Morgunblaðið - 03.05.2020, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2020
✝ Þorbjörg Jón-asdóttir fæddist
á Eiði á Langanesi
12. mars 1945. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Reykjavík 20. apríl
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Laufey
Kristjana Bene-
diktsdóttir, f. 1908,
d. 1992, og Jónas
Gunnlaugsson, f. 1907, d. 1992.
Systkini Þorbjargar eru Gunn-
laugur, d. 2003, Steinunn, Helga
Þórey, Snorri, Hermann Ágúst
og Sigrún Margrét.
Þorbjörg giftist hinn 20. ágúst
1977 Halldóri Bragasyni, f. 18.
nóvember 1945, d. 4. september
1997.
Börn Þorbjargar eru: 1) Þóra
Björg Jónasdóttir, f. 7. maí 1970,
börn hennar eru a) Sunna Björg
Gunnarsdóttir, f. 1992, maki Jök-
ull Sólberg Auðunsson, sonur
hans er Rökkvi Sól-
berg, f. 2010, sonur
þeirra er Unnar Sól-
berg, f. 2019. b) Hall-
dór Óli Ólafsson, f.
1998, maki Margrét
Nilsdóttir. 2) Yngvi
Halldórsson, f. 30.
júlí 1977, maki
Linda Jónsdóttir,
börn þeirra eru
Birgitta Rún, f.
2007, Tómas Ari, f.
2012, og Björgvin Jón, f. 2013. 3)
Halldór Halldórsson, f. 20. mars
1983, maki Arna Borg, barn
þeirra er Katrín Björg, f. 2018.
Þorbjörg ólst upp á Eiði þar til
fjölskylda hennar flutti á Húsavík
árið 1957. Þorbjörg stundaði nám
við Húsmæðraskólann Ósk á Ísa-
firði á árunum 1964-1965. Hún
flutti síðar til Reykjavíkur og
starfaði þar lengst af í herrafata-
deild Hagkaupa.
Útför Þorbjargar fer fram í
kyrrþey hinn 4. maí 2020.
Með miklum söknuði kveðjum
við elsku mömmu, ömmu og
tengdamömmu. Við erum gríðar-
lega þakklát fyrir þann tíma sem
við fengum að eiga með henni.
Dugnaður hennar og hugulsemi
áttu sér engin takmörk og var hún
alltaf tilbúin að styðja okkur og
hjálpa við öll þau ótal mörgu verk-
efni sem koma upp á stóru heimili.
Sem mamma var hún frábær
fyrirmynd og lagði metnað í allt
sem hún tók sér fyrir hendur og
var aldrei í vandræðum með að
finna verkefni. Hvort sem það var
uppi í sumarbústað fjölskyldunn-
ar eða á æskuheimilinu í viðhaldi,
útiverkum, bakstri, saumaskap
eða tilfærslu á húsgögnum, sem
öðrum fjölskyldumeðlimum
fannst reyndar sérstök iðja.
Vinnusemi, þrautseigja og
gríðarlegur dugnaður einkenndi
hana alla tíð og þrátt fyrir veik-
indi síðustu ára lét hún ekkert
stoppa sig, hreyfði sig mikið og
skellti sér í öll verkefni, lítil og
stór. Hún sýndi ást til fjölskyld-
unnar í verki og var ekki mikið um
væmni eða væl á þeim bænum.
Frá því krakkarnir fæddust
sótti amma Tobba þá nokkrum
sinnum í viku á leikskóla og skóla
og gerði það alveg þangað til í lok
febrúar þegar heilsunni hrakaði
mikið. Hún var alltaf til í að eyða
tíma með krökkunum og varð
hálfmóðguð ef hún var ekki fyrst
til að vera beðin að passa. Krakk-
arnir sitja eftir með ótal spurn-
ingar og mikinn söknuð. Hver
muni eiginlega passa þau, finna
hluti sem eru týndir og hvort þau
fái aldrei pönnukökur, banana-
brauð eða ömmuknús aftur.
