Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íblaðinu í dag errætt við forsetabæjarstjórnar Seltjarnarness, Magnús Örn Guð- mundsson, sem bendir á að Reykja- víkurborg sé sífellt að þrengja að umferð með þeim afleiðingum að stöðugt er að verða erfiðara fyrir Seltirninga og íbúa Vesturbæjar Reykjavíkur að komast til og frá heimilum sínum. Nýjasta dæmið um það er strætóskýli sem Reykjavíkurborg hefur staðsett þannig við Geirsgötuna að þegar strætisvagnar munu stansa til að hleypa farþegum inn og út verða þeir að gera það úti á miðri um- ferðargötu. Þessi ráðstöfun er með miklum ólíkindum enda fylgir þessu slysahætta eins og Vigdís Hauksdóttir borgar- fulltrúi benti réttilega á í samtali við Morgunblaðið þegar hún sagðist lýsa „fullri ábyrgð á hendur borgarstjóra og meiri- hlutans“. Athygli vekur að í þessu máli eins og öðrum sem snúa að skipulagsmálum og fjandskap meirihluta borgarstjórnar við fólk sem ekur um á eigin bílum, kemur upp ótrúlegur skortur á samráði. Vegagerðin, sem er enn umsjónaraðili Geirsgötu, fékk ekkert að vita af því hvernig borgin hugðist staðsetja skýlið og þar með nota strætó til að halda niðri umferð en valda um leið slysahættu. Hið sama gildir um Seltjarn- arnesbæ, sem þó er með samkomulag við Reykjavík sem bærinn telur borg- ina nú hafa brotið, og er að auki sveit- arfélag sem er háð því að Reykjavíkurborg haldi helstu leiðum til og frá bænum opnum. Það er umhugsunarefni hvers vegna meirihlutanum í Reykjavíkurborg er svo illa við samráð, en ræðst ef til vill af því að öfgarnar þola engar mála- miðlanir. Þegar Morgunblaðið spurði Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, formann skipulags- og sam- gönguráðs Reykjavíkur, út í þá ákvörðun að staðsetja strætó- skýlið þannig að vagnarnir þyrftu að stansa úti á miðri götu kom fram að hún telur þetta sjálfsagt og í raun nauðsynlegt, enda sé norðanmegin við götuna verið að „leggja hjólastíg og við viljum hafa hann óslitinn“. Sam- kvæmt þessu þarf gatan, þar sem nær allir aka, ekki að vera óslit- in, aðeins hjólastígurinn, þar sem fáir hjóla. En staðreyndin er þó sú að valið stendur ekkert um að stífla götuna eða slíta í sundur hjólastíginn. Nægt rými er til að hafa bæði útskot fyrir strætó, hjólastíg og götuna eins og hún er. En til þess þarf vilja til að greiða götu allra og tryggja að allir ferðamátar fái notið sín, ekki síst sá vinsælasti. Þessi vilji er því miður ekki til staðar hjá meirihlutanum í Reykjavík. Fjandskapur meiri- hluta borgarstjórnar út í fólk á bílum á sér engin takmörk} Lítið dæmi um ljóta stefnu Enn berastmerki um að það reynir á þanþol efnahagslífsins, jafnvel þar sem staðið er vel að vígi. Þannig kom það flestum á óvart að Norski seðlabank- inn skyldi lækka stýrivexti sína niður í núll í gær. Það er vissu- lega stutt skrefið úr 0,25% í núll en það getur þó skipt máli hvar þessi fjórðungslækkun er á kvarðanum. Það eru söguleg dæmi um að snúið getur reynst að koma í veg fyrir vaxtaspíral eftir „sálfræðilega“ lækkun af þessu tagi og þó kannski einkum efnahagslega stöðnun eða hæga- gang. Japan er þekkt dæmi en þar stóð lágvaxtaskeiðið í tvo ára- tugi þótt ýmsar tilraunir væru gerðar til að brjótast út úr því. Norska þjóðfélagsgerðin er önnur en hin japanska, þar sem meðalaldur er hinn hæsti í heimi, þröngbýlt og náttúruauðæfi önn- ur en í Noregi. Þá er örlagavaldurinn núna, hvað Noreg varðar og allt heims- umhverfið, í raun afmarkaður og ekki glannalegt að ætla að þegar sú ógn sem frá hon- um stafar minnkar og væntanlega og vonandi tiltölulega hratt, þá standi innri gerð þjóð- félags og viðskipta- lífsins að mestu ólöskuð og tilbúinn rammi um batnandi stöðu alls viðskiptalífsins. Þótt ekki sé horft fram hjá fjölmörgum óvissuþáttum um eðli og þróun kórónuvírussins þá má ganga út frá margvíslegri