Morgunblaðið - 03.05.2020, Page 4
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR4
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2020
LC02 hægindastóll
Leður – Verð 285.000,-
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði.
Ragnhildur Þrastardóttir
Þór Steinarsson
Alma D. Möller landlæknir sagði á
upplýsingafundi almannavarna í gær
að ekkert benti til þess að hérlendis
væru dauðsföll vantalin eins og gerst
hefur erlendis.
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir tók í sama streng, spurður
hvort yfirvöld vanteldu mögulega
andlát af völdum veirunnar, og sagði
raunar að gengið væri úr skugga um
að svo væri ekki.
„Ég tel ekki svo vera. Það hafa
meira að segja verið tekin sýni frá
einstaklingum sem hafa látist til að
vera alveg viss um að það sé ekki
covid og ég tel að það væri algjör
undantekning ef svo væri.“
Heilbrigðisyfirvöld fylgjast náið
með dánartíðni þessa dagana og er
kórónuveiran ein af ástæðum þess.
Dauðsföllum hefur ekki fjölgað
undanfarnar vikur, að sögn Ölmu.
Því bendir ekkert til þess að farald-
urinn hafi orðið til þess að fólk hafi
ekki fengið nauðsynlega hefðbundna
heilbrigðisþjónustu.
Dauðsföllum fækki frekar
Heilbrigðisyfirvöld höfðu til að
byrja með áhyggjur af því að fólk
myndi veigra sér við að sækja sér
heilbrigðisþjónustu sem tengdist
ekki faraldrinum með beinum hætti.
Dauðsföll eru frekar færri hér-
lendis ef eitthvað er að sögn Ölmu.
„Þetta eru lágar tölur og sveiflast
á milli ára en það er ekki óhugsandi
því við vitum að öðrum smitsjúkdóm-
um hefur fækkað, við vitum að það
hafa orðið færri slys og að samfélag-
ið er allt í hægagangi. En það er afar
mikilvægt að fylgjast áfram með
þessu og það verður gert.“
Eitt nýtt smit kórónuveiru greind-
ist á laugardag. Sá smitaði er búsett-
ur á Vesturlandi og var ekki í sóttkví
þegar hann greindist. Sýnið kom frá
Íslenskri erfðagreiningu.
Virk smit eru nú 72 og hafa ekki
verið færri síðan 9. mars. Þórólfur
segir að samfélagslegt smit virðist
vera í lágmarki og mikið hafi létt á
heilbrigðiskerfinu enda enginn á
gjörgæslu.
Áskorun að tryggja árangur
Í dag taka tilslakanir á samkomu-
banni og öðrum aðgerðum vegna
veirunnar gildi en nú mega mest 50
manns koma saman en ekki 20 eins
og áður. Þá færist skólahald aftur í
eðlilegra horf og ýmis þjónusta verð-
ur heimil á nýjan leik, svo sem hár-
snyrting, sjúkraþjálfun, nudd og
fleira. Tveggja metra reglan er þó
áfram í gildi og verður hún það um
ófyrirsjáanlega framtíð.
Þórólfur sagði áskorun að slaka á
aðgerðum og halda smitum í lág-
marki samtímis.
„Við þurfum að vera undir það bú-
in að það geti komið bakslag og það
verður ekki heimsendir þótt það ger-
ist, við munum grípa til viðeigandi
ráðstafana til að eiga við það.“
Næstu tilslakana á aðgerðum yfir-
valda er að vænta eftir tvær til þrjár
vikur.
