Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020 V erið með sama hugarfari sem Kristur Jesús var (Fil. 2:5) Í Ohioríki í Bandaríkjunum býr Walter Hopkins ásamt Holly Marcinowski kærustunni sinni. Þau eru bæði á þrítugasta aldursári, barnlaus og búa ein í húsi sínu. Holly starfar í bæn- um þar sem þau búa en Walter starfar heima. Walter er nokkuð þybbinn, með gleraugu og kringlótt and- lit. Hann ber gjarnan rauða og svarta húfu á höfðinu, jafnvel innan dyra, og er hún eitt helsta útlitseinkenni hans. Hann er síðhærður og alskeggjaður og klæðist oft stuttbuxum og hettupeysu. Mestum hluta dagsins ver Walter í tölvuherberginu sínu fyrir framan tölvuskjá. Í her- berginu hanga svört tjöld með- fram veggjum til að halda birt- unni úti og því er nokkuð dimmt þar allan sólarhringinn. Fátt annað er í herberginu sem ekki tengist tölvunni. Hann situr þó ekki fyrir framan einn tölvuskjá heldur tvo. Það er ekki vegna þess að hann stundi hlutabréfaviðskipti eða pókerspilun á netinu. Walter ver miklum hluta tíma síns í tölvuleikjaspilun, reyndar mörgum klukkutímum á dag. Leikjaspilunin er þó ekki einungis til skemmtunar heldur er hún starf hans. Walter starfar við það að spila tölvuleiki. Og hvernig fer það starf fram? Walter auglýsir á vefsíðunni twitch.tv að hann spili milli klukkan 12 og 17. Spilunina sýnir hann síðan í beinni undir notandanafni sínu MFPallytime. Á þeim tíma getur hver sem er farið inn á Twitch og horft á útsendingu hans og horft á hann spila. Allt í beinni út- sendingu. En hvernig í ósköpunum fær hann pening fyrir? Það er með margs konar hætti. Þeir sem horfa á Walter spila á Twitch geta gefið honum frjáls framlög og fengið jafnvel eitt- hvað fyrir. Þeir sem horfa geta orðið áskrif- endur að rásinni hans fyrir ákveðna upphæð sem Walter fær. Einnig geta tölvuleikjafyrir- tæki beðið hann að spila leiki sem þau framleiða og borgað honum fyrir. Samtímis auglýsir hann leikinn því áhorfendur skipta þúsundum. En Twitch er þó ekki eina inn- koma Walters eða annarra sem hafa tölvuleikjaspilun að atvinnu. Walter hefur sína eigin rás á Youtube þar sem hann setur inn klippur af spilun sinni og fær greitt fyrir áhorf á auglýsingar í gegnum myndböndin sín. Svo dæmi sé tekið fær Walter reglu- lega um 30.000 áhorf á mynd- bönd sín. Þess vegna eru auglýs- ingar á Youtube. Walter situr því flesta daga einn inni í tölvuherberginu sínu fyrir framan tölvuskjáina og spil- ar. Í raun gerist fátt yfir daginn hjá honum sem er ekki stafrænt og því upplifir hann gjarnan ein- manaleika þrátt fyrir fjöldann all- an af áhorfendum. Einu sinni á ári spilar Walter samfleytt í heilan sólarhring í beinni útsendingu. Vissulega fær hann sér mat og annað þvíumlíkt en hann vakir í 24 klukkutíma til að spila tölvuleiki. Öll höfum við einhvern tímann vakað lengi og vitum að það reynir á. Því finnst okkur uppátæki Wal- ters nánast sjúklegt og meinóhollt og erfitt að ímynda sér. Að auki höfum við e.t.v. flest velt fyrir okkur nöturleika tilveru Walters. En hér hangir meira á spýtunni en sjúk- legt athæfi. Þegar Walter var um fermingu greindist hann með sjúkdóm í ennisholum sem olli honum verulegri þjáningu dags- daglega. Í þjáningu sinni fór Walter að spila tölvuleiki og gleymdi henni um stund. Rétt eins og við sjálf grípum til einhvers bjarg- ráðs til að flýja þjáningu og erfiði flúði Wal- ter inn í ævintýraheima tölvuleikjanna. Vegna sjúkdómsins fór Walter í sex skurð- aðgerðir þar sem hluti höfuðkúpunnar var fjarlægður. Síðasta aðgerðin var 29. mars ár- ið 2010 en misheppnaðist hins vegar og því þurfti hann að fara í bráðaskurðaðgerð sem blessunarlega bjargaði lífi hans. Þessi aðgerð breytti