Morgunblaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2020 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is É g hafði ekki heklað í mörg ár af því ég fann ekki neitt skemmtilegt til að hekla, en þegar ég sá þessa mandölu hjá Handóðum heklurum, grúppu sem ég er í, þá varð ég alveg veik og fór af stað. Ég á ekki nema tvær þrjár um- ferðir eftir, þarf bara að ákveða litina,“ segir Sunna Björk Þórar- insdóttir en hún er að leggja loka- hönd á ögrandi verkefni, að hekla risastóra mandölu í öllum regnbog- ans litum. „Þetta hefur verið rosalega gaman, besta verkefni í heimi til að takast á við. Þegar ég hef verið að hekla mandöluna þá hefur hún stækkað og stækkað smám saman, svo það hefur farið vel um mig þar sem ég hef verið undir þessu man- döluteppi í vetrarhörkunum meðan ég hekla hringinn,“ segir Sunna og bætir við að hún noti kambgarn og heklunál númer þrjú. „Þetta er orðið heljarinnar stykki, sonur minn sem er um það bil 110 sentimetrar á hæð, nær yfir alla mandöluna ef hann leggst á hana, svo hún er um það bil jafn- stór honum.“ Ég hef verið rosa frekja Sunna hefur verið að við mandöluheklið frá því í ágúst í fyrra, svo þetta er rúmlega hálft ár sem það hefur tekið hana að ljúka verkinu. „Enda hef ég aldrei gert þetta áður á ævinni, því þó ég þekki kannski lykkjurnar þá er maður svolítið hikandi, en verður bara að „hetjast“ í gegnum þetta. Ég er einstæð móðir með tvö börn svo ég hef ekki setið alveg við þetta öllum stundum, en ég hef samt verið rosa frekja,“ segir Sunna og hlær. „Maður er ekkert að horfa á Netflix meðan maður heklar svona mandölu, því það þarf að telja. Eins er rosa mikið mál þegar þarf að rekja upp. Mér fannst ekki skemmtileg tilhugsun að hekla þessa mandölu í einum lit, sem hefði vissulega verið miklu einfald- ara, en ég get ekki tekist á við verkefni með fáum litum, það gengur alls ekki upp fyrir mig.“ Ákveðin sjálfskoðun líka Sunna er komin í mikið hekl- stuð og segist byrjuð á tveimur öðrum mandölum, önnur þeirra er hefðbundin og ætlar hún að gefa hana í brúðkaupsgjöf. „Vonandi verður sú mandala fallegt skart fyrir hjónarúm væntanlegra brúðhjóna, ég hef séð að sumar konur hekla mandölur sem ná yfir heilu rúmin. Sú sem hannaði þess mandölu sem ég er að klára, Helen Shrimpton, gerði bara hring, en svo kom önnur kona og bætti um betur og gerði kant. Ég hef verið að bíða eftir því að fá að sjá hvernig á að gera þennan kant, því ég hef notað youtube- myndbönd til að læra þetta. Mig langaði að ná mér í hekluforrit til að teikna upp mandöluna, en fann ekkert af viti. Að lesa uppskriftina er pínu sósa, það er betra að fara eftir myndbandi. Samt sem áður ruglast manneskjan í myndband- inu stundum í munninum þegar hún er að segja frá, því hún er líka þreytt eins og ég,“ segir Sunna og hlær. „Svo hoppar maður yfir í upp- skriftina til að gá hversu margar lykkjur eiga nú að vera. Ég hef þurft að standa í því að telja átta hundruð lykkjur. Það er ekkert grín að standa frammi fyrir villu í svona mandöluhekli, til dæmis þegar lykkjurnar eiga að vera 642 en ég tel mínar og þær eru 651. Þetta er samt rosa gaman og maður fer í gegnum ákveðna sjálfsskoðun og sjálfsaga við þetta. Ef maður til dæmis ruglast í umferð, þá er mjög sniðugt að rekja hana upp, fara síðan að sofa og finnast maður vera að byrja upp á nýtt daginn eftir. Svo mað- ur missi ekki móðinn. Að hekla svona mandölu krefst þess að maður fari í ákveðin atriði sjálfs- þekkingar, spurningar vakna sem þarf að svara: Get ég þetta? Hvernig leysi ég úr þessu? Get ég svindlað? Þetta er því marg- slungið sem maður gengur í gegn- um með mandöluna. Þetta er við- bjóðslega gaman, ef maður vill flókin verkefni. Heilinn í mér er einmitt svoleiðis, hann vill ekki einfalt. Ég man þegar ég heklaði einhverju sinni bylgjuteppi og eina skemmtunin þar var að setja liti. Ég gafst upp á því, af því mér fannst það leiðinlegt. Ég vil ögr- un, og þvílíkur fögnuður þegar ég sá þetta flókna hekluverk í þessari mandölu!“ Algerlega sjúk í miðaldir Sunna Björg á ekki langt að sækja handlagnina, mamma henn- ar og móðursystir gerðu sér lítið fyrir og sérsaumuðu á sig dragtir fyrir kosningadaginn merka þegar Vigdís Finnbogadóttir var kosin. „Þær voru rosalegar í hönd- unum, móðursystir mín var til dæmis að leika sér að því að búa til baðstofu úr pappa, sem var mikið nákvæmnis- og vandaverk. Mamma gerði líka allt sjálf, dúka- lagði og veggfóðraði heima hjá sér. Mamma fór í húsmæðraskóla og hún stundaði bróderí og hvað- eina, þær gátu allt þessar konur af hennar kynslóð. Bróðir minn er líka svona, hann fer til dæmis í Góða hirðinn og finnur eitthvað gamalt og bilað sem hann gerir upp og lagar. Systir mín er brjál- uð prjónakona, svo það er rosa verkvit í þessu fólki mínu. Ég er því bæði alin upp við þetta og hef þetta í blóðinu, en ég læt heklið duga, það hentar mér. Það er ein- falt og skemmtilegt að rekja það upp. Ég er aftur á móti með óbil- andi dellu fyrir miðöldum á Bret- landseyjum, öllu sem þeim teng- ist. Ég er algerlega sjúk í miðaldir og handverk sem tengist þeim.“ Þvílíkur fögn- uður í flóknu hekluverki Margir hafa í heimasetu veirutíðar litað mandölur sér til hugarhægðar, en Sunna Björk tók þetta skrefinu lengra og heklaði risastóra mandölu, enda nennir hún ekki að hekla ef það eru engar áskoranir. „Maður er ekkert að horfa á Netflix meðan maður heklar svona mandölu, því það þarf að telja,“ segir Sunna alsæl. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Úti að leika Sonur Sunnu Bjarkar, Haukur Óðinn Engilbertsson, fleygir sér flötum á mandöluna fögru. Sunna Björk Notalegt undir stóru mandölu, aðeins eftir að hekla kantinn. Uppskriftin er ókeypis á vef- síðunni: Ravelry.com. Slóð á youtube: Mandala Madness Part 1. Lyklasmíði & öryggiskerfi Skútuvogur 1E | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 533 2900 |WWW.LYKLALAUSNIR.IS Hæð (cm) Breidd (cm) Dýpt (cm) Ytra mál 25 35 25 Innra mál 24,2 34 20 AÐEINS 6.990 KR. Öruggur og nettur verðmætaskápur fyrir heimili. Þriggja til átta stafa aðgangskóði ásamt lyklum ef rafhlöður skildu klárast. Innbyggð 130 dB bjalla fer í gang ef rangur aðgangskóði er notaður oftar en þrisvar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.