Morgunblaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2020 STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Það er mikið af sjóbirtingi fyrir aust- an og rosalega mikið af stórum fisk- um,“ segir Gunnar J. Óskarsson, for- maður Stangaveiðifélags Keflavíkur (SVFK), þegar spurt er fregna af veiðivorinu. Félag hans leigir Geir- landsá og frá því að helstu veiðistaðir voru orðnir íslausir snemma í mán- uðinum hafa menn verið að veiða vel þar fyrir austan, eins og virðist vera raunin víðast hvar þar sem sjóbirt- ingsveiði er stunduð í apríl. Víða er reynt við birtinginn aðeins inn í maí- mánuð, en þá er hann genginn til hafs. Blaðamaður kom við í Tungulæk í Landbroti í vikunni og þar virtist lítið fararsnið vera á fiskum og mikið af 50 til 65 cm geldfiski í læknum, auk stærri fiska sem hrygndu í vetur – talsverð tökugleði hefur verið í geld- fiskinum og hafa hundruð fiska veiðst þar í mánuðinum. „Svakalegir fiskar“ „Það hafa veiðst alveg rosalegir boltar í vor,“ segir Gunnar um veið- ina í Geirlandsá og bætir við að það sé framhald á því sem hafi verið síð- ustu þrjú, fjögur ár. „Í fyrra voru í heildarveiðinni 120 fiskar yfir 80 cm langir, 80 cm eru 10 til 11 punda, og af því voru 15 yfir 90 cm langir.“ Sjálfur veiddi Gunnar tvo í þeim stærðarflokki, 95 og 96 cm, við opnun árinnar. „Það voru svakalegir fisk- ar.“ Gunnar hefur veitt sjóbirting í fjóra áratugi og hefur orðið góða yfir- sýn yfir sveiflur sem hafa orðið á þeim tíma. Við að skoða veiðibækur megi sjá reglulegar tíu ára sveiflur, þegar fiskurinn var stór hafi verið færri einstaklingar en síðan hafi meðalstærðin minnkað á milli með mun fleiri einstaklingum. „Þetta hélst áður í hendur en nú hefur þetta greinilega breyst. Það eru margir einstaklingar og mjög stórir.“ Þegar Gunnar er spurður hvort hann sé með kenningar um ástæðu þess, segir hann án efa spila þar inn í hvað farið sé markvisst að veiða og sleppa, hjá þeim í Geirlandinu sem og í öðrum sjóbirtingsám. „Það segir sig sjálft að fiskur sem er drepinn stækkar ekki!“ segir hann. Í Geirlandsá er öllum niður- göngufiskum nú sleppt á vorin og mælst til þess á haustin að fiskum yf- ir 70 cm sé sleppt. Þeir sem stundað hafa veiði á sjó- birtingi í ám landsins síðustu ár segja stofnana í góðu standi og Gunnar tekur undir það. „Yfir línuna eru stofnar sterkir og mikið af stórum fiskum. Það verður áhugavert að sjá hvernig þróunin verður næstu ár, hvort það haldist eða hvort við séum að upplifa toppinn í uppsveiflu.“ Hörkufínir urriðar Eins og fjallað hefur verið um í Sporðaköstum á Mbl.is á síðustu vik- um hafa stórir birtingar glatt veiði- menn víða. Í Tungufljóti í Skaftár- tungum landaði 17 ára unglingur, Brynjar Vignir Sigurjónsson, til að mynda sannkölluðum metfiski, 100 cm löngum og fimm millimetrum bet- ur. Í Eldvatni í Meðallandi hefur veiðst ljómandi vel og þannig sögur hafa líka borist frá Ytri-Rangá þar sem hörkufínir urriðar hafa veiðst. Þá er urriðaveiðin komin í ágæt- ann gang víða frá bökkum Þingvalla- vatns eftir hið kalda vor, jafnt frá ION-svæðinu nærri Nesjavöllum, þar sem fleiri tugir fiska hafa veiðst, fyrir Kárastaðalandi og í þjóðgarð- inum. Stórum urriðum virðist fara fjölgandi í vatninu, samhliða aukinni ásókn í vorveiðinni þegar hann gefur sig á grunninu. Einn veiðimaðurinn sem stundar þjóðgarðssvæðið, Cez- ary Fijakowski, hefur náð yfir tutt- ugu í vor, þeir stærstu um 90 cm. Fleiri veiðast í Eyjafjarðará Athygli hefur vakið í veiðifréttum vorsins að margir vænir sjóbirtingar hafa veiðst í Eyjafjarðará og að sögn Jóns Gunnars Benjamínssonar, stjórnarmanns í veiðifélagi árinnar, hafa rúmlega tvö hundruð fiskar ver- ið færðir til bókar. „Það hefur alltaf verið mikið af sjóbirtingi í Eyjafjarð- ará en ekki fyrr en á síðustu árum að menn hafa farið að einbeita sér að því að veiða hann.