Faxi - 2020, Side 12
12 FAXI
Magnús Stefánsson
bæjarstjóri
í Suðurnesjabæ
1. Ef litið er til rekstrarins, þá hefur
verið mikið tekjufall og aukin útgjöld sem
afleiðingar Covid á þessu ári 2020. Einnig
hafa verið mikil áhrif á ýmsa starfsemi, svo
sem skólana, félagsstarf, menningarstarf-
semi o.fl.
2. Það hefur verið mikil áskorun fyrir
alla einstaklinga að fylgja leiðbeiningum og
reglum varðandi sóttvarnir. Það hefur haft í
för með sér ýmsar breytingar á fyrri hegðun
og atferli hvers og eins. Einnig hafa íbúar
þurft að takast á við og mæta alls konar
takmörkunum í sínu daglega lífi, sem hafa
verið á forsendum sóttvarna.
3. Suðurnesjabær hefur komið til móts
við íbúa með ýmsum hætti, sérstaklega
börnin og barnafjölskyldur. Það hefur verið
með ýmsum hætti, þó aðallega í tengslum
við skólastarfið. Þá hefur sveitarfélagið
staðið fyrir ýmsum minni menningarvið-
burðum, til að halda lífi í samfélaginu. Þá
hefur verið leitast við að gera ráðstafanir
í rekstri sveitarfélagsins, til að draga úr
kostnaði.
4. Þegar faraldurinn fór af stað sl. vetur
urðu fljótlega ýmsar breytingar á vinnulagi.
Sem dæmi má nefna fjarfundi, sem komu í
stað funda í raunheimum sem gátu ekki far-
ið fram vegna sóttvarnaaðgerða. Sú aðferð
er komin til að vera, í einhverjum mæli.
Það verður á sviði tölvutækni og rafrænnar
stjórnsýslu sem varanlegar breytingar verða,
þar sem áhrifin af einstaklingsbundnum
sóttvörnum munu væntanlega verða varan-
leg og birtast í því að fólk muni síður eiga
persónuleg samskipti í návígi en áður var.
5. Rekstrarlega verður árið 2021 erfitt, þar
sem tekjufall er og aukinn kostnaður. Hins
vegar er ég bjartsýnn á að í vor eða byrjun
sumars fari að verða viðsnúningur og smám
saman muni ástandið breytast á jákvæðan
hátt, öllum til hagsbóta.
6. Við verðum alltaf að gera ráð fyrir
að heimsfaraldrar af einhverju tagi herji á
okkur og vera undir það búin, eða jafnvel
einhvers konar hamfarir. Því getur verið
lykil atriði að hafa tiltækar viðbragðs- og
aðgerðaáætlanir sem hjálpa okkur um að
takast á við áföllin. Íslendingar geta enn
og aftur dregið þann lærdóm að samstaða
þjóðarinnar fleytir okkur yfir erfiðustu
hjalla og megnar okkur að standa af okkur
brotsjó. Gera má ráð fyrir að almennt hafi
faraldurinn áhrif á viðhorf fólks til lífsgilda
og lífsgæða, ekki er sjálfsagt að lífið gangi
fram á beinni braut og ekki séu hæðir og
lægðir og alls konar beygjur á leiðinni. Þá er
reynslan og lærdómurinn einnig sá að fólk
er almennt tilbúið til þess að bregðast við
því ástandi sem upp kom. Starfsfólk sveitar-
félagsins hefur sýnt aðdáunarvert framlag
til þess að leysa þær áskoranir sem upp
hafa komið, í þágu samfélagsins og til að
halda þjónustu sveitarfélagsins og starfsemi
gangandi.
1. Hver hafa stærstu áhrifin af Covid 19 verið á þitt bæjarfélag?
2. Hverjar hafa verið stærstu áskoranirnar fyrir íbúa?
3. Hvaða viðspyrnu hafið þitt veitt til að dempa áhrifin?
4. Telur þú að kórónuveirufaraldurinn muni hafa veruleg áhrif á vinnulag
til framtíðar, jafnt í stjórnsýslunni sem hjá fyrirtækjum í bænum?
5. Nú þegar glittir í 2021 hvernig sérðu stöðu þíns bæjarfélags
í skugga heimsfaraldurs á nýju ári?
6. Hvaða lærdóm má draga af áhrifum faraldins?
Kannski einhvern jákvæðan? ?
Ljósm. Hilmar Bragi
Ljósm. Hilmar Bragi