Sem tengdamamma var elsku
Tobba búin að besta tengda-
mömmuhlutverkið og var það stór
lottóvinningur að fá að vera
tengdadóttir hennar. Hún hafði
þægilega nærveru og af mikilli
fórnfýsi vildi hún allt fyrir mann
gera alla tíð. Hún var okkur til
dæmis ómetanleg hjálp með
drengina okkar tvo sem fæddust
með 15 mánaða millibili.
Við fórum ótal ferðir saman,
bæði innanlands og erlendis, þar
sem við gerðum mikið af
skemmtilegum hlutum sem sitja
eftir sem frábærar minningar um
frábæra konu sem við varðveitum
í hjarta okkar.
Eftir stendur minning um
dugnaðarfork og orkubolta sem
við vorum stolt af, munum við
hugsa til hennar á hverjum degi
og sakna sárt.
Elsku mamma, amma og
tengdamamma – elskum þig.
Yngvi, Linda, Birgitta Rún,
Tómas Ari og Björgvin Jón.
Með miklum söknuði kveð ég
ömmu Tobbu en ég og amma ætl-
uðum alltaf að verða gamlar kon-
ur saman. Amma er konan sem ég
hef alltaf litið upp til og mun gera
um ókomna tíð, það var eins og
sálirnar okkar væru tengdar á
sérstakan hátt og hún skilur eftir
stórt sár í minni.
Þegar ég fæddist bjó mamma
mín heima hjá ömmu og afa og
mínar dýrmætustu æskuminning-
ar eru í faðmi þeirra tveggja.
Amma var hlý, skemmtileg, orku-
mikil og ákveðin kona. Hún var
iðulega að gera og græja eitthvað
fyrir börnin sín eða barnabörn, en
hún var alltaf til staðar til að
hjálpa manni með hvað sem er,
hvort sem það var að stytta gard-
ínur, stoppa í sokka, skutla manni,
redda einhverju eða baka mar-
engs fyrir minnstu tilefni.
Ég fékk snemma matarást á
ömmu minni og dreymir mig um
að vera jafn frábær kokkur og
hún og stunda nú stífar pönnu-
kökuæfingar í von um að gera
hana stolta og taka við keflinu.
Þau voru ófá skiptin eftir að ég fór
að búa þar sem ég hringdi í ömmu
til að fá ráð í eldamennskunni t.d.
afhverju pönnukökurnar mínar
festust við pönnuna, alltaf var hún
með svar við öllu og heyri ég hana
ljóslifandi segja „hæ prinsess“ í
símann. Ég er viss um að það
verða mörg tilfelli í framtíðinni
þar sem ég mun óska þess að geta
hringt í hana til að leita ráða.
Amma gerði allt fyrir mann, það
var alveg sama hvað, og aldrei bað
hún um neitt til baka.
Mér er minnisstætt hversu
innilega hún hló og þau voru ófá
hlátursköstin okkar saman en
amma var alltaf til í eitthvert
sprell. Amma lá yfirleitt ekki á
skoðunum sínum og gat stundum
verið fullhreinskilin en þá oftast
glottandi út í annað og hafði ég
alltaf mjög gaman af. Amma var
hörkudugleg og fór daglega í sund
og stundaði göngutúra af fullum
krafti og það gat verið erfitt að fá
hana til að slaka á, nema kannski
á sólarströnd. Við fórum í nokkrar
eftirminnilegar ferðir saman þar
sem við lágum á sundlaugarbakk-
anum, drukkum shandy og spil-
uðum rommí. Þá var keppt í því
hver kæmi brúnastur heim, en
hún vann þá keppni alltaf vegna
þess að hún var með svo gott for-
skot enda sunddrottning. Ömmu
fannst mjög gaman að vera fín og
ég elskaði að fá að lita á henni
augabrúnirnar, hjálpa henni að
velja dress eða setja á hana nagla-
lakk og skvísast með henni.
