Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 1
HEIMILI OGHÖNNUN „Ég er naívistimeð fullkomn-unaráráttu“ SigríðurThorlacius Klemens Nikulásson Hannigan hannaði og smíðaði hillur fyrir foreldra sína meðan veiran geisaði Dugleg að hendadóti undir rúm F Ö S T U D A G U R 8. M A Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  108. tölublað  108. árgangur  Guðni Einarsson gudni@mbl.is Það er ljóst að það er kominn ferða- hugur í landsmenn eftir erfiðan vet- ur og hyggja margir á ferðalög inn- anlands í sumar. Stóru hótelkeðjurnar munu ekki reka nema hluta af hótelum sínum í sumar. Þannig verða Íslandshótel með sjö af 17 hótelum sínum opin, hjá KEA hótelunum verða þrjú af tíu hótelum opin og hjá Center hótelum verða þrjú af átta hótelum opin. Landsmönnum býðst nú hótelgist- ing með verulegum afslætti. Þannig er m.a. hægt að kaupa gistingu til 5, 7 eða 10 nátta hjá Íslandshótelum og gista á einu hóteli eða fara á milli hótelanna sjö. Hundaeigendum er velkomið að taka gæludýrin með, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. KEA hótelin bjóða m.a. upp á gisti- pakka með af- þreyingu í sam- vinnu við ýmsa aðila og Center hótel gera fólki margs konar til- boð og bjóða upp á gjafabréf með kaupauka. Davíð Torfi Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Ís- landshótela, taldi að hótel þeirra yrðu rekin með tapi í sumar. „Þetta heldur tannhjólunum aðeins smurð- um. Við erum enn með yfir 300 starfsmenn í vinnu. Þeir hafa störf og við erum að sinna íslenska mark- aðnum.“ Umsjónarmenn orlofshúsa hjá þremur stéttarfélögum voru sam- mála um að gríðarleg eftirspurn væri eftir því að leigja sumarhús. »4 Hótelgisting á til- boðsverði í sumar  Kominn er ferðahugur í marga Þingvellir Íslensk- ir ferðamenn. Kórónuveirufaraldurinn hefur ekki breytt áformum Lands- bankans um nýjar höfuðstöðvar við Hörpu. Enn er gert ráð fyrir að þær verði teknar í gagnið árið 2022. Áætlaður kostn- aður við verkið var 11,8 milljarðar samkvæmt kostnaðar- áætlun frá í febrúar. Síðan þá hefur krónan veikst um tæp 13%, sem gæti aukið kostnaðinn enn frekar. Uppgjör Lands- bankans vegna fyrsta ársfjórðungs var birt í gær. Tapaði bankinn 3,6 milljörðum króna á tímabilinu, en hann skilaði 6,8 milljarða hagnaði á sama tímabili í fyrra. »12 Morgunblaðið/Árni Sæberg Enn stefnt að því að vígja nýjar höfuðstöðvar Landsbanka 2022 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vinnumálastofnun (VMST) er að safna upplýsingum um hversu marg- ir hafa farið úr hlutabótaleiðinni síð- ustu daga við endurræsingu fyrir- tækja. Síðastliðinn mánudag hækkuðu fjöldamörk samkomubanns úr 20 í 50 manns. Með því var hægt að opna framhaldsskóla og háskóla. Þá gátu fyrirtæki sem veita ýmsa þjónustu á ný tekið á móti viðskiptavinum, til dæmis hárgreiðslustofur. Með því gátu viðkomandi starfs- menn farið aftur í fullt starf á ný. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir mega ætla að margt starfsfólk hætti á hluta- bótaleiðinni í byrjun mánaðarins. Þar með talið í verslun, ýmsum þjónustu- störfum, eins og sjúkraþjálfun, hár- greiðslu og fleiri greinum. Fjöldinn liggi hins vegar ekki fyrir. Hins vegar megi gera ráð fyrir að áfram verði margir í ferðaþjónustu á atvinnuleysisskrá. Nú sé verið að setja kraft í að afla upplýsinga frá þátttakendum í þessu úrræði um hvenær því muni ljúka, hvort breyt- ingar verði á starfshlutfalli og annað sem skiptir máli í þessu samhengi. Alls sóttu um 36 þúsund manns um hlutabætur í kórónukreppunni. Uppbót vegna samdráttar Með hlutabótaleiðinni var boðið upp á greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða skertu starfshlutfalli. Til- efnið var kórónuveirufaraldurinn sem orsakaði tímabundinn samdrátt í starfsemi margra fyrirtækja. Leið- in var í boði frá miðjum mars. Að sögn Karls var starfshlutfallið í hlutabótaleiðinni að meðaltali 36% og bótahlutfallið að jafnaði 59%; starfshlutfallið að meðaltali 95%. Fram kemur á vef Vinnumála- stofnunar að greiðslur frá stofnun- inni nemi tekjutengdum atvinnuleys- isbótum í réttu hlutfalli við hið skerta starfshlutfall. Þær geti þó aldrei numið hærri fjárhæð en um 342.300 krónum. Fram kom í Morgunblaðinu fyrr í vikunni að verslunin hefði almennt komið vel undan erfiðum vetri. Það gæti vegið þungt en Samtök versl- unar og þjónustu áætla að 25-27 þús- und manns starfi í verslun á Íslandi, en skv. tölum Hagstofunnar störfuðu 23.500 í ferðaþjónustu í janúar sl. Skrá sig aftur í fullt starf á vinnumarkaði  VMST telur fjölda fólks skrá sig úr hlutabótaleiðinni í maí HÚSÖGN MEÐ KARAKTER KLEMENS HANNAR OG SMÍÐAR 40 SÍÐNA AUKABLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.