Faxi - 2020, Qupperneq 22
22 FAXI
„Á Keflavíkurflugvelli er nú fjöldi banda-
rískra hermanna, en það eru yfirleitt ungir
menn, flestir um tvítugt. Til fróðleiks er
gaman að geta þess, að þessir menn eru flest-
ir frá suðurríkjum Bandaríkjanna, Tennessee
og ríkjunum þar í kring... Þeir búa í bröggum
sem eru fremur þægilega útbúnir, sæmilega
kyntir og rennandi vatn í þeim öllum... Þeim
líður vel hérna.
Ein leið íslenskra stjórnvalda til að stemma
stigu við fjölda hermanna sem gátu blandað
geði við Íslendinga, og þá sér í lagi kvenfólk-
ið, var að setja lög sem áttu að hindra náin
kynni á milli hermanna og íslensks kven-
fólks. Einnig settu stjórnvöld útivistarbann
á hermennina sjálfa. Þannig varð raunin sú
að þann tíma sem hermennirnir voru staddir
hér bjuggu þeir við einangrun og í raun
vissu þeir lítið hvað var að gerast á Íslandi
almennt.
En það var ekki nóg að yfirvöld settu þeim
stólinn fyrir dyrnar heldur gerðu helstu
veitingahúsin það sama. Í upphafi áttunda
áratugarins voru Hótel Saga, Hótel Loftleiðir
og Hótel Borg búin að banna einkennis-
klæddum hermönnum aðgang. Það varð
til þess að mikil óánægja varð innan raða
hersins þar sem þeir lægst settu voru skikk-
aðir til þess að vera alltaf í einkennisbúning-
um sínum. Þar með gátu þeir ekki notið þess
að borða á fínni veitingastöðum Reykjavíkur
en þessi höft á ferðir bandarískra hermanna
voru óskiljanleg í augum þeirra og talin
bera sterkt svipmót öfgaþjóðernishyggju og
einangrunarstefnu.
Líklegt má telja að fjölgun næturklúbba
innan varnargirðingarinnar hafi verið bæði
bein og óbein afleiðing þess að íslensk stjórn-
völd gerðu mikið í því að hamla bandarísk-
um hermönnum að fara á skemmtistaði í
Reykjavík. Í Keflavík og Njarðvík var nánast
eyðimörk þegar kom að einhverju sem hét
skemmtistaður. Næturklúbbum fjölgaði því á
Vellinum og urðu afar vinsælir hjá heima-
mönnum sem sóttu klúbbana sem mest þeir
máttu og þá bæði Suðurnesjamenn og fólk af
höfuðborgarsvæðinu.
Vera hernámsliðs Breta fyrst og Banda-
ríkjamanna á stríðsárunum, og síðar
Varnarliðsins, skapaði mikla atvinnu og
miklar tekjur fyrir bæði einstaklinga og
þjóðfélagið í heild. Allir sem vildu fengu
vinnu hjá hernum og tekjurnar voru mjög
góðar. Mannlífið blómstraði. Þegar svo
kom að því að Varnarliðið fór árið 2006
olli það miklu atvinnuleysi á Suðurnesjum.
Fjöldi manna starfaði fyrir herinn í einni
eða annarri mynd, ýmist sem starfsmenn
Varnarliðsins eða hjá einhverjum af þeim
íslensku verktakafyrirtækjum sem störf-
uðu fyrir herinn. Þá má ekki gleyma því
að herinn skildi eftir sig bæ með miklum
innviðum, t.d. skemmtistöðum, sundlaug,
íþróttahúsi, heilsugæslustöð og skólum og
íbúðarhúsum sem stóðu eftir auð og tóm. Í
dag nefnist þessi bær Ásbrú og er nú hverfi
í Reykjanesbæ. Þar hefur verið unnið mikið
starf við að koma í notkun mannvirkjum og
búnaði sem herinn skildi eftir sig.
