Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Vissulega var gott að sjá fólk mæta í bíó,“ segir Þorvaldur Árnason, framkvæmdastjóri Samfilm, dreif- ingarhluta Sambíóanna, spurður að því hvort Sambíómönnum sé ekki létt eftir að geta loksins hleypt inn í bíósalina á ný en kvikmyndahús voru opnuð 4. maí þegar samkomu- banni var breytt þannig að 50 manns mega nú koma saman með tvo metra á milli sín. Eitt Sambíó hefur verið opnað, í Álfabakka, og segir Þor- valdur að sjá verði til hvenær önnur kvikmyndahús verði opnuð. Hangover enn vinsæl Á fyrsta opnunardegi var býsna góð miðasala miðað við mánudag og gamanmyndin Hangover, frá árinu 2009, laðaði að sér flesta gesti og Þorvaldur segir það hafa komið skemmtilega á óvart. Hann segir fyllsta öryggis gætt í bíóinu. „Það eru tveir metrar á alla kanta, annar hver bekkur tekinn út og tveir metr- ar á milli hópa. Stærsti salurinn get- ur tekið 50 manns en svo erum við með minni sali sem við erum að selja kannski tólf sæti í.“ 1917 gerir það gott á VOD Tap kvikmyndahúsa í landinu er mikið eftir margra vikna samkomu- bann og lokanir og segir Þorvaldur þetta vissulega mikið högg fyrir reksturinn. „Maður vonar bara að þetta komist sem fyrst í eins eðlilegt horf og hægt er en auðvitað vitum við það að sumarið verður skrítið,“ segir hann. Spurður út í tekjumöguleika aðra en af bíómiðasölu segir Þorvaldur að einu tekjur Samfilm í apríl hafi verið af kvikmyndum í hinum stafrænu VOD-leigum. Þá hafi komið sér vel að geta sett á leigu stórmyndina 1917 viku fyrir páska, en hún naut mikilla vinsælda á leigunum í apríl. Þorvaldur segir að Samfilm sé með nokkrar minni indí-myndir á lager til að sýna í sumar þar til dýr- ari myndir stóru kvikmyndaveranna fari í dreifingu. Þá séu einnig uppi hugmyndir í höfuðstöðvum Sam um að sýna eldri myndir og núna í maí verður boðið upp á veislu með helstu kvikmyndum Christophers Nolan til að hita upp fyrir nýjustu mynd hans, Tenet, sem Sambíóin frumsýna um miðjan júlí, ef allt fer að óskum. Mulan, Svampur og Undrakona Á tímum kórónuveirunnar er erf- itt að skipuleggja frumsýningar langt fram í tímann en Þorvaldur segir nokkra frumsýningardaga þó liggja fyrir frá miðjum júlí. Disney- myndin Mulan verður frumsýnd 22. júlí, ný teiknimynd um Svamp Sveinsson í lok júlí og 12. ágúst stendur til að frumsýna ofurhetju- myndina Wonder Woman 1984. Þorvaldur segist eiga von á að þessar dagsetningar muni standast og bíóáhugamenn hljóta að vona það líka. En þangað til ætla Sambíóin að halda dampi, að sögn Þorvaldar, og bjóða upp á vandaðar kvikmyndir. „Við eigum nokkrar myndir, eins og ég nefndi, eina breska gaman- dramamynd frá leikstjóra Full Monty sem heitir Military Wives og er með Kristin Scott-Thomas og var nýbúið að frumsýna í Bretlandi þeg- ar bíóunum var lokað þar. Hún er mjög fín „feelgood“-mynd og það er mynd sem við erum búnir að geyma og ætlum að reyna að koma inn í lok maí,“ nefnir Þorvaldur og einnig lög- fræðidramað Just Mercy og saka- málamyndina Postcard Killings sem gerð er eftir skáldsögu Lizu Mark- lund. Ekkert kemur í stað bíósins „Við erum að spá í, jafnvel, að koma með allar Harry Potter-mynd- irnar í júní og vera með svona Harry Potter-júnímánuð. Svo er náttúrlega 40 ára afmæli The Shining og 25 ára afmæli Shawshank Redemption, þannig að það má vinna með ýmis- legt og við erum að skoða hvað við getum fengið frá Disney,“ bætir Þorvaldur við. Það verði því boðið upp á ágætisupphitun í sumar áður en stóru myndirnar koma. Svo á eft- ir að koma í ljós hvenær fjöldatak- mörkunum verður breytt og þá hvernig. Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í nýjum þætti kvikmynda- hlaðvarpsins BÍÓ á vef mbl.is undir dálkinum „Fólk“. Morgunblaðið/Eggert Bíómaður Þorvaldur Árnason, framkvæmdatjóri Samfilm, í Sambíóinu í Álfabakka sem hefur verið opnað á ný. „Sumarið verður skrítið“  Þorvaldur Árnason hjá Samfilm er brattur þrátt fyrir erfiða stöðu kvikmyndahúsa nú á tímum Covid-19 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Smárabíó var opnað á mánudaginn, 4. maí, þegar samkomubanni lauk og mega nú 50 að hámarki vera í sal og með tilskilið bil sín á milli, tvo metra. Líkt og önnur kvikmyndahús hefur Smárabíó orðið fyrir tekju- tapi og segir Ólaf- ur Þór Jóelsson, framkvæmda- stjóri kvikmynda- hússins sem heyrir undir fyrirtækið Senu, að líf og fjör verði nú aftur í bíóinu og áfram sýndar þær myndir sem voru í sýningum áður en bannið skall á og skellt var í lás. „Við komum ekki 50 manns í alla sali því við verðum að hafa tveggja metra regluna í hávegum. Í Max- salinn og sal 2 komum við 50 manns í hvorn sal en í Lúxus-salinn töluvert