Morgunblaðið - 03.05.2020, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.05.2020, Qupperneq 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2020 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í Nú fer að renna upp sú stund að við getum auglýst Ísland sem covid-frítt land. Það gleymist stundum þegar horft er á hroll- vekjandi tölur um smit að flestir voru heilbrigðir allan tím- ann. Á Íslandi hafa 99,5% íbúa ekki fengið veiruna og til dæmis Bandaríkjamenn segja hlutfallið enn hærra hjá sér, en kannski rétt að hafa einhvern fyrirvara um þær mælingar. En við óttumst öll mögulega seinni bylgju þessarar pestar. Ég er einn af þeim sem þurfa að forðast þessa veiru sérstaklega og hef lengi verið í sjálfskipaðri sóttkví. En ég velti fyrir mér hvort ekki sé óhætt að opna Ísland fyrir öllum ferðamönn- um með tilteknum reglum. Við eig- um smitrakningarforritið C-19 og það, ásamt sýnatöku, ætti að geta leitt til þess að ekki þyrfti að setja ferðamenn í sóttkví við komu til landsins. Reglur gætu verið þannig að þegar flugmiði er pantaður til Ís- lands, hjá hvaða flugfélagi sem er, þyrfti farþeginn að samþykkja að hlaða niður í síma sinn forritinu, á sama nafni og er í vegabréfi hans. Hann samþykkir um leið að nálgast megi gögn forritsins, hvar og hve- nær sem er í mánuð eftir að dvöl hans á Íslandi lýkur, en eftir það þarf samþykki hans til skoðunar á þeim. Hann samþykkir einnig sýna- töku við komuna til landsins sem yfirvöldum er heimilt að ráðstafa að vild. Jafnframt segði í skilyrðunum að ef hann uppgötvast með smit eða hefur of lengi umgengist annan smitaðan einstakling samþykkir hann að sæta sóttkví umsvifalaust. Þeir sem ekki fella sig við þessi skilyrði geta ekki keypt flugmiða. Allt er þetta einfalt og þægilegt fyrir farþegann og skapar honum mikilvæga öryggiskennd. Hann pantar flugmiðann og hleður niður forritinu. Þegar hann mætir á flug- völlinn framvísar hann vegabréfi og sýnir forritið. Sprittþvotttur fer fram áður en farið er um borð, einnig skömmu fyrir lendingu og við komu í Leifsstöð. Mögulega verða sett skilyrði um notkun and- litsgrímu á leiðinni. Inni í vélinni er rúmt á milli farþega, verð miðans er líklega fremur hátt því nýting vélarinnar er lakari en áður og kostnaður vegna veiruvarna kominn inn í verðið. Þegar komið er í Leifs- stöð fer fram skoðun á vegabréfi og forriti. Sýni er tekið úr nefi og koki, niðurstaða þess liggur fyrir innan sólarhrings. Mesta mögulega stytt- ing á þeim tíma er auðvitað æski- leg. Vilji svo til að einhver finnist með veiruna er hann stöðvaður þar sem hann er staddur í landinu, sem og aðrir sem nálægt honum hafa verið of lengi. Innlendir starfsmenn sem hann kann að hafa hitt á hóteli, veitingastað eða annars staðar eru einnig settir í sóttkví, ef þurfa þykir. Líkur á að einhver kæmi núna með veiruna til lands- ins eru ekki miklar, en ef það gerðist væri hægt að bregðast við með skjótum hætti. Við höfum frábæru fólki á að skipa í heilbrigðis- kerfinu undir mjög öfl- ugri forystu og það minnkar líkur á öðrum faraldri verulega, jafn- vel þótt hingað bærist smit. Gleymum ekki að heimurinn hefur náð veirunni niður með versl- anir opnar og ýmsa aðra starfsemi í fullum gangi. Við höfum einfaldlega breytt hegðun okkar og höldum því áfram, ekki síst innan fyrirtækja sem tengjast ferðaiðnaði. Ég er vissulega leikmaður í þess- um fræðum og kannski yfirsést mér eitthvað sem kynni að breyta sýn minni á