Morgunblaðið - 03.05.2020, Qupperneq 22
Á morgun, 3.
maí, eru 95 ár frá
fæðingu okkar
góða vinar, Óskars
Óskar Vigfús
Markússon
✝ Óskar VigfúsMarkússon
fæddist 3. maí
1925. Hann lést 5.
febrúar 2020.
Útför Óskars var
gerð 17. febrúar
2020.
V. Markússonar,
sem lést 5. febrúar
síðastliðinn. Kynni
okkar hófust árið
1996 þegar við
fluttum í Hvassa-
leiti 40, þar sem
hann bjó, ásamt
henni Ásu sinni.
Þau Óskar og Ása
urðu fljótt góðir
vinir okkar og með
þeim áttum við
margar góðar stundir, bæði
heima í Hvassaleitinu og í bíl-
túrum á góðviðrisdögum. Hann
átti gott safn bóka, las mikið og
var hafsjór af fróðleik, ekki síst
um landið okkar, sem hann var
búinn að ferðast mikið um, og
mynda, en ljósmyndun var hans
áhugamál. Hann hafði sterkar
skoðanir og þeim varð ekki svo
auðveldlega haggað, trúr sínum
málstað.
Þegar Ása veiktist, og gat
ekki verið lengur heima, fór
hann líka að huga að flutningi.
Vegna veikinda sinna fór Ása á
hjúkrunarheimilið Skjól, þar
sem hún lést 8. janúar 2017, en
hann fékk íbúð á Dalbraut 23,
þar sem hann var meðan heils-
an leyfði, en flutti þá á hjúkr-
unarheimilið Klausturhóla á
Kirkjubæjarklaustri, þar sem
hann var í nánd við bernsku-
slóðirnar, sem honum voru svo
kærar. Hvergi annars staðar
vildi hann eyða ævikvöldinu,
þrátt fyrir að vera þá langt í
burtu frá sínum nánustu og
kærustu, börnum sínum og fjöl-
skyldum þeirra.
Með þessum fátæklegu orð-
um viljum við þakka þeim Ósk-
ari og Ásu samfylgdina, vináttu
og góð kynni. Minning þeirra
mun lifa í huga okkar. Börnum
þeirra og fjölskyldum sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Guðbjörg og Hörður.
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2020
Smáauglýsingar
Bækur
BOKIN.IS
14.400 sérvaldar bækur til
sölu á bokin.is:
Þjóðsögur og þjóðlegur
fróðleikur. Mikið úrval ljóðabóka
eftir okkar bestu höfunda, mikið
úrval ljóðabóka eftir konur.
Héraðssaga og þjóðleg fræði,
skoðið úrval bóka á bokin.is
Skáldsögur, lögfræði, norræn
fræði, handbækur, listaverka-
bækur, erlend saga, hagfræði,
dulræn málefni, matur og vín,
ævisögur erlendra manna,
stjórnmál, trúmál, heimskauta-
ferðir og fjarlæg lönd.
Ferðabækur. Erlendar bækur.
Viljum sérstaklega minná ört
vaxandi netbókabúð okkar
bokin.is þú getur valið úr yfir 30
efnisflokkum bóka og verslar
bækur eftir innskráningu. Við
afgreiðum og sendum pantanir
með Íslandspósti.
BÓKIN ehf - Antikvariat.
Klapparstigur 25-27.
Opið 12-18 virka daga.
Laugardaga 13-17.
sími 5521710 - 8599090
Netfang: bokin@simnet.is
bokin.is er alltaf opinn
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
mbl.is
alltaf - allstaðar
Nú u
þú það sem
þú eia að
á FINNA.is
IÐNAÐARMENN VERSLANIR
VEITINGAR VERKSTÆÐI
BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA
✝ Sigrún fæddistí Reykjavík 24.
maí 1961. Hún lést á
heimili sínu 8. apríl
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Alda
Hraunberg Krist-
jánsdóttir, f. 30.3.
1939, d. 26.3. 2014,
og Svanur Fann-
berg Jóhannsson, f.
17.7. 1937, d. 11.5.
2001. Börn Svans eru Stefán Ingi
og Jóhanna Harpa.
Uppeldisfaðir Sigrúnar var
Ástmundur Höskuldsson, f. 19.7.
