Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020
✝ Esther Sigurð-ardóttir fædd-
ist í Reykjavík 25.
desember 1948.
Hún lést á Land-
spítalanum Foss-
vogi 24. apríl 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurður
Ágústsson verka-
maður í Reykjavík,
f. 23.6. 1925, d.
16.11. 1994, og
Ragnhildur Jósafatsdóttir, f.
1.7. 1909, d. 29.5. 1973. Systk-
ini Estherar eru: 1) Sigríður
MacClintock, f. 27.5. 1929, d.
30.6. 2005, maki: Jack MacCl-
intock, f. 26.9. 1924, d. 16.2.
2011, börn: Tom og Susan. 2)
Hilmar, f. 28.8. 1947, börn: Sig-
urður Gunnar, Eva Ulla, Ragn-
ar, Linda Björk, Heiðar Már og
Heimir Daði.
Esther giftist 20. september
Esther fór í Skrifstofu- og
ritaraskólann í Reykjavík.
Þegar hún útskrifaðist þaðan
lá leið hennar í Búnaðarbank-
ann þar sem hún vann sem rit-
ari þar til árið 1988. Hún vann
hjá Ráðgjafastofunni, tölvu- og
bókhaldsfyrirtæki sem Örn
eiginmaður hennar stofnaði,
og aðstoðaði mann sinn á skrif-
stofunni í nokkur ár. Þau voru
með skrifstofu á Bíldshöfða 18
í Reykjavík. Í kringum árið
1990 flutti hún sig yfir til Líf-
eyrissjóðs starfsmanna ríkisins
og vann þar þangað til að hún
veiktist í ágúst 2014.
Hún studdi eiginmann sinn
ötullega í málefnum varðandi
Knattspyrnufélagið Víking
hvort sem hann var í fulltrúa-
ráði eða heimaleikjaráði og
var ávallt honum við hlið hvort
sem um var að ræða golfmót
eða önnur veisluhöld sem Vík-
ingur efndi til. Á hennar yngri
árum studdi hún Örn sem leik-
mann Víkings og mætti á leiki
til að styðja við manninn sinn.
Útför Estherar fer fram í
kyrrþey í Bústaðakirkju í dag,
8. maí 2020.
1969 Erni Guð-
mundssyni f. 11.5.
1947, d. 18.4.
2008. Foreldrar
hans voru Guð-
mundur Marinó
Ásgrímsson, f.
11.9. 1907, d. 26.3.
2006, og Emilía
Benedikta Helga-
dóttir, f. 19.11.
1917, d. 2.3. 2012.
Börn Estherar og
Arnar eru Arnar, f. 1.6. 1969,
og Helena, f. 21.7. 1982. Unn-
usta Arnars er Ósk Matthías-
dóttir, f. 8.9. 1979. Börn Arn-
ars með fyrrverandi eiginkonu
eru stjúpdóttirin Dagmar Rós,
f. 19.10. 1991, Esther Rós, f.
16.9. 1997, Sylvía Rós, f. 17.4.
2003, og Arnar Smári, f. 4.5.
2005. Börn Dagmarar Rósar
eru Amilía Rós og Friðrik Rós-
berg.
Mín elskuleg móðir kvaddi
okkur að morgni 24. apríl síðast-
liðins á A6 lungnadeild Landspít-
alans við Fossvog. Hún barðist
við krabbamein í lungum í rúm
sex ár. Við greiningu var henni
tjáð af sínum lækni að það væru
10% líkur á að hún mundi lifa eitt
ár. Hún fór fram úr öllum vænt-
ingum læknanna, þannig kona
var hún í alla staði. Mamma var
send reglulega í lyfja- og geisla-
meðferðir ásamt allskonar rann-
sóknum sem þeim fylgja á þess-
um sex árum. Hún sýndi mikinn
baráttustyrk og gafst aldrei upp.
Hún hafði unun af að fylgjast
með börnum bróður míns stækka
og dafna og verða að unglingum
og fullorðnu fólki og það hjálpaði
henni í þessari baráttu.
Einnig fylgdist mamma með
tveimur langömmubörnum sín-
um en Amilía Rós kom síðla sum-
ars 2014 og Friðrik Rósberg kom
snemma árs 2016. Hún reyndi
eftir bestu getu að mæta í afmæl-
in þeirra og fylgdist með þeim af
sérstökum áhuga.
