Morgunblaðið - 03.05.2020, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 03.05.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2020 jákvæðum umhverfisáhrifum vegna lægri prent- og sending- arkostnaðar geti svo numið allt að 30 milljörðum kr. á ári. „Verkefnin hjá Stafræna Ís- landi sem við vinnum að nú eru hreinlega viðbrögð við aðstæðum á líðandi stundu, svo sem að gera meðmælendalista fyrir forseta- kosningar rafræna og útbúa staf- ræn gjafabréf til að styðja við inn- lenda ferðaþjónustu í sumar. Þá erum við að þróa rafrænar þing- lýsingar,“ segir Andri Heiðar. „Við finnum fyrir miklum meðbyr með okkar verkefnum. Stjórnvöld hafa sömuleiðis kynnt fjárfest- Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Aðstæður sem hafa skapast í samfélaginu undanfarið vegna heimsfaraldursins hafa kallað á að hraðað sé þróun tæknilausna og stafrænna samskipta. Þá hefur tækniþekking fólks stóraukist á skömmum tíma. Við höfum því unnið hörðum höndum á síðustu vikum við að bregðast við þessari auknu eftirspurn og kröfum sam- félagsins í fjölmörgum verk- efnum,“ segir Andri Heiðar Krist- insson framkvæmdastjóri Stafræns Íslands. Á þess vegum er meðal annars starfrækt þjón- ustugáttin island.is sem nú er ver- ið að efla og endurbæta. Meðmælalistar og stafræn gjafabréf Um tvö ár eru síðan verk- efnastofan Stafrænt Ísland, sem heyrir undir fjármálaráðuneytið, var sett á laggirnar, en þar unnið er að ýmsum stafrænum verk- efnum fyrir hið opinbera. Mörkuð hefur verið sú stefna að þjón- ustuleiðir ríkisins við borgarana verði í framtíðinni einkum og helst yfir netið sem skilað getur bæði tímasparnaði og framleiðni- aukningu. Samkvæmt nýlegri greiningu er, að sögn Andra, áætlað að beinn sparnaður hins opinbera af þessu gæti numið 9,6 milljörðum á ári eftir 3-5 ár og ávinningur sem hlýst af tíma- sparnaði, styttri málsmeðferð og ingarátak í kjölfar heimsfarald- ursins þar sem verja á rúmlega 1,3 milljörðum króna til staf- rænna innviða og hugbún- aðarkerfa; verkefni sem kemur til framkvæmda strax á þessu ári.“ Bæta þjónustu og einfalda samskipti Í alþjóðlegum samanburði er Ísland, skv. könnunum, meðal 20 fremstu þjóða heims þegar kemur að stafrænni þjónustu. Andri Heiðar segir þó möguleika á því að gera enn betur. Í þessu efni geti Íslendingar náð í hóp fimm efstu þjóða á allra næstu árum í kjölfar þeirrar öflugu fjárfest- ingar á þessu sviði sem stjórnvöld ætla nú í. Nú þegar er til staðar þjón- ustugáttin island.is þar sem hægt er að nálgast yfir 700 stafræn um- sóknablöð, leyfisveitingar og þjónustu hjá hinu opinbera. Nú í sumar verður, sem fyrr segir, nýr og stórbættur vefur á þessari slóð opnaður sem mun bæta þjón- ustustig og einfalda samskipti og upplýsingaflæði. Þar mun smám saman verða hægt að nálgast upp- lýsingar um alla þjónustu hins op- inbera á einum stað. Í haust mun svo smáforrit í farsíma fara í loft- ið auk þess sem ýmis þjónusta verður færð á stafrænt form svo sem umsóknir um fæðingarorlof, sakavottorð, ökunám og stafrænt ökuskírteini. Netvæðing og nýsköpun „Á nýjum vef island.is verður áhersla á að auðvelda aðgengi að opinberri þjónustu, en einkafyr- irtæki, stéttarfélög og fleiri munu njóta góðs af því að allur hugbún- aður verður aðgengilegur. Mark- miðið er að opna öll gögn og vef- þjónustu hins opinbera eins og kostur er. Það sem annars vinnur með okkur Íslendingum á þessari vegferð er að hér eru tæknilegir innviðir nú þegar til staðar ásamt því að þekking og færni almenn- ings í notkun tæknilausna er með því allra besta sem gerist í heim- inum,“ segir Andri og að lokum: „Sem þjóð höfum við alltaf verið mjög fljót að aðlagast og til- einka okkur nýja tækni og erum því í hópi þeirra fremstu þegar kemur að netvæðingu. Mörg ís- lensk nýsköpunar- og tæknifyr- irtæki hafa náð því marki að verða leiðandi á sínu sviði. Því tel ég að nálgun okkar hjá Stafrænu Íslandi, sem byggir á þróun opins hugbúnaðar í samstarfi við stór og smá einkafyrirtæki, sé aðferð- arfræði sem margar þjóðir muni horfa til í auknum mæli á næstu árum. Þannig munum við stuðla að frekari nýsköpun, bæði hjá hinu opinbera og í einkageir- anum.“ Opinber þjónusta í æ ríkari mæli flutt yfir á netið og miklir fjármunir sparast Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Tækni Auðvelda á aðgengi að opinberri þjónustu en einkafyrirtæki, stétt- arfélög og fleiri munu njóta góðs af því, segir Andri Heiðar Kristinsson. Stafræn vegferð og tæknilausnir í þróun  Andri Heiðar Kristinsson fæddist árið 1982, er með B.Sc.- próf í rafmagns- og tölvuverk- fræði frá Háskóla Íslands og MBA frá Stanford-háskóla í Kali- forníu, þar sem hann bjó og starfaði um sex ára skeið. Var áður þróunarstjóri hjá LinkedIn í San Francisco, framkvæmda- stjóri og stofnandi Icelandic Startups og sprotafyrirtækisins Travelade.  Framkvæmdastjóri Stafræns Íslands hjá fjármála- og efna- hagsráðuneytinu frá því í janúar. Virkur í uppbyggingu nýsköp- unar- og tæknifyrirtækja, ráð- gjafi sprotafyrirtækja og fleira. Hver er hann? ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Seljum og þjónustum frysti- og kælikerfi Funahöfða 7 | 110 Reykjavík | Sími 577 6666 Kæli- & frystibúnaður í allar gerði og flutning Iðnaðar- einingar mikð úrval r sendi- abíla Kæli- & frystiklefar í öllum stærðum Loftkælings- & varmadælur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.