Morgunblaðið - 03.05.2020, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 03.05.2020, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2020 STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Tveggja metra reglan svokallaða gerir það að verkum að ómögulegt er að halda viðburði innandyra, að sögn Magna Ásgeirssonar, tónlistar- manns og annars Bræðslustjóra. Í minnisblaði sóttvarnalæknis varðandi afléttingu takmarkana á samkomum vegna kórónuveiru- faraldursins eftir 4. maí er lagt til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki 2.000 manns út ágúst. Ef fylgja á tveggja metra reglunni á tvö þúsund manna viðburði þarf við- burðurinn að vera haldinn á svæði sem samsvarar tveimur Laugardalsvöllum, eða tveimur hekturum, segir Magni. Þannig er einnig býsna flókið og nokkurn veginn ómögulegt að halda viðburði utandyra og framfylgja um leið tveggja metra reglunni sem hef- ur verið í gildi síðustu vikur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Á blaðamannafundi almannavarna í gær sagði sóttvarnalæknir að tveggja metra reglan væri að öllum líkindum komin til að vera í bili. „Þessi tveggja metra regla þýðir náttúrlega að það er ekki hægt að halda viðburði innandyra, það segir sig nokkurn veginn sjálft. Á ein- hverjum tímapunkti þarf líka bara að segja það,“ segir Magni sem tek- ur þó fram að hann skilji tilmæli heil- brigðisyfirvalda vel og standi fylli- lega með þríeykinu. Einungis 750 miðar eru seldir ár hvert á Bræðsluna, tónleika sem haldnir eru á Borgarfirði eystra ár hvert í lok júlí, svo fjöldatakmark- anir ættu ekki að hafa áhrif á tón- leikana. Tveggja metra reglan gæti þó sett strik í reikninginn enda gjarnan þétt staðið á vinsælum tón- leikum Bræðslunnar. Miðasala á Bræðsluna er ekki haf- in og enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort hátíðin verði haldin en að sögn Magna eru Bræðslustjórar og aðrir skipuleggj- endur vongóðir. „Við erum bara sultuslakir, við er- um ekki búin að segja neitt eða gefa neitt út. Við erum enn þá vongóðir um að þetta ástand sé á réttri leið enda hljótum við að vona að ef þetta heldur svona áfram, og smit verði fá eða engin daglega eftir tæpa þrjá mánuði, þá hljóti að vera í lagi að nokkrir komi saman í Borgarfirði og haldi partí.“ Undirbúningi lokið Magni vonar að tveggja metra reglan verði bráðlega rýmkuð svo mögulegt sé að halda viðburði án þess að brjóta hana. Í það minnsta þurfi að skilgreina betur hvernig skipuleggjendur viðburða skuli framfylgja reglunni. „Ef tvö þúsund manns mega koma saman og tveggja metra reglan er í gildi þarf vel yfir tvo hektara. Það eru tveir Laugardalsvellir, hver á að passa að það séu tveir metrar á milli allra? Þetta er svolítið misvísandi. Ég skil mjög vel að einhver tilmæli um fjarlægð séu í gildi og er full- komlega með þríeykinu í liði en ein- hvern tíma þarf samt að útskýra þetta.“ Undirbúningi fyrir Bræðsluna lauk að mestu í byrjun árs og segir Magni að skipuleggjendur bíði nú bara og voni. Þeir hafi nú þegar teiknað tvær til þrjár sviðsmyndir sem þeir gætu gripið til svo mögu- legt yrði að halda hátíðina og fram- fylgja um leið öllum ströngustu lög- um og reglum. „Við erum með plan-B ef það verð- ur betra að halda tónleikana utan dyra eða eitthvað slíkt. Við erum al- veg til í að prófa hvað sem er.“ Þyrftu tvo hektara fyrir 2.000 manns  Ómögulegt að halda viðburð og tveggja metra reglu samtímis Ljósmynd/Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir Bræðslan Tveggja metra reglan er ekki beint í anda vinsælla tónleika eins og sjá má á þessari mynd af Bræðslunni sem er drekkhlaðin stemningu. Magni Ásgeirsson Stofnar keilu, hlýra og tindaskötu eru í sögulegu lágmarki samkvæmt skýrslu Hafrannsóknastofnunar sem gefin var út á dögunum. Þar er gerð grein fyrir fram- kvæmd og helstu niðurstöðum stofnmælinga botnfiska á Íslands- miðum sem fram fór dagana 27. febrúar til 20. mars, en sambæri- legar mælingar eru gerðar árlega. