Morgunblaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2020
Kveðja til
pabba, sem lifði lífi
gríðarlegra áfalla.
Hann fæddist á
Akureyri þegar foreldrar hans
voru á Kristnesspítala. Þegar
hann var tveggja ára voru for-
eldrar hans orðnir það veikir að
þau gátu ekki hugsað um hann
og var hann sendur í fóstur til
Kristjáns Eyfjörð og Jóhönnu
konu hans og var þar í þrjú ár.
Á meðan hann dvaldi þar lenti
hann í slysi þriggja ára og var
á spítala í sex mánuði og hlaut
varanlega örorku sem hann
þurfti að lifa með til æviloka.
Þegar fjölskyldan sameinað-
ist fluttist hún að Lyngási í
Mosfellssveit og bjó þar næstu
árin. Árið 1960 dó mamma
pabba, Ármey, og var fjölskyld-
unni mikill harmdauði. Fóru
systkinin þrjú, pabbi, Erna og
Siggi, þá á mjög góð fóstur-
heimili.
Fór pabbi til Vestmannaeyja
til heiðurshjónanna Óskars og
Sigríðar, sem áttu sjö börn, en
Óskar var föðurbróðir Ármeyj-
ar. Börn þeirra hjóna tóku
pabba sem einu af systkinum
sínum og entist sú vinátta til
æviloka.
Eftir veruna í Eyjum kom
Björn Viðar
Sigurjónsson
✝ Björn ViðarSigurjónsson
fæddist 7. júní
1944. Hann lést 4.
apríl 2020.
Útför Björns
Viðars fór fram 21.
apríl 2020.
hann til Reykjavík-
ur. Hann byrjaði
að vinna hjá Skelj-
ungi, þar sem hann
var í 42 ár, en í
millitíðinni kynnt-
ist hann konunni
sinni, Bergljótu.
Þau giftu sig og
eignuðust þrjú
börn en Bergljót
átt eitt barn fyrir.
Hjá ungum hjónum
um tvítugt hefst lífsbaráttan
með því að koma þaki yfir höf-
uðið og þau byrjuðu á leiguíbúð
í Smálöndum, risíbúð í Lækj-
arfit 7. Árið 1970 keyptu þau
blokkaríbúð í Breiðholti. Eftir
að þau skildu flutti pabbi í Mið-
tún 62 þar sem hann bjó til
æviloka.
Fyrir sex árum var hann
byrjaður að finna fyrir veik-
indum og fékk aðstoð frá
heimaþjónustunni. Eftir alvar-
leg veikindi þremur árum
seinna varð ekki aftur snúið
heim í Miðtún. Síðustu tvö árin
var hann í Skógarbæ, þar sem
hann var svo heppinn að
tengdadóttir og barnabarn voru
í vinnu. Minnisstætt er að í
byrjun febrúar sagði hann að
kórónufaraldurinn myndi kosta
mörg mannslíf enda hefði móð-
ir sín dáið úr spænsku veikinni
með þrjú ung börn á heimilinu.
Það er kannski táknrænt
fyrir ástandið rétt fyrir andlát-
ið að á síðustu myndinni af
okkur saman er ég með grímu.
Hvíldu í friði elskulegi faðir.
Aðalsteinn R. Björnsson.
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Lára Árnadóttir,
umsjón útfara
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Sálm. 86.11
biblian.is
Vísa mér veg þinn,
Drottinn, að ég
gangi í sannleika
þínum, gef mér
heilt hjarta, að ég
tigni nafn þitt.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ODDUR K. SÆMUNDSSON
skipstjóri,
Heiðarhorni 18, Keflavík,
lést á líknardeild HSS laugardaginn
25. apríl. Í ljósi þjóðfélagsaðstæðna fer
útför hans fram að viðstöddum nánustu aðstandendum
fimmtudaginn 7. maí.
Minningarathöfn verður auglýst og haldin síðar.
Jónína Guðmundsdóttir
Helga Jóhanna Oddsdóttir Einar Jónsson
Guðmundur J. Oddsson Guðrún Mjöll Ólafsdóttir
Sæmundur J. Oddsson Edda Björk Pétursdóttir
og barnabörnin
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi, langafi og bróðir,
SNORRI H.Ó. AÐALSTEINSSON,
Cheney, Washington, Bandaríkjunum,
lést mánudaginn 6. apríl.