1937, d. 22.12. 2010. Alda og Ásti
áttu saman Höskuld, f. 3.7. 1963.
Eiginkona hans er Laor Pradp-
rieo, f. 10.3. 1960.
el, f. 8.8. 1984. Eiginkona Sig-
tryggs er Katrín
Sigmundsdóttir, f. 1986 og eiga
þau saman Kristján, f. 2014, og
Ólaf Orra, f. 2017.
Sigrún starfaði við ýmis störf
framan af, m.a. ofnasmíði, skel-
fiskvinnslu, laxavinnslu,
verslunarstörf, á dvalarheimili, í
sláturhúsi og sá um mötuneyti. Á
árunum 2000-2013 vann hún við
leik- og grunnskólann á Sólgörð-
um. Hún hafði nánast lokið leik-
skólakennaranámi 2006 en þurfti
frá að hverfa vegna aðgerðar
sem hún var lengi að ná sér eftir.
Sigrún var virkur meðlimur í
Kvenfélaginu Framtíðinni frá því
hún flutti í Fljótin og gjaldkeri
félagsins frá árinu 2010. Hún var
einnig gjaldkeri sóknarnefndar
Barðskirkju í yfir 20 ár.
Útför Sigrúnar fór fram í
kyrrþey 24. apríl 2020 frá Barðs-
kirkju í Fljótum.
Fjölskyldan flutti
í Hafnarnes (Þilju-
vellir í landi Gvend-
arness) við Fá-
skrúðsfjörð 1963 og
svo aftur til Reykja-
víkur árið 1966.
Þaðan fluttu þau til
Hveragerðis árið
1974.
Hinn 12.3. 1982
giftist Sigrún eig-
inmanni sínum,
Kristjáni Sigtryggssyni, f. á
Siglufirði 24.10. 1957. Foreldrar
hans eru Sigtryggur Krist-
jánsson og Pálína Gústafsdóttir.
Sigrún og Kristján fluttu að
Skeiðsfossi í Fljótum í ágúst
1981. Synir þeirra eru Sig-
tryggur, f. 12.12. 1981, og Daní-
Þeir vita það best, hvað vetur er,
sem vorinu heitast unna.
Þessar línur úr ljóði eftir Dav-
íð Stefánsson sá ég fyrst á eld-
húsveggnum hjá hjónunum Sig-
rúnu og Kristjáni á Skeiðsfossi í
Fljótum. Við Sigrún vorum bæði
aðkomufólk í Fljótum og ekki
vön fannfergi því sem þessi
óvenju fagra sveit á til að bjóða
upp á.
Maður lærir að meta vorið á
svona stað og það kenndi Sigrún
Svansdóttir mér. Sigrún var einn
fyrsti Fljótamaðurinn sem ég
kynntist þegar ég flutti í Fljótin
og ég fékk þá tilfinningu strax að
við hefðum þekkst fyrr.
Sú veizla var varla haldin í
Fljótum án þess að kallað væri í
Sigrúnu, en hún hafði einstakt
lag á undirbúningi matar og
veizluhalda.
Hjálpsöm og glaðlynd, þau
orð lýsa henni bezt. Sama má
segja um Kristján eiginmann
hennar, en þau hjón voru ótrú-
lega samheldin og unnu vel sam-
an.
Sigrún kenndi Fljótamönnum
stórvirk handbrögð í heima-
vinnslu afurða þeirra sem sveit-
ungar hennar framleiddu og sér-
stök uppskrift þeirra hjóna að
heimagerðum bjúgum mætti
líkja við framleiðslu Serrano-
skinku á Spáni. Sigrún og Krist-
ján unnu einmitt heitu löndunum
mjög og fóru reglulega til sólar-
landa, oft með starfsfélögum
Kristjáns hjá Rarik.
Þó að ég hafi ekki farið með í
slíka ferð heyri ég dillandi hlátur
Sigrúnar í vinahópinum, en hún
átti marga og góða vini. Upp úr
síðustu aldamótum hófum við
Sigrún saman störf við Sólgarða-
skóla í Fljótum, hún sem leik-
skólastjóri leikskólans Bangsa-
bæjar en ég sem leiðbeinandi við
grunnskólann.
