Morgunblaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2020 90 ára Rósa Jóns- dóttir er fædd og upp- alin á Djúpavogi en hef- ur í rösk 70 ár búið á Suðurnesjum, fyrst í Sandgerði og síðan í Reykjanesbæ. Maki: Jón H. Júlíusson, f. 1927, d. 1987, hafnarstjóri. Börn: Júlíus Jón, f. 1950, Ína Dórothea, f. 1952, Alma, f. 1955, d. 2019, Birgir, f. 1959, Hallvarður Þröstur, f. 1962, og Víðir Sveins, f. 1969. Foreldrar: Jón Guðmundsson, f. 1884, d. 1969, verkamaður og bóndi á Melum á Djúpavogi og Jónína Kristín Jónsdóttir, húsfreyja á Melum, f. 1897, d. 1986. Rósa Jónsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Einhver ættingi þinn bankar upp á og er stútfullur af nýjum og spennandi fréttum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ættir að stefna að því að eiga tíma fyrir þig á hverjum degi, þótt ekki væri nema hálftími. Það þýðir ekkert fyrir þig að horfa framhjá því sem þarf að gera. Brettu upp ermarnar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Óvænt tækifæri til ferðalaga eða aukinnar þjálfunar á einhverju sviði eru hugsanleg. Gættu þess að haga vænt- ingum þínum alltaf í samræmi við það sem þú veist að er mögulegt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft á óvenjumikilli hvíld að halda núna. Gerðu bara það sem þú getur og mæltu þér mót við vini þegar þú treyst- ir þér til. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Vinur færir þér fréttir sem koma þér úr jafnvægi í dag. Reyndu ekki að breyta staðreyndum mála þér í hag. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Búðu til lista yfir ólokin verkefni og reyndu að ljúka þeim á tilsettum tíma. Gerðu svo aðeins það sem þig langar mest til að gera. 23. sept. - 22. okt.  Vog Margir möguleikar bíða handan hornsins og það er bara að láta sig hlakka til að glíma við þá. Ekki láta neinn skipa þér fyrir verkum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert ákveðinn í að komast til botns í ákveðnu máli í dag. Ástin svífur yfir vötnum hjá þér þessa mánuðina. Temdu þér jákvæðni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert nú full/ur orku til að takast á við alla hluti. Ekki forðast að opna gömul sár. Það mun frelsa þig. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að verja sjálfa/n þig betur og hætta að hafa svona miklar áhyggjur af fólki sem þér finnst einblína á þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það getur reynst affarasælt að láta hlutina hafa sinn gang um tíma. Við- urkenndu fyrir þér hina miklu sköpunar- hæfileika sem þú býrð yfir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert kannski ekki að leita að nýj- um verkefnum, en þau þefa þig uppi. Ekki gefast upp þótt útlitið sé svart. hafa sköpum fyrir gæði og arðbæra nýtingu hráefnis úr sjávarafla. Hann hefur jafnframt verið afkastamikill í miðlun þekkingar innanlands og er- lendis. Framlag Sigurjóns hefur leitt til stóraukinnar nýtingar sjávarafla og þar með skapað ríkulegar tekjur fyrir þjóðarbúið. Rannsóknarstarf hans hefur skilað sér í yfir 100 rit- rýndum greinum og bókarköflum og yfir 300 skýrslum og greinum. Sigurjón sat í stjórn EVFÍ 1978- hefur kennt við Sjávarútvegsskóla HSÞ frá stofnun skólans árið 1998. Hann hefur verið stundakennari við Háskólann á Akureyri frá 1990 í námsgreininni vinnslutækni og leið- beint nemendum í lokaverkefnum. Hann hefur einnig verið stundakenn- ari við Fiskvinnsluskólann og Stýri- mannaskólann. Sigurjón hefur sýnt mikið frum- kvæði og einstaka þrautseigju við innleiðingu fjölda nýjunga sem skipt S igurjón Arason fæddist 2. maí 1950 í Neskaupstað og ólst þar upp. Hann var í sveit á Útnyrðings- stöðum á Héraði 6-9 ára og að Vöðlum í Vöðlavík 10 ára. Sigurjón var í Barnaskólanum í Neskaupstað og tók landspróf frá Gagnfræðaskólanum þar. Hann gekk í Menntaskólann á Akureyri og tók stúdentspróf þaðan 1971. Hann lauk B.Sc.-gráðu í efnafræði við Háskóla Íslands 1974 og M.Sc.