Morgunblaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2020 Það hefur verið stöðug veisla hjá hagyrðingum að undanförnu þó til-efnið sé ekki gleðilegt. Ég rakst á þetta á „sveitasímanum“:Þórólfur og Alma M og yfirlögga Víðir, við viljum að þið verðið memm uns veiran deyr um síðir. Höfundurinn bað vini sína að benda á ljóðstafina í fyrri vísuhelmingi. Nú bið ég ykkur um það sama. Gefið ykkur örlítinn tíma, lítið aftur á fyrri partinn og leysið gátuna sjálf áður en lengra er haldið! Bókstafurinn M truflar augað. Í framburði er M=Emm. Og þá stuðlar A- ið í Alma við E-ið í M. Ljóðstafirnir eru því sérhljóðin: a – e – y. Skemmtilegur leikur í sóttkvínni er að setja nöfn vina og ættingja í „kassa“ og raða kössunum þannig að þeir myndi rétt kveðna ferskeytlu. Það mætti hita sig upp með því að raða eftirfarandi nöfnum (kössum) þannig að allt gangi upp. Munið að í 1. og 3. braglínu þarf þriðja nafn- ið (kassinn) alltaf að bera stuðul (hinn stuðulinn má þá setja hvar sem er í línuna). Síðan þarf fyrsti kassinn í 2. og 4. braglínu að bera höf- uðstaf. Flóknara er það ekki. Nöfnin eru þessi: Jóna, Jói, Pála, Njáll, Embla, Ranka, Finna, Svava, Klara, Gunna, Jenný, Sunna, Páll, Pétur. – Góða skemmtun. Annað spennandi við- fangsefni tengist lestri og orðaforða (við getum öll ver- ið sammála um að orðabelginn þurfi að stækka). Hér er lýsing á Þorkatli skinnvefju úr 3. kafla Bárðar sögu Snæfellsáss – og satt að segja er eins og sjálfur COVID-19 sé mættur: „Hann var hár maður og mjór og langt upp klofinn [þ.e. kloflangur], hand- síður og liðaljótur og hafði mjóa fingur og langa, þunnleitur og langleitur og lágu hátt kinnarbeinin, tannber og tannljótur, úteygður og munnvíður, háls- langur og höfuðmikill, herðalítill og miðdigur, fæturnir langir og mjóir; frár var hann og fimur við hvervetna, örðugur og erjusamur….“ Takið eftir hvað stuðlunin er hér áberandi stílbragð. Verkefni: Teljið lýsingarorðin! Hvers kyns þrautir og örvandi leikir tengdir tungumálinu geta stytt okk- ur stundir. Við getum t.d. komið börnum og unglingum á óvart og sagt: Strikið undir nafnorð með greini og setjið kassa utan um nafnorð án greinis í eftirfarandi málsgrein: Hún át banana meðan hún ræddi við bróðurbanana. Aukaspurning: Hvernig er orðið banani í þolfalli fleirtölu með greini? (Sjá svör hér að neðan). Mörg tískuorð hafa komið upp að undanförnu: sviðsmyndir, einstaklingar, skafl, brekka, áskorun o.s.frv. Góðkunningi sendi mér þessa kveðju: „Ráðherramál: Nú er mesta ÁSKORUNIN að EINBLÍNA á að styðja VIÐ atvinnufyrirtækin. Mannamál: Nú er brýnast að einbeita sér að því að styrkja fyrirtækin í landinu.“ Svar við spurningu: Án greinis: banana; með greini: bróðurbanana (ein- tala án greinis: bróðurbani). Svar við aukaspurningu: bananana. Teljið lýsingarorðin! Tungutak Baldur Hafstað hafstad.baldur@gmail.com Þegar horft er um öxl í hálfa öld eða meir kemur íljós, að þrátt fyrir allt hafa miklar breytingar tilhins betra orðið á okkar þjóðfélagsháttum. Þegar greinarhöfundur var í Menntaskólanum í Reykjavík á sjötta tug síðustu aldar ríkti þögn um það, sem nú heitir samkynhneigð, í samfélaginu. Menntlingar þeirra tíma stunduðu hins vegar reglulega kaffihús sem hét Laugavegur 11. Það var líka samkomustaður sam- kynhneigðra á þeim tíma. Þau kynni sem þar tókust gerðu það að verkum, að minn aldursflokkur í MR upplifði samkynhneigða bara eins og annað fólk og kom sér þess vegna ekki upp for- dómum í þeirra garð. Áratuga barátta samkynhneigðra leiddi svo til þess að það er liðin tíð, að þeir séu litnir hornauga. Á sama tíma mátti ekki tala um geðveiki í fjölskyldum. Um geðveikt fólk ríkti þögn en þeim mun meira