málið. Þetta er sett hér fram eftir umræður í hópi sem mér þóttu áhugaverðar. Það mun alltaf fylgja því einhver áhætta að hleypa hingað ferðamönnum og hana verð- um við að taka eins og aðrir. Ýmsir telja að bíða þurfi lengur og koma málum innanlands í eðlilegra horf fyrst. Ég sé ekki þörfina á því, ferðamenn myndu auðvitað fylgja sömu reglum og þeir sem hér búa. Sumir vilja í fyrstu hefja samskipti við þær þjóðir sem komnar eru lengst á veg í baráttunni við veir- una. Ég veit ekki hverju það breyt- ir að bíða eftir að hlufall sýktra íbúa hjá öðrum þjóðum lækki um brot úr prósenti. Ekki er víst að yrði mikill straumur gesta hingað þótt allt yrði opnað nú þegar, en um það veit enginn. Nákominn ættingi minn sem búið hefur í áratugi meðal Þjóðverja telur að þeir myndu bregðast skjótt við svona heimboði. Sjálfsagt eru til margar betri hug- myndir um þetta efni en hér eru reifaðar en mér finnst stórkostlegt tækifæri felast í því að opna Ísland nú þegar og hvetja ferðamenn heimsins til að koma hingað í öruggt land og rúmgott. Eins og málið blasir við mér er það áhættunnar virði. Starfa ég þó ekki í ferðaiðnaði og bý sjálfur við undirliggjandi áhættu gagnvart veirunni. Við kunnum að skima og höfum smitrakningarforrit. Ákvarð- anir um þetta taka stjórnmálamenn og ekki aðrir. Tugþúsundir Íslend- inga horfa nú í algert hyldýpi. Má ekki opna Ísland strax? Eftir Bjarna Hafþór Helgason Bjarni Hafþór Helgason » Gleymum ekki að heimurinn hefur náð veirunni niður með verslanir opnar og ýmsa aðra starfsemi í fullum gangi. Höfundur fæst við listsköpun og er viðskiptafræðingur. bhh@out.is Í byrjun mars tóku gildi mjög íþyngjandi heimsóknar- og í sum- um tilfellum útivist- arbönn á elliheimilum sem munu í það minnsta gilda fram yf- ir fyrstu helgina í maí. Um miðjan mars voru sett samkomubönn sem viku síðar voru hert og fólu m.a. í sér að ákveðnum fyr- irtækjum var lokað. Ríkisstjórnin hefur kynnt kostnaðarsama að- gerðapakka sem með einhverjum hætti þarf að fjármagna. Þessi fylgifórnarlömb veirunnar virðast oft gleymast í umræðunni um framhaldið nú þegar landsmenn með ótrúlegri elju og fórnfýsi hafa loksins náð tökum á Covid-19- farsóttinni; sem enn hefur ekki fengið viðunandi nafngift hjá þjóð sem þó gat gefið holdsveiki, stóru- bólu, svartadauða, sárasótt, lek- anda, fuglaflensunni, svínaflens- unni, spænsku veikinni, hundaæði, hettusótt, alnæmi, eyðni o.fl. sjúk- dómum lýsandi og einkennandi nafn. Það ástand sem elsta og besta kynslóðin hefur upplifað í tæplega tvo mánuði er auðvitað ekkert ann- að en stofufangelsi og það hrein- lega má ekki horfa framhjá þeirri staðreynd þegar raddir um upprisu massatúrisma og opnun landamæra verða sífellt háværari. Þeir sem tala með slíkum hætti eru í raun að segja að frelsi túrista til þess að heimsækja Ísland sé mikilvægara en frelsi eldri og viðkvæmari kyn- slóða þjóðarinnar til þess að hitta ástvini og lifa eðlilegu lífi á þeim eina stað í veröldinni sem þeir geta kallað heimili. Jafnframt að lands- menn eigi að bera hinar þungu byrðar ef upp kemur smit að nýju. Mér var kennt sem krakki að þegar saklaus er dæmdur í fangelsi kall- ast slíkt dómsmorð. Af einhverjum ástæðum virðast stjórnmálamenn uppfullir af mikl- um ótta við að taka umræðu um gildi landamæra sem er að ein- hverju leyti hjákátlegt því að á sama tíma var lítið hik þegar ákveðið var að loka elliheimilum og fyr- irtækjum. Þegar hóp- ur smitaðra kom til landsins í