lífi Walters, bæði varðandi lífsgæði og lífssýn, og því hefur hann sjálfur haldið upp á „Life Appreciation Day“ 29. mars ár hvert og haldið tölvuleikjamaraþon nær hvert ár frá 2011. Og tilgangurinn? Að safna peningum fyrir Arnold Palmer-barnaspítalann í Flórída þar sem hann fór í aðgerðirnar. Allur ágóðinn af sólarhringstölvuleikjaspilun hans 29. mars ár hvert rennur óskiptur til barnaspítalans og hjálpar börnum og fjölskyldum sem njóta þjónustu spítalans. Öll höfum við fyrirframákveðnar hug- myndir um góðverk, hvernig þau eigi að vera og jafnvel hver framkvæmir. Því má segja, þrátt fyrir að það hljómi einkennilega, að við höfum vissa fordóma í garð góðverka. Víða í guðspjöllunum kemur skýrt fram að Jesús sat með bersyndugum eða þeim sem sam- félagið taldi ekki eiga góða hluti skilið. „Hann situr og etur með bersyndugum“ er kunnugleg setning. Jesús hafði ekki slíka for- dóma og því er það hvatning til okkar allra að gleðjast yfir góðverkum þrátt fyrir að þau séu okkur kannski framandi eða fram- kvæmdin einkennileg. Þau geta skipta aðra gífurlegu máli. Frá árinu 2011 hefur Walter safnað rúm- lega 240.000 dollurum fyrir Arnold Palmer- barnaspítalann og er sá einstaklingur sem gefur hvað mest til spítalans á hverju ári. Guð blessi öll góð verk sem unnin eru með heill náungans í huga og leiði okkur til að vera með sama hugarfari sem Kristur Jesús var. Amen. Kirkjan til fólksins Góðverk Walter Hopkins safnar peningum fyrir Arnold Palmer-barnaspítalann í Flórída Góðverk og MFPallytime Hugvekja Viðar Stefánsson Höfundur er prestur í Vestmannaeyjum. vidar@landakirkja.is Viðar Stefánsson Þeir sem horfa á Walter spila á Twitch geta gef- ið honum frjáls framlög og feng- ið jafnvel eitt- hvað fyrir. Sá er þetta ritar var kjörinn fulltrúi almennings í borgar- stjórn Reykjavíkur árin 1990-2010. Fyrstu átta árin var ég varaborgarfulltrúi án annarra launa en fyrir nefndarstörf. Árið 1998 var ég kjörinn aðalborgar- fulltrúi og þáði laun sem slíkur fram til ársins 2002, þegar ég varð borgar- ráðsmaður og laun mín vegna sveitarstjórnarstarfa hækkuðu svo mjög, að þau urðu hærri en laun mín sem umsvifamikill heimilis- læknir í fullu starfi. Læknar í borgarstjórn voru ekki atvinnustjórnmálamenn Í gegnum tíðina hafa margir starfandi læknar verið borgar- fulltrúar samhliða borgarmála- störfum. Sem dæmi má nefna að læknar í 20 manna borgarstjórn- arflokki Sjálfstæðisflokksins árin 1990-1994 voru fjórir talsins. Þetta voru þau Katrín Fjeldsted, Páll Gíslason og Ingólfur Sveinsson, auk mín. Öll vorum við umsvifa- mikil í læknisstarfi og nutum trausts og virðingar skjólstæðinga okkar. Eftir afdrifaríkt prófkjör Sjálf- stæðisflokksins fyrir borgarstjórn- arkosningarnar árið 1994 varð ég eini læknirinn í borgarstjórnar- flokki Sjálfstæðisflokksins og var það til ársins 2002. Þá hafði ég klofið mig út úr Sjálfstæðis- flokknum og fellt 7. mann á lista flokksins, undir forystu Björns Bjarnasonar. Hinn fallni borgar- fulltrúi flokksins, Gísli Marteinn Baldursson, átti þó eftir að verða mikill áhrifamaður í smækkuðum en endurnýjuðum borgar- stjórnarflokki Sjálf- stæðisflokksins, að mestu samsettum af atvinnustjórnmála- mönnum. Eftir sigurkosningar F-lista, Frjálslyndra og óháðra, vorið 2002, varð ég áheyrnar- fulltrúi í borgarráði með fullan málfrelsis- og tillögurétt og óhætt er að segja að störf mín í borg- arstjórn og borgarráði árin 2002- 2010 séu rækilega skjalfest í fundargerðum, með tillögum, bók- unum og greinargerðum. Þetta gerði mörgum atvinnustjórnmála- manninum gramt í geði auk þess sem ég herjaði á misnotkun kjör- inna fulltrúa Reykvíkinga á al- mannafé með endalausum veislu- höldum, risnu