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að stofnvísitala þorsks hefur lækkað síðustu þrjú ár, en er þó hærri en á árunum 1990-2010. Vísi- tala ýsu hefur aftur á móti haldist svipuð frá árinu 2017 en vísitala ufsa hefur lækkað frá 2018. „Vísitölur gullkarfa, litla karfa og löngu eru háar miðað við síðustu þrjá áratugi, en lækkandi líkt og vísitölur flestra tegunda flatfiska og skötusels. Vísitölur steinbíts og lýsu eru nú nálægt meðaltali tíma- bilsins,“ segir á vef Hafrannsókna- stofnunar um skýrsluna. Stærsti árgangur frá 2004 Þá hækkaði vísitala grásleppu frá fyrra ári og er nú nálægt með- altali áranna frá 1985. Fyrsta mæling á 2019-árgangi þorsks bendir til þess að hann sé yf- ir meðalstærð en árgangar þorsks frá 2017 og 2018 mælast samt sem áður undir meðallagi í fjölda. Þá mældist árgangur ýsu frá 2019 mjög stór en um er að ræða stærsta árgang ýsu frá árinu 2004 ef miðað er við mælingu eins árs fisks. Árgangar ýsu 2014-2017 mældust nálægt meðallagi en í sex ár á undan höfðu árgangarnir verið lélegir og hið sama má segja um ár- gang ársins 2018. ragnhildur@mbl.is Þrír stofnar í sögulegu lágmarki  Árgangur ýsu mældist mjög stór Morgunblaðið/Ómar Ýsa Árgangur ýsu árið 2019 var stór en árið 2018 var hann lélegur. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Útflutningsverðmæti eldisafurða nam 2.739 milljónum króna í mars, samkvæmt Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Marsmánuður er þannig fjórði stærsti mánuður frá upphafi á kvarða útflutningsverðmæta, hvort sem þau eru mæld í krónum eða er- lendri mynt, og er verðmætið 27% meira í krónum talið en í marsmán- uði síðasta árs og 17% í erlendri mynt. Minni aukning verðmæta í er- lendri mynt skýrist af veikingu krónunnar. Þar sem eldisfyrirtæki hafa ekki farið varhluta af afleiðingum kór- ónuveiru telja SFS mjög líklegt að aukningin hefði orðið meiri í mars í eðlilegu árferði. Verulegur sam- dráttur hefur orðið í eftirspurn og verð lækkað. Telja SFS að áhrifin verði senni- lega skýrari í tölum aprílmánaðar. Verðmætið 8,2 milljarðar Á þremur fyrstu mánuðum ársins var útflutningsverðmæti eldisafurða rúmir 8,2 milljarðar króna. Það er 26% aukning í krónum talið á milli ára en rúmt 21% í erlendri mynt. „Þar af er útflutningsverðmæti á eldislaxi komið í rúma 6,4 milljarða króna samanborið við 5,1 milljarð á sama tímabili í fyrra. Aukningin þar er nákvæmlega sú sama og á eldis- afurðum alls“, segir á vef SFS. Þá er útflutningsverðmæti sil- ungs, sem er aðallega bleikja, komið í um 1,7 milljarða króna á fyrsta árs- fjórðungi en var 1,1 milljarður á sama tímabili í fyrra. Útflutningsverðmæti silungs hef- ur því aukist hvað mest ef verðmæti einstakra eldisafurða er borið sam- an, eða um rúm 54% í krónum talið en rúm 48% á föstu gengi. Þrátt fyrir aukið útflutnings- verðmæti eldisafurða almennt hefur samdráttur orðið á útflutnings- verðmætum annarra eldisafurða en þeirra sem taldar voru upp hér að ofan. Verðmæti þeirra á fyrsta árs- fjórðungi nam 123 milljónum króna en var 353 milljónir á sama tímabili í fyrra. „Vissulega er fiskeldi enn fremur smátt í sniðum miðað við stærstu út- flutningsatvinnugreinarnar, en þar liggja þó veruleg tækifæri til frekari verðmætasköpunar. Því er ofan- greind aukning á útflutnings- verðmæti eldisafurða jákvæð tíðindi fyrir þjóðarbúið, sér í lagi á tímum sem þessum,“ segir á vef SFS. Eldisafurðir heyra undir landbún- aðarafurðir í tölum Hagstofunnar en eldisafurðir námu 86% af heildar- verðmæti útfluttra landbúnaðar- afurða á fyrsta ársfjórðungi. Miðað við nýja tilraunatölfræði Hagstofunnar virðist útflutningur á eldisafurðum minnka verulega eftir þrettándu viku ársins en það rímar vel við fregnir frá eldisfyrirtækjum. Verðmæti eld- isafurða jókst um 27 prósent  Hefði aukist meira í eðlilegu árferði  Verðmæti silungs jókst um 54% Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Eldislax Útflutningsverðmæti á eld- islaxi er komið í rúma 6,4 milljarða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.