Fjöldi eftir landshlutum
Óstaðsett 2 24
Útlönd 1 0
Austurland 8 17
Höfuðborgarsvæði 1.312 358
Suðurnes 77 27
Norðurland vestra 35 15
Norðurland eystra 46 28
Suðurland 178 62
Vestfirðir 97 22
Vesturland 43 24
Smit
Sóttkví
Uppruni smits
Innanlands
Óþekktur
Erlendis
50.406 sýni hafa verið tekin
10 einstaklingar eru látnir
4 eru á sjúkrahúsi Enginn á gjörgæslu
72 einstaklingar eru í einangrun
72 eru með virkt smit
Fjöldi smita frá 28. febrúar til 2. maí
Heimild: covid.is
1.799 smit voru staðfest
í gær kl. 13.00
1.799
72
apríl
1.750
1.500
1.250
1.000
750
500
250
þeirra sem
hafa greinst
voru í sóttkví
81%
57%
8,9% sýna tekin hjá LSH voru jákvæð og 0,54% sýna tekin hjá ÍE
19.253 hafa lokið sóttkví577 manns eru í sóttkví
Staðfest smit
Virk smit
mars
1.717
einstaklingar
hafa náð bata
Hafa tekið veirusýni úr látnu fólki
Yfirvöld fylgjast nú náið með dánartíðni og telja dauðsföll vegna veiru ekki vantalin Sóttvarna-
læknir segir að nauðsynlegt sé að vera búin undir að bakslag geti orðið í baráttunni í kjölfar tilslakana
Ljósmynd/Lögreglan
Regla Fundir þríeykisins og gesta verða áfram haldnir eftir tilslakanir aðgerða en þó ekki jafn reglulega og áður.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Íslendingar geta ekki komið hjólum
atvinnulífsins af stað upp á eigin spýt-
ur eftir heimsfaraldur kórónuveiru,
né komið samfélaginu í eðlilegt horf,
segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti
Íslands.
„Við verðum áfram að reiða okkur
á samstöðu þjóða andspænis sameig-
inlegum vágesti. Það getur verið erf-
itt en það er nauðsynlegt. Við höfum
sýnt hvað við gátum gert en við þurf-
um líka á aðstoð annarra að halda til
þess að koma hjólum atvinnulífsins í
gang og samfélaginu í eðlilegt horf,
við gerum það ekki ein,“ segir Guðni í
samtali við Morgunblaðið.
Hann kveðst hæstánægður með
það hvernig Íslendingar hafa tekist á
við faraldurinn.
„Mér finnst þjóðin hafa sýnt þá
samstöðu og samúð sem þarf á stund-
um sem þessum. Sú samstaða sem við
höfum sýnt er sjálfsprottin. Hún
kemur ekki að ofan, hún kemur vegna
þess að okkar forystusveit í almanna-
og veiruvörnum hefur með sannfær-
ingarkraft, vísindi og skynsemi í far-
teskinu sýnt fram á að það eina sem
við getum gert og eigum að gera er að
standa saman og
fara eftir leiðbein-
ingum, reglum og
tilmælum sem í
gildi eru.“
Aðspurður segir
Guðni þó að eitt-
hvað hefði líklega
mátt betur fara.
„Lið getur átt
glimrandi leik og
landað góðum sigri
en svo kemur fólk og bendir á að stöku
sókn hafi ekki gengið alveg upp og þar
fram eftir götunum. Heildarmyndin er
mynd árangurs, velgengni og réttra
ákvarðana.“
Mótframboð verðugt verkefni
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn
hjá almannavörnum, hefur verið
hvattur til að bjóða sig fram til forseta
í ár. Spurður hvort hann óttist mót-
framboð frá Víði, Ölmu Möller land-
lækni eða Þórólfi Guðnasyni sótt-
varnalækni segir Guðni léttur í bragði:
„Kæmi til þess þá veit ég að þau
myndu haga sínum framboðum af
miklum heilindum og það væri sann-
arlega verðugt og göfugt verkefni að
ræða með þeim um landsins gagn og
nauðsynjar og framtíð Íslands.“
Samstaða Íslend-
inga sjálfsprottin
Þurfum á aðstoð annarra að halda
Guðni Th.
Jóhannesson
Blóðsöfnun meðal almennings
hefst eftir helgi þar sem
blóði verður safnað fyrir fyr-
irhugaðar mælingar á mótefni
við kórónuveirunni. Tilgangur
söfnunarinnar er að fá góða
mynd af því hversu stór hluti
þjóðarinnar hefur sýkst á
undanförnum vikum.
Þetta kom fram í máli Þór-
ólfs Guðnasonar sóttvarna-
læknis á upplýsingafundi al-
mannavarna í gær.
Hann segir að ekki verði
um eiginlega vísindarannsókn
að ræða heldur könnun á veg-
um sóttvarnalæknis sem
muni hafa þýðingu við að
ákvarða sóttvarnaráðstafanir
í samfélaginu á næstu vikum
og mánuðum.
Fyrirkomulagið verður
þannig að einstaklingar sem
fara í blóðprufu innan heil-
brigðiskerfisins af öðrum
ástæðum verða beðnir að
gefa einnig blóð í þessu
skyni.
Safna blóði
almennings
SKIMA FYRIR MÓTEFNI