Morgunblaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 25
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson. Tveir góðir Jón L. Árnason og Hjörvar Steinn Grétarsson. Sá síðarnefndi sigraði á vel skipuðu Netskákmóti Íslands síðastliðinn miðvikudag. Það er ekki víst að allir gerisér grein fyrir þeim feiknamun sem hefur orðið áundirbúningi fyrir skák- menn nú til dags miðað við það sem áður var. Byrjun sem áður gat leitt af sér mikla baráttu og sigurvon er hægt að sundurgreina í tætlur þannig að eftir standa rústir einar. Og skákin sem hér fer á eftir er gott dæmi um þetta. Jón L. Árnason lagði enska stórmeistarann Michael Adams að velli á Ólympíumótinu í Manila á Fil- ippseyjum árið 1992 og sú skoðun mín hefur lítið breyst að þetta hafi verið ein af bestu skákum Íslendings á Ólympíumóti. Þó að tölvuheilarnir tæti byrjunartaflmennskuna í sig er það nú einu sinni svo að baráttan á borðinu er viðureign tveggja per- sónuleika. Fyrir skákina hafði Jón af því nokkrar áhyggjur að liðsfélögum hans liði ekki alltof vel að sitja við hlið manns sem legði allt undir strax í 5. leik. Tillitsamur maður – en vogun vinnur, vogun tapar. Adams gat sótt að riddara Jóns, sem hlaut að falla. Í gamla daga þótti það góð og gild vara að gefa riddarann – en ekki lengur. En Adams valdi aðra leið og það gerðu fleiri mótherjar Jóns þetta ár- ið. Íslendingar unnu sterkt lið Eng- lendinga þennan dag, 3:1, og Jón átti stóran þátt í sigrinum. Hann hafði unnið John Nunn í keppni þessara liða á Ólympíumótinu í Novi Sad tveim árum áður og launaði Englend- ingum lambið gráa frá Ólympíu- mótinu í Dubai árið 1986: Ólympíumótið í Manila 1992 Jón L. Árnason – Michael Adams Vínartafl 1. e4 e5 2. Rc3 Rc6 3. f4 Þessi krókaleið að Kóngsbragði er kennd við Max Lange, sem var kunnur fyrir fleiri gambíta en þennan. 3. … exf4 4. Rf3 g5 5. d4 d6?! Jón hafði vonast eftir þessum rök- rétta leik og lumaði á skemmtilegu leikbragði. Best er 5. … g4! sem hrekur afbrigði Max Lange. Eftir 6. Bxc4 gxf3 7. O-O virðist hvítur hafa sterka sókn eftir f-línunni og gömlu meistararnir Steinitz og fleiri unnu margar skákir á þann hátt: En svartur getur leikið 7. … Rxd4! með hugmyndinni 8. Dxd4 Dg5 9. Hf2 Bc5 og stendur þá til vinnings. 6. d5! Re5 7. Bb5+! Bd7 8. Bxd7 Rxd7 9. Dd4 f6 10. h4! g4 11. Rg5! Allt hnitmiðaðir leikir. Svarta staðan er óteflandi. 11. … Rc5 12. Re6! Rxe6 13. dxe6 c6 14. Bxf4 Db6 15. Dd3! Með hugmyndinni 15. … Dxb2 16. Hb1 og síðan – Hxb7. 15. … O-O-O 16. O-O-O h5 17. Dg3 Dc7 18. Hd3 De7 19. Hhd1 Dxe6 20. Bxd6 Bxd6 21. Hxd6 Hxd6 22. Hxd6 De7 23. Df4 Hh7 24. Re2 Hf7 25. Df5 Kc7 26. He6 Dd7 27. Df4 Kc8 28. Hd6 De7 29. Rg3 Það er athyglisvert að Jón gat leikið þessu í 25. leik – í sömu stöðu. Skemmtileg hringferð. 29. … De5 30. Dxe5 fxe5 31. He6 Kd7 32. Hxe5 Hf2 33. Rxh5 Hxg2 34. Hg5 Rh6 35. Hg7+ Ke8 36. Hg6 Rf7 37. Hxg4! Þar fór síðasta von svarts. Riddaraendataflið sem kemur upp eftir 37. .. Hxg4 38. Rf6+ ásamt 39. Rxg4 er vonlaust. 37. … Hh2 38. Rg7 Ke7 39. Rf5+ Kf6 40. b3! a5 41. Hg8 Ke5 42. Hf8 Rd6 43. Rxd6 Kxd6 44. Hf4 b5 45. a3 Ke6 46. Hg4 Ke5 47. Hg6 Hxh4 48. Hxc6 Kd4 49. a4! Þessi peðsleikur gerir útslagið. Ef nú 49. .. b4 þá 50. Hc4+ og síðan Hc5. 49. … bxa4 50. Hc4+ Ke3 51. Hxa4 Hh5 52. Kb2 Hg5 53. Hc4 Hh5 54. Ka3 He5 55. Ka4 Kd2 56. Hc8 Kc1 57. c4 Kb2 58. Hb8 Kc3 59. Hb5 - Svartur gafst upp. Þótti góð og gild vara Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2020 Fæstir þeirra sem horfa á kvikmynd leiða hugann að því hversu mikil vinna er á bak við gerð myndarinnar. Mikill fjöldi hæfileika- fólks kemur saman til að skapa eitt verk und- ir stjórn framleiðanda og leikstjóra. Þar gildir að allir kunni sitt fag og geti leyst flókin verk- efni sem leikstjóri kall- ar eftir. Tæknifólkið er þar stór hluti. Við kvikmyndagerð þarf talsverðan fjölda tæknimanna sem sjá um kvik- myndatöku, lýsingu, uppsetningu búnaðar, hljóðupptöku, leikmynd, leikmuni, búninga, eftirvinnslu og frágang. Það er í mörg horn að líta og eru kvikmyndir oft á tíðum gríðarlega flókin sköpunarverk. Við Íslendingar eigum sóknarfæri á sviði kvikmyndagerðar. Íslensk náttúra skapar aðdráttarafl