Morgunblaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 4
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2020
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
AYJA - K129
3ja sæta, 2ja sæta og stóll.
Margir litir af áklæði eða leðri.
Komið og skoðið úrvalið
Rafhitarar
í skip, hús og sumarhús
Ryðfríir
neysluvatnshitarar
með 12 ára ábyrgð
Hitöld (element), hitastillar,
hitastýringar og flest annað
til rafhitunar
Við erum sérfræðingar í öllu sem
Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði
Sími: 565 3265
rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is
viðkemur rafhitun.
Guðni Einarsson
Alexander Kristjánsson
Eitt kórónuveirusmit greindist í
fyrradag hjá veirufræðideild Land-
spítalans en ekkert hjá Íslenskri
erfðagreiningu (ÍE), samkvæmt
vefnum Covid.is. Þann dag voru
greind 511 sýni hjá ÍE og 211 hjá
Landspítala, samtals 722 sýni. Af
1.798 sem höfðu greinst með kórónu-
veirusmit höfðu 1.689 náð bata og því
voru 109 virk smit í fyrradag.
Farið var yfir stöðu mála á upplýs-
ingafundi almannavarna í gær. Þar
töluðu þeir Víðir Reynisson yfirlög-
regluþjónn, Þórólfur Guðnason sótt-
varnalæknir og Páll Matthíasson,
forstjóri Landspítalans, og svöruðu
fyrirspurnum.
Ánægjulegt að njóta trausts
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir sagði ánægjulegt og uppörv-
andi að sjá jafnmikið traust við að-
gerðir stjórnvalda og mældist í
skoðanakönnun Gallups sem kom út
á dögunum. Í könnuninni kom fram
að 96% landsmanna teldu stjórnvöld
vera að takast vel á við kórónuveir-
una. Könnunin var framkvæmd í 17
löndum, en íslensk stjórnvöld komu
best allra út úr henni.
Þá sagði Þórólfur ánægjulegt að
milli 80 og 90% landsmanna segðust
hafa breytt venjum sínum vegna
veirunnar, og að 90% segðust stunda
meiri handþvott. „Það er óhætt að
segja að þetta sé það sem hefur skil-
að árangri í baráttunni gegn
COVID-19,“ sagði Þórólfur á blaða-
mannafundi almannavarna.
Sýkingar fátíðari nú
Þá greindi hann frá því að sam-
komutakmarkanir hefðu ekki aðeins
hægt á útbreiðslu kórónuveirunnar
heldur einnig ýmissa annarra sýk-
inga. Þannig hefðu aldrei sést jafn-
lágar tölur um öndunarfærasýking-
ar og niðurgangspestir, svo dæmi
væru tekin. Þá hefði heimsóknum á
heilsugæslu fækkað í apríl frá því
sem verið hefði.
Slakað verður á samkomubanni á
mánudaginn, 4. maí. Spurður hvort
gera megi ráð fyrir að nýjum smitum
fjölgi í kjölfarið sagði Þórólfur von-
ast til að fólk héldi áfram „einstak-
lingsaðgerðum“ sínum, þvæði sér
um hendur, virti samskiptafjarlægð
og forðaðist faðmlög og handabönd.
Það trú hans að þessar aðgerðir
skiptu mestu.
Vinnuhópar að störfum
Vinnuhópar innan stjórnkerfisins
vinna nú tillögur að því hvernig hægt
verði að opna Ísland aftur fyrir
ferðamönnum, að sögn Þórólfs.
Hann sagði ýmsar útfærslur vera til
skoðunar en að ekkert lægi fyrir í
þeim efnum enn sem komið væri.
Sóttvarnalæknir mun vinna minnis-
blað til heilbrigðisráðherra upp úr
tillögum vinnuhópsins.
Hann benti á að erfitt væri að
reiða sig á tölur frá einstaka löndum
um útbreiðslu faraldursins, sem
skýrðist af því að lönd væru misöflug
í skimun. Nefndi Þórólfur Svía sem
dæmi, en á Íslandi hafa um tuttugu
sinnum fleiri verið skimaðir miðað
við höfðatölu en í Svíþjóð. Aðspurður
sagði Þórólfur að gengið væri út frá
því að ferðamenn sem hefðu sýkst af
veirunni gætu ekki fengið hana aftur
og þyrftu því ekki að fara í sóttkví við
komuna til landsins. „En vandinn er
oft að fá staðfestingu á því að þeir
hafi fengið veiruna,“ sagði hann.
Landamærum Íslands hefur frá
því í mars verið lokað fyrir ferðir ut-
an Evrópusambandsins, Schengen-
svæðisins og Bretlands, en frá 24.
apríl hafa ferðamenn sem koma
hingað frá fyrrnefndum ríkjum þurft
að fara í tveggja vikna sóttkví.
Gott velferðarkerfi skiptir máli
Páll Matthíasson, forstjóri Land-
spítalans, sagði ástæðu til að hafa
sérstakar áhyggjur af faraldrinum í
þeim samfélögum sem legðu mest
upp úr einstaklingshyggju.
Hann vísaði í nýja umfjöllun
læknatímaritsins The Lancet um
einkenni þeirra samfélaga sem best
hefði tekist að hafa hemil á faraldr-
inum. Öflugt velferðarkerfi væri
ekki síður mikilvægt en stuðningur
fjölskyldu og vina, sagði hann. „Sér-
gæska og fókus á þröngan eigin hag
skilar fólki bara ofan í gröfina,“ sagði
Páll, sem sagðist telja að faraldurinn
myndi sýna nauðsyn þess að byggja
upp heilbrigðiskerfi næstu árin.
