Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 4
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg 544 5151tímapantanir Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar ALLIR VINNA sem felur í sér endurgreiðslu á VSK af vinnulið einkabifreiða Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Áfram er unnið að undirbúningi Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina og miða- sala stendur yfir. Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíð- arnefndar ÍBV, segir að beðið sé eftir að mál skýrist um hvaða fjöldatakmarkanir verði í gildi þegar að hátíðinni kemur um mán- aðamótin júlí og ágúst og aðrar reglur stjórnvalda. Sóttvarnalæknir gaf það út í fyrradag að tveggja metra nándarreglan yrði ekki algild eftir því sem leyfðar yrðu stærri sam- komur. Samkomuhaldarar yrðu þó að gæta þess að þeir sem þyrftu eða vildu vegna undirliggjandi sjúkdóma eða af öðrum ástæðum ættu að geta notið tveggja metra svigrúms. Sóttvarnalæknir hefur gefið út að rétt væri fyrir skipuleggjendur viðburða í sumar að miða við að hámarksfjöldi gesta fari ekki yfir 2.000 manns. Margfalt fleiri sækja venjulega Þjóðhátíð í Eyjum. Til umræðu hefur verið að skipta Herjólfsdal upp í sóttvarnasvæði og ýmsar aðrar hugmyndir komið upp. „Við bíðum eftir því hvað yf- irvöld segja, hvernig reglurnar verða, og munum taka ákvarðanir út frá því,“ segir Hörður. Krakkamótin verða haldin ÍBV stendur fyrir tveimur fjöl- mennum knattspyrnumótum fyrir börn í júní og hefur gert á hverju ári í mörg ár. TM-mótið fyrir stelpur verður 11.-13. júní og Orkumótið fyrir stráka 24.-27. júní. Mótin verða haldin. Hörður segir að allt skipulagið miðist við að fylgja reglum yf- irvalda um sóttvarnir. ÍBV hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir bæði mótin. Þar er bent á að fjöldatak- markanir gilda ekki um börn í íþróttum, aðeins fullorðna, og því verði að takmarka aðgengi fullorð- inna í gistingu, mat og jafnvel á viðburði sem fara fram inni í íþróttahúsi. Þá verða áhorfenda- svæði á knattspyrnuvöllunum hólf- uð niður. helgi@mbl.is Bíða eftir nýjum reglum  Áfram unnið að undirbúningi Þjóðhátíðar í Eyjum  Aðgerðaáætlun fyrir TM-mótið og Orkumótið Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Mannmergð Einhverjar ráðstafanir þarf að gera í Herjólfsdal. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Margir Íslendingar virðast ætla að ferðast innanlands í sumar, enda fátt annað í boði. Hótelin gera fólki góð til- boð og sumarhús eru eftirsótt. Íslandshótel verða með 7 af 17 hót- elum opin. Hægt er að kaupa gistingu í 5, 7 eða 10 nætur á einu eða fleiri af hótelum keðjunnar á góðu verði. Auk þess 2, 3 eða 4 nátta dvöl á tilteknu hóteli. Eins eru tilboð í gistingu fyrir tvo með kvöld- og morgunverði og að- gangi að spa eða sjóböðum á þremur af hótelunum. Hundaeigendur mega hafa gæludýrin sín með, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum (Hundalíf). „Við höfum fengið góð viðbrögð, bæði við tilboðunum og Hundalífinu,“ sagði Davíð Torfi Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Íslandshótela. Hann sagði ásóknina nú vera aðeins brot af því sem menn áttu að venjast. „Frá 1. maí og til 6. maí var búið að bóka 530 gistinætur samkvæmt þessum tilboð- um. Á sama tíma í fyrra var búið að bóka 219.000 gistinætur. Þetta er bara lítið brot miðað við ef allt væri eðlilegt,“ sagði Davíð. Hann taldi að hótelin yrðu öll rekin með tapi í sumar. „Þetta heldur tann- hjólunum aðeins smurðum. Við erum enn með yfir 300 starfsmenn í vinnu. Þeir hafa störf og við erum að sinna íslenska markaðnum.