Morgunblaðið - 03.05.2020, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2020
✝ Erla Krist-ófersdóttir
fæddist í Barka-
staðaseli í Miðfirði
17. júní 1930. Hún
lést 8. apríl 2020 á
Landakoti. For-
eldrar hennar voru
Jónína Árnadóttir,
húsfreyja og bóndi,
f. 28.11. 1900, d.
7.6. 1998 og Krist-
ófer Jóhannesson
bóndi, f. 30.11. 1893, d. 15.9.
1966.
Systkini Erlu eru Jóhanna, f.
10.4. 1929, Jóhannes, f. 4.6. 1931,
Árný, f. 15.7. 1932 og Gunnar, f.
3.12. 1940. Erla var gift Herði
Ívarssyni skipstjóra, f. 19.6.
1935. Foreldrar hans voru Ívar
Rósinkranz Halldórsson bóndi, f.
30.7. 1904, d. 21.11. 1978 og
hún var 9 ára gömul. Eftir að
venjulegri skólagöngu lauk fór
hún til Hafnarfjarðar í vist til
Emils Jónssonar ráðherra og
var þar í nokkra vetur en var
heima á sumrin. Veturinn 1949-
50 stundaði Erla nám við
Kvennaskólann á Blönduósi.
Haustið 1950 flutti hún til
Reykjavíkur og hóf störf í
Laugavegsapóteki hjá Stefáni
Thorarensen lyfsala. Með
vinnunni stundaði Erla nám hjá
Námsflokkum Reykjavíkur.
Samhliða húsmóðurstörfum
stundaði Erla lengst af ýmis
störf við afgreiðslu, sölu-
mennsku, gæslu og umönnun.
Erla giftist Herði árið 1963 og
bjuggu þau í miðborginni til ævi-
loka en Hörður býr núna á Sel-
tjörn.
Vegna aðstæðna verður Erla
jarðsett í kyrrþey í dag, 4. maí
2020, kl. 13 þar sem nánasta fjöl-
skylda verður viðstödd. Hægt
verður að fylgjast með athöfn-
inni á slóðinni www.bui.is. Slóð-
ina má nálgast á www.mbl.is/
andlat.
Ingibjörg Júl-
íusdóttir, húsfreyja
og bóndi, f. 16.7.
1900, d. 11.5. 1975.
Börn Erlu og
Harðar eru: 1) Geir
,f. 17.8. 1963, í sam-
búð með Helgu
Þóru Jónasdóttur,
f. 22.10. 1982. Þau
eiga soninn Ara, f.
18.4. 2018. Börn
Geirs úr fyrri sam-
böndum eru Dagbjört Ylfa, f.
30.7. 1984, Hector Breki, f. 9.10.
1985 og Ívar Rósinkranz, f. 27.9.
1994. 2) Drífa, f. 24.9. 1969, gift
Hinriki Ólafssyni. Þau eiga syn-
ina Ísak, f. 10.11. 1997 og Blæ, f.
24.12. 2001.
Erla fluttist með foreldrum
sínum frá Barkarstaðaseli að
Finnmörk í sömu sveit, þegar
Nú er komið að kveðjustund
elsku mamma mín.
Ég var ávallt litla stelpan þín
og það er erfitt fyrir litlar stelpur
að geta ekki faðmað og kysst
mömmu sína lengur. Þú varst
kletturinn í fjölskyldunni og
ávallt til staðar fyrir okkur hin
alla tíð. Einstök kona sem vildir
öllum vel en gleymdir oft sjálfri
þér. Lífið var þér oftast gott og
þú varst heppin með samferða-
fólk enda veljast góðir með góð-
um. Ég dáðist alltaf að því hversu
dugleg þú varst við hin ýmsu
störf innan og utan heimilisins
enda þurftir þú að gegna mörg-
um hlutverkum í áratugi meðan
pabbi var á sjó löngum stundum.
Þetta var þér eiginlegt komandi
úr sveitinni að norðan. Barn-
margt heimili þar sem allir
þurftu að ganga í störfin svo allir
hefðu að bíta og brenna. Ekkert
var sjálfsagðara hjá þér en að
annast ömmu Jónínu á heimili
okkar í yfir 20 ár og gefa henni
sæla ævidaga langt fram á tíræð-
isaldurinn. Það er lífsins gæfa að
verða samferða foreldrum sínum
frá upphafi lífs og fram á fullorð-
insár og fá viðlíka umhyggju og
ást alla tíð sem þið mamma og
pabbi veittuð okkur systkinun-
um. Heimilið opnaðir þú fyrir öll-
um hvort sem það var fólkið hans
pabba af Rauðasandi eða stór-
fjölskyldan þín að norðan svo
ekki sé minnst á vini okkar systk-
inanna sem hópuðust oft á heim-
ilið okkar til að njóta vináttu og
þiggja heimabakaðar kökur af
mörgum sortum sem urðu síðar
víðfrægar. Þú bakaðir nefnilega
bestu sörurnar sem fólk sótti í að
fá hjá þér fyrir hátíðar. Það er
ekki að furða að heimilið þitt var
oft kallað Hótel Mamma og þar
varst þú sem gekkst í öll störf.
