Morgunblaðið - 08.05.2020, Page 27

Morgunblaðið - 08.05.2020, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020  Ronald Koeman, þjálfari hollenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og Southampton, kveðst vera stál- hress á ný eftir að hafa gengist undir hjartaþræðingu. Koeman, sem er 57 ára gamall, var fluttur á sjúkrahús á sunnudaginn eftir að hafa fengið verki fyrir brjósti og fór beint í aðgerð. Hann skýrði frá því á Twitter að hann væri orðinn stálhress, þakkaði læknum í Amsterdam fyrir snögga og frábæra hjálp. „Svona lagað kemur manni nið- ur á jörðina. Þetta var talsverð við- vörun, fyrir sjálfan mig fyrst og fremst en líka fyrir fjölskyldu og vini,“ sagði Koeman sem hefur stýrt hollenska landsliðinu undanfarin tvö ár.  Mette Frederiksen, forsætisráð- herra Danmerkur, staðfesti í gær að liðin í tveimur efstu deildum karla mættu byrja að spila leiki frá og með næsta mánudegi og hefja deilda- keppnina eins fljótt og mögulegt er eftir það. Leikið verður án áhorfenda, æfingar geta hafist án takmarkana á morgun, föstudag, og stjórn deilda- keppninnar hefur gefið út að fyrstu leikir verði spilaðir 29. maí. Félögin í úrvalsdeild karla eiga eftir að spila átta til þrettán leiki, eftir því hvort þau enda í efri eða neðri hluta deildarinnar að 26 umferðum loknum en búið er að spila 24 umferðir.  Ítalska knattspyrnufélagið Fiorent- ina skýrði frá því í gær að þrír leik- menn liðsins og þrír úr læknateymi þess hefðu greinst með kórónuveiruna eftir að hafa farið í próf í fyrradag. Þessir sex væru allir komnir í ein- angrun. Sampdoria greindi síðan frá því að þar hefðu fjórir leikmenn reynst smitaðir. Ítölsku liðin eru byrjuð að æfa en í litlum hópum og með tveggja metra fjarlægðarreglunni og vonast er eftir því að þau megi byrja að æfa eðli- lega 18. maí.  Kaupmannahöfn verður áfram einn af keppnisstöðunum á Evrópumóti karla í knattspyrnu sumarið 2021 en blikur voru á lofti eftir að frestanir vegna kórónuveirunnar settu bæði mótið og hjólreiðakeppnina Tour de France úr skorðum. Upp var komin sú staða að leikir á EM í Kaupmannahöfn myndu rekast á upphafið á Tour de France, en báðum viðburðunum var frestað til sumarsins 2021. Danska knattspyrnusambandið og borgarráð Kaupmannahafnar skýrðu frá því á fréttamannafundi síðdegis í gær að samkomulag hefði nást um skipan mála. Fjórir leikir á EM verða spilaðir í Kaupmannahöfn, eins og ráð var fyrir gert, og í kjölfarið verða þrjár dagleiðir af Tour de France haldnar í Danmörku.  Viðar Örn Kjartansson, landsliðs- maður í knattspyrnu, verður áfram í röðum Yeni Malatyaspor í Tyrklandi en tyrkneska félagið hyggst kaupa hann af Rostov í Rússlandi að þessu tímabili loknu. Viðar kom til félagsins sem lánsmaður í janúar og hefur skorað eitt mark í fyrstu sjö umferðunum. Lið hans er í fimmtánda sæti af átján liðum þegar átta umferð- um er ólokið en Tyrkir ætla að halda áfram með deilda- keppnina 12. júní. Eitt ogannað FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kris@mbl.is Ríkisútvarpið fullyrti á vef sínum um miðjan daginn í gær að Inga Þór Steinþórssyni, þjálfara Íslands- meistaraliðs KR í körfuknattleik karla, hefði verið sagt upp störfum en félagið hefur ekki sent neina til- kynningu frá sér ennþá. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst fundaði Ingi með vinnuveitendum sínum hjá KR á miðvikudag þar sem möguleg starfslok hans sem þjálfara voru til umræðu. Ekki virðist hafa verið gengið frá starfslokum en fréttir gærdagsins hafa heldur ekki verið leiðréttar. Netmiðillinn Karfan.is fullyrti í gær að Darri Freyr Atla- son ætti að taka við KR og RÚV sagði það vera líklegt. Á dögunum var tillkynnt að Darri væri hættur hjá Val en hann gerði kvennalið Vals að Íslands- og bikarmeisturum í fyrra. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, svaraði skilaboðum Morgunblaðsins í gær en sagðist ekki ætla að tjá sig um gang mála að svo stöddu. Darri Freyr Atlason vildi heldur ekki tjá sig þegar eftir því var leitað. Ekki náðist í Inga Þór Steinþórsson. Fyrir viku lauk fjáröflunar- verkefninu, „Stöndum saman“ hjá körfuknattleiksdeild KR. Ingi Þór var nokkuð áberandi í tengslum við kynningu á þeim viðburði. Voru ýmsir leikmenn, þjálfarar og for- maður körfuknattleiksdeildar teknir tali í netútsendingu hjá KR. Þar var ekki annað að heyra á Inga en að hann myndi stýra KR-liðinu næsta vetur. Þar af leiðandi má draga þá ályktun að atburðarásin í vikunni hafi komið Inga Þór á óvart. Óánægja meðal leikmanna? Að sögn þeirra KR-inga sem Morgunblaðið ræddi við í gær hefur borið á óánægju hjá leikmönnum liðsins síðustu vikur og jafnvel mán- uði. Í það minnsta einhverjir þeirra hafi verið óánægðir með störf Inga en einnig sé óánægja vegna launa- mála. Eins og hjá mörgum félögum hafa rekstrarforsendur breyst mik- ið og gerðist það snögglega vegna kórónuveirunnar. KR hefur farið í úrslitarimmuna í úrslitakeppni Ís- landsmótsins síðustu sex ár, og ávallt unnið, og því fylgja sann- arlega miklar tekjur af miðasölu. Nú var úrslitakeppninni hins veg- ar aflýst og spurning hvernig félag- inu hafi gengið að semja við leik- menn eftir að forsendur breyttust. Viðmælendur blaðsins fullyrtu að margir leikmenn ættu inni laun hjá KR en það þarf ekki að koma á óvart í ljósi stöðunnar. Þrír viðmæl- endur blaðsins töldu að innan leik- mannahópsins hefði verið vilji til að skipta um þjálfara en það hefur ekki fengist staðfest. Vinsæll í félaginu Málið er vafalaust viðkvæmt í Vesturbænum þar sem Ingi Þór er uppalinn KR-ingur og hefur tvíveg- is gert liðið að Íslandsmeisturum, 2000 og 2019. Þykir líflegur og vin- sæll maður sem tekur þátt í ýmiss konar starfsemi innan körfuknatt- leiksdeildarinnar. Margir bera hon- um vel söguna og séu starfslokin tilkomin vegna einhliða ákvörðunar stjórnarinnar þá gæti það valdið óánægju í félaginu. Hafi leikmenn liðsins beinlínis farið fram á að skipt yrði um þjálf- ara þá er það væntanlega vísbend- ing um að leikmenn liðsins ætli að leika áfram með KR. Hafi atburða- rásin verið með þeim hætti hefur stjórn deildarinnar verið sett í nokkuð erfiða stöðu. RÚV fullyrðir að Inga hafi verið boðin staða hjá deildinni sem yfirmaður körfubolta- mála. Staða sem mun vera ný hjá KR eftir því sem blaðið kemst næst. Hvað gera þeir eldri? Staðan á leikmannahópnum er óljós meðal annars vegna þess að þrír leikmanna liðsins verða 38 ára gamlir á árinu: Jón Arnór Stef- ánsson, Helgi Már Magnússon og Jakob Örn Sigurðarson. Jón gaf sterklega í skyn á dögunum að hann væri hættur. Þá verður Sig- urður Þorvaldsson fertugur á árinu. Erfitt er að átta sig á því hvort leik- menn á þessum aldri vilji eða geti haldið áfram að spila eftir margra mánaða hlé. Brynjar Þór Björnsson er töluvert yngri, þótt reyndur sé, en hann verður 32 ára á árinu. Viðkvæm staða í Vesturbæ  Inga Þór Steinþórssyni virðist hafa verið sagt upp sem þjálfara KR  Darri Freyr Atlason líklegastur til að taka við  Inga boðið annað starf hjá félaginu Morgunblaðið/Hari 2019 Ingi Þór Steinþórsson fagnar sigri á Íslandsmótinu