Ferskar stefnur og smygl
Með komu hersins til Íslands komu nýjar og
ferskar stefnur í ýmsum menningarkimum
og afþreyingu. Þar á meðal var nýtt hljóð
sem tröllreið hinum vestræna heimi. Rokk
og ról var komið til landsins, mönnum til
mismikillar gleði, en íslensk ungmenni tóku
þessari nýju tónlist fagnandi. Strax við komu
sína til landsins árið 1951 hóf Varnarliðið
útvarpsrekstur á Keflavíkurflugvelli og
sjónvarpsútsendingar árið 1955. Í upphafi
sendi Kanasjónvarpið svokallaða út með
bráðabirgðaleyfi á litlum sendistyrk og mest-
megnis voru sýndar afþreyingarmyndir og
fréttaefni frá Bandaríkjunum. Árið 1963 var
sendistyrkurinn aukinn og þá gat stór hluti
íbúa á suðvesturhorninu náð útsendingun-
um. Íslenskir menntamenn töldu að aðal
markmið Bandaríkjamanna með útvarps- og
sjónvarpsútsendingum væri fyrst og fremst
áróður vegna eigin hagsmuna. Leiða má
líkur að því að sjónvarp RÚV hafi verið
stofnað fyrr en ella til að bregðast við þessum
áhrifum Kanasjónvarpsins. Árið 1974 hvarf
Kanasjónvarpið Íslendingum þegar það hóf
að senda eingöngu út efni í gegnum kapal
innan girðingar.
Eitt af því sem vakti mikið umtal og tengist
veru hersins var smygl af vellinum á hinum
ýmsu munum s.s. fatnaði, hljómflutnings-
tækjum, bílum, áfengi og mat. Margt af því
sem laumað var út af vellinum er enn til og
leynist víða. Mikið var einnig selt í gegnum
sölunefnd varnarliðseigna. Herinn var víða
á Suðurnesjunum og sjást ummerkin um
hann enn. Ásbrú og Patterson eru stærst og
mest áberandi í dag en einnig sjást ummerki
á fjallinu Þorbirni og ofan við Sólbrekkuskóg
þar sem fjarskiptastöðin Broadstreet var
staðsett. Fyrir marga íbúa á Suðurnesjum
var spennandi að komast þangað sem herinn
var með aðsetur eða starfsemi. Margir fóru
á ruslahaugana til þess að finna nýtanlega
hluti sem herinn var að henda og margir
eignuðust ýmislegt áhugasvert eftir þeirri
leið, hluti eins og nýleg reiðhjól og hljóm-
flutningstæki. Einnig var eftirsóknarvert hjá
börnunum í Keflavík og Njarðvík að príla
inn í ónýtar flugvélar sem geymdar voru rétt
ofan við byggðina í Keflavík. Þar fundu þau
ýmsa dýrgripi og fjársjóði sem suma hverja
má finna í bílskúrum og háaloftum víða um
bæinn í dag.
Til gamans látum við eina af þekktari
smyglsögunum fylgja með en hún er af
manninum sem fór á hverju kvöldi með
hjólbörur fullar af sagi í gegnum aðalhliðið.
Alltaf var leitað í saginu í hjólbörunum en
aldrei fannst neitt ólöglegt. Mörgum árum
síðar spurði ákveðinn lögreglumaður gamla
manninn hverju hann hafi verið að smygla í
gegn. Lögreglumaðurinn var nefnilega viss
um að sá gamli væri að lauma einhverju í
gegn í börunum. Sá gamli svaraði: „Jú, væni
minn, ég var að smygla hjólbörum.“
Ísvél til að búa til mjólkurhristing, shake. Eitt
af því sem einhverra hluta vegna er tengt
Rock‘n Roll er mjólkurhristingurinn. Hér er
einmitt vél til að framleiða slíkar veitingar.
Margir kannast við að hafa fengið sér „Shake“
í Wendys eða öðrum þeim stöðum sem var að
finna á vellinum.
Tveggja sæta Flintstones sófi, trégrind með
vínrauðum vínyl sessum.
Blátt og gult kælibox úr málmi. Merkt "Corona
Extra" Þessi kælir var fylltur af ís til að kæla
innihaldið.
Hljómtækjasamstæða frá Sony. Stæðan sam-
anstendur af plötuspilara, segulbandstæki og
útvarpi. Margir eignuðust samskonar græjur
sem komu misjafnlega heiðarlega af vellinum.
Sumir keyptu þær í sölunefnd varnarliðseigna,
aðrir hirtu þær af haugunum og svo voru aðrir
sem eignuðust slíkar nauðsynjar eftir að þeim
hafði verið smyglað af vellinum.