Þegar ég hugsa um ömmu er
þakklæti mér efst í huga, ég er
óendanlega þakklát fyrir að hafa
fengið hana sem ömmu, þakklát
fyrir allt það sem hún kenndi mér
og þakklát fyrir allar minningarn-
ar. Þá er ég þakklát fyrir það að
hún hafi fengið að sjá mig í móð-
urhlutverkinu og hitt barnabarnið
sitt, sólargeislann hann Unnar, og
honum mun ég segja sögur af
langömmu um alla ævi, enda nóg
af sögum til að segja.
Ef ég loka augunum get ég far-
ið aftur í tímann þar sem ég stend
á pallinum við sumarbústaðinn
Draumaland. Ég finn lyktina af
nýslegnu grasi, heyri fuglasöng
og suð í húsflugum, finn bragð af
samlokubrauði og maltbrauði
með smjöri og osti á milli, sé
ömmu löðrandi í johnson’s baby
oil að sóla sig, hola í höggi, útvarp-
ið í gangi, ömmuknús. Ég vona að
hún sé þar núna, með afa í
Draumalandi.
Sunna Björg Gunnarsdóttir.
Elsku systir og frænka.
Ég trúi því ekki að þú sért far-
in! Þú sem varst svo full af lífi og
þrótti, þú sem slóst hvergi af þótt
veik værir. Labbaðir og syntir
eins og áður og alltaf tilbúin að
hjálpa og aðstoða aðra, ekki síst
börnin þín og fjölskyldur þeirra
sem nutu góðs af allri þinni hjálp-
semi og dugnaði. Þeirra missir er
mikill.
En það verður ekki á allt kosið í
þessu lífi. Þú greindist með
krabba fyrir rúmum átta árum og
þú tókst því eins og hverju öðru
verkefni sem þurfti að takast á
við. Við systur og mágkona í
klúbbnum okkar sögðum að hann
myndi ekki ná þér því þú hlypir
svo hratt. En allt tekur enda,
hann náði þér að lokum og nú er-
uð þið tvö farin úr systkinahópn-
um.
Ég veit að það verður vel tekið
á móti þér í sumarlandinu, elsku
systir.
Elsku Þóra Björg, Yngvi, Hall-
dór og fjölskyldur, við sendum
ykkar okkar dýpstu samúðar-
kveðjur og biðjum Guð að styrkja
ykkur á þessum erfiðu tímum.
Mikið eigum við eftir að sakna
þín, elsku Tobba.
Sigrún og fjölskylda.
Mitt eina blóm …
Mitt eina blóm er blátt
það breytist ei.
Þó bjóðist vendir rauðra rósa
mín ræða er nei,
og þegar lýkur lífs míns göngu
og lúin dey
og siglir burt af dagsins djúpi
draums míns fley,
og Maríuleiði að lokum fæ
í ljúfum þey.
Í veganesti gjöf mér gef,
– eitt gleymmérei.
(Bragi Magnússon)
Með sorg í hjarta og sárum
söknuði kveðjum við Tobbu vin-
konu okkar.
Þórdís Vala Bragadóttir og
Kristján Þráinn Benediktsson.
Þorbjörg
Jónasdóttir
✝ Ásdís LíndalHafliðadóttir
fæddist í Reykjavík
19. febrúar 1940.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Grund 8. apríl
2020. Dóttir Guð-
rúnar Karlsdóttur
og Þórhalls Árna-
sonar sellóleikara
en var ættleidd af
hjónunum Halldóru
Sveinbjörnsdóttur húsmóður, f.
1911, d. 1999, og Hafliða Helga-
syni prentsmiðjustjóra, f. 1898,
d. 1973.
