Morgunblaðið - 03.05.2020, Page 29

Morgunblaðið - 03.05.2020, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI VINSÆLASTA GRÍNMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI KOMIN AFTUR Í BÍÓ TIL AÐ KOMA OKKUR Í HLÁTURGÍRINN ! Tónlistarmaðurinn Sváfnir Sigurð- arson mælir með listaverkum í kóf- inu. „Samkomubannið hefur kallað á svo marga göngutúra að jafnvel hundurinn er farinn að verða leiður en í þessum göngutúrum nýti ég tímann í að hlusta á gott podcast eða á tónlist. Ég reyni að hlusta á eitt- hvað nýtt til helminga á móti því gamla en ég viðurkenni vel að mað- ur er ekki eins móttækilegur í dag og maður var hér áður. Ég hef beint sjónum mínum meira að íslenskri tónlist og í vikunni rat- aði ég á tónlist Sveins Guð- mundssonar söngvaskálds sem var að gefa út plötuna Skrif- stofuplanta. Ég bókstaflega kolféll fyrir þessari plötu. Ekki síst textunum hans sem við fyrstu hlustun virðast fjalla um einfalda og afmarkaða hluti en eru þegar betur eru að gáð miklu dýpri og líkingamálið margslungið. Ég skora á ykkur að taka góðan göngu- túr með Skrifstofuplöntu. Það verð- ur enginn svikinn af því. Plata æskuhetjunnar minnar Pauls Wellers, True Meanings frá 2018, er frábær og ég læt hana rúlla reglulega og þá alla leið í gegn. Mæli hiklaust með öllum katalóg Wellers. Hann er séní. Af því sem ég hef séð á skjánum undanfarið hef ég helst hrifist af þáttunum Unorthodox sem bregða ljósi á samfélag Hasíta-gyðinga í Williamsburg í Brooklyn. Þættirnir byggjast að hluta á sögu konu sem sneri baki við rótum sínum og flýði þetta samfélag í leit að betra lífi. Þetta er mögnuð innsýn í framandi menningarheim og mér skilst að þessi mynd sem er dregin upp þarna fari býsna nærri raunveruleikanum. Ég vildi óska þess að ég hefði ein- hverja stórbrotna skáldsögu á nátt- borðinu þessa stundina, en ég væri bara að skrökva ef ég segði að svo væri. Ég bendi fólki því bara á að endurnýja kynnin við Ástríks- bækurnar, en annar höfunda þeirra Albert Uderzo lést í mars síðast- liðnum og tilvalið að heiðra minn- ingu hans með því að kíkja í Gaul- verjabæ. Það má alltaf treysta á góð slagsmál í fiskbúðinni, grillaðan villigölt og Óðrík tjóðraðan uppi í tré. Allt eins og það á að vera.“ Mælt með í kófinu AFP Gleðistund Teiknarinn Albert Uderzo ásamt Steinríki og Ástríki. Skrifstofuplanta og Gaulverjar Séní Paul Weller tónlistarmaður. Sváfnir Sigurðarson „Við fáum leiðbeiningar um hvernig við eigum að þrífa og auka bilið milli áhorfenda á tímum kórónuveiru- faraldursins. En við fáum litlar sem engar upplýsingar um það hvað leik- hópurinn má og hvað ekki,“ segir Trine Holm Thomsen, leikhússtjóri Aarhus Teater í Danmörku. Í liðinni viku kynnti hún komandi leikár og var þar með fyrst leikhússtjóra til þess þar í landi. Í samtali við danska dagblaðið Politiken segir hún mikla óvissu ríkja um verkefni næsta leik- árs þar sem enn sé til dæmis óljóst hversu margir áhorfendur megi vera á hverri sýningu í haust. „Mega leikarar snertast? Mega þeir kyssast? Hversu margir mega vera á sviðinu í einu? Við höfum eng- in svör við þessu. Það er ávallt gleði- stund þegar nýtt leikár er kynnt, en í þetta skiptið er ég á báðum áttum því ég veit ekki hvort þau verkefni sem ég er að kynna munu rata á svið.“ Leikhús í Danmörku hafa ver- ið lokuð frá miðjum mars. Aðspurð hvers vegna verkefnaval komandi leikárs endurspegli ekki þá fordæmalausu tíma sem nú ríkja bendir Thomsen á að leikár séu ávallt skipulögð með a.m.k. tveggja ára fyrirvara. „Auðvitað þurfum við í framhaldinu að hugsa hlutina upp á nýtt og vera skapandi til að komast í gegnum kórónuveirutímann. Mig er farið að þyrsta í aðrar frásagnir en endalausar og einsleitar fréttir af sjúkdómnum, innlögnum og dauða. Þegar bókhaldið fyrir menninguna verður gert upp óttast ég hvað þessi tími mun kosta í reynd. En ég veit að við höfum lært að það verður aldrei aftur hægt að líta á listina sem skraut. Listin er lífsnauðsynleg.“ Ljósmynd/ Isak Hoffmeyer, Aarhus Teater Stjóri Trine Holm Thomsen. Mega leikarar snertast?  Nýtt leikár kynnt í mikilli óvissu  Listin verður aldrei álitin skraut Úti um heimsbyggðina leita listamenn leiða til að skemmta og hvetja samborgara sína til dáða á erfiðum tímum, samtímis og þeir vinna áfram að listsköpun sinni eins og þeim er unnt. Í vikunni lét bandaríska söngvaskáldið Phil Angotti aka sér um heimaslóðir í Oak Park í Illinois, sat aftur á palli bílsins og lék og söng fyrir íbúana. Framtakið var hluti af farand- tónleikaröð sem er kölluð „Stay-at-Home“-tónleikar. AFP Tónlist fyrir samborgarana

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.