Sigrún S. Bender Aðalsteinsson
Ásgeir Aðalsteinsson Linda J. Aðalsteinsson
Agnar S. Aðalsteinsson Cindy M. Aðalsteinsson
Axel Aðalsteinsson
Snorri H. Aðalsteinsson
barnabörn, barnabarnabörn og systkini
Ástkær bróðir minn og frændi okkar,
GÍSLI ÞÓR ÞORGEIRSSON
frá Patreksfirði,
lést á Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi,
föstudaginn 24. apríl. Útförin fer fram frá
Akraneskirkju miðvikudaginn 6. maí
klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verður aðeins nánasta fjölskylda
viðstödd athöfnina, en henni verður streymt úr kirkjunni á
slóðinni akraneskirkja.is. Aðstandendur vilja þakka starfsfólkinu
á Höfða fyrir kærleiksríka umönnun.
Dagný Björk Þorgeirsdóttir
Jósef Gunnar Sigþórsson
Þórey Sigþórsdóttir
Sólrún Guðjónsdóttir
Svava Hrund Guðjónsdóttir
Mjöll Guðjónsdóttir
Guðmundur Ingþór Guðjónsson
og fjölskyldur
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓNÍNA BRYNDÍS JÓNSDÓTTIR,
lést á dvalarheimilinu Höfða þriðjudaginn
28. apríl.
Jarðsungið verður frá Akraneskirkju
fimmtudaginn 7. maí klukkan 13.
Vegna sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu og fjöldatakmarkana
verður streymt úr kirkjunni,
sjá vefslóð: www.akraneskirkja.is.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Höfða fyrir einstaka umönnun og
hlýju. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem
vilja minnast hennar er bent á dvalarheimilið Höfða.
Guðjón Smári Agnarsson
Guðfinna Björk Agnarsdóttir Sigurður Sævar Sigurðsson
Ólöf Agnarsdóttir Sigurjón Skúlason
Björg Agnarsdóttir Þór Arnar Gunnarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær frænka, systir og merkiskona,
ÁSTHILDUR SIGURÐARDÓTTIR,
Adda,
Palo Alto, Kaliforníu,
lést á heimili sínu að kvöldi þriðjudags
28. apríl. Minningarathöfn á Íslandi verður
haldin síðar í sumar.
Hildur Zoëga
Diljá Ámundadóttir Zoëga Brynhildur Sigurðardóttir
Hanna Sigurðardóttir Sigurður Sigurðsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ELÍS GÍSLASON
skipstjóri,
Grundarfirði,
lést sunnudaginn 26. apríl. Útförin fer fram
frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 9. maí
með fjölskyldu og nánustu ættingjum.
Við þökkum starfsfólki á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Fellaskjóli og starfsfólki heimahjúkrunar Heilsugæslunnar
í Grundarfirði fyrir kærleiksríka umönnun.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð
Dvalarheimilisins Fellaskjóls.
Hulda Valdimarsdóttir
Valdimar Elísson Guðlaug Sturlaugsdóttir
Jóhanna Elísdóttir Gísli Bachmann
Ragnheiður Elísdóttir Haukur Tómasson
Hugrún Elísdóttir
Katrín Elísdóttir
Gísli Karel Elísson Vala Ólöf Jónasdóttir
barnabörn og barnabarnabarn
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ERLA KRISTÓFERSDÓTTIR,
Álftamýri 59,
lést á Landakoti miðvikudaginn 8. apríl.
Vegna aðstæðna mun útförin fara fram í
kyrrþey mánudaginn 4. maí klukkan 13.
Hægt verður að fylgjast með athöfninni á slóðinni www.bui.is.
Hjartans þakkir sendum við starfsmönnum á B4 á
Landspítalanum Fossvogi og K1 á Landakoti fyrir einstaka
umönnun og hlýju.
Hörður Ívarsson
Geir Harðarson Helga Þóra Jónasdóttir
Drífa Harðardóttir Hinrik Ólafsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka,
KLARA JÓHANNA OTTÓSDÓTTIR,
lést í faðmi fjölskyldunnar á
krabbameinsdeild Landspítalans
þriðjudaginn 28. apríl. Útförin fer fram í
kyrrþey sökum aðstæðna.
Ólafur Þór Ottósson Helga Björg Sigurðardóttir
Aðalheiður Björk Ottósdóttir
Ása Hrund Ottósdóttir Sigurþór Ragnarsson
Katrín Alexandra, Ottó Gauti, Birgitta Rún og Júlía Gurrý.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Minningargreinar