febrúarlok var Íslendingum ein- um gert að sæta sóttkví. Til þess að forðast umræðu um þau grundvallarmann- réttindi sem felast í jafnræðisreglunni voru þær aðgerðir settar fram undir þeim und- arlegu formerkjum að útlendingar smituðu síður en aðrir. Miður fræg aust- urrísk ölstofa hefði auðvitað átt að afsanna þá kenningu snarlega. Fleiri höft og framtíðarfjötra ber að útskýra og er beint sérstaklega til þeirra sem segjast frjálslyndir. Söguna um litlu gulu hænuna þekkja vonandi flestir. Margir hugsa til sögunnar og tengja við það erfiði sem fylgdi því að læra að lesa. Sagan kennir þó meira en lestur en hún lýsir grundvallar- muninum á dugnaði annars vegar og leti hins vegar. Það vissi litla gula hænan að ef leti húsdýranna yrði verðlaunuð myndu þau missa sjálfsbjargarhvötina og því fengu húsdýrin aðeins að horfa á hænuna og unga hennar njóta. Það er hægt að velta því fyrir sér með hvaða hætti dugnaður hænunnar myndi þróast ef hún fengi ekki að njóta uppskerunnar eða aðeins að litlum hluta. Í afstöðu til litlu gulu hæn- unnar má finna eðlismun á viðhorfi manna. Á meðan hinir frjálslyndu íhaldsmenn virða sjálfsákvörðunar- rétt manna og þjóða gera hinir stjórnlyndu umrótsmenn kröfu um einhvers lags samfélagslega eða al- þjóðlega úthlutun á uppskeru hinna duglegu. Í róttækasta stjórnlyndinu höfum við kommúnismann sem alls staðar hefur skilið eftir sig sviðna jörð. Kaloríulausa útgáfan af kommúnistanum er auðvitað jafn- aðarmaðurinn líkt og spegilmyndin, hinn „frjálslyndi hægri krati“, sem þykist á hægri ásnum. Síamstvíbur- ar þessir skauta með fögrum orðum á milli þess sem þeir sitt á hvað kalla sósíalisma eða líberalisma; ástands sem lýsir sér í allsherjar hentisemi enda vilja báðir auðvitað geta keypt sér flott föt, rafbíla og dýra kampavínið en samt á tylli- dögum krafist andlitsfarða hinna góðu. Það er stundum sagt að frelsi eins megi aldrei vera fjötur annars. Hin marglofaða unga kynslóð stjórnmálanna virðist hafa gleymt því að því sem einn fær frá þeim án þess að vinna fyrir verður einhver annar að vinna fyrir án þess að fá. Það er hægt að leiða að því líkur að óábyrg útgjöld hneppi samfélög í skattaánauð, ali á leti og eyðileggi hinn innri dugnað sem blundar í flestum. Hið opinbera skapar nefni- lega ekki verðmæti og þótt það hafi áhrif á árferðið getur það ekki gefið neinum neitt sem það hefur ekki fyrst tekið frá einhverjum öðrum. Hér í borginni virðast verktakar stýra för og mjög einföld verk kosta mjög háar upphæðir, sbr. breytingar á Grensásvegi og Hofs- vallagötu yfir í kemst-varla-götur. Bragginn margumtalaði opinberaði nánast sjálftöku á almannafé. Sag- an endalausa við holuviðgerðir og gatnagerðarfúsk eru önnur dæmi. Toppur ísjakans líklega. Þótt ríkissjóður sé rekinn betur en borgarsjóður er ekki hægt ann- að en að gagnrýna fjárausturinn í kringum viðbrögðin við Covid-19 enda mun einhver þurfa að borga þau ósköp. Jóhann M. Kristjánsson, bóndi á Lágafelli í Miklaholts- hreppi, orti vísu góða sem á við í þetta sinn. Ég bað um frelsi og farsæld háa. Tjóðurhæl hlaut ég við teiginn lága. Eftir Viðar Guðjohnsen » Þótt ríkissjóður sé rekinn betur en borgarsjóður er ekki hægt annað en að gagnrýna fjárausturinn í kringum viðbrögðin við Covid-19 enda mun einhver þurfa að borga þau ósköp. Viðar Guðjohnsen Höfundur er lyfjafræðingur og sjálfstæðismaður. Til varnar frelsinu Þarftu að láta gera við? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.