“ KEA hótelin eru með tíu hótel og verða þrjú þeirra opin í sumar, að sögn Páls L. Sigurjónssonar for- stjóra. Hann sagði að boðið yrði upp á mörg tilboð og alls konar pakka með afþreyingu í samvinnu við ýmsa sam- starfsaðila. Þar á meðal golf, sund, sjósport o.fl. Tilboðin eru nú að detta inn eitt af öðru. „Við sjáum úti á landi að það er kominn ferðahugur og farin að lyftast brúnin á fólki. Fólk tekur þátt í leikj- um, hringir og spyr. Það er búið að vera nokkurt líf á hótelunum bæði á Akureyri og í Vík. Við Íslendingar bókum svolítið seint, höfum tilhneig- ingu til að fara eftir veðrinu. Ég vil benda fólki á að það er alltaf ódýrast og best að bóka gistingu beint og milliliðalaust,“ sagði Páll. Center hótelin í Reykjavík verða með þrjú hótel af átta hótelum sínum opin í sumar, að sögn Söru Krist- ófersdóttur, framkvæmdastjóra við- skiptasviðs Center hótelanna. Hún sagði að Íslendingum yrðu gerð margs konar tilboð í gistingu. Þá eru að hefjast gjafabréfaherferðir. Ein er „framlínuherferð“ þar sem hægt er að kaupa gjafabréf fyrir framlínustarfsmenn sem hafa haldið þjóðfélaginu gangandi. Í því er ein nótt í 2 manna herbergi á 14.900 kr. og á móti gefa Center hótel 10.000 kr. inneign sem m.a. er hægt að nota til þess að uppfæra herbergið eða fara í spa. Svo verður gjafabréfaherferð fyrir almenning með allt að 50% af- slætti. Sumarhúsin mjög vinsæl Starfsfólk stéttarfélaga finnur fyrir mikilli ásókn fólks í sumarhús. Þórunn Jónsdóttir, sem er yfir or- lofshúsum VR, segir greinilegt að það sé mikill hugur í fólki að ferðast inn- anlands. Hún segir að sumarið sé löngu uppbókað. Opnað var fyrir sumarbókanir í janúar. VR á 73 or- lofshús og íbúðir og leigir auk þess 20- 25 hús í sumar. „Fólk ætlar greinilega að ferðast innanlands. Það er nánast ekkert laust hjá okkur,“ sagði Gauti Skúla- son, ráðgjafi hjá orlofssjóði BHM. Hann sagði að búið væri að bóka nær allar gistivikur. Bókanir hófust í mars og ásóknin jókst til muna eftir því sem áhrif heimsfaraldursins urðu meiri. BHM á um 60 sumarhús og leigir 20-30 til viðbótar yfir sumarið. „Það er algjör sprengja núna sem við höfum aldrei séð fyrr. Það er ljóst að ferðatakmarkanir hafa mikil áhrif og menn reikna ekki með að komast úr landi,“ sagði Sveinn Ingvason, for- stöðumaður orlofsmála hjá Eflingu. Hann sagði að búið væri að bóka allt sumarið og einnig vikur í byrjun og lok sumars sem venjulega hafa setið eftir. Allur maí er bókaður og gríðar- leg eftirspurn. Sveinn sagði að ásókn- in væri slík að þau hefðu getað leigt út helmingi fleiri sumarhús en þau ráða yfir. Ef eitthvað dettur út þá leigist það aftur samstundis. Orlofshúsa- sjóður Eflingar er með 56 sumarhús í sumar. Greinilegur ferðahugur í fólki  Hótelkeðjur gera landsmönnum hagstæð tilboð í gistingu í sumar  Hótelin verða ekki nærri öll opin í sumar  Margs konar afþreying í boði  Sumarhús stéttarfélaganna uppbókuð og mikil eftirspurn Morgunblaðið/Ómar Seljalandsfoss Væntanlega verða flestir ferðalangarnir hér á landi í sumar heimamenn. Hótelin eru farin að bjóða landsmönnum upp á margs konar tilboð og afslætti sem geta auðveldað fólki að ferðast um landið í sumarfríinu. Tvö ný smit kórónuveirunnar greindust hér á landi síðastliðinn sólarhring. Tekin voru 252 sýni á veirufræðideild Landspítala en 368 hjá Íslenskri erfðagreiningu. Virk- um smitum fækkar þó milli daga, eru nú aðeins 36 og hafa ekki verið færri frá því 4. mars. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvar á landinu hinir ný- greindu eru búsettir, en hvorugur var í sóttkví. Allir sex sem greinst hafa með veiruna undanfarna tíu daga hafa verið utan sóttkvíar. Heimilt verður að opna sund- laugar að nýju mánudaginn 18. maí en ljóst er að sú opnun verður háð fjöldatakmörkunum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við mbl.is að enn eigi eftir að koma í ljós hvernig fjöldatak- mörkunum verður háttað. „Sund- laugar eru með leyfi fyrir ákveðinn fjölda í sinni starfsemi og hvort miðað verði við 50 eða við hlutfall af leyfðum heildarfjölda í lauginni á eftir að koma í ljós,“ segir Þór- ólfur. Tvö ný kórónu- veirusmit greindust  Fjöldatakmarkanir í sundi óútfærðar 1.755 hafa náð bata 1.801 smit voru staðfest í gær kl. 13.00 10 einstaklingar eru látnir 19.430 hafa lokið sóttkví 729 eru í sóttkví 3 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, enginn á gjörgæslu 2 ný smit tilkynnt í gærÞar af voru 36 einstaklingar eru með virkt smit og eru í einangrun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.