fyrir er- lenda framleiðendur en ekki síður er náttúran mikilvægur þáttur í íslensk- um myndum og eykur söluvirði og áhuga á þeim myndum mjög. Kvikmyndagerð á Íslandi hefur aflað tekna í þjóðarbúið og má auka þær tekjur. Margir hafa áhuga á kvikmyndagerð og ljóst að þörf fyrir gott fólk sem kann sitt fag er mikil. Það geta ekki allir verið leikstjórar en mörg önnur skapandi störf í kvik- myndaiðnaðinum eru í boði. Það kall- ar á menntun. Tækniskólinn hefur undanfarin ár í samstarfi við Stúdíó Sýrland rekið tvær brautir sem snerta þennan málaflokk. Annars vegar hljóðtækni, sem hefur verið í boði í 11 ár með mikilli eftirspurn. Hljóð og tónlist er mjög mikilvægur þáttur í kvikmyndum sem almenn- ingur hefur tekið eftir á undan- förnum mánuðum m.a. með sigur- göngu Hildar Guðnadóttur. Einnig hefur skólinn rekið kvikmynda- tæknibraut með áherslu á að kenna tæknina við kvikmyndagerð þótt einnig sé unnið með handritsgerð og leikstjórn. Tæknin er nefnilega stórt mál og þarf að vera í lagi. Kvikmyndatöku- vélin er vandmeðfarið verkfæri sem og allur búnaður í kringum hana. Að fá réttar hreyfingar, halda fókus og stýra aðdrætti án hnökra er vandasamt. Hljóðmenn þurfa að velja réttu hljóðnem- ana, vinna með bómur og upptökubúnað og svo er eftirvinnslan. Jafnframt þarf að klippa, litgreina og setja inn áhrifaefni hvort sem það er mynd eða hljóð og tengist kvikmyndagerðin þar mjög því sviði sem und- anfarin ár hefur verið kallað stafræn hönnun (digital entertainment), sem einnig er kennd við Tækniskólann. Framtíðin í þessum bransa er spennandi. Það virðist að minnsta kosti rökrétt. Framleiðsla kvik- mynda hefur aukist mikið. Nýjar myndveitur spretta upp eins og gor- kúlur í haug og margar þeirra fram- leiða eigið efni. Framleiðsla mynda er því í vexti. Þegar kemur að um- ræðunni um fjórðu iðnbyltinguna blasir við að snjalltæki eða gervi- greind mun seint leysa kvikmynda- gerðarfólk af hólmi. Þeirra störf snú- ast um sköpun, sem gervigreindin ræður ekki við. Þarna eru því áfram- haldandi atvinnuhorfur og ekki lík- legt að störf leggist af í stórum stíl. Við bætist að kvikmyndatæknin mun færa sig út í sýndarveruleika, sem kallar á ný tæki og tól og fólk sem kann að nota tólin. Kvikmyndatækni er fag sem nýtist alls staðar í heiminum og því at- vinnumöguleikar víðar en á Fróni. Framtíð kvikmyndagerðar er björt og ekki síst fyrir okkur Íslendinga þar sem við búum við stórbrotna náttúru, mannauð með auðugt ímyndunarafl og þá þrjósku og festu sem þarf til að framleiða glás af góðu efni. Kvikmyndatækni Eftir Valdemar Gísla Valdemarsson »Margir hafa áhuga á kvikmyndagerð og ljóst að þörf fyrir gott fólk sem kann sitt fag er mikil. Valdemar Gísli Valdemarsson Höfundur er skólastjóri Raftækniskólans, eins undirskóla Tækniskólans. vgv@tskoli.is Soffanías Cecilsson fæddist 3. maí 1924 á Búðum í Grund- arfirði. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Runólfsdóttir, f. 1898, d. 1972, og Cecil Sigur- bjarnarson, f. 1896, d. 1932. Soffanías og bræður hans hófu sjósókn á unga aldri og 12 ára gamall hóf Soffanías útgerð þegar hann ásamt Bæring bróður sínum keypti bátinn Óðin. Árið 1949 keyptu bræð- urnir 38 tonna bát, Grundfirð- ing, og hófst þar með óslitin saga útgerðar og fiskvinnslu undir forystu Soffaníasar. Soffanías tók fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1954. Hann var um skeið formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, sat 22 ár í stjórn SÍF, sat í stjórn félags rækju- og hörpudisksframleið- enda, var um skeið formaður Vinnuveitendafélags Breiða- fjarðar, Útvegsmannafélags Breiðafjarðar og Bátatrygg- ingar Breiðafjarðar. Soffanías var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1987. Hann tók virkan þátt í fé- lagsmálum í Grundarfirði. Eiginkona Soffaníasar er Hulda Vilmundardóttir, f. 27.1. 1936, húsmóðir, búsett í Grund- arfirði. Börn þeirra eru þrjú en fyrir átti Hulda eina dóttur. Soffanías lést 24. mars 1999. Merkir Íslendingar Soffanías Cecilsson VIÐ LEITUM AÐ LISTAVERKUM Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 ERUM AÐ TAKA Á MÓTI VERKUM Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.