þekkingu um farsóttir á heims- vísu fram að þessu. Eftir „aðeins“ þrjá mánuði virðast ótvíræðar vísbendingar vera um að pestin sé nánast hvarvetna á undanhaldi og það sé ekki óraunsætt að vænta þess að varnarstöðvar fólksins í þessa háttar stríði, heilbrigðiskerfið, hafi að mestu staðið af sér verstu áhlaupin. Tími gefist nú til að safna kröftum og efnislegum þáttum sem geri þjóðum léttara að standa af sér nýja bylgju, sem sumir óttast að kunni að koma, áður en veiran og faraldurinn sem hún kveikti verði endanlega úr sögunni. Sífellt erfiðara verð- ur að greina á milli efnahagsáhættu og heilbrigðisvár í um- ræðunni} Sjúkdómseinkenni efnahagsins N okkuð harðar umræður urðu um samgöngusáttmála höfuðborg- arsvæðisins á Alþingi í vikunni, það var helst hin svokallaða Borgarlína og áætlanir um hana sem þingmenn voru ósammála um. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, fór fremstur í vörninni og Bryndís Haraldsdóttir fylgdi með. Auðvitað eru fulltrúar sveitarfélaga eins og Mosfellsbæjar, Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Kópavogs áhugasamir um framgang verkefn- isins. Kostnaður þeirra er hverfandi og í staðinn fá þessi nágrannasveitarfélög Reykjavíkur prýðilegar almenningssamgöngur að Hlemmi. Reikningurinn á ríkissjóð verður að líkindum um 44 milljarðar vegna Borgarlínunnar, en 105 milljarðar vegna allra þátta samgöngu- sáttmálans. Að því gefnu að kostnaðaráætlanir haldi. Eins líklegt og það er. Hvað er Borgarlína? Eru 200 þúsund manna samfélög, dreifð yfir jafn stórt svæði og Reykjavík og nágrannasveit- arfélögin, með borgarlínu? Er skynsamlegt að verja fimm- tíu milljörðum af almannafé (framlag ríkis og sveitarfélaga) í þetta verkefni á sama tíma og samningur sem gerður var árið 2012 um stórframkvæmdastopp á höfuðborgarsvæðinu, og aukamilljarð á ári í strætó virðist skila litlu sem engu? Er réttlætanlegt að þvinga fram markmið Borgarlínu með því að þrengja að fjölskyldubílnum, sem er þrátt fyrir allt sá samgöngumáti sem meirihluti íbúa höfuðborgarsvæðisins hefur valið? Hluti vandans er hvernig Reykjavíkurborg hefur með ákvörðunum sínum í skipulagsmálum haldið uppbyggingu stofnbrautakerfis höfuð- borgarsvæðisins í gíslingu undanfarin kjör- tímabil. Í því samhengi skipta ákvarðanir ná- grannasveitarfélaganna sáralitlu. Engin Sundabraut, engin mislæg gatnamót, umferðar- götur þrengdar og dregið að innleiða nútíma ljósastýringar á gatnakerfinu (sem gæti minnk- að þann tíma sem bílar eru stopp á gatnamótum um 30-40%!!). Allt með það að markmiði að hægja á umferð fjölskyldubílsins, skapa umferð- arhnúta og valda pirringi. Reykjavíkurborg hef- ur nýtt skipulagsvaldið til að þrengja að umferð í stað þess að liðka fyrir henni. Í fyrra, árið 2019, varð í fyrsta skipti síðan 2012 hækkun á hlutfalli farinna ferða með al- menningssamgöngum úr 4% í 5%, ef það er raunin nú, eftir óbreytt hlutfall árum saman, að aukning sé að verða á notkun Strætó, er þá ekki rétt að hinkra aðeins við og sjá hvort sú þróun heldur áfram? Ef markmiðið er að 8% ferða verði farin með almenningssamgöngum, eins og Bryndís Haraldsdóttir hélt fram í vikunni, þá verður því marki náð 2023 ef þróun síðasta árs heldur áfram. Ég er hræddur um að svo verði ekki, en af hverju eru hörðustu stuðningsmenn svokallaðrar Borgarlínu svona mótfallnir því að láta á það reyna? Það eru fáir vinir skattgreiðenda í Borgarlínuhópnum. Bergþór Ólason Pistill Borgar-lína-sig? Höfundur er þingmaður Miðflokksins. bergthorola@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hlutfallslega fleiri fé-lagsmenn Eflingar aferlendu bergi brotnirhafa verið að missa vinnuna í kórónuveirufaraldrinum en fólk sem fætt er á Íslandi. Ekki er þó að heyra á viðmælendum að búist sé við stórfelldum búferla- flutningum fólks úr landinu vegna