Ásdís giftist Skúla Nielsen
hárskera árið 1957 og eign-
uðust þau þrjú börn: 1) Hafliði
Nielsen, f. 1958, kvæntur Val-
dísi Kristjánsdóttur, f. 1959,
þeirra börn eru Ásdís Rósa, f.
1991, gift Hirti Hjartarsyni, f.
1981, Hafdís Edda, f. 1992, d.
1992, og Mímir, f. 1993. 2)
Snorri Már, f. 1965, hans börn
Hugrún, f. 1991,
sambýlismaður
Einar Kári Jó-
hannsson, Freyr, f.
1997, og Kári, f.
2003. 3) Svava, f.
1967, gift Ragnari
J. Bogasyni, f.
1957. Börn Svövu
úr fyrra sambandi
Agnes Una, f. 1991,
gift Justin Nav-
arrette, f. 1989,
Anna Karen, f. 1993, og Arnar
Þór, f. 1997. Ásdís og Skúli
skildu árið 1969. Árið 1974 gift-
ist Ásdís Baldri Líndal, f. 1918,
d. 1997.
Langömmustrákarnir eru
fimm: Baldur Leo, f. 2012,
Hjörtur Benjamín, f. 2015, Oli-
ver Thor, f. 2015, Mímir Hrafn,
f. 2018, og Álfgrímur, f. 2019.
Ásdís vann við skrifstofu-
störf, þýðingar og bókhald
mestan sinn starfsaldur.
Útför hefur farið fram.
Á kveðjustund er þakklæti efst
í huga mér. Ég er svo þakklát fyr-
ir mömmu mína. Mamma var
stóri sterki kletturinn í lífi mínu,
hún stóð alltaf við bakið á mér, í
blíðu og stríðu. Það er svo margt
sem kemur upp í hugann. Þegar
ég var í Kaliforníu rétt orðin tví-
tug og lenti í miklum mótbyr vildi
hún að ég tækist á við verkefnið
og flaug til mín til að halda utan
um mig og vera með mér í tvær
vikur svo ég gæti haldið áfram að
lifa drauminn minn. Þegar ég
gekk í gegnum skilnað varð hún
allt í einu tilbúin að selja húsið sitt
og hjálpa mér að kaupa íbúðina,
aðallega svo barnabörnin hennar
hefðu öryggi. Draumur mömmu
var alltaf að eiga stóra fjölskyldu
og það besta sem við systkinin
gáfum henni voru barnabörnin,
hún var svo stolt og montin af
þeim öllum. Grjónagrautur í há-
deginu á laugardögum hjá ömmu
og afa er ógleymanlegur tími,
krakkarnir dansandi við Bellu
símamær og Bjössa á mjólkur-
bílnum, hláturinn og gleðin skein
úr hverju litlu andliti. Gæða-
stundir barnanna minna með
ömmu voru margar; snjókarla-
gerð í garðinum, golfæfingar,
sumarbústaðaferðir, sund og
gönguferðir í Heiðmörk auk allra
gistinganna. Þegar langömmust-
rákarnir bættust í hópinn jókst
stoltið og ánægjan með stækk-
andi hóp afkomenda.
Á síðustu árum, þegar heilabil-
un fór að gera vart við sig, skipt-
um við um hlutverk. Ég varð
kletturinn hennar þegar heilsu og
færni fór að hraka. Í maí 2018 var
mamma svo heppin að komast inn
á Minni-Grund á Hjúkrunarheim-
ilinu Grund. Þar var hún umvafin
dásamlegu starfsfólki sem hugs-
aði vel um hana allt fram á síðustu
stundu.
Hvíl í friði elsku mamma mín
og takk fyrir allt og allt.
Þín
Svava.
Amma var alltaf til staðar og
var aldrei of upptekin fyrir mig.