hvíslað og pískrað. Á tíunda áratug síðustu aldar fór það að breytast. Frumkvöðlarnir voru ungt fólk úr ýmsum átt- um, sem ýmist hafði sjálft reynslu af þeim veikindum eða af starfi við umönnun geðsjúkra. Starf þeirra leiddi til þess að nú má segja að fram fari opn- ar umræður í samfélaginu um mál- efni geðsjúkra. Svo lengi sem menn muna hefur ríkt þögn í fjölskyldum um ofneyzlu áfengis. Þó er það augljóslega eitt mesta bölið í lífi fólks. Þetta fór líka að breytast á áttunda tug síðustu aldar, þegar einstaklingar, sem höfðu átt í baráttu við áfengisfíkn, fóru að kynna sér meðferð við henni í öðrum löndum og fluttu þá þekkingu hingað heim, þegar SÁÁ varð til. Þau samtök hafa unnið afrek á því sviði, sem seint verður full- þakkað, og ofneyzla áfengis er ekki lengur eitthvað sem þagað er um í fjölskyldum heldur rætt. Hér hafa verið nefnd þrjú málefni, sem þjóðin var lengi í þagnarbindindi um, en sú þögn hefur í þessum þremur tilvikum verið rofin, öllum til heilla. En er eitthvað sem enn ríkir of mikil þögn um? Það er kannski of mikið sagt að það ríki þögn um það sem kallað er heimilisofbeldi og afleiðingar þess, en það hefur alla vega ekki verið efst á blaði í þjóðfélagsumræðum. Í frétt- um RÚV sl. mánudag voru birtar óhugnanlegar upplýs- ingar um heimilisofbeldi í okkar samfélagi og málið tekið til meðferðar í Kveik sl. þriðjudag með áhrifamiklum hætti. Í fréttunum var sagt frá rannsókn Drífu Jónasdóttur, doktorsnema í heilbrigðisvísindum við læknadeild Há- skóla Íslands. Á síðasta ári voru tilkynnt 957 slík mál til lögregluembætta í landinu. Á árunum 2005 til 2014 leit- uðu 1.454 konur á Landspítala vegna ofbeldis af hálfu maka. Í frétt RÚV sl. mánudag segir: „Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Drífu og kollega hennar voru áverkarnir í meirihluta tilfella á efri hluta líkamans; á andliti, höfði, hálsi eða handleggjum. Þetta geta verið yfirborðsáverkar eða beinbrot, heilahristingur og annað. Það hafði verið sparkað í konurnar, þær kýldar í tæplega 30 prósentum tilvika og 9,8 prósent þeirra höfðu verið tekin kyrkingartaki, þannig að mar, eins og puttaför í laginu, eða aðrir áverkar voru sjáanlegir. 3,2 prósent kvennanna voru lögð inn á spítalann vegna afleið- inga ofbeldisins. Í 150 tilfellum höfðu konurnar verið beinbrotnar af mökum sínum, eða fyrrverandi mökum. Þetta voru meðal annars nefbrot, mjaðmagrindarbrot, handleggsbrot, fótbrot og höfuðkúpubrot, að sögn Drífu.“ Í rannsóknum Drífu kemur fram að af þeim „… tæp- lega 1.500 konum, sem leituðu á Landspítala vegna áverka af hendi maka, á tímabilinu 2005 til 2014, komu 38 prósent þeirra ítrekað á spítalann vegna ofbeldis …“ Ekki þarf að hafa mörg orð um þau áhrif, sem svona at- burðir á heimilum hafa á börn, sem verða vitni að þeim á einhvern hátt. Að upplifa slíka atburði markar þau börn fyrir lífstíð. (Sjá grein séra Þóreyjar Guðmundsdóttur hér í blaðinu í fyrradag.) Rannsóknir Drífu Jónasdóttur benda til þess að hér sé komið næsta stóra verkefnið, sem takast þarf á við í samfélagi okkar. Það snýr ekki ein- vörðungu að líkamlegu ofbeldi, sem beitt er. Stundum getur andlegt of- beldi valdið miklum skaða og sjálf- sagt eru einhver dæmi um að konur komi líka við sögu í hópi þeirra, sem ofbeldi beita. En hvernig á að takast á við vandamál af þessu tagi? Sennilega eru opnar umræður áhrifaríkasta aðferðin til þess. Alla vega er það reynslan af þeim málum, sem nefnd voru í upphafi þessarar greinar vegna sam- kynheigðar, geðveiki og áfengissýki. Í opnum umræðum felst eins konar endurmenntun samfélagsins í viðkomandi málaflokki. Þær opna augu margra fyrir því, að þögnin leysir engan vanda. Þær geta haft áhrif