Við mamma áttum alltaf sér-
stakt samband vegna þess að hún
kom að sækja mig árið 1982 til
Gvatemala þegar ég var ein-
göngu nokkra mánaða gömul þar
sem nunnur sáu um mig fyrstu
mánuðina. Við vorum alltaf nánar
og góðar vinkonur en eftir að
pabbi féll frá árið 2008 urðum við
nánast óaðskiljanlegar.
Við fórum ófáar ferðir til Spán-
ar, hvort sem það var til Funge-
rola í Costa Del Sol eða til Te-
nerife á Kanarí og var mamma
mikið fyrir að slaka á á sólar-
ströndinni en ég hins vegar meira
fyrir að ganga um og versla eða
skoða mig um og taka ljósmynd-
ir. Við vörðum flestum jólum á
Kanaríeyjum eftir að pabbi féll
frá og vorum við oftast tvær sam-
an þarna úti en bróðir minn kom
með okkur út í eitt skipti og var
það dýrmætur tími fyrir okkur
öll.
Við vörðum síðustu jólunum og
áramótum hérna heima þar sem
hún treysti sér ekki til að fara út,
það var farið að draga af henni en
við vorum fjögur í Hólmgarðin-
um, systkinin ásamt mömmu og
Ósk, unnustu bróður míns. Átt-
um góðar stundir saman og
skemmtum okkur vel yfir léttum
húmornum hennar mömmu sem
gladdi okkur öll.
Hún fór fyrst á sjúkrahúsið í
mars og hnignaði fljótt eftir það
en hún var með einhvern ótrúleg-
an styrk sem fylgdi henni til loka-
dags. Hún kom heim eftir tíu
daga fjarveru á sjúkrahúsinu í
mars og var heima í rúmlega
mánuð. Hún varði páskunum
heima og við áttum saman góða
páska þar sem ég og bróðir minn
elduðum í sameiningu páskamat-
inn og hún stjórnaði okkur á bak
við tjöldin.
Stuttu seinna var farið með
hana upp á sjúkrahús aftur og
okkur sagt hver staðan væri.
Hún var alls ekki góð og okkur
sagt hvað gæti verið í vændum.
Hún barðist eins og hetja allan
tímann en fjölskyldan skiptist á
að vera hjá henni síðustu dagana.
Við vorum á leiðinni niður á
sjúkrahúsið þegar hún kvaddi
þetta jarðneska líf en Dagmar
Rós, elsta barnabarnið hennar,
var hjá henni þennan morgun.
Við áttum svo margar góðar
stundir saman og minningarnar
eru margar, elsku mamma, og ég
mun meta alla tímann sem við
áttum saman, bæði í bernsku og á
fullorðinsárum. Takk fyrir allt
sem þú gafst okkur öllum í fjöl-
skyldunni.
Helena Arnardóttir.
Við hjónin viljum kveðja mág-
og svilkonu sem hefur verið sam-
ferða okkur á lífsbrautinni um
hálfrar aldar skeið.
Esther kynntist ég þegar þau
Örn komu heim og hann kynnti
hana fyrir fjölskyldunni í Hólm-
garði 27. Bráðhugguleg stúlka
sem hafði lokið verslunarskóla-
prófi og var farin að vinna í Bún-
aðarbankanum. Síðan eru liðin 54
ár og síðast talaði ég við hana í
síma, skömmu fyrir andlátið.
Hún var heima hjá sér í Hólm-
garði 27, en þau Örn keyptu hús-
næðið af foreldrum okkar. Hún
var þá mjög máttfarin eftir langa
baráttu við erfitt krabbamein, en
æðruleysið var ótrúlegt þrátt fyr-
ir vanlíðan og vitandi hvað í
vændum var. Síðustu 12 árin
bjuggu þær saman mæðgurnar,
Helena og hún, og höfðu mikinn
styrk hvor af annarri.
Síðast vann Esther hjá LSR
og var vel látið af henni þar eins
og á öðrum stöðum þar sem hún
hafði starfað. Auk sinnar föstu
vinnu vann hún með og aðstoðaði
sinn ektamaka í sinni vinnu og fé-
lagsmálum. Örn var mikið félags-
málafrík og hefði aldrei getað
sinnt því öllu án hennar aðstoðar
og voru ekki fáar stundir sem
fóru í félagsmál Knattspyrnu-
félagsins Víkings. Esther fylgdi
manni sínum í bjartsýni lífsins.