Ég varði miklum tíma með ömmu,
við spiluðum og spjölluðum alveg
frá því að hendurnar mínar voru
of litlar til að geta haldið á öllum
spilunum mínum í ólsen þangað
til hún hætti að leyfa mér að vinna
og svo enn lengur. Spilin þróuðust
jafnt og spjallið eftir því sem ég
þroskaðist. Amma var jafn þolin-
móð við mig þegar við spiluðum
ekkert nema ólsen og veiðimann, í
marga klukkutíma, eins og þegar
við spiluðum rússa og rommí.
Amma kenndi mér mörg spil, sem
og að leggja kapal og laga kaffi.
Hún kenndi mér líka að horfa á
fegurðina í kringum mig og
standa á mínu. Amma var mikill
sælkeri og við nutum þess mikið
að fá okkur eitthvað gott að
borða, stundum var það pylsa og
sjeik í sjoppunni og stundum blá-
ber eða súkkulaðirúsínur uppi í
rúmi. Ömmu langaði alltaf í stóra
fjölskyldu, hún kunni því raun-
verulega að meta fjölskylduna
sem hún eignaðist líkt og hún
sýndi okkur og sagði alla tíð. Ég á
ótal margar minningar um ömmu
og ég er þakklátur fyrir þær allar.
Elska þig alltaf.
Þinn
Arnar Þór.
Amma Ásdís var stór hluti af
lífi okkar og hún kenndi okkur svo
margt. Eitt það dýrmætasta sem
hún kenndi okkur var að meta
fegurð náttúrunnar í fjöllunum og
sólarlaginu. Þau amma og afi
höfðu ferðast víða og við elskuð-
um að heyra ömmu segja ferða-
sögur frá framandi löndum og
fengum útþrá strax í æsku.
Amma sinnti menningarlegu upp-
eldi okkar barnabarnanna. Hún
fór með okkur á tónleika og lista-
söfn og við eigum margar
skemmtilegar minningar um
þessa viðburði sem höfðu mikil
áhrif á okkur. Amma var hörku-
tól, ákveðin og sjálfstæð og hafði
mjög ríka réttlætiskennd. Hún
var alveg óhrædd við að vera hún
sjálf og taka pláss í heiminum og
hún elskaði og studdi okkur alltaf
þegar við þorðum að vera við
sjálf.
Þú gafst mér skýin og fjöllin
og guð til að styrkja mig.
Eg fann ei, hvað lífið var fagurt,
fyrr en eg elskaði þig.
(Sigurður Nordal)
Takk fyrir allt, elsku amma.
Þínar elskandi
Agnes Una og Anna Karen.
Elsku amma Ásdís. Ég finn
fyrir svo miklu þakklæti þegar ég
hugsa um allar góðu minningarn-
ar. Hlíðavegur 63 skipar veiga-
mikinn þátt í þeim flestum þar
sem þú skapaðir barnabörnum
þínum gott umhverfi. Heimilið
var uppfullt af skemmtilegum
munum sem þið afi Baldur söfn-
uðuð á ferðalögum á framandi
staði og fjöldanum öllum af fal-
legum málverkum. Garðurinn var
ævintýraheimur og á góðviðris-
dögum var pallurinn besta leik-
svæðið. Þetta eru dýrmætar
minningar og ég held að þér hafi
sjaldan liðið jafnvel og þegar hús-
ið var uppfullt af litlum krílum,
syngjandi og dansandi við Bjössa
kvennagull í stofunni.
Ég minnist líka reglu sem þú
settir varðandi afmælisgjafir eftir
ákveðinn aldur. Við barnabörnin
fengum að velja afmælisgjöfina
sjálf og á eftir var farið á Mc-
Donalds og maður fékk alltaf ís
með. Fyrir tíu ára barn var þetta
toppurinn á tilverunni og mér
fannst langskemmtilegast að fá
afmælisgjöf frá þér.
Í æsku og fram á unglingsár
bað ég þig oft að segja mér sögur.