ásamt sínum mönnum fyrir ári. Austin Magnús Bracey og Ragnar Nathanaelsson hafa yfirgefið körfu- knattleikslið Vals en félagið skýrði frá þessu í gær. Ragnar gekk til liðs við félagið frá Njarðvík árið 2018 og hefur leikið með Valsmönnum und- anfarin tvö tímabil. Ragnar, sem er hávaxnasti leikmaður landsins, hef- ur einnig leikið með Þór í Þorláks- höfn og Hamri ásamt því að spila í Svíþjóð og á Spáni. Austin Magnús lék fyrst með Val árið 2012 en söðl- aði þá um og lék með Hetti og Snæ- felli áður en hann sneri aftur á Hlíð- arenda árið 2016. Tveir lykilmenn farnir frá Val Morgunblaðið/Hari Farinn Ragnar Nathanaelsson leik- ur ekki áfram með Valsmönnum. Norska knattspyrnusambandið skýrði frá því í gær að meistara- flokksfélög í landinu mættu í dag hefja æfingar án takmarkana á nýj- an leik. Ákveðið hefur verið að hefja keppni í úrvalsdeild karla í Noregi 16. júní, án áhorfenda. Keppni í úr- valsdeild kvenna og B-deild karla hefst fjórum vikum síðar. Ellefu Ís- lendingar leika í úrvalsdeild karla og auk þess þjálfar Jóhannes Harð- arson lið Start. Ingibjörg Sigurðar- dóttir leikur með Vålerenga í úrvals- deild kvenna og tveir Íslendingar spila í B-deild karla. Norðmenn hefja keppni 16. júní Morgunblaðið/Eggert Noregur Ingibjörg Sigurðardóttir leikur með Vålerenga í Ósló. Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Í fyrsta skipti í sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu hefst það á keppni í efstu deild kvenna en þar verður leikin heil umferð áður en keppni í karladeildinni fer af stað. Knattspyrnusamband Íslands gaf út í gær niðurröðun Íslandsmótsins 2020, með fyrirvara um breytingar sem geta orðið seinni hluta tímabils- ins. Mótið átti að hefjast 22. apríl hjá körlum og 30. apríl hjá konum en var frestað vegna útbreiðslu kórónuveir- unnar. Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max- deildin, hefst föstudagskvöldið 12. júní með viðureign Vals og KR á Hlíðarenda. Daginn eftir eru hinir fjórir leik- irnir í fyrstu umferðinni, Fylkir – Selfoss, Breiðablik – FH, Þór/KA – Stjarnan og ÍBV – Þróttur R. Stórleikur á laugardagskvöldi Úrvalsdeild karla, einnig kennd við Pepsi Max, hefst síðan á laug- ardagskvöldinu 13. júní, þegar kvennaleikjunum er lokið. Þar er líka byrjað með leik Vals og KR á Hlíðarenda en hann á að hefjast klukkan 20. Á sunnudeginum 14. júní mætast síðan HK – FH, ÍA – KA, Víkingur R. – Fjölnir og Breiðablik – Grótta en umferðinni lýkur með leik Stjörn- unnar og Fylkis mánudagskvöldið 15. júní. Áætlað er að úrvalsdeild karla ljúki laugardaginn 31. október en þann dag eiga allir leikir loka- umferðarinnar að fara fram. Síðasta umferðin hjá konunum á hinsvegar að fara fram sunnudaginn 11. október.  Keppni í 1. deild kvenna á að hefjast 18. júní og ljúka 2. október.  Keppni í 1. og 2. deild karla á að hefjast 19. júní og ljúka 10. október.  Keppni í 3. deild karla á að hefj- ast 18. júní og ljúka 10. október.  Keppni í 4. deild karla á að hefj- ast 16. júní og ljúka 26. september.  Bikarkeppni karla verður seint á ferð, hún á reyndar að hefjast fyrst, 5. júní, en lýkur með úrslita- leik á Laugardalsvelli 7. nóvember.  Bikarkeppni kvenna hefst 7. júní og lýkur með úrslitaleik á Laug- ardalsvelli 17. október.  Valur og Selfoss mætast í Meistarakeppni kvenna á Hlíðar- enda laugardaginn 6. júní.  KR og Víkingur R. mætast í Meistarakeppni karla í Vestur- bænum sunnudagskvöldið 7. júní. Konurnar hefja Íslandsmótið í fyrsta sinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.