-gráðu í efna- verkfræði við Tækniháskólann í Kaupmannahöfn 1977. Samhliða námi vann Sigurjón í frystihúsi Fram í Neskaupstað 10-13 ára, við fisk- og humarvinnslu í KASK á Hornafirði 14 ára og byggingarvinnu 15 ára. Hann var sjómaður á humarbáti á Hornafirði 16-21 ára, var eftirlits- maður hjá Fiskmati ríkisins 22-24 ára og vann við byggingarvinnu, bryggjusmíði og aðstoðarlóðs á Hornafirði 25-26 ára. Sigurjón hóf meginstarfsferil sinn hjá Niro Atomizer (nú GEA) í Kaup- mannahöfn. „Ég hóf störf þar 1976 og vann við að þróa nýja tækni til að minnka loftmengun frá verksmiðjum. Ég var síðan hjá Atlas-fiskiðnaðar- deildinni í Ballerup 1977-1978 og starfaði við hönnun og skipulagningu fiskvinnslurása og verksmiðja. Eftir haustið 1978 flutti ég heim og hóf störf hjá Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins sem deildarstjóri og frá 1989 var ég yfirverkfræðingur og stað- gengill forstjóra.“ Sigurjón starfar nú sem yfirverkfræðingur hjá Matís ohf. „Ég hef alltaf lagt áherslu á að tengja saman háskólaumhverfi og at- vinnulíf, en ég hóf kennslu við Há- skóla Íslands 1978 og hef kennt mat- vælaverkfræði og fiskiðnaðartækni.“ Sigurjón var skipaður prófessor við Háskóla Íslands 2012. Hann hefur komið að fjölda rannsóknarverkefna í matvælafræði og véla- og iðnaðar- verkfræði. Síðastliðin tólf ár hefur hann verið leiðbeinandi í mörgum doktorsverkefnum og hafa 15 dokt- orsnemar útskrifast. Sigurjón hefur jafnframt kennt frá 1987 við Jarð- hitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóð- anna (HSÞ) um nýtingu jarðhita í fiskiðnaði og þurrkun matvæla. Hann 1981 og var formaður frá 1979-1981. Hann hefur setið í fjölmörgum nefnd- um á vegum Rannsóknaráðs ríkisins og þó einkum fyrir Sjávarútvegs- ráðuneytið. Hann var einn af fimm einstaklingum sem voru sérstaklega heiðraðir á aldar afmæli Verkfræð- ingafélagsins árið 2012 fyrir for- göngu og árangur á sínu sviði. Árið 2014 var Sigurjón sæmdur heiðurs- merki Verkfræðingafélags Íslands og árið 2013 hlaut hann sérstaka við- urkenningu samstarfsvettvangs fyr- irtækja innan Íslenska sjávarklasans fyrir framlag til aukinnar verðmæta- sköpunar í íslenskum sjávarútvegi. „Áhugamál mín eru útivera, fjall- göngur og að dvelja í sumarbústað okkar hjóna austur í Lóni og þar stunda ég fiskveiðar. Svo hef ég gam- an af því að spila brids og er búinn að spila með sömu félögunum í 40 ár.“ Fjölskylda Eiginkona Sigurjóns er Margrét Sigurðardóttir, f. 18.8. 1951, iðjuþjálfi á Reykjalundi. Þau eru búsett í Kópavogi. Foreldrar Margrétar voru hjónin Sigurður Hjaltason, f. 12.5. 1923, d. 22.10. 2008, sveitarstjóri á Höfn og framkvæmdastjóri Sam- bands sveitarfélaga á Austurlandi, og Aðalheiður Geirsdóttir, f. 11.3. 1923, d. 24.2. 2014, húsmóðir og vefnaðar- kennari. Þau giftust 1950 og bjuggu alla tíð á Hornafirði. Börn Sigurjóns og Margrétar eru 1) Aðalheiður Una, f. 2.8. 1970, nær- ingar- og matvælafræðingur og með MBA, starfar hjá PolyOne í Banda- ríkjunum. Hún er gift Benjamin Bradford Lincoln, f. 7.3. 1966, raf- eindatækni. Synir þeirra eru Alex- ander Ari, f. 2002, og Theodór Alden, f. 2006. Þau eru búsett í Groton; 2) Sigurður Ari, f. 13.4. 1981, verkfræð- ingur hjá LS Retail, kvæntur Guð- rúnu Rósu Björnsdóttur, f. 3.6. 1976, starfsmanni á leikskóla. Dætur þeirra eru Stefanía Rós, f. 2011, og Heiða Margrét, f. 2013. Þau eru búsett í Kópavogi. Systkini Sigurjóns eru Jóna Katrín Aradóttir, f. 3.11. 1952, röntgen- myndari í Neskaupstað; Ingibjörg Aradóttir, f. 4.10. 1957, nuddari í Kongsberg í Noregi; Eysteinn Ara- son, f. 31.3. 1960, lyfjafræðingur í Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur og prófessor – 70 ára Í Randulffs sjóhúsi á Eskifirði Pjetur, Hilmar, Eysteinn, Jóna Katrín, Ingi- björg og Sigurjón ásamt Ara föður þeirra á 90 ára afmæli hans, 2. maí, í fyrra. Frumkvöðull í nýtingu sjávarafurða Hjónin Margrét og Sigurjón í fjall- göngu kringum Mont Blanc. Í Nígeríu Sigurjón með skynmat í réttu umhverfi, á markaði í Lagos. 40 ára Egill ólst upp í Kópavogi en býr í Hafnarfirði. Hann er stúdent frá Keili og er vörustjóri í Húsa- smiðjunni. Maki: Sóley Árna- dóttir, f. 1975, læknaritari hjá Landspítalanum. Synir: Alexander Björn, f. 2007, Krist- ófer Árni, f. 2010, og Elís Hilmar, f. 2011. Foreldrar: Guðrún Nanna Guðmunds- dóttir, f. 1953, kennari, búsett í Kópa- vogi, og Björn Gunnarsson, f. 1951, d. 2006, bókari. Egill Björnsson Til hamingju með daginn á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.