Börn Arnar og Estherar eru
Arnar og Helena. Arnar á fjögur
börn með Svövu konu sinni en
þau slitu samvistum. Barnabörn-
in voru Esther alltaf mjög hug-
leikin og var ákveðinn ljómi í and-
litinu þegar hún ræddi um þau
eða þau bar á góma. Hún var stolt
af þeim enda ástæða til.
Alla tíð var mikill samgangur
innan stórfjölskyldunnar, þar
sem ferðast var saman og afmæl-
isveislur og atburðir af alls konar
tilefni voru ástæður til hittings.
Foreldrar mínir voru mjög öflug í
að byggja upp samheldni innan
fjölskyldunnar, sem leiddi til
meiri tengsla meðal barna og
barnabarna.
Örn bróðir og Esther voru á
fyrri árum meira gefin fyrir að
heimsækja framandi sólar-
strendur heldur en við hjónin.
Esther elskaði að vera í sól og
hlýju umhverfi og leitaði þar af
leiðandi mikið þangað. Venjulega
var hún orðin súkkulaðibrún
meðan aðrir voru rétt að roðna. Á
heimaslóðum voru fjölskyldurnar
æði oft samferða, sem skilur eftir
fjölda minninga og minninga-
brota sem vilja renna saman út í
eitt með árunum.
Á seinni árum smituðu Esther
og Örn okkur af golfveirunni og
þegar fram liðu stundir reyndist
það vera ákaflega ánægjulegt
smit. Þar náðum við saman á ný
stórfjölskyldan og voru golfferð-
irnar óteljandi bæði í leik og
keppni.
Eftir fráfall Arnar sýndi Est-
her sterkan einstakling sem
höndlaði aðstæður mjög vel. Síð-
ustu árin eftir að hún greindist
með krabbamein sýndi hún mikið
æðruleysi og oft erfitt að átta sig
á hversu alvarlegt ástand hennar
var enda var það ekki til umræðu
nema hún væri tilbúin. Hún átti
það til að vera í allt öðru samtali
til að forðast umræðu um sitt
ástand. Guð blessi þig, elsku Est-
her, og hvíl í friði.
Elsku Arnar og Helena,
barnabörn og ættingjar, við vott-
um ykkur dýpstu samúð.
Ásgrímur og Svava.
Esther
Sigurðardóttir
✝ GuðmundurKolbeinn Vikar
Finnbogason (Kolli)
fæddist í Reykjavík
26. september 1950.
Hann lést 17. apríl
2020 á Heilbrigð-
isstofnun Suður-
lands.
Guðmundur var
elsta barn hjónanna
Þrúðar Guðmunds-
dóttur, f. 23. nóv-
ember 1924, d. 16. apríl 2004, og
Finnboga G. Vikar, f. 22. apríl
1923, d. 24. desember 2009. Syst-
ur Guðmundar eru 1) Lilja Vikar,
f. 15. apríl 1952, 2) Sesselja Erna
Vikar, f. 10. ágúst 1955, 3) Unnur
Vikar, f. 29. júlí 1957, 4) Sigrún
Vikar, f. 29. ágúst 1966.
þangað og hófu búskap. Hann hóf
skólagöngu sína í Grunnskól-
anum í Hveragerði. Árið 1968 hóf
hann námi í Bændaskólanum á
Hólum og útskrifaðist sem bú-
fræðingur árið 1970.
Guðmundur byrjaði ungur að
vinna á Hjalla við bústörf og vann
þar þangað til foreldrar hans
hættu búskap. Hann stundaði sjó-
mennsku nokkrar vertíðir á Giss-
uri sem gerður var út frá Þor-
lákshöfn. Árið 1975 fékk skipið á
sig brotsjó og slasaðist Guð-
mundur mikið og hætti þá á sjó.
Þegar búskap var hætt á Hjalla
hóf Guðmundur störf hjá Reykja-
búinu í Mosfellsbæ. Hann sá um
kalkúna- og kjúklingauppeldi á
fjórum stöðum í Ölfusinu og vann
hann þar þangað til heilsan brást.
Útför hans fer fram frá Hvera-
gerðiskirkju 8. maí 2020 klukkan
14. Í ljósi aðstæðna verða aðeins
nánustu aðstandendur viðstaddir.
Streymt verður frá athöfninni og
veita aðstandendur upplýsingar.
Hinn 13. maí 1978
giftist Guðmundur
eftirlifandi eig-
inkonu sinni Guð-
nýju Elínu Snorra-
dóttur, f. 16. október
1950. Börn þeirra
eru Finnbogi Vikