Morgunblaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2020
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
SKOÐAÐU
ÚRVALIÐhjahrafnhildi.is
VOR
ÚTSALA
30-50%
AFVÖLDUMVÖRUM Í
VEFVERSLUN
30. APRÍL – 6. MAÍ
Skipholti 29b • S. 551 4422
Fylgið okkur á facebook
SUMAR
GLAÐNINGUR
GERRY-WEBER | BETTY BARCLAY
FRÍ HEIMSENDING
hjá Laxdal gætum við
fyllsta öryggis v/ covid
20%-60%afsl.
NÝTT
LAXDAL
NETVERSLUN
LAXDAL.IS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Um 500 starfsmenn Icelandair og
dótturfélaga þess koma að því stóra
verkefni sem félagið hefur nú með
höndum – flutningi á hjálpargögnum
og heilbrigðisvörum frá Kína til Evr-
ópu. Í aprílmánuði var í þrígang far-
ið á vélum félagsins frá Íslandi til
Sjanghæ og þar sóttar vörur, meðal
annars fyrir Landspítalann, sem
þurfti vegna aðhlynningar sjúklinga
með COVID-19. Þetta spurðist út og
vatt upp á sig.
„Þetta er mjög
þýðingarmikið
verkefni fyrir
okkur, nú þegar
farþegaflug ligg-
ur alveg niðri.
Með þessu móti
skapast mikil-
vægar tekjur út á
nokkrar flugvélar
sem annars færu
hvergi,“ segir
Gunnar Már
Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri
Icelandair Cargo, í samtali við
Morgunblaðið.
Breiðþotur og 45 ferðir
Vélar á vegum Icelandair Cargo
eru nú í reglulegum ferðum fyrir al-
þjóðlegu flutningsmiðlunina DB
Schenker milli Keflavíkur, Sjanghæ
og München, með hjálpargögn frá
Kína til Þýskalands og eftir atvikum
áfram til Íslands. Til þessa notar fé-
lagið þrjár Boeing 767-breiðþotur
sem hafa verið sérstaklega útbúnar
til fraktflugs. Samið hefur verið um
að farnar verði minnst 45 ferðir og
má búast við að verkefnið standi
eitthvað fram á sumarið.
Þessu fylgir að farnar verða
nokkrar ferðir fyrir sama aðila með
lækningavörur frá Kína áfram til Ís-
lands og þaðan áfram til Bandaríkj-
anna, þar sem áfangastaðurinn er
Chicago. Allt er þetta unnið í góðri
samvinnu starfsfólks systurfélag-
anna Icelandair Cargo og Loftleiða,
en á síðarnefnda staðnum er til stað-
ar mikil reynsla við leiguflug á fjar-
lægar slóðir.
Vörum dreift frá Íslandi
Í síðustu viku var svo samið al-
þjóðlega flutningafyrirtækið Air
Logistics Group um flug milli
Sjanghæ og Keflavíkur um flutning
á ýmsum heilbrigðistengdum vörum,
sem fara í birgðastöð á Keflavíkur-
flugvelli og dreift þaðan áfram til
kaupenda í Evrópu og Bandaríkj-
unum. Til þessa verður notuð fjórða
Boeing 767 breiðþotan frá Iceland-
air. Þá munu fraktvélar Icelandair
Cargo dreifa vörunum frá Íslandi.
Einnig hafa tvær 757-300 þotur
einnig verið leigðar til þriðja aðila;
en um helgina er unnið að því að
breyta þeim fyrir þetta verkefni.
Fyrstu ferðirnar verða farnar nú
eftir helgina vikunni en búast má við
þetta starf vari í tvo til þrjá mánuði.
„Þeir óvenjulegu tímar sem við lif-
um nú kalla á að hugsað sé út fyrir
kassann og nýrra möguleika leitað,“
segir Gunnar Már Sigurfinnsson.