á þá sem ofbeldinu beita, að þeir hinir sömu staldri við og hugsi sinn gang og þær auðvelda þeim sem fyrir ofbeldinu verða að tjá sig. Meðvirkni getur nefnilega verið hættulegur sjúk- dómur. Þeir sem þekkja þessi málefni bezt eru vafalaust starfsmenn í heilbrigðiskerfinu, lögreglumenn svo og prestar, sem í sínum störfum meðal sóknarbarna kynnast fleiru í mannlegum samskiptum en flestir aðrir. Það er líka umhugsunarefni, hvort hægt er að nýta skólakerfið á öllum stigum í þágu slíkrar „endurmennt- unar“. En það er tímabært að þessi málefni verði sett efst á blað í forgangsröðun samfélagsins á málefnum til úr- lausnar. Sameinuðu þjóðirnar spá því að sex mánuðir til við- bótar af samkomubanni geti leitt til þess að tilvik um heimilisofbeldi verði rúmlega 60 milljónir á heimsvísu. (Heimild Guardian.) Það sem þagað er um Rannsóknir Drífu Jónas- dóttur leiða fram óhugn- anlegar upplýsingar um heimilisofbeldi. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Dagana 3.-6. apríl á þessu ári satég ráðstefnu APEE, Samtaka um einkaframtaksfræðslu, í Las Vegas. Ég hafði framsögu og stjórnaði umræðum á málstofu um norræna frjálshyggju. Þar rifjaði ég upp, að margar stjórnmála- hugmyndir frjálslyndra manna mætti greina í ritum Snorra Sturlu- sonar. Heimskringla er samfelld viðvörun við misjöfnum konungum, en skýrastur er boðskapur Snorra í tveimur ræðum. Þórgnýr lögsögu- maður hinn sænski kunngerði kon- ungi sínum, að Svíar myndu setja hann af, ef hann héldi áfram að láta ófriðlega og valda bændum búsifj- um. Og Einar Þveræingur sagði, er Ólafur digri seildist til áhrifa á Ís- landi, að konungar væru misjafnir og því best að hafa engan konung. Ég benti á annað, sem ég upp- götvaði á dögunum, að Adam Smith hafði bein áhrif á gang mála í Dan- mörku og á Íslandi. Í maí 1762 hafði hann kynnst þremur Norð- mönnum, Peter og Carsten Anker og Andreas Holt, þegar þeir komu til Glasgow, og endurnýjuðu þeir fjórir þau kynni í Toulouse í mars 1764. Þegar Smith gaf út Auðlegð þjóðanna árið 1776 voru hinir norsku vinir hans orðnir embætt- ismenn í Kaupmannahöfn og beittu sér fyrir því, að Frands Dræbye þýddi ritið á dönsku. Holt var kunnugur íslenskum högum, því að hann var formaður Landsnefndar- innar fyrri, sem sat 1770-1772, og sendi hann raunar Smith ferðalýs- ingu frá Íslandi. Árið 1787 var Holt látinn og Pet- er Anker fluttur til Noregs, þar sem hann átti drjúgan hlut að Eiðs- vallastjórnarskránni norsku 1814, einhverri frjálslyndustu stjórn- arskrá Evrópu á þeirri tíð. En þeir Carsten Anker og Frands Dræbye voru enn háttsettir í danska fjár- málaráðuneytinu, Rentukammer- inu, og höfðu þessir lærisveinar Smiths áreiðanlega áhrif á það, að þetta ár var horfið frá verslunar- einokun við Ísland. Sterka frjálshyggjuhefð var líka að finna í Svíþjóð. Hinn sænsku- mælandi finnski prestur Anders Chydenius setti fram svipaðar kenningar og Adam Smith um sátt eiginhagsmuna og almannahags í riti árið 1765, ellefu árum á undan Smith. Johan August Gripenstedt, einn helsti ráðamaður Svía árin 1848-1866, beitti sér fyrir þeim um- bótum í frjálsræðisátt, sem gerðu Svíþjóð að einu ríkasta landi heims. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Norræn hugsun í Las Vegas Dalsbraut 3, 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Fallegar 3 og 4. herbergja íbúðir í nýbyggingu. Fullbúnar íbúðir með gólfefnum og eldhústækjum. Verð frá aðeins kr. 29.900.000.- • Lyftuhús • Klætt að utan • Sérinngangur • Svalagangar vindvarðir • Stórar svalir Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Sýningaríbúðir tilbúnar í vikunni - Bókið skoðun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.