Þegar ömmubörnin komu varstu
fyrst að bjóða fram krafta þína
og annast þau. Synir mínir áttu
ófáar stundirnar heima hjá þér
þar sem þú sást til þess að ala
önn fyrir þeim og veita þeim
ömmuást. Þú fylgdir jafnvel son-
um mínum eftir í öllu því sem
þeir tóku sér fyrir hendur á ung-
lingsárum með ráðum og dáð.
Eitt tók við af öðru. Pabbi hætti á
sjó og þú tókst við að temja karl-
inn við heimilisstörfin, en eitt-
hvað fannst þér seint í rassinn
gripið með pabba og þau störf öll
og baðst hann að halda sig við
skipsbrúna. Þú værir formað-
urinn á heimilinu! Að sjálfsögðu
þáðir þú enga hjálp þegar heilsa
pabba fór að bila og þú komin
hátt á níræðisaldur. Þar var ekk-
ert gefið eftir og hann naut þinn-
ar umhyggju nótt sem nýtan dag.
Við hin horfðum á og reyndum
eftir bestu getu að segja hvað
væri fyrir bestu. Þrjóska var þér
eiginleg og þú bifaðist ekki ef þér
sagði svo hugur. Þetta gat verið
þér fjötur um fót. Þinn versti
löstur og besti kostur þegar svo
bar undir. Ekki var þér haggað
þegar við nefndum hvort tími
væri kominn á að þú þæðir þjón-
ustu og umhyggju annarra. Þar
kom stolt þitt best í ljós. Þú vildir
vera sjálfri þér nóg, frjáls og eng-
um háð. Þú vildir stýra þínu lífs-
ins fleyi og ákveða lendingarstað,
sama hvað aðrir lögðu til. Þannig
átti það kannski líka að vera. Þú
varst formaðurinn. Elsku
mamma, nú ertu búin að finna
þína lendingu í landi eilífðar og
yls og í faðmi guðs almáttugs.
Hvíl í friði elsku mamma.
Þín dóttir,
Drífa.
Litrík, þrjósk, hjálpsöm, kær-
leiksrík, ákveðin, skoðanaföst,
fram úr hófi dugleg, kraftmikil,
samviskusöm, tónelsk, áhuga-
söm. Ósvikin kjarnakona. Ég sé
Erlu svífa um Álftamýrina á milli
hæða. Fara niður í frystikistu og
sækja nokkrar hnallþórur, baka
pönnukökur í eldhúsinu, prjóna
lopapeysu í sjónvarpssófanum,
klifra upp stiga til að þvo glugga-
tjöld og þrífa gluggana eins og
ung, frískleg kona. Mér er það
minnisstætt þegar Geir kom
heim eitt kvöldið, súr í bragði, og
þrumaði út úr sér að mamma
hans hefði tilkynnt honum að hún
hefði aðeins verið að mála fram-
hliðina á húsinu í Álftamýrinni,
og þá var frúin gengin langt á ní-
ræðisaldurinn. Geir var ekki
skemmt yfir uppátæki móður
sinnar.
Erla var nýjungagjörn og
maður kom varla til hennar öðru-
vísi en hún væri að prófa nýja
uppskrift úr Gestgjafanum eða
dagblöðum dagsins. Hún tók sig
til á níræðisaldri og fór að baka
hollustukökur þegar undirrituð
var búin að afþakka of oft að fá
dísæta köku með kaffinu hjá
henni. Því Erla vildi að allir væru
ánægðir. Hún var fjölskyldukona
fram í fingurgóma og lifði fyrir
þá sem henni stóðu næst – alltaf
með opið hús og opinn faðm. Hún
var okkur Geir gríðarlegur
stuðningur í gegnum erfiðleika-
tímabil með því að veita okkur
húsaskjól og vitaskuld tók frú
Erla ekki annað í mál en að elda
kjarngóðan og ljúffengan heim-
ilismat á hverju einasta kvöldi of-
an í rígfullorðið fólkið.
