Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI VINSÆLASTA GRÍNMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI KOMIN AFTUR Í BÍÓ TIL AÐ KOMA OKKUR Í HLÁTURGÍRINN ! Einar Bárðarson, framkvæmda- stjóri Votlendissjóðs, mælir með list, afþreyingu og dægradvöl á tímum Covid-19. „Það eru tveir menn sem hafa sett svip sinn á Covid-tímann minn. Báðir hafa hafa mætt mér í gegnum tæknina. Annar er Helgi Björns vinur minn, sem hefur skemmt mér og nánast allri þjóðinni á laugardögum. Vandað og skemmtilegt efni og gaman að sjá hvernig honum tekst nánast fum- laust að skemmta öllum aldurs- hópum þjóðarinnar á sama tíma og það er eins og þjóðin stilli bara Covid-klukkurnar sínar eftir Helga þessa daganna. Hinn er Guðni vinur minn Gunnarsson. Í gegnum tíðina hef ég sótt rope yoga-tíma hjá honum, les- ið bækurnar hans og sótt námskeið hjá honum en núna er öldin önnur og ekkert af því opið nema bæk- urnar auðvitað. Frá samkomubanni hef ég sótt 25 mínútna hugleiðslu með öndunaræfingum hjá honum í gegnum Facebook-síðu Rope yoga setursins. Þetta er bein útsending frá honum á hverjum morgni kl. 6.50 og þar sáldrar hann yfir mann orkunni sem maður þarf til að takast á við verkefnin. Svefn- inn er manni auðvitað hollur en til þess að vera vaknaður í vit- und á þessum tíma sofna ég yfirleitt milli 10 og 11 á kvöldin og það er magnað að vakna inn í daginn með þessu hætti. Þá hef ég verið að kynnast geisladiskasafninu mínu upp á nýtt því ég keypti vandaðan geislaspil- ara fyrir tveimur árum sem tengd- ur var við gæða magnara og hátal- ara og það má segja að hljómurinn sem kom út hafi eiginlega gert það að verkum að ég eignaðist allt safn- ið mitt upp á nýtt. Þessi tími núna hefur gefið manni fjölda stunda fyr- ir framan þessi tæki og núna er ég til dæmis að hlusta mikið á Dream of the Blue Turtles með Sting og After Here Through Midland með Cock Robin, plötur sem komu út á miðjum níunda áratugnum, og það er mikið ljúft að rifja þetta upp.“ Mælt með í kófinu Ljósmynd/Mummi Lú Stuðbolti Helgi Björns skemmti landanum vikulega í samkomubanni. Helgi, Guðni og ljúf upprifjun Einar Bárðarson Guðni Gunnarsson Maístjarnan, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns verða veitt í fjórða sinn í maí. Upplýst var í Gunnarshúsi í gær hvaða höfundar væru tilnefndir til Maístjörnunnar í ár. Tilnefnd eru Jónas Reynir Gunnarsson fyrir Þvottadagur sem Páskaeyjan gefur út; Kristín Eiríksdóttir fyrir Kærastinn er rjóður sem JPV gefur út; Sigurlín Bjarney Gísladóttir fyrir Undra- rýmið sem Mál og menning gefur út; Þórður Sævar Jónsson fyrir Vellankatla sem Partus gefur út og Þór Stefánsson fyrir Uppreisnir sem Oddur gefur út. Tilnefndar bækur eru allar til sýnis í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar. Gjaldgengar voru allar útgefnar íslenskar ljóðabækur ársins 2019 sem skilað var til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og fékk dómnefnd þær til umfjöll- unar. Dómnefnd skipa Guðrún Steinþórsdóttir, fyrir hönd Rithöf- undasambandsins, og Arnaldur Sigurðsson, fyrir hönd Landsbóka- safnsins. Verðlaunin verða veitt við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í maí. Verð- launafé er 350 þúsund krónur. Maístjarnan er einu verðlaun á Íslandi sem veitt eru eingöngu fyr- ir útgefna íslenska ljóðabók. Verð- laununum er ætlað að vekja sér- staka athygli á blómlegri ljóða- bókaútgáfu á Íslandi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ljóðskáldin Upplýst var í Gunnarshúsi í gær hvaða fimm höfundar eru tilnefndir til Maístjörnunnar í ár. Tilnefningar til Maí- stjörnunnar upplýstar Circus Days and Nights nefnist ný ópera eftir Philip Glass sem heims- frumsýnd verður hjá Óperunni í Málmey í Svíþjóð 29. maí 2021. Þessu greinir danska dagblaðið Politiken frá, en Óperan kynnti ný- verið komandi starfsár sitt. Um er að ræða óperu í þremur þáttum sem byggir á ljóðum eftir bandaríska ljóðskáldið Robert Lax er fjalla um líkindi heimsins við sirkus. Sam- kvæmt upplýsingum frá Óperunni í Málmey mun sviðsetningin koma óperugestum á óvart þar sem um „markalausa nýsirkusupplifun“ verður að ræða í anda Cirkus Cirkör. Þekktustu óperur Glass eru Einstein on the Beach og Aknathan. Samstarf tónskáldsins við Óperuna í Málmey má rekja til þess að Þjóðar- óperan í Stokkhólmi setti upp óperuna Satyagraha fyrir nokkrum árum, en sú ópera fjallar um Mahatma Gandhi. Morgunblaðið/Kristinn Þríeyki Philip Glass kom fram á tón- leikum í Hörpu árið 2014 ásamt Víkingi Heiðari Ólafssyni og Maki Namekaw. Ný ópera eftir Philip Glass í Málmey

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.