og utanlandsferðum, sem helst mætti kalla skemmti- og dagpeningaferðir á kostnað al- mennings. Undirritaður tók ekki þátt í þessari risnu- og dagpen- ingaeyðslu annarra borgarfulltrúa og fór á vegum borgarinnar í eina utanlandsferð á 20 árum, sem borgarstjóri til Færeyja í boði þarlendra! Undirritaður skar einn- ig niður risnu um 40% í borgar- stjóratíð sinni. Og þetta gerðist fyrir hrun, áður en stjórnmála- mennirnir fengu skömm í hattinn og verðskuldaða áminningu frá al- menningi vegna þeirrar þenslu sem leiddi til hrunsins. Ég var andstæðan við atvinnustjórnmálamennina Aldrei datt mér í hug að hætta ævistarfi mínu sem læknir vegna borgarmálastarfa minna. Ég sinnti fullu læknisstarfi öll mín 20 ár í borgarstjórn, nema árið 2008, þegar ég fékk launalaust leyfi frá heimilislæknisstarfinu og útvegaði staðgengil fyrir mig. En vegna þessa gætti mikillar heiftar í minn garð frá meintum „samstarfs- mönnum“ mínum í borgarstjórn, eins og kristallaðist í ósannindum Bjarkar Vilhelmsdóttur, borgar- fulltrúa Samfylkingar, þegar ég varð borgarstjóri. Þá sagði Björk það blákalt, að ég hefði aldrei get- að sinnt því hlutverki að vera borgarfulltrúi í fullu starfi og hefði ekki eirð í mér til að sitja einn heilan borgarstjórnarfund. Fundar- gerðir borgarstjórnar í tíð minni sem forseti borgarstjórnar og síð- an borgarstjóri vitna um hið gagn- stæða. Ég var ásamt Kjartani Magnússyni og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur eini borgarfull- trúinn sem sat alla 13 fundi borgarstjórnar á þessum tíma, en Björk sat aðeins 6 fundanna í heild! En hún bætti síður en svo fyrir skömm sína þegar hún full- yrti að ég gæti aldrei valdið borgarstjórastarfinu. Var ég þó stafandi læknir í fullu starfi og langafkastamesti borgarfulltrúi Reykvíkinga. Nú er öldin önnur í borgarstjórn Í dag, 12 árum eftir að ég varð borgarstjóri í Reykjavík árið 2008, er mér vitanlega enginn borgar- fulltrúi í krefjandi starfi eins og læknisstarfið er samhliða borgar- fulltrúastarfinu. Atvinnumennskan og hugsjónaleysið í borgarstjórn einkennist nú af því, að borgar- fulltrúar hafa fjölgað sjálfum sér í 23 úr 15 og þar með er saman- lagður fjöldi aðal- og varaborgar- fulltrúa orðinn 46. Þessu til við- bótar eru varaborgarfulltrúar komnir á föst laun. Nokkuð sem engum hefði dottið í hug þegar ég hóf feril minn í borgarstjórn, árið 1990. Fimmfalt dýrari skrifstofa borgarstjóra en árið 2008 Ég gæti fjallað miklu meira um hugsjónaleysið, græðgina og spill- inguna í borginni, sem hefur ein- kennt hana eftir að Hanna Birna Kristjánsdóttir velti mér úr sessi, eftir sjö mánaða borgarstjóratíð mína, 21. ágúst 2008. Frá árinu 2010 hefur Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi starfandi læknir, verið raunverulegur stjórnandi Reykja- víkurborgar, því að aldrei mun ég líta svo á að leikarinn og „grínist- inn“ Jón Gnarr hafi nokkurn tíma sinnt starfi sínu sem borgarstjóri, þó að Björk Vilhelmsdóttir hafi ekki gefið honum falleinkunn, eins og mér forðum! Illa hefur farnast við stjórn borgarinnar, síðan ég, sem síðasti ábyrgi borgarstjórinn, hvarf úr embætti. Í dag og undir forystu Dags hafa atvinnustjórnmálamenn margfaldað kostnað vegna sín og nú er rekstur skrifstofu borgar- stjóra fimmfalt dýrari en í minni tíð! Atvinnustjórnmál í Reykjavík Eftir Ólaf Friðrik Magnússon Ólafur F. Magnússon » Í dag og undir for- ystu Dags hafa at- vinnustjórnmálamenn margfaldað kostnað vegna sín. Höfundur er læknir og fv. borgarstjóri. Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Buxur Kr. 7.900.- 7/8 lengd - Str. S-XXL Litir: Svart, hvítt, blátt Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.