Erla hélt reglulega fjölmenn
matarboð þar til síðustu jólin sem
hún lifði. Og það gerði hún al-
gjörlega upp á eigin spýtur – allt
frá því að dúka upp og leggja á
borð til þess að ganga frá síðasta
kaffibollanum í uppþvottavélina.
Veisluborðin hjá henni svignuðu
undan kræsingum og alltaf var
úrvalið í meira lagi drjúgt og
magnið þannig að gestir gátu
staðið á blístrinu. Í árlega jóla-
dagsboðinu síðustu jólin var hún
áhorfandi og gestur. Þrátt fyrir
að hún hafi sannarlega notið þess
að vera með fólkinu sínu klæjaði
hana í fingurna að hræra í pott-
unum. Enda réð hún ekki við sig
og tók aðeins í pískinn þegar ver-
ið var að gera jafninginn með
hangikjötinu – þó að krafturinn
hafi ekki verið til staðar. Það var
ljúft að vera í Álftamýrinni á að-
ventunni fyrir síðustu jól og baka
sörur og vestfirskar hveitikökur
með Erlu. Þar fékk ég þaulæfð
handtök hennar við baksturinn
til margra ára beint í æð – og
ekki seinna vænna.
Erla var eitilhörð áhugakona
um íslenska landsliðið í hand-
bolta. Hún fylgdist grannt með
strákunum sínum og Guðmundi
landsliðsþjálfara, sem var í al-
gjöru uppáhaldi. Oftar en ekki
var farið í Álftamýrina þegar
stórmót stóðu yfir þar sem Erla
var uppáklædd í íslensku lands-
liðstreyjuna, kjúklingasúpa á
boðstólum og svo var setið yfir
leikjunum með tilheyrandi ópum,
köllum, gleði eða vonbrigðum.
Ég veit að Erla er komin í
mjúkan faðm uppi á himnum og
hefur það gott á meðan hún fylg-
ist með stóðinu sínu í daglegu
amstri. Minning um einstaka
tengdamóður lifir um ókomin ár.
Helga Þóra.
Amma okkar, Erla Kristófers-
dóttir, er nú látin, 89 ára að aldri.
Ég dvel um þessar mundir
einn á heimili hennar og afa í
Álftamýri. Amma og afi fluttu í
húsið árið 1977. Síðustu áramót
þurfti amma að leggjast á spítala
og því stendur allt eins og hún
skildi við það: Jólatréð, rauðir
borðar og litlir jólasveinar standa
skeggjaðir meðfram veggjum.
Amma var hlý og góð. Ynd-
islegt að umgangast hana. Hún
gerði allt fyrir fólkið sitt og gott
betur en það. Einstakur vinur.
Hún færði okkur margt svo fal-
legt, góðan mat, ást og stuðning.
Hún var þessi kona sem öllum
vildi vel, tilbúin með opinn faðm-
inn og hjálparhönd. Það er æðsta
dyggðin. Hún sá um sína – fæddi
menn og klæddi. Þessar konur
vilja oft gleymast.
Það er einkennilegt að vera
hér í húsinu þar sem þau afi hafa
búið í rúmlega 40 ár. Húsið er
fullt af lífi og sál. Eftir að hafa
farið yfir myndasafn hússins er
mörgum spurningum ósvarað en
aftur á móti hef ég öðlast dýpri
sýn og skilning á lífi þessa góðu
konu.
Ég er henni ævinlega þakklát-
ur.
Þegar ég hugsa um bros henn-
ar og væntumþykju hlýjar það
mér um hjartarætur og mun gera
um ókomna tíð.
Lítill drengur lófa strýkur
létt um vota móðurkinn,
augun spyrja eins og myrkvuð
ótta og grun í fyrsta sinn:
Hvar er amma, hvar er amma,
hún sem gaf mér brosið sitt
yndislega og alltaf skildi
ófullkomna hjalið mitt.
Lítill sveinn á leyndardómum
lífs og dauða kann ei skil:
hann vill bara eins og áður
ömmu sinnar komast til,
hann vill fá að hjúfra sig að
hennar brjósti sætt og rótt.
Amma er dáin amma finnur
augasteininn sinn í nótt.
Lítill drengur leggst á koddann
lokar sinni þreyttu brá
uns í draumi er hann staddur
ömmu sinni góðu hjá.
Amma brosir amma kyssir
undurblítt á kollinn hans.
Breiðist ást af öðrum heimi
yfir beð hins litla manns.
(Jóhannes úr Kötlum)
Takk fyrir allt, fallega amma
mín.
Ísak Hinriksson.