Þá gerði Páll, sem er doktor í geð-
lækningum, hugtakið þolgæði (e. re-
silience) að umtalsefni sínu. „Ég held
að það sé mikilvægt að við ræktum
með okkur þann eiginleika að gefa
hlutum sinn tíma til að ná árangri, á
næstu mánuðum.“ Það sem einkenni
hinn þolgóða sé hæfileikinn til að
muna markmiðið sem stefnt er að, að
missa ekki sjónar á því og láta ekki
áföll brjóta sig heldur gefa eftir,
bogna – en koma svo til baka og
halda áfram ótrauður.
Fjöldi eftir landshlutum
Óstaðsett 2 41
Útlönd 1 0
Austurland 8 18
Höfuðborgarsvæði 1.312 377
Suðurnes 77 31
Norðurland vestra 35 15
Norðurland eystra 46 28
Suðurland 178 64
Vestfirðir 97 33
Vesturland 42 24
Smit
Sóttkví
Uppruni smits
Innanlands
Óþekktur
Erlendis
49.135 sýni hafa verið tekin
10 einstaklingar eru látnir
6 eru á sjúkrahúsi Enginn á gjörgæslu
99 einstaklingar eru í einangrun
99 eru með virkt smit
Fjöldi smita frá 28. febrúar til 30. apríl
Heimild: covid.is
1.798 smit voru staðfest
í gær kl. 13.00
1.789
99
apríl
1.750
1.500
1.250
1.000
750
500
250
þeirra sem
hafa greinst
voru í sóttkví
81%
57%
9,0% sýna tekin hjá LSH voru jákvæð og 0,56% sýna tekin hjá ÍE
19.112 hafa lokið sóttkví631 manns eru í sóttkví
Staðfest smit
Virk smit
mars
1.689
einstaklingar
hafa náð bata
Breytt hegðun er árangursrík
Eitt smit greindist Íslensk stjórnvöld komu best út Opnun landsins fyrir ferðamönnum í skoðun
Faraldurinn sýnir nauðsyn þess að byggja upp heilbrigðiskerfið Mikilvægt að efla með sér þolgæði
Ljósmynd/Lögreglan
Upplýsingafundur almannavarna Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Páll
Matthíasson, forstjóri Landspítalans, fóru yfir stöðu mála á fundinum í gær og svöruðu spurningum.
Opnun landamæra og
möguleikinn á ferða-
lögum til og frá land-
inu eru mörgum hug-
leikin.
Guðlaugur Þór
Þórðarson utanríkis-
ráðherra sagði í viðtali
við Ríkisútvarpið í
fyrradag að hann
hefði talað fyrir opnun
landamæra á milli nor-
rænu ríkjanna í óformlegum við-
ræðum við norræna kollega. Hann
sagði ljóst að taka þyrfti tillit til
margra ólíkra þátta við slíka ákvarð-
anatöku og ekki mætti tefla þeim ár-
angri sem hefði náðst í tvísýnu.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra,
greindi evrópskum kollegum sínum
frá því í á fjarfundi fyrr í vikunni að
íslensk stjórnvöld gerðu tæplega ráð
fyrir því að ferðaþjónustan næði sér
aftur á strik fyrr en á næsta ári.
Þá sagði hann í Facebook-færslu
að þegar Covid-19 faraldrinum lyki
myndi fólk leitast við að ferðast til
öruggra staða og Ísland væri eitt af
þeim ríkjum sem hefðu brugðist
fljótt við sóttvarnalega og efnahags-
lega. „Samræmdar aðgerðir ríkja
við að aflétta takmörkunum í al-
þjóðaflugi munu hjálpa til í viðspyrn-
unni og hraða okkur út úr krepp-
unni,“ skrifaði Sigurður Ingi.
Bjarni Benediktsson, fjármála-
ráðherra og formaður Sjálfstæðis-
flokksins, var á fjarfundi með for-
ystumönnum norrænna íhaldsflokka
fyrr í vikunni. Þar varpaði hann
fram hugmynd um frjálsari för fólks
á milli Norðurlandaríkjanna, þar
sem tekist hefði að ná nokkuð góðum
tökum á kórónuveirufaraldrinum.
Sigurður Ingi sagði í samtali við
Kastljós í fyrrakvöld að starfshópur
fimm ráðuneyta ynni að afléttingu
ferðatakmarkana. Það yrði ekki
gert nema í samráði við önnur lönd.
Hann varpaði fram þeirri hugmynd
að ef til vill yrði hægt að opna á
ferðir milli vestnorrænu landanna
Færeyja, Grænlands og Íslands.
Svo væri ekki ólíklegt að opnað
yrði milli tveggja landa með tví-
hliða samningum. Hann nefndi í því
sambandi Noreg og Finnland til að
byrja með og síðan Danmörku.
Þetta gæti skýrst betur í kringum
10. maí.
Norsk stjórnvöld hafa tilkynnt
Evrópusambandinu (ESB) að til
greina komi að þau framlengi
strangt landamæraeftirlit um 90
daga, eða fram í miðjan ágúst. Þar
með gætu Norðmenn framlengt nú-
verandi fyrirkomulagi landamæra-
gæslu eftir 15. maí, en ekki hefur
verið tilkynnt formlega hvað þeir
ákveða að gera. Hert landamæra-
gæsla til tveggja mánaða var tekin
upp í Noregi 16. mars.
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir hefur upplýst að hann muni
skila minnisblaði fyrir 15. maí um
hvað lagt verði til varðandi ferðir
um landamæri Íslands.
Opnun landamæra
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Ljóst er að landamæri verða ekki
opnuð nema að höfðu samráði milli ríkja
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Bjarni
Benediktsson
3