okkar. Staðan hefur auðvitað undirstrikað að við erum með mjög mörg egg í sömu körfunni hvað atvinnutækifæri varðar þar sem flugvöllur- inn og afleidd störf skapa um 42% íbúa vinnu. Eitthvað sem við vissum auðvitað fyrir en ýtir hressilega við okkur að leita nýrra og spennandi tækifæra. Ljósm.Garðar Ólafsson

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.