Elsku amma, mikið sakna ég
hennar. Hún var ekki bara amma
mín heldur minn helsti stuðn-
ingsmaður og sálufélagi í hverju
sem ég tók mér fyrir hendur.
Amma hefur verið stór hluti af
lífi mínu alveg síðan ég fæddist
og þess vegna er mjög erfitt að
kveðja hana.
Amma var góð kona í alla
staði, gjafmild, skemmtileg, um-
hyggjusöm og sagði mér það á
hverjum degi hvað henni þætti
vænt um mig ásamt því að biðja
fyrir mér áður en hún færi að
sofa.
Mínar bestu minningar um
ömmu Erlu eru frá því ég fékk að
gista hjá henni og hún rak afa úr
rúminu svo við gætum sofið við
hliðina hvort á öðru og farið með
faðirvorið saman. Einnig mætti
amma á alla handboltaleiki hjá
mér sem hún hafði tök á og
hvatti mig af öllu hjarta. Þessar
stundir voru og eru mér svo kær-
ar.
Ég mun ávallt sakna þín,
amma.
Takk fyrir allt, fallega amma
mín.
Elsku amma mín,
hver voru lokaorðin þín.
Þú sem varst svo falleg
og svo hlý.
Hugsa um öll góðu árin
sem þurrkuðu tárin.
Frá upphafi til enda
minningum ég mun venda.
Hjá þér var ég heima
mun ég því aldrei gleyma.
en nú stend ég einn,
þökk sé þér er ég beinn
Hvert ferðu nú
mín kæra frú,
kannski verðið þið þrjú
á gullinbrú.
Takk fyrir allt elsku amma mín,
þetta eru lokaorðin mín til þín.
Blær Hinriksson.
Lækir kalla: fram til fjalla
fagurt er um vor.
Glymur fossins gígja,
glampar sólin hlýja
spinnur gull í spor.
(Ólína Andrésdóttir)
Vorsólin vermir hafflötinn og
himinninn er roðagylltur, íslensk
fegurð í allri sinni dýrð. Snæ-
fellsjökull stendur í loga og
bláma slær á Esjuna. Ljósrák
ber við sjóndeildarhring; ljósið,
þetta himneska ljós sem við öll
síðan hverfum í, hefur nú tekið til
sín Erlu vinkonu mína, eina af Ís-
lands góðu konum.
Tregi fyllir hjarta mitt en
jafnframt er það barmafullt af
minningum sem streyma fram.
Vetrarkvöld þar sem lögð voru á
ráðin um komandi sumar, hvert
halda skyldi til að lesa sem best
landið okkar. Hálendið, norður,
austur, vestur, suður, hvarvetna
leyndust dýrgripir sem skoðaðir
voru. Hlustað og reynt að sjá
með hjartanu þannig að minn-
ingin greyptist sem best í vitund-
ina. Dásamlegir tímar til fjölda
ára með þeim hjónum Erlu og
Herði.
„Það er guðdómlegt veður í
garðinum mínum, gullregnið
breytist í sól og vorið kyssir
syngjandi svörðinn í sólhvítum
kjól,“ yrkir Matthías Johannes-
sen. Þessar ljóðlínur eiga vel við
Erlu. Garðurinn hennar var fjöl-
breyttur, þar sáði hún og rækt-
aði ást og umhyggju fyrir sína
nánustu, stórfjölskyldu og vini,
virðingu fyrir þá sem minna
mega sín, ásamt réttsýni, dugn-
aði og þori til handa þeim sem
landið eiga að erfa.
Það hefur verið sagt að þeir
sem láta sér annt um dýr, gróður
og gamalt fólk séu góðar mann-
eskjur. Erla var ein af þeim. Allt-
umvefjandi hlýju og vináttu naut
ég frá henni í hvert skipti sem ég
brá mér hinum megin við heilsu-
línuna. En einnig skal maður
vera glaður með vini sínum og
njóta með honum lífsins. Því að í
dögg lítilla hluta finnur sálin
morgun sinn og endurnærist eins
og segir um vináttuna í Spá-
manninum. „Talið er merkið
þróttar þrátt, það að vera sonur,
en landið hefur löngum átt, líka
sterkar konur“ (ÓA).
Erla var sterk kona, styrkur
hennar og þor, reisn og vilji ein-
stakur. Staðráðin í að standa vel
á meðan stætt var, gefa og njóta
elsku og ástar fjölskyldu og vina.
„Að lifa er að elska og sá sem ein-
hver elskar getur aldrei dáið,“
segir í ljóði Gunnars Dal. Erla
hefur nú fengið nafn sitt skráð í
Lífsins bók, hún er farin til Guðs
og hefur með sinni alkunnu rögg-
semi sagt við Lykla-Pétur:
Ljúktu upp
fyrir mér.
Mér er boðið
í himin Guðs.
Og Pétur hefur lokið upp, því
himnaríki er fyrir boðsgesti Jesú
Krists og Erla var einn af þeim.
Við Smári, börnin okkar og
þeirra fjölskyldur þökkum ára-
tuga umhyggju og vináttu. Sam-
úðarkveðjur og vinarþel til
frænda, barna og fjölskyldna.
Blessuð veri minning mætrar
konu, Erlu Kristófersdóttur.
Sigþrúður
Ingimundardóttir.
Kær vinkona hefur kvatt. Erlu
sá ég fyrst í Miðfjarðarrétt þegar
ég var táningur þar sem þessi
glæsilega kona stóð við réttar-
vegginn. Ég vissi að hún var
fædd og uppalin í hreppnum mín-
um og að hún hafði hleypt heim-
draganum, var orðin Reykjavík-
urmær. Í mínu umhverfi var hún
oft kölluð Sophia Loren Íslands
og þegar ég sagði henni það síðar
þegar ég var einnig flutt suður og
við höfðum bundist vináttubönd-
um hló hún á sinn glaðværa hátt
og sagði þetta nú meiri vitleys-
una.
Erla var sterk kona, hæversk
og létt í lund en forkur dugleg,
rösk til hverra verka og kvik í
spori en þó var aldrei neinn asi á
henni. Það var alltaf sérstakt til-
hlökkunarefni að sækja þau hjón,
Erlu og Hörð, heim því að þau
voru einstaklega gestrisin, glað-
vær og gefandi.
Alltaf voru kræsingar á borð-
um og enn eru uppskriftir frá
Erlu í uppáhaldi á heimilum okk-
ar. Umræðuefnin voru óþrjót-
andi en oft barst talið að
bernskuárunum í átthögunum,
hvernig lífið var „í gamla daga“,
hún Húnvetningur, hann frá
Rauðasandi þar sem búskapar-
hættir og daglegt líf var allt öðru-
vísi en það sveitalíf sem ég
þekkti. Það vakti forvitni. Við
höfðum líka sameiginlegan áhuga
á náttúru Íslands og sögu og
ógleymanleg er ferð með þeim
hjónum upp að Laka þar sem
landslagið skartaði sínu fegursta
þann dag.
Á myndarheimili þeirra hjóna
með börnunum Geir og Drífu var
hlýlegt og gefandi viðmót. Erla
var einstaklega kærleiksrík,
hjálpsöm og greiðvikin, sem við
nutum þegar hún gætti dóttur
minnar lítillar sem var afar elsk
að henni. Erla, svo hlý, brosandi
og góð, spurði dæturnar spurn-
inga, gaf af sér og við litum á fjöl-
skyldu þeirra sem okkar.
Erla var stórkostlegur karakt-
er, henni var náungakærleikur í
blóð borinn, ævinlega mætt og
tilbúin að rétta öðrum hjálpar-
hönd. Hún var hrein og bein og
miðlaði sínum góðu gildum til
fólksins síns. Hún var afar stolt
af afkomendunum þótt hún færi
vel með, hafði metnað fyrir
þeirra hönd og studdi með ráðum
og dáð. Erla var ein af þeim perl-
um sem lifa í minningunni og við
erum þakklát fyrir að hafa verið
samferða henni á okkar lífsins
leið.
Við vottum Herði, Geir og
Drífu og fjölskyldum þeirra okk-
ar dýpstu samúð.
Aldís, Guðrún Elfa
og Aldís Arna.
Erla
Kristófersdóttir
Bróðir okkar,
ÞORGILS EIRÍKSSON,
Langholti í Hraungerðishreppi,
lést á Dvalarheimilinu Fossheimum á
Selfossi 29. apríl. Útför verður frá
Selfosskirkju fimmtudaginn 7. maí kl. 15.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Eydís Lilja Eiríksdóttir
Sighvatur Eiríksson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JYTTA ÍSELDA EIRÍKSSON,
lést á heimili sínu í Herlev sunnudaginn 26.
apríl. Bálför fer fram frá Lindehöj-kirkju í
Herlev 8. maí kl. 13:30 að staðartíma.
Erik Bo Eiríksson Tove Andersen
Alex Ö. Eiríksson
Racel Eiríksson Oddur Garðarsson
barnabörn og langömmubörn
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Minningargreinar