Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020
8. maí 1976
Fáskrúðsfirðingurinn Skúli
Óskarsson er Norðurlanda-
meistari í kraft-
lyftingum í
sínum þyngdar-
flokki og setur
fjögur Norður-
landamet á
mótinu í Þránd-
heimi. Hann lyft-
ir samanlagt 650 kílóum sem
er um leið Íslandsmet.
8. maí 1982
Eyjamaðurinn Ásgeir Sigur-
vinsson skrifar undir samning
við vesturþýska knattspyrnu-
félagið Stuttgart, á 27 ára
afmælisdegi sínum. Stuttgart
kaupir hann af Bayern Münc-
hen en þar hafði hann leikið í
eitt ár. Roma, París SG, Nürn-
berg og Zürich höfðu einnig
falast eftir því við Bayern að
fá hann í sínar raðir.
8. maí 1988
Alfreð Gíslason er þýskur bik-
armeistari í handknattleik
með Essen en liðið vinnur Wal-
lau-Massenheim örugglega í
seinni úrslitaleik bikarkeppn-
innar, 28:21. Þetta er fyrsti
sigur Essen í keppninni en
þeir Alfreð og Jochen Fraatz
fara á kostum í leiknum. Fra-
atz skorar átta mörk og Alfreð
sjö.
8. maí 1988
Spjótkastararnir Einar Vil-
hjálmsson og Íris Grönfeldt
slá bæði Ís-
landsmet sín á
mótum í
Bandaríkj-
unum. Einar á
jafnframt
lengsta kast
ársins í heim-
inum á árinu þegar hann sigr-
ar á móti í Austin í Texas og
kastar 83,36 metra. Hann bæt-
ir met sitt um 40 sentimetra.
Íris kastar 61,04 metra og
bætir sitt met um tæplega tvo
metra.
8. maí 1992
Íslenska karlalandsliðið í
körfuknattleik vinnur óvænt-
an sigur á Svíum, 83:76, á
Norðurlandamótinu í Noregi.
Þetta er fyrsti sigur Íslands á
Svíþjóð frá upphafi, í 20 lands-
leikjum. Valur Ingimundarson
skorar 20 stig fyrir íslenska
liðið, Guðmundur Bragason 18
og Magnús Matthíasson 17.
8. maí 2001
Guðni Bergsson, fyrirliði
enska knattspyrnuliðsins Bolt-
on, er valinn leikmaður ársins
hjá félaginu af öllum fjórum
aðilum sem standa að slíkum
útnefningum og er fyrstur í
sögu Bolton til að taka við öll-
um verðlaununum. Bolton er á
leið í umspil um sæti í úrvals-
deildinni eftir að hafa hafnað í
þriðja sæti B-deildarinnar.
8. maí 2016
Ísland er Norðurlandameist-
ari í kvennaflokki í áhaldafim-
leikum í fyrsta
skipti eftir sig-
ur á mótinu
sem haldið er í
húsi Ármanns í
Laugardal.
Agnes Suto
nær bestum
árangri en með henni í liði Ís-
lands eru Dominiqua Belánýi,
Irina Sazonova, Sigríður
Hrönn Bergþórsdóttir og
Tinna Óðinsdóttir. Íslenska
liðið endar þremur stigum fyr-
ir ofan það sænska sem hafnar
í öðru sæti.
Á ÞESSUM DEGI
HANDBOLTI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Halldór Jóhann Sigfússon gerði á
dögunum þriggja ára samning við
handknattleiksdeild Selfoss og mun
hann þjálfa karlalið félagsins. Þá
verður hann einnig framkvæmda-
stjóri handknattleiksakademíunnar
sem deildin rekur ásamt Fjölbrauta-
skóla Suðurlands.
Halldór var kynntur hjá Selfossi í
febrúar, þrátt fyrir að hafa tekið við
Fram í nóvember og verið með liðið í
hörðum slag um sæti í úrslitakeppn-
inni á Íslandsmótinu, áður en það var
síðan blásið af vegna kórónuveir-
unnar.
„Selfyssingarnir höfðu samband
við mig snemma í janúar og óskuðu
eftir því að fara í viðræður við mig. Á
þeim tíma var ég ekki tilbúinn að
fara í alvöruviðræður því ég vildi
skoða hverjir möguleikarnir mínir
væru úti,“ sagði Halldór Jóhann í
samtali við Morgunblaðið.
Fór til finnsku meistaranna
Skoðaði hann m.a. aðstæður í
Finnlandi hjá meistaraliði Riihimä-
en Cocks, en ákvað að lokum að vera
áfram á Íslandi og taka við Selfossi.
