Faxi

Årgang

Faxi - 2020, Side 37

Faxi - 2020, Side 37
FAXI 37 Áskoranir í síbreytilegu verklagi Sigríður Sigþórsdóttir rannsóknarlögreglumaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Stærstu breytinguna í störfum á Covid tímum segir Sigríður vera mun minni flugumferð og fækkun farþega. Í kjölfarið hafi verkefnin breyst þar sem umferð um ytri landamæri sé lítil sem engin því ekkert sé flogið til Kanada, lítið til Bandaríkjanna og Bretlands. Þá hafi breyttar sóttvarnar- reglur einnig haft mikil áhrif. „Sóttvarnar- reglur hafa bæst við aðrar reglur sem hafa bæði áhrif á verklag og umgengni okkar við hvert annað og við þá sem við höfum afskipti af en líka hverjir mega koma hingað til landsins og með hvaða formerkjum. Þessar reglur eru síbreytilegar en við erum með frábært samstarfsfólk og yfirmenn sem sjá til þess að við erum alltaf viðbúin breytingunum og lausnir yfirleitt til staðar áður en vandamálið kemur upp. Þá höfum við þurft að breyta viðveru lítillega til þess að forðast samgang á milli vakta.“ Sigríður segir þá breytingu sem hafi mest áhrif á starfsfólk félagslega séu svæðisskipt- ingarnar. „Þar sem við erum í framlínu eru gerðar miklar kröfur á hverja við megum hitta og hverja ekki. Þetta hefur ekki bara áhrif á félagslífið fyrir utan vinnu en einnig á fundarhöld, námskeið og æfingar sem hafa nánast fallið niður en það stendur til bóta með aukinni tækni.“ -Og þetta er ekki síður mikil áskorun heyri? „Já og ég er einmitt ekki frá því að helsta áskorunin sé svæðaskiptingin heyri ég. Hún veldur því að sum okkar erum töluvert að vinna í einrúmi. Þá er ekki æskilegt að við séum að hitta samstarfsfólk okkar á vinnutíma né utan vinnu ef við tilheyrum ekki sama svæði eða hópi. Þá er það áskor- un að fylgjast með síbreytilegu verklagi þar sem reglurnar eru alltaf að breytast. En þetta er kannski álíka mikil áskorun og að leita lausna við þeim vandamálum sem geta komið upp þegar við erum að reyna að komast hjá því að vera í návígi við þá aðila sem við þurfum að hafa afskipti af.“ Sigríð- ur segist heppin að hafa komist hjá sóttkví eða einangrun vegna smits sem hún telur stórkostlega áskorun. Fagmenn fram í fingurgóma Sigríður segist vonast til þess að fólk haldi áfram að gera sér grein fyrir því hvað sótt- varnir og hreinlæti skipti miklu máli fyrir umgengni. Þá segist hún sjá fyrir sér að breytingar verði til frambúðar á fundum og námi, að það færist í meira mæli á netið. Jafnframt því að nefna svæðisskipt- inguna sem mikla áskorun á Covid tímum segir Sigríður hana ekki síður hafa leitt til jákvæðni í starfsumhverfinu, hún hafi ýtt þeim sem vinna saman á vöktum betur saman og að samstarfsfólkið vinni betur sem heild. „En það hefur komið mér veru- lega á óvart að málum hefur ekki fækkað í samræmi við fækkun farþega, þeim hefur fjölgað. En ég verð að segja að mér er enn ljósara nú hversu miklir fagmenn vinnufé- lagar mínir eru. Þetta ástand hefur sýnt mér að hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum vinnur lausnarmiðað fólk sem er fagmenn fram í fingurgóma.“ Sigríður Sigþórsdóttir rannsóknarlögreglu- maður í starfsstöð sinni í flugstöðinni. Hún nefnir svæðisskiptinguna bæði sem helstu áskorun á Covid tímum en einnig hafa gert það að verkum að samstarfsfólk vinni betur saman sem heild.

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.