minna og sama má segja um sali 4 og 5,“ segir Ólafur. Miðað við tveggja metra regluna komist ekki fleiri en um 80 í Max-salinn, sem rúmi ann- ars 300 manns. Fljótandi frumsýningar Á vef Smárabíós, smarabio.is, má sjá hvaða kvikmyndir eru á dagskrá og er gamanmyndin Síðasta veiði- ferðin þeirra á meðal en sýningar á henni voru nýhafnar þegar loka varð kvikmyndahúsum landsins. Hún ætti því að eiga nóg inni hvað aðsókn varðar. „Ég held að hún geti orðið ansi stór,“ segir Ólafur og líkir í myndinni við Stellu í orlofi þar sem laxveiði kemur líka við sögu. –Nú hefur frumsýningum margra Hollywood-mynda verði frestað og þá m.a. mynda sem áttu að verða sumarsmellir. Hvernig verður frum- sýningum háttað hjá ykkur? „Þær verða svolítið fljótandi. Það munu alltaf koma upp einhverjar vangaveltur hjá stúdíóunum, sem eru að reyna að stilla miðið til að hámarka aðsóknina sem mest að myndum sínum. Við gætum séð fljótandi daga á stærstu myndunum, allt eftir því hvernig samkomubönn þróast í öðrum löndum. En eins og þetta lítur út núna erum við að sýna fyrstu rúmu vikuna bara þessar myndir sem voru í sýningum þegar við lokuðum og svo fara að tínast inn myndir eftir það. Þetta lítur ágæt- lega út núna en gæti auðvitað breyst, myndir bæst við eða dottið út. Þetta er svolítið fljótandi,“ segir Ólafur en sjá má á vef bíósins hvaða kvikmyndir eru væntanlegar eins og staðan er. Ein þeirra er Capone með Tom Hardy í aðalhlutverki. Traustið mikilvægt Ólafur segir bæði mikilvægt að fá inn nýjar myndir og byggja upp traust svo að fólk mæti aftur í bíó. „Við höfum verið að nýta tímann þennan rúma mánuð svolítið í það, erum með snertilausar lausnir eins og appið okkar og heimasíðu þar sem hægt er að kaupa bæði veit- ingar og miða. Svo erum við með sjálfsala hérna í stað miðasölu og þeir eru þrifnir ótt og títt.“ –Munið þið sýna eldri, klassískar myndir? Hefur það verið rætt? „Algjörlega og við erum í raun að skoða alla möguleika. Hlutverk okk- ar er að skapa minningar hjá fólki og margir eiga góðar minningar um gamla smelli. Gestir okkar hafa ver- ið duglegir að koma með ábendingar og við þökkum kærlega fyrir þær. Okkur hafa verið sendar tillögur á Facebook og með tölvupósti að myndum sem fólk væri til í að sjá aftur og við munum á næstu dögum fara yfir hvað er í boði og hvað við getum mögulega sýnt. Þá erum við að tala um að gera þetta að viðburði, nýta skemmtisvæðið okkar og salina þannig að þetta verði ógleymanleg upplifun.“ Fljótandi frumsýningar Vinsæl Úr Śíðustu veiðiferðinni sem sýningar eru hafnar á að nýju.  Smárabíó hefur verið opnað á ný Ólafur Þór Jóelsson Sara Oskarsson opnaði í gær málverkasýn- inguna Ratljós í sýningarsal að Laugavegi 74. Sara sýnir um 40 málverk sem hún hefur málið frá því að kórónuveiru- faraldurinn hófst. „Ég hef verið að mála að meðaltali 10 til 14 tíma á dag, oftast sjö daga vikunnar. Svo sterkur hef- ur drifkrafturinn verið og þörfin fyrir það að túlka þessa viðsjár- verðu tíma á striga,“ segir Sara í tilkynningu, enda sé það eitt af hlutverkum listarinnar að spegla tíðarandann hverju sinni og sögu- lega hafi myndlistin gegnt jafn- veigamiklu hlutverki í þeim efnum og t.d. ritlistin. Viðsjárverðir tímar túlkaðir á striga Hluti verks eftir Söru Oskarsson Miðstöð íslenskra bókmennta úthlut- aði á dögunum tíu milljónum króna úr barna- og ungmennabókasjóðn- um Auði og hlutu 32 verk styrk. Í til- kynningu segir að um 43% hækkun styrkja frá fyrra ári sé að ræða þeg- ar heildarúthlutun var sjö milljónir króna og 20 verk hlutu styrk. Með styrkjunum er ætlunin að efla út- gáfu vandaðra bóka á íslensku fyrir yngri lesendur, myndríkar bækur sem og textabækur, fræðibækur, skáldverk og allt þar á milli, segir í tilkynningunni og að styrkirnir séu veittir útgefendum. Meðal styrktra verka eru Hross eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Fly- genring, Þín eigin undirdjúp eftir Ævar Þór Benediktsson, Nornasaga – Nýársnótt eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur og Litla bókin um blæðingar eftir Sigríði Dögg Arn- ardóttur, en upplýsingar um heild- arúthlutun má finna á vef Mið- stöðvar íslenskra bókmennta á slóðinni islit.is/styrkir/barna-og- ungmennabokasjodur/uthlut- anir-2020/islit.is. Miðstöð íslenskra bókmennta hef- ur nú einnig úthlutað 28 milljónum króna í almenna útgáfustyrki til 45 verka og er það tveggja milljón króna hækkun frá síðasta ári þegar 26 milljónum var veitt til útgáfu 43 verka, að því er fram kemur í til- kynningu. Hækkun Tíu milljónir króna voru veittar úr sjóðnum Auði í ár en sjö í fyrra. Þriggja milljóna króna hækkun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.