Lausnir fundnar
og liðsinni veitt
Í fyrstu Kínaferðunum var fraktin
flutt í farþegarými og sett í sæti og
annars staðar sem vera mátti. Þegar
ljóst var á framhald yrði á verkefn-
inu var tæknimönnum Icelandair
falið að útbúa lausn sem hentaði, það
er fjarlægja sæti úr vélunum og út-
búa farþegarýmið fyrir frakt. Í því
sambandi þarf að gæta að mörgum
atriðum varðandi burðarþol, rúmmál
og jafnvægispunkta.
„Tæknifólkið var ótrúlega fljótt að
finna útfærslu sem Samgöngustofa
samþykkti. Þegar við svo hófum
ferðirnar fyrir DB Schenker þurfti
að afla leyfa og skipuleggja flugið og
þar var okkar fólk hjá Loftleiðum,
sem kann pappírsvinnuna. Með frá-
bærri samvinnu fólks í hinum ýmsu
deildum og dótturfélögum Iceland-
air Group small þetta saman,“ segir
Gunnar Már. Hann segir að kröftugt
liðsinni utanríkisráðuneytisins,
sendiráðs Kína á Íslandi og þýskra
stjórnvalda hafi haft úrslitaáhrif svo
dæmið gekk upp. Þar hafi meðal
annars og mjög munað um atbeina
Jin Zhijian, sendiherra Kína á Ís-
landi, og Andres Scheuer, sam-
gönguráðherra þýsku sambands-
stjórnarinnar.
Frakt Sæti hafa verið tekin úr farþegarými breiðþotanna og vörum þar
komið fyrir. Að mörgum þarf að hyggja varðandi hleðslu og burðarþol.
500 manna verkefni
Icelandair Cargo með hjálpargögn frá Sjanghæ til Münc-
hen Breiðþotum er breytt Samvinna systurfélaganna
Gunnar Már
Sigurfinnsson
Áhöfn Hér komin á slóð veirunnar í Kína og að sjálfsögðu með grímur.
Í ferðum til Kína er flogið til NA frá
Íslandi, yfir Norður-Noreg, Rúss-
land, Mongólíu og þaðan til Sjanghæ
í Kína, sem er um það bil tólf tíma
flug. Í hverri áhöfn eru sex flug-
menn og flugstjórar, tveir flug-
virkjar og fjórir hlaðmenn. Þeir
síðarnefndu sjá um hleðslu vélanna,
sem flugvirkjar staðfesta og aðstoða
við, rétt eins og flugmennirnir.
Eru á uppsagnarfresti
Í Kínaverkefninu þarf í hverja
áhöfn tólf manns og eru fjórar slíkar
myndaðar fyrir hverja flugvél, sem
verða alls sex. Í flughópnum eru alls
288 manns. Allt er þetta starfsfólk
sem Icelandair sagði upp í vikunni
en er á uppsagnarfresti og verður
endurráðið þegar og ef tök leyfa.
Flugið frá Sjanghæ til München
tekur þrettán tíma. Þegar hafa verið
farnar sex ferðir fyrir DB Schenker
af 45 umsömdum. Icelandair hefur
ekki áður flogið til Kína, en í þessu
nýmæli felast þó ýmis tækifæri. Frá
Íslandi fljúga vélarnar tómar til
Shanghai og nú stendur til að bjóða
íslenskum fiskútflytjendum að nýta
sér þennan valkost. Hvað varðar svo
flugið fyrir DB Schenker töldu for-
svarsmenn fyrirtækisins henta vel
að hafa München sem frakthöfn sína
í Evrópu. Á sama hátt sér Air Log-
istics sér hag í því að flytja vörur frá
Kína til Íslands og áframsenda
héðan.
Krafturinn virkjaður
„Þetta er skemmtilegt verkefni,
því allir sem að því koma hafa lagst
á eitt; flugáhafnir, flugþjónustan,
fólk hér á skrifstofunum og svo
framvegis. Að skapa flugfélaginu
verkefni er líka mikilvægt nú. Þá
kemur til að við hjá Icelandair höf-
um tengsl út um allan heim sem eru
virkjuð þegar sund virðast lokið.
Krafturinn er virkaður,“ segir
Gunnar Már Sigurfinnsson að síð-
ustu.