Þér fannst trú mín á þér sem
sögumanni fullmikil á köflum en
þú sagðir samt svo skemmtilega
frá framandi ferðalögum, hlæj-
andi hýenum í Afríku, ævintýrum
í Mið-Ameríku og blómunum
hans Kjarvals. En stundum sagð-
irðu sögur sem voru ekki jafn
bjartar og ljúfar, af erfiðri
reynslu í æsku eða feilsporum
sem þú tókst sem foreldri og sást
greinilega mjög mikið eftir. Ég
veit ekki af hverju þú treystir mér
fyrir svo berskjölduðum brotum
úr lífi þínu en það þykir mér ótrú-
lega vænt um, því það hjálpaði
mér að skilja þig og heiminn bet-
ur.
Elsku amma, nú færðu loksins
að hitta afa Baldur aftur sem þú
varst búin að sakna svo mikið og
tilhugsunin um það gleður á þess-
um erfiðu tímum.
Hugrún Snorradóttir.
Ásdís Líndal Hafliðadóttir,
stjúpmóðir mín, er látin.
Fékk ég, elsta stjúpbarnið,
leyfi til að gera hér minningar-
grein í Morgunblaðið.
Vil ég byrja á að segja að mér
sýnist að Ásdís hafi staðið sig vel
sem móðir og manneskja, annars
hefðu börnin hennar þrjú varla
orðið háskólagengin í menningar-
fögum; einn í félagsfræði, annar í
sagnfræði og hin þriðja í kennslu-
fræði. (Við þetta bætast svo stjúp-
börnin fimm; einn í mannfræði,
tveir í sálfræði, einn í arkitektúr
og ein í talmeinafræði; semsagt
öll átta börnin langskólamenntuð,
sem mun vera býsna fágætt!)
Mér þótti vænt um að Ásdís
var menningarsinnuð. Að loknu
Verslunarskólanámi hóf hún
seinna nám við HÍ í félagsfræði.
Hún lærði hljóðfæraleik og söng í
kórum og kunni að meta ljóða-
bækur mínar.
Ég hitti hana fyrst þegar ég
kom heim í sumarfrí 1978, í miðju
langskólanámi mínu í mannfræði í
Kanada. Og rúmt síðasta árið
hennar sáumst við oft á elliheim-
ilinu Grund, þar sem hún var
heimilismaður en ég starfsmaður.
Aðrir munu fjalla meira um
hana hér, en ég vil minnast minna
tuttugu og fimm bóka til stjúp-
fjölskyldu minnar með því að
kveðja með ljóðabroti. Í ljóði
mínu sem heitir Systir, frænka,
stjúpsystir segi ég m.a. frá því er
ég fór með Svövu litlu stjúpsystur
í útileguferð, í heimsókninni 1978,
þannig:
En svona er nú einhleypingurinn ég:
minnist stúlknanna í fjölskyldunni:
Önnu litlu minnar í Kópavogi;
sem varð næstum fyrir spjótkasti
mínu;
Áslaugar frænku sem varð minn
verndarengill.
Og loks Svövu litlu stjúpsystur
sem man nú ekki lengur eftir
sjávarháskanum
þegar ég reri með hana út á ána
forðum!
Tryggvi V. Líndal.
Ásdís Líndal
Hafliðadóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
FJÓLA GUNNARSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Reyðarfjarðarkirkju
sunnudaginn 10. maí klukkan 14. Í ljósi
aðstæðna verður athöfnin í kyrrþey en
streymt verður úr kirkjunni á facebooksíðu
Reyðarfjarðarkirkju.
Við þökkum öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug.
Pétur Valdimarsson
Pétur Már Pétursson Arndís Bjarnadóttir
Eva Pétursdóttir Mogens U. Andersen
Gunnar Pétursson Margrét Ólafsdóttir
Valdimar Pétursson Ingibjörg Jóhannesdóttir
Jón Emil Pétursson
Heiðdís Pétursdóttir Hreiðar B. Hreiðarsson
barnabörn og barnabarnabörn