Morgunblaðið - 03.05.2020, Side 8

Morgunblaðið - 03.05.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2020 Ef marka má þau eintök sem rat-að hafa inn á Alþingi má segja að þrasgirni sé það sem helst greinir Pírata frá öðru fólki. Þetta er ekki vegna þess að aðrir þingmenn grípi ekki stundum til þrass en það verður að teljast ólíklegt að aðrir þing- flokkar hafi einkennst svo mjög af þrasinu og jafn lítið af innihaldi um- ræðunnar. Jón Þór Ólafsson steig í fundarstól þingsins í liðinni viku og ræddi yfirvofandi verkfall Eflingar. Fór hann mikinn vegna orða sem hann taldi sig hafa heyrt sögð úti í bæ um að mögulega þyrfti að setja lög á verkfallsaðgerðir Efl- ingar.    Forseta þingsinsleist ekki á orð- bragðið, og er þó ýmsu vanur og hefur ekki endilega alltaf verið nákvæmur í orðavali í gegnum tíðina. Bað hann þingmenn að gæta „hófs í orðanotk- un, sérstaklega um fjarstadda aðila sem ekki geta svarað hér fyrir sig“.    Jón Þór greip strax fram í ogkvaddi sér svo hljóðs um fund- arstjórn og óskaði nánari skýringa á athugasemdum forseta. Forseti vís- aði í stjórnarskrá og hefðir í þessu sambandi en Jón Þór hljóp ítrekað í ræðustólinn til að halda þrasinu áfram.    Á hæla hans kom svo fyrirspyrj-andinn mikli, Björn Leví Gunn- arsson, með þras sem varla þætti sæmandi á málfundaræfingu í grunnskóla.    Er það málefnafátæktin semknýr þingmenn Pírata til að stunda þennan sérkennilega mál- flutning, eða ræður eitthvað annað hegðuninni? Jón Þór Ólafsson Þrasgjarnir þingmenn STAKSTEINAR Björn Leví Gunnarsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Rithöfundasamband Íslands (RSÍ) er að gera könnun á meðal fé- lagsmanna sinna um reynslu höf- unda af viðskiptum þeirra við sænsku hljóðbókaútgáfuna Storytel. „Könnunin er nýfarin út og stend- ur í nokkra daga í viðbót,“ sagði Karl Ágúst Úlfsson, formaður RSÍ. Spurður um almenna reynslu rit- höfunda af Storytel kvaðst Karl Ágúst ekki geta sagt til um hana. „Þetta er svolítið flókið fyrir- komulag. Rithöfundar semja yfir- leitt ekki beint við Storytel heldur fer það oft í gegnum útgefendur. Ég geri frekar ráð fyrir því að fólk komi misjafnlega vel út úr þessum við- skiptum, en þetta segi ég án ábyrgð- ar,“ sagði Karl Ágúst. Í frétt Morgunblaðsins um gagn- rýni Ingimars Jónssonar, forstjóra Pennans, á starfsemi Storytel og ríkisstyrki til hljóðbókaútgáfunnar kom m.a. fram að árið 2019 hefði Storytel á Íslandi greitt rétt rúm- lega 250 milljónir króna í höfundar- réttargreiðslur. „Ástæðan fyrir því að við gerum þessa könnun er að við þurfum að vita hvaða stærðir er um að ræða til þess að við getum haft einhverja skoðun á þessu,“ sagði Karl Ágúst. Félagsmenn í RSÍ eru rúmlega 500 talsins. gudni@mbl.is Skoða reynslu höfunda af Storytel  Rithöfundasamband Íslands gerir nú könnun á meðal félagsmanna sinna Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bækur Auk þeirra prentuðu eru nú í boði hljóðbækur og skjábækur. Hlynur Elfar Þrastarson, fram- kvæmdastjóri svefnbílaleigunnar Kuku Campers, segir að lítil sem engin starfsemi sé hjá fyrirtækinu um þessar mundir. Þó muni það halda úti starfsemi í sumar og halda þeim svefnbílum sem fyrirtækið hefur til umráða, en þeir eru tæp- lega 400 talsins. „Við ætlum bara að standa þetta af okkur, taka einn dag í einu og vona það besta,“ segir Hlynur. Aðgerðir stjórnvalda hafa mælst vel fyrir hjá fyrirtækinu í því slæma árferði sem blasir við ferðaþjónust- unni. „Aðgerðir stjórnvalda hafa gefið fyrirtækjum von um að hægt sé að fara í gegnum skaflinn. Sá styrkur sem ríkisstjórnin veitir og það að lánafyrirtækin séu að fresta greiðslum af lánum hjálpar okkur,“ segir hann. Innan ferðaþjónustunnar og hjá stjórnvöldum standa vonir til að landsmenn ferðist innanlands í sum- ar, og hjálpi þar með fyrirtækjum í ferðaþjónustu að takast á við erfitt rekstrartímabil vegna þverrandi fjölda ferðamanna. „Að sama skapi get ég sagt að við erum sátt við viðbrögð Íslendinga. Við finnum fyrir auknum áhuga af hálfu Íslendinga og það er augljóst að þeir munu ferðast innanlands í sumar,“ segir Hlynur að endingu. Halda úti bíla- flotanum í sumar  „Við ætlum að standa þetta af okkur“ Ljósmynd/Kuku Campers Þingvellir Treyst er á að landsmenn ferðist innanlands í sumar. Hlynur Elfar Kristinsson Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Kolibri trönur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Kolibri penslar Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavörum WorkPlus Strigar frá kr. 195

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.