uppsagna í ferðaþjónustu, að minnsta kosti ekki á næstunni. Mikil aukning hefur verið á er- lendu vinnuafli í þjónustugreinum og byggingariðnaði á undanförnum árum, sérstaklega þó í ferðaþjón- ustu. Greinin hefði ekki byggst upp jafn hratt og raun ber vitni nema með framlagi erlendra starfsmanna. Skiptist í þrjá hópa Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segir að erlent vinnuafl sé samheiti fyrir nokkra hópa. Fjöldi erlendra starfsmanna vinnur við ferðaþjónustu á landsbyggðinni yfir háannatíma ársins, 4-6 mánuði á ári, og fer síðan aftur til síns heima á haustin. Fólkið kemur gjarnan ár eftir ár og líkar vel að vinna hér. Telur Jóhannes ólíklegt að margir úr þessum hópi hafi verið komnir til vinnu þegar kór- ónuveirufaraldurinn skall á. Í öðrum hópnum er fólk sem hefur starfað í ferðaþjónustu og bú- ið í skamman tíma og ekki fest ræt- ur hér á landi. Telur hann líklegt að þetta fólk hugsi sér til hreyfings þegar það hefur ekki lengur vinnu og leiti fyrir sér annars staðar. Þriðji hópurinn er lang- stærstur. Það er fólk af erlendum uppruna sem hér hefur búið og starfað lengi og hefur skotið rótum í íslensku samfélagi. „Þetta fólk er orðið hluti af íslensku samfélagi og hefur ekki að neinu betra að hverfa annars staðar. Ég á von á því að flestir úr þessum hópi, eins og aðrir starfsmenn ferðaþjónustunnar, fari á atvinnuleysisbætur að loknum uppsagnarfresti og bíði þess að það vori í greininni,“ segir Jóhannes. Hann segir að það starfsfólk sem var í ferðaþjónustunni og nýt- ur stuðnings ríkisins á uppsagn- arfresti hafi forgang að störfum þegar starfsemi hefjist á ný. Síðar komi í ljós hvenær það verði og hversu mikil þörf verði á vinnuafli til að byrja með. Fækkar í félaginu Sara Öldudóttir, sérfræðingur hjá Eflingu, segir að hlutfallslega fleiri félagar af erlendu bergi brotn- ir missi vinnuna í faraldrinum en þeir sem fæddir eru hér á landi. Þetta eigi frekar við um fólk frá öðrum löndum en Póllandi. Pólverj- ar séu orðnir rótgrónari hér. Hún segir að vart hafi orðið við þessa þróun áður en faraldurinn skall á. Spurð um afleiðingarnar, hvort hún telji að fólkið flytji úr landi, segir hún að Efling hafi ekki mögu- leika til að fylgjast með því. Þó liggi fyrir að félagsmönnum fækki. Þetta geti einnig ráðist af stöðunni í heimalöndum viðkomandi félags- manna og þeim réttindum sem þeir kunni að hafa áunnið sér hér á landi. Einnig má velta fyrir sér möguleikum fólks til að komast á milli landa nú. Það kann að vera flókið og dýrt, auk þess sem fólk getur þurft að fara í sóttkví á áfangastaðnum. Talið að flestir bíði kreppuna af sér Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ferðaþjónusta Númerslausar rútur eru eitt táknið um stöðuna í ferðaþjón- ustunni. Erlendir jafnt sem innlendir starfsmenn eru verkefnalausir. Könnun sem Maskína gerði fyrir Eflingu um áhrif kórónuveirufaraldurs- ins gefur vísbendingar um að nærri helmingur félagsmanna hafi orðið fyrir íþyngjandi breytingum á starfi sínu. Hjá tæpum fjórðungi svarenda hafði starfshlutfall verið skert og 5% allra svarenda hafði verið sagt upp störfum. Niðurstöðurnar sýna að félagsmenn Eflingar af erlendum uppruna hafa mun meiri áhyggjur af því að geta ekki staðið skil á húsnæðiskostn- aði en samstarfsmenn þeirra sem hér eru fæddir. Nánar tiltekið hefur 41% svarenda af pólskum uppruna miklar eða fremur miklar áhyggjur af húsaleigunni og 48% félagsmanna frá öðrum löndum. Til samanburðar má geta þess að aðeins 15% svarenda af íslenskum uppruna höfðu áhyggjur af því að geta ekki staðið skil á húsnæðiskostnaði. Þessi munur helgast meðal annars af því að hlutfallslega fleiri félagsmenn af erlend- um uppruna en íslenskum búa í leiguhúsnæði. Áhyggjur af húsaleigu ERLENDIR FÉLAGSMENN EFLINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.