Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 32
Djassklúbburinn Múlinn hefur göngu sína á ný í Hörpu í kvöld kl. 20 þegar Frelsissveit Nýja Íslands leikur í Flóa, sem er á jarðhæð hússins. Sveitin var stofnuð fyrir tíu árum og hefur legið lengi í dvala en blæs nú til sóknar. Á efnisskránni verða tvö ný verk eftir Hauk Gröndal og Óskar Guðjónsson en einnig verk af eldri efnisskrám færð í nýjan búning. Sveitina skipa Snorri Sigurðarson, Haukur Gröndal, Óskar Guðjónsson, Tómas Jónsson, Birgir Steinn Theodórsson og Scott McLemore. Fylgt verður tilmælum yfirvalda hvað varðar fjöldatakmark- anir og fjarlægðarmörk á tónleikunum. Múlinn hefst á ný í Hörpu FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 129. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Inga Þór Steinþórssyni hefur verið sagt upp störfum sem þjálfara karlaliðs KR í körfuknattleik og flest bend- ir til þess að Darri Freyr Atlason taki við starfinu. Þetta hefur þó ekki verið formlega staðfest en hvorugur þjálfaranna né formaður körfuknattleiksdeildar KR hafa tjáð sig um málið. Morgunblaðið hefur rætt við marga aðila sem tengjast KR og ljóst er að málið er fé- laginu afar erfitt þar sem Ingi er uppalinn félagsmaður, mjög vinsæll innan þess og KR er ríkjandi Íslandsmeist- ari undir hans stjórn. »27 Tekur Darri við af Inga hjá KR? ÍÞRÓTTIR MENNING „Ég er svolítill lestrarhestur, yrki mest um persónur í mínu lífi og svo það sem mér dettur í hug.“ Hann leggur áherslu á að sér- staklega sé gaman að yrkja um fólk og ættingja. „Mér finnst alltaf best að hafa smá grín í ljóðunum, að stríða þeim aðeins.“ Hann áréttar að allir hafi tekið ertninni vel og hann hafi meðal annars gefið frænd- um sínum sérprentuð ljóð í afmælisgjöf auk þess sem hann hafi ort ljóð um forseta Íslands og þess vegna gefið honum bókina. „Ég orti ljóðið „Bumbubúann“ um systur mína, þegar hún var í mag- anum á mömmu, og hef verið að hugsa um að yrkja annað ljóð um hana síðan hún fæddist fyrir tveimur og hálfum mánuði.“ Undanfarin tvö ár hefur Frosti æft karate og hann segist vera mikið á hjólabretti á sumrin, en þegar hann hafi verið heima vegna kórónu- veirunnar hafi hann meðal annars lært að sauma poka hjá mömmu sinni. „Eitt mesta áhugamálið mitt er að fara í fjöruna og safna steinum og nú er ég helst að semja um náttúruna, steina og allskonar svoleið- ist.“ Hann segir að til standi að fara í hringferð um landið með fjölskyld- unni í sumar, bæta í steinasafnið og fá hugmyndir. Þangað til verður „Töffari“, sem hann samdi um sig sjálfan, uppáhaldsljóð skáldsins: Þegar ég klæðist skyrtu og skóm þá heyrist klukknahljóm. Er stelpurnar sjá mig verða þær trylltar ég segi þeim að vera stilltar. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Frosti Freyr Davíðsson, 11 ára ljóð- skáld í 6. bekk Kelduskóla, Vík í Grafarvogi, nýtti aukinn frítíma í samkomubanninu undanfarnar vik- ur vel og er farinn að hugsa um að gefa út aðra ljóðabók. „Ég les mikið, bæði sögur og ljóð, og hlusta alltaf á hljóðbækur þeg- ar ég er úti að ganga í hverfinu, hef þá fengið margar hug- myndir, sér- staklega þegar ég hef verið á gangi í fjörunni og velt við stein- um,“ segir hann. Í nóvember í fyrra sendi Frosti frá sér ljóðabókina Lífið og leik- endur með um 40 ljóðum um sam- ferðafólk og fleira. Á degi íslenskrar tungu fékk hann Íslenskuverðlaun unga fólksins 2019 fyrir ljóðaáhuga og skrif, og eftirfarandi ljóð, „Mun- um við öll deyja“, var framlag hans í ljóðasamkeppni á Ljóðadögum Óp- erunnar 2019: Gróðurinn er að brenna ferskt vatn hættir að renna. Hitinn er að hækka á meðan jöklarnir lækka. Dýr eru að deyja við megum ei ruslinu fleygja. Að flokka þarf að nenna, það þarf öllum að kenna. Hvað um framtíðarbarnabörnin já eða fljúgandi örninn. Munum við öll deyja eða ætlum við eitthvað að segja? „Ég er alltaf að semja ljóð en samt ekki eins mikið og áður en ég gaf út bókina,“ segir Frosti, sem byrjaði að spreyta sig á ljóðagerð í 2. bekk. „Þá fannst mér rímorð alltaf skemmtileg, prófaði að setja þau saman og til urðu ljóð.“ Stríðinn lestrarhestur Frosti segir að íslenskan sé skemmtilegasta fagið og hún ásamt lestri bóka ýti undir skáldskapinn. Veltir við steinum og fær þá hugmyndir  Frosti Freyr Davíðsson, 11 ára ljóðskáld, hugar að annarri bók Stoltur Frosti Freyr Davíðsson fékk Íslenskuverðlaun unga fólksins 2019.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.