Unnum við saman til ársins
2013 þegar við létum bæði af
störfum, en Bangsabæ var lokað
það vor. Það var mikill samgang-
ur milli skólastiganna og var
Sigrún frábær starfsfélagi. Auk
þess kenndi hún eldri börnum
mínum en Katla Huld dóttir mín
var síðasti nemandi Bangsabæj-
ar ásamt frænda sínum.
Þá fengu þau oft að fara heim
til Sigrúnar í stað þess að fara í
leikskólann og hlökkuðu þau allt-
af til þess enda Skeiðsfosshjónin
afar lagin í að umgangast börn.
Við Sigrún höfðum með okkur
samkomulag, hún færði mér
staup og ógrynnin öll af sælgæti
þegar hún kom að utan en ég gaf
henni ísskápssegla frá þeim
stöðum sem ég heimsótti. Sigrún
var lengi í sóknarnefnd Barðs-
kirkju og var mjög annt um
kirkjurnar á Barði og á Knapps-
stöðum.
María kona mín vann með
Sigrúnu í útibúi Kaupfélags
Skagfirðinga á Ketilási í Fljótum
í kringum 1990, og tíðkaðist sá
siður að Sigrún bauð starfsfólk-
inu í skötuveizlu á Þorlák, eins
og Norðlendingar kalla Þorláks-
messu. Konan mín hefur farið 31
sinni í slíka veizlu og fyrst í fyrra
féll niður skötuveizla sökum veð-
urs. Það má segja að jólin hjá
okkur hafi fyrst hafist á skötu-
veizlunni. Auk þess stóðu þau
hjón ásamt sonum þeirra að veg-
legri villibráðarveizlu þar sem
sveitungunum var boðið til
snæðings.
Eftir sérstaklega erfiðan vet-
ur, þegar veður var loks farið að
batna og daginn tekið að lengja,
fengum við þær harmafregnir að
Sigrún væri látin. Hvíl í friði,
kæra vinkona, fjölskyldan á Mol-
astöðum þakkar fyrir samfylgd-
ina og vottar aðstandendum
samúð sína.
Halldór Gunnar
Hálfdánarson og
fjölskylda, Molastöðum.
Sigrún Svansdóttir
✝ Árni Sigurðs-son fæddist 9.
júní 1943 á Ljóts-
stöðum í Vopna-
firði. Hann lést á
heimili sínu Sunda-
búð 3 á Vopnafirði
22. apríl 2020.
Foreldrar hans
voru Sigurður
Gunnarsson, f. 5.11.
1895, bóndi og odd-
viti á Ljótsstöðum,
d. 24.5. 1974, og Jóhanna Sig-
urborg Sigurjónsdóttir, hús-
freyja frá Ytri-Hlíð, f. 9.11. 1900,
d. 5.6. 1992.
Systkini Árna eru Gunnar, f.
Svanhildar þær Kristín Aldís og
Heiðdís Harpa dvöldu mikið hjá
þeim og myndaðist mikil vænt-
umþykja til þeirra.
Árni ólst upp á Ljótsstöðum í
Vopnafirði og gekk í skóla á
Torfastöðum. Hann vann við búið
heima og sinnti tilfallandi verk-
efnum á unglingsárum. Þegar
Árni var um tvítugt flutti hann
suður til Reykjavíkur og starfaði
þar sem bílstjóri hjá Mjólkursam-
sölunni og síðar sem leigubílstjóri
og síðustu starfsárin vann hann
hjá Skeljungi. Í Reykjavík bjó
hann til ársins 2017 en þá flutti
hann aftur heim til Vopnafjarðar.
Útför Árna fer fram frá
Vopnafjarðarkirkju í dag, 4. maí
2020, kl. 14 og fer hún fram í
kyrrþey vegna aðstæðna í þjóð-
félaginu.
1924, d. 2015, Sig-
urjón, f. 1925, d.
2008, Ágúst, f. 1926,
Sigurður, f. 1928, d.
2010, Jörgen, f.
1930, d. 2000, Jón, f.
1932, d. 2019, Val-
gerður, f. 1933,
Anna, f. 1935, Katr-
ín, f. 1936, og Jó-
hann, f. 1940, d.
1997.
