Faxi

Volume

Faxi - 2020, Page 16

Faxi - 2020, Page 16
Saga húsanna „Kastalinn“ Hafnargata 39 Keflavík 16 FAXI Óskum Suðurnesjamönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu. Þökkum samskiptin á liðnu ári. Eldvarnir ehf. Iðavöllum 3 Sími 420 2020 - 892 7519 Hafnargata 39 í Keflavík er 90 ára á þessu herrans ári. Húsið er að sönnu svolítið sérstakt í laginu, hálfgerður Funkis stíl en þó ekki alveg. Húsið var byggt af hjónunum Gunnari Sigurfinnssyni bólstrara og konu hans Sigrúnu Ólafsdóttur. Þar bjuggu þau með sínum börnum og Sigrún allt fram til ársins 1984. Íbúðarhúsið er ferningur, kjallari og hæð. Sérstæða hússins eru kastalasteinar efst á þakinu, enda húsið oftar en ekki verið nefnt Kastalinn. Snemma á sjötta ártug síðustu aldar stækkaði Gunnar svo um munar húsið og byggði verslunarrými við hlið íbúðarhússins. Þar opnaði hann húsgagnaverslun 1956 og rak hana til dánardags en Gunnar lést á aðfangadag 1966. Gunnar verslaði með húsgögn en margt annað líka samanber auglýsingu í Faxa fyrir jólin 1957. Börn Gunnars og Sigrúnar ráku verslunina áfram í einhver ár eftir dauða föður þeirra. Lindin söluturn sem hafði um árabil verið með starfssemi sína í litlum skúr að Hafnargötu 15, við hlið Ingimundarbúðar og gömlu lögreglustöðvarinnar flutti sig um set árið 1973 og opnaði við Hafnargötu 39. Má segja að það hafi verið algjör bylting að fara úr litlum skúr sem rúmaði ekki einu sinni allan lagerinn og í rúmgott húsið. Jóna Björg Georgsdóttir hafði rekið Lindina frá stofnun en eiginmaður hennar Jóhann Ólafsson kom seinna að rekstrinum. Ráku þá Lindina til 1995. Segja má að staðsetning á sjoppu á Hafnargötu 39 hafi verið kjörin. Stór og mannfrek fiskverkunarhús starfrækt allt í kring. Pósthúsið og símstöðin beint á móti og Sparisjóðurinn á Suðurgötu. Enda voru þeir margir sem ,,duttu“ inn til Jóa á Lindinni. Síðar var rekin raftækjaverslun í húsnæðinu og gjafavöruverslun sem einmitt kallaðist Kastalinn. Í dag er veitingastaðurinn Thai Keflavík í húsinu og hefur verið um ár abil. KJ. Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu. Þökkum samskiptin á liðnu ári. Ljósm. Byggðasafn Reykjanesbæjar 39

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.