Faxi

Árgangur

Faxi - 2020, Blaðsíða 14

Faxi - 2020, Blaðsíða 14
14 FAXI Nýtt orgel hefur verið sett upp í Keflavíkurkirkju. Þó Drottningin, eins og orgelið er kallað, bíði formlegrar vígslu hefur Arnór B. Vilbergsson org- anisti prufukeyrt hljóðfærið og segir það mikla byltingu frá því sem áður var. Með uppsetningu orgelsins lýkur endurbótum á Keflavíkurkirkju sem hófust 2012 þegar byrjað var á að færa kirkjuna í uppruna- legt horf. Allt nothæft úr gamla orgelinu var nýtt en að stærstum hluta er nýja orgelið nýsmíði. Vinna við endurnýjun orgelsins hófst árið 2011. Þá hafði verið ljóst um skeið að kominn væri tími á nýtt orgel enda hafði Arnór Vilbergsson organisti þurft að sparka reglulega í hljóðfærið þar sem nótur áttu það til að festast í miðju tónverki. Það gat verið pínlegt í kirkjuathöfnum. Að auki voru alls kyns aukahljóð komin í orgelið sem tónuðu illa við spilverkið. Orgelsjóður var stofnaður árið 1995 í minningu Árna Vigfúsar Árnasonar fyrrum formanns sóknarnefndar. Lítið hafði mjatl- ast inn í sjóðinn og því ljóst að gera þurfti átak í söfnun fyrir nýju orgeli árið 2011 þegar farið var að huga að endurnýjun. Allir velunnarar kirkjunnar lögðust á árar við að safna nægu fé fyrir nýju orgeli. Þegar ljóst var í ársbyrjun 2020 að nægt fé hafði safnast var ráðist i verkefnið. Orgelið var tekið niður í febrúarlok og hljóðnaði því í 9 mánuði. Að vel athuguðu máli var ákveðið að fá Björgvin Tómasson orgelsmið til þess að endurgera orgelið, enda fólst í því tölu- verður sparnaður. Splunkunýtt orgel hefði kostað um 60 milljónir en hið nýja orgel kirkjunnar kostaði um 40 milljónir í endur- gerð og uppsetningu. Uppsetning hófst um miðjan október sl. og ásamt Björgvini komu að henni Margrét Nýja orgelið lokahnykkur í endurbótum Keflavíkurkirkju Arnór við aukaspilaborðið sem staðsett er framan við söfnuðinn.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.