Faxi

Volume

Faxi - 2020, Page 24

Faxi - 2020, Page 24
Melrakkar er hópur innan Aksturs-íþróttafélags Suðurnesja sem stofn- aður var fyrir 10 árum en hefur verið að byggjast upp í rólegheitum síðan þá. Eftir að 11 Melrakkar fóru árið 2019 frá Reykjanestá þvert yfir landið á Font yst á Langanesi, spratt upp mikill áhugi á þessu sporti. Nú er 101 félagi í hópn- um sem allir hafa það að sameiginlegu markmiði að aka um landið á fjórhjólum og Buggy bílum en alls eru á milli 80 og 90 farartæki í hópnum. Mesta fjölgunin hefur verið síðustu tvö árin. Í hópnum eru bæði karlar og konur og alls konar ævintýri eru á takteinum. Tveir Faxafélagar eru í hópnum þeir Guðbergur Reynisson formaður Mel- rakka frá byrjun og Kristinn Jakobsson sem er einn varaformanna hópsins. Árið 2020 var viðburðaríkt ár og fór hópurinn í sex skipulagar ferðir um hálendi Íslands. Fyrsta ferðin í sumar var farin frá Hrauneyjum norður Sprengisand á Akureyri. Í annarri ferðinni var svo lagt af stað frá Flúðum, yfir Hrunamannaafrétt, norður yfir Sprengisand með viðkomu í Laugafelli, þaðan norður fyrir Hofs- jökul niður í Skagafjörð að Varmahlíð, þaðan inn á Hveravelli og suður Kjöl með viðkomu í Kerlingafjöllum, þaðan niður Leppistungur og loks aftur á Flúðir. Þetta var fjölmennasta fjórhjólaferð Íslands- sögunnar þar sem 31 manns af Suðurnesj- um fóru í ferðina. Í ágúst var farið inná Fjallabaksleið nyrðri inn í Eldgjá og gist í Hólaskjóli, ekið norðan Mýrdalsjökuls niður Emstrur og yfir í Hungurfit. Fjórða ferð sumarsins var síðan frá Geysi í Haukadal hringinn kringum Langjökul með 24 FAXI Melrakkar við Krókamýri. Ljósmynd Emil Georgsson Melrakkar á ferð um landið -skemmtilegast að keyra um Reykjanesið Melrakkar á Hveravöllum

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.