“ Byrjað var að heimila vorveiði á fiskinum fyrir fjórum árum og hefur svæðum að veiða á smám saman ver- ið fjölgað neðst í ánni; veitt er á flugu og ber að sleppa veiddum fiski. „Við höfum verið að auka aðgengi að þessari auðlind og það hefur fallið vel í kramið,“ segir Jón Gunnar. „Að- stæður voru erfiðar í vor, gríðarlegt vetrarríki, en á síðustu dögum hefur aðeins vorað. Það má veiða til 15. maí en besti gangurinn er alltaf fyrst. Allra stærstu fiskarnir í vor hafa ver- ið yfir 90 cm.“ Veiðihlé er í Eyja- fjarðará frá 15. maí. „Alveg rosalegir boltar í vor“  Þrátt fyrir kulda framan af aprílmánuði hefur sjóbirtingsveiði verið góð í mörgum ám  Fregnir af stórum fiskum berast víða að  „Það segir sig sjálft að fiskur sem er drepinn stækkar ekki!“ Ljósmynd/Aðsend Vorurriði Benedikt Andrason með 75 cm urriða sem hann veiddi í Þingvallavatni frá Kárastaðalandi, þar sem hefur veiðst vel undanfarið. Fiskurinn tók hina klassísku Black Ghost-straumflugu sem Benedikt hnýtti á sökkenda. Eftir rúmt ár verða athyglisverðar breytingar á tilhugun laxveiða í Þistilfirði því rúmlega hálfrar aldar leigu veiðifélagsins Þistla á Sandá lýkur nú í sumar og hafa landeigendur samið beint við Stangaveiðifélag Reykja- víkur. Sandá er ein fjögurra góðra laxveiðiáa í Þistilfirði og býr yfir rómuðum stórlaxastofni. Veitt er á þrjár til fjórar stangir og leyfin ætíð eftirsótt. Í samtali við Sporðaköst á Mbl.is sagði Jón Þór Ólafsson, formaður SVFR, að farið yrði í mikla kynningu á ánni samhliða uppbyggingu. „Þetta er mjög spennandi verkefni fyrir okkar félagsmenn enda hefur komið í ljós að okkar fólk sækist einna helst eftir þriggja til fimm stanga ám þar sem menn sjá um sig sjálfir.“ SVFR leigir eftirsótta stórlaxaá BREYTINGAR Á LEIGU SANDÁR Í ÞISTILFIRÐI Veitt í Sandá. Mjög kalt var í veðri framan af ný- liðnum aprílmánuði og útlit var fyr- ir að hann yrði í hópi hinna köldustu á öldinni. En mánuðurinn tók svo vel við sér á lokasprettinum, að því er fram kemur í pistli Trausta Jóns- sonar veðurfræðings. „Þótt ekki sé beinlínis hægt að tala um hlýindi síðustu tíu dagana hafa þeir samt verið góðir og nægt til þess að koma hitanum upp í meðallag síðustu tíu ára á landsvísu og upp í 9. til 13. sæti (af 20) á aldarlista hinna mis- munandi spásvæða,“ segir Trausti. Hlýjast að tiltölu hefur verið á Norðausturlandi, þar er mánuður- inn í 9. hlýjasta sæti á öldinni, en kaldast að tiltölu hefur verið á Suðurlandi, þar er hann í 13. sæti. Til lengri tíma litið telst mánuður- inn í hlýjasta þriðjungi, á landsvísu í 33. hlýjasta sæti af 147 mældum mánuðum. Úrkoma í Reykjavík mældist 74,6 millimetrar og er það í ríflegu með- allagi. Á Akureyri mældist úrkom- an 33,1 mm, rétt ofan meðallags. Lengi vel var mjög sólarlítið í Reykjavík en síðustu dagar hafa verið óvenjusólríkir, segir Trausti. Endanleg summa liggur ekki fyrir en gæti orðið í kringum 115 stundir. Það er nokkuð undir meðallagi. Fæstar sólskinsstundir sem við vit- um um í apríl í Reykjavík mældust 1974, 57,2, en flestar 242,3 árið 2000. Í fyrra mældust sólskins- stundir í apríl 116,4 í Reykjavík. Á Akureyri voru sólskinsstundirnar á sjálfvirka mælinum orðnar rúmlega 180. Líklega telst apríl sólríkur á Akureyri. Illviðrið snemma í mánuðinum er í flokki hinna verstu í apríl. Senni- lega í hópi þeirra 10 verstu síðustu 100 árin, segir Trausti að lokum. sisi@mbl.is Apríl tók við sér á lokasprettinum  Síðustu dagar verið óvenju sólríkir Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sólríkur Fólk nýtti sér sólina síð- ustu daga apríl og sat utandyra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.