„Ég var með ákveðna hluti þar
sem ég vildi fylgja eftir og sjá hvort
yrði eitthvað úr. Ég fór út með kon-
unni minni að skoða aðstæður hjá
Cocks og svo voru tvö önnur dæmi í
gangi en svo sá maður að það var
ekki nógu spennandi og vildi ég
klára mín mál snemma.“
Halldór er reynslumikill á hlið-
arlínunni og hefur þjálfað karla- og
kvennalið Fram og karlalið FH hér
á landi, ásamt því að vera aðstoð-
armaður Arnars Péturssonar hjá
kvennalandsliði Íslands. Þá tók
hann við U21 árs landsliði Barein í
janúar á síðasta ári en var rekinn
átta mánuðum síðar. Gerði hann
kvennalið Fram að Íslandsmeistara
árið 2013 og karlalið FH að bikar-
meistara á síðasta ári. Hann er
spenntur fyrir verkefninu á Sel-
fossi.
„Mér finnst virkilega spennandi
að taka við Selfossliðinu. Það eru
ákveðnir möguleikar þar þótt
Haukur Þrastarson sé að fara og
liðið hefur misst gríðarlega sterka
leikmenn á síðustu árum. Möguleik-
arnir til að bæta í og byrja nýjan
kafla eru til staðar. Það heillaði mig
sömuleiðis að geta starfað í kring-
um akademíuna og verið í fullu
starfi sem þjálfari í kringum þetta.“
Annað félag í Finnlandi
Halldór var opinn fyrir því að
þjálfa erlendis, en bætir við að það
hefði þurft afar spennandi tilboð til að
lokka hann út fyrir landsteinana. Þá
vildi Fram halda þjálfaranum, en að
lokum varð Selfoss fyrir valinu.
„Viðræður við erlendu félögin fóru
ekki langt. Það spurðist út með Cocks
því við fórum út. Ég var síðan í sam-
bandi við annað félag í annarri deild,
en það voru nokkrir hlutir sem
spiluðu inn í. Ég hefði alltaf farið einn
út, eins og ég gerði hjá Barein. Konan
mín er í góðri vinnu og við erum með
börn á þannig aldri að það er ekki
auðvelt að rífa þau upp úr sínu. Elsta
dóttirin er 21 árs og sú yngsta er 9
ára, svo það er breitt aldursbil. Við
hefðum því aldrei farið út með alla
fjölskylduna. Þetta hefði því þurft að
vera mjög gott tilboð bæði fjárhags-
lega og svo spennandi áskorun líka.
Þegar ég skoðaði möguleikana var
mest spennandi að taka við Selfosslið-
inu. Það voru önnur félög á Íslandi
sem höfðu samband við mig og Fram-
ararnir reyndu mikið að halda mér en
mér fannst verkefnið á Selfossi mjög
spennandi og sú uppbygging sem hef-
ur verið þar í gangi.“
Stjórnar akademíunni
Eins og áður hefur komið fram
mun Halldór þjálfa meistaraflokk
karla, sem og vera framkvæmdastjóri
akademíu félagsins og Fjölbrauta-
skóla Suðurlands, en hann segist ekki
þurfa að verja öllum stundum í
íþróttahúsinu á Selfossi. „Langt frá
því. Mitt hlutverk númer 1, 2 og 3 er
að vera þjálfari meistaraflokksins.
Svo verð ég líka framkvæmdastjóri í
handboltaakademíunni sem er í sam-
starfi við Fjölbrautaskóla Suður-
lands. Það eru ákveðnir klukkutímar
á viku sem fara í það. Ég verð þar
með góðu fólki sem aðstoðar mig og
það er spennandi verkefni og tekur
ekki mikið frá mér.“
Mikið högg að missa Hauk
Selfoss er ríkjandi Íslandsmeistari,
þar sem liðið vann Hauka í úrslitum
Íslandsmótsins tímabilið 2018/19.
Ekki tókst að krýna meistara á þessu
tímabili og veður liðið því áfram
ríkjandi meistari næsta árið. Halldór
segir möguleika til staðar fyrir Sel-
foss að verja titilinn, en til að það geti
orðið að veruleika þurfi að bæta
ákveðna hluti.
„Ég er þannig gerður að ég geri
ákveðnar kröfur á mig og mitt lið.
Það eru möguleikar til staðar þarna.
Við missum auðvitað Hauk Þrastar-
son til Kielce í sumar, sem er gríðar-
lega mikið högg fyrir liðið og þá er
liðið búið að missa sterka leikmenn á
síðustu 2-3 árum. Við erum hins veg-
ar komnir með Guðmund Hólmar
sem við höfum miklar væntingar til
og síðan erum við að skoða mark-
mannsmálin hjá okkur. Við höldum
öllum öðrum leikmönnum á samningi.
Mér finnst eðlilegt að við setjum
pressu á okkur sjálfa og ætlum okkur
að spila við toppinn og ég tel liðið
nógu gott til að berjast um allt. Á
næstu leiktíð verður deildin samt sem
áður gríðarlega góð og hefur sjaldan
verið jafnsterk. Það eru leikmenn að
koma heim og sömuleiðis sterkir
þjálfarar sem gera þetta enn
skemmtilegra og áhugaverðara, bæði
fyrir hinn almenna áhorfanda og svo
leikmenn og þá sem starfa í kringum
deildina,“ sagði Halldór, sem hefur
litlar áhyggjur af sóknarleik liðsins.