Flugið frá Keflavík til Kína
tekur um tólf klukkustundir
Pláss fyrir íslenskan fisk í vélum sem fljúga tómar austur
Flugfólk Áhöfn við þotu Icelandair
við upphaf leiðangurs til Kína.
Styrkjum sem samtals nema um 106
milljónum króna var úthlutað til 74
verkefna í fyrri úthlutun Nýsköp-
unarsjóðs námsmanna fyrir árið
2020. Tæplega 190 umsóknir bárust
sjóðnum.
Verkefnin eru margs konar og
tengjast mennta- og vísindastofnun-
um um land allt, svo sem Háskóla Ís-
lands, Hafrannsóknastofnun, Land-
búnaðarháskóla Íslands og Lista-
háskóla Íslands, auk fjölda annarra
stofnanna.
Sjóveikihermir, í umsjón Hannes-
ar Petersen og Paolo Gargiulo, hlaut
2,7 milljónir í styrk. Var hermirinn
til sýnis í HR í febrúar, þar sem boð-
ið var upp á sýndarveruleika tengd-
an við hreyfanlegt undirlag, þar sem
hægt var að líkja eftir aðstæðum á
sjó, við akstur og flug svo fátt eitt sé
nefnt.
Verkefni tengd Listaháskóla Ís-
lands sem fengu styrk voru níu tals-
ins og heyrðu undir þrjár deildir
skólans; tónlistardeild, listkennslu-
deild og hönnunar- og arkitektúr-
deild. Verkefnið „Flokk til you drop“
fékk 2,7 milljónir í styrk fyrir þrjá
nemendur í þrjá mánuði.
Þar vekja nemendur athygli á því
magni fatnaðar og textíls sem gefinn
er til Rauða krossins, til þess að efla
vitund um neyslumenningu Íslend-
inga. Munu nemendur þá skoða
hvers konar fatnað fólk gefur til fata-
söfnunarinnar og hvernig megi nýta
og skapa flíkunum sem best fram-
haldslíf. Í senn felur verkefnið í sér
flokkunarstöð, rannsóknarstöð og
listaverkstæði.
Haft er eftir Lilju Alfreðsdóttir,
mennta- og menningarmálaráð-
herra, á vef menntamálaráðuneytis-
ins að sjóðurinn sé mikilvæg brú fyr-
ir atvinnulífið og vísindasamfélagið.
veronika@mbl.is
74 verkefni fá 106
milljónir í styrk
Nýsköpunarsjóður
námsmanna fékk nær
190 umsóknir
Morgunblaðið/RAX
Sjóveikihermir Hann hlaut 2,7 millj-
ónir í styrk úr Nýsköpunarsjóði.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræð-
ingur spáir því að næstu tvær vikur
verði fremur þurrar. Þetta kemur
fram á vef hans, Bliku.
„Maí er alla jafna þurrasti mán-
uður ársins. Fyrir því eru gildar
ástæður. Oftast fremur lítill lægða-
gangur við landið, gjarnan þaul-
setin hæð yfir Grænlandi og loftið
fremur þurrt þar fyrir utan. Þá er
lítil uppgufun yfir landi á meðan
leysir klaka og snjó til fjalla. Allt
leggst á eitt og úrkoma því lítil um
þetta leyti árs. Mörg dæmi um lang-
varandi þurrk í maí, sérstaklega
fyrir norðan og ekki markvert þó
ekki komi dropi úr lofti í vikur,“
skrifar Einar.
Hann segir að í nýrri spá Reikni-
miðstöðvar evrópskra veðurstofa
(ECMWF) sé einmitt gert ráð fyrir
að úrkoma verði lítil heilt yfir fram
yfir miðjan maí og jafnvel minni en
í meðalárferði. Loftþrýstingur í
hærra lagi og þurrt loft lengst af
hér allt í kring. Helst að það rigni
vestan til samfara SV-átt framan af
næstu viku.
Spáir lágmarksúrkomu næstu tvær vikur
Allt um sjávarútveg