Eiginkona Árna
var Svanhildur Þórarinsdóttir
frá Djúpalæk í Skeggja-
staðahreppi, f. 7. september
1932, d. 8. apríl 2004. Þeim varð
ekki barna auðið en frænkur
Okkur var öllum brugðið þegar
við fengum fregnirnar af andláti
þínu. Við áttum von á því að hitta
þig í Árbergi í sumar eins og und-
anfarin ár með Sigrúnu. En það er
alveg klárt mál að enginn veit sína
ævina fyrr en öll er og kallið kem-
ur oft fyrirvaralaust í sumarlandið.
Við og krakkarnir okkar eigum
góðar minningar að ylja okkur við.
Minningarnar streyma fram og
Árberg er þar ofarlega í huga en
einnig jólahald síðustu ára þinna í
Reykjavík. Það rifjast upp stundir
frá aðfangadagskvöldum, gaml-
árskvöldum, afmælum og viðburð-
um í fjölskyldunni, útilegu á Snæ-
fellsnes, bíltúr að skoða eldgos á
Fimmvörðuhálsi, veiðiferðir og
spjall um allt milli himins og jarð-
ar og þú varst svo fróður um land
okkar og þjóð. En samverustund-
unum fækkaði mjög eftir að þú
fluttir aftur heim á æskuslóðirnar
á Vopnafirði.
Það er samt dýrmætt fyrir okk-
ur og krakkana að hafa góðar
stundir í minningabankanum og
með þessum orðum viljum við
þakka þér fyrir samveruna og
sendum samúðarkveðjur til fjöl-
skyldu þinnar og vina.
Samúel, Guðrún Bára,
Sandra Sif og Hermann.
Ég kynntist Árna árið 2005 í
gegnum sameiginlega vini sem
áttu sumarbústað við hliðina á
mínum í Ketlubyggð í Rangár-
vallasýslu. Frá þeim tíma tókst
með okkur góð vinátta.
Við áttum margar góðar sam-
verustundir í sumarbústaðnum
mínum og dvöldum þar af og til öll
sumur, oft með börnunum mínum
og barnabörnum. Þar var spilað
og haft gaman. Hann spilaði oft á
sinn snilldarlega hátt á harmón-
ikkuna þegar gesti bar að garði og
stundum var dansað með. Við átt-
um gleðilegar stundir með vina-
fólki okkar í næsta bústað.
Þegar hann varð sjötugur héld-
um við upp á afmælið hans í sum-
arbústaðnum ásamt fjölskyldu
minni honum til mikillar gleði.
Hafði hann orð á því hve honum
þótti það skemmtilegt.
Á hátíðum skiptumst við á að
borða hjá börnum mínum, það
voru miklar gæðastundir.
Árni hafði glöggt auga fyrir
náttúru landsins og var sérlega
fróður um hana. Hann hafði farið
víða og þekkti nánast alla staði á
landinu. Hann vissi allt um fugla
og hafði gaman af að fylgjast með
atferli þeirra. Við nutum mikillar
útivistar saman og fórum í ófáar
veiðiferðirnar, enda var Árni mik-
ill veiðimaður. Einnig fórum við
oft í berjamó og eggjatínslu.
Bíltúrarnir sem við fórum í
voru margir og hafði hann gaman
af því að segja mér frá því sem fyr-
ir augun bar enda víðlesinn og
auðugur af þekkingu.
Mér er eftirminnileg ferð þegar
við fórum til Vopnafjarðar á hans
heimaslóðir þar sem hann þekkti
hverja þúfu. Hann sýndi mér
æskustöðvar sínar og að sjálf-
sögðu fórum við þar í árangurs-
ríka veiðiferð. Hann talaði oft um
æsku sína og sagði oft á tíðum „í
minni sveit … “ Honum fannst allt
gott fyrir austan og maturinn líka
og stundum fékk ég matarsend-
ingar frá Vopnafirði.
Árni var handlaginn, hjálpsam-
ur og ráðagóður. Hann var vana-
fastur og hafði sterkar skoðanir á
mönnum og málefnum.
Ég votta aðstandendum inni-
lega samúð, blessuð sé minning
góðs vinar.
Sigrún Sigríður
Garðarsdóttir.
Árni Sigurðsson