Vörnin og markvarsla hefur hins veg-
ar verið höfuðverkur hjá liðinu.
„Selfossliðið var með lélegustu
vörnina og hlutfallslega lélegustu
markvörsluna á síðustu leiktíð. Það
eru hlutir sem við þurfum að laga í
samvinnu. Ég er sannfærður um að
liðið geti skorað mörk en við þurfum
að geta varist betur til að geta átt
möguleika á að keppa um einhverja
titla.“
Stór yfirlýsing að
semja við Guðmund
Selfoss fékk gríðarlegan liðsstyrk í
síðasta mánuði er Guðmundur Hólm-
ar Helgason sneri heim úr atvinnu-
mennsku í Austurríki og samdi við fé-
lagið. Guðmundur lék með íslenska
landsliðinu á lokamóti EM í Póllandi
2016 og HM í Frakklandi ári síðar.
Eins og gefur að skilja var Halldór
ánægður með þann liðsauka.
„Það var stór yfirlýsing fyrir Sel-
foss og mikil viðurkenning fyrir
handboltann á Selfossi að svo öflugur
leikmaður hafi valið okkur þegar
hann hafði úr fjölmörgum tilboðum
að velja. Hann verður í gríðarlega
stóru hlutverki hjá okkur og ég sé
hann sem foringja í vörninni ásamt
Einari Sverrissyni og hinum unga
Tryggva Þórissyni. Það verður mikið
þroskaferli fyrir Tryggva að fá eins
sterkan leikmann við hliðina á sér. Að
fá Guðmund sýnir að við ætlum okkur
að styrkja varnarleikinn gríðarlega
og vinna vel í honum í framhaldinu.
Eins og ég kom inn á áðan ætlum við
okkur líka að fá annan markvörð en
það er erfiður markaður á Íslandi,
svo við erum að skoða alla möguleika,
en við höfum ekki fundið lausn á því
enn þá.“
Oft ekkert að gera
Halldór Jóhann viðurkennir að það
sé ekki auðvelt að vera þjálfari í því
ástandi sem ríkt hefur undanfarnar
vikur, enda hafa lið í meistaraflokki
ekki mátt æfa saman og ekkert hefur
verið keppt.
„Hjá Fram reyndu menn að æfa
eins og þeir gátu. Við sendum þeim
prógramm en það voru fjölmargir
leikmenn sem gátu ekki æft þar sem
þeir voru ekki með græjur til að lyfta
t.d. Við reyndum að halda hlaupunum
við og láta leikmenn vinna með eigin
líkamsþyngd. Þegar það kom í ljós að
ekki yrði meira spilað tókum við pásu
fram í maí og erum að byrja aftur
núna. Svo er farið að slaka á sam-
komubanni og þá getum við unnið
meira saman sem hópur. Þetta hefur
ekki verið auðvelt og það hafa komið
margir dagar þar sem maður hefur
ekki haft neitt að gera,“ sagði Halldór
Jóhann.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Selfoss Halldór Jóhann Sigfússon stýrði Fram seinni hluta tímabilsins en
hefur nú störf á Selfossi sem þjálfari og framkvæmdastjóri akademíunnar.
Selfoss mest
spennandi
verkefnið
Halldór Jóhann Sigfússon vill halda
ríkjandi meisturum í toppbaráttunni
Þýska knattspyrnusambandið stað-
festi í gær að keppni í tveimur efstu
deildum karla hæfist á ný laugar-
daginn 16. maí en níu umferðum er
ólokið af deildinni. Íslendingarnir
fjórir í þessum tveimur deildum
spila allir á fyrsta degi og Samúel
Kári Friðjónsson á þar fyrir hönd-
um lykilleik í fallbaráttunni gegn
Fortuna Düsseldorf á útivelli. Lið
hans er neðst en Düsseldorf þriðja
neðst. Alfreð Finnbogason og fé-
lagar í Augsburg, sem eru í 14. sæti
af 18 liðum, eiga heimaleik gegn
Wolfsburg sama dag.
Þjóðverjar spila á
ný eftir átta daga
AFP
Paderborn Samúel Kári Frið-
jónsson fer beint í mikinn fallslag.
Reyndasta knattspyrnukona heims,
Formiga frá Brasilíu, stefnir að því
að keppa fyrir hönd þjóðar sinnar á
Ólympíuleikunum í Tókýó síðsum-
ars 2021 áður en hún leggur skóna
á hilluna. Formiga er orðin 42 ára
gömul og er eini knattspyrnumað-
urinn sem hefur keppt á sjö heims-
meistaramótum, og hefur auk þess
sex sinnum keppt fyrir hönd Bras-
ilíu á Ólympíuleikum. Hún hefur
leikið með franska stórliðinu París
SG frá 2017 og hefur nú framlengt
samning sinn við félagið um eitt ár
til viðbótar, eða til sumarsins 2021.
Ætlar að spila 43
ára á ÓL í Tókýó
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ísland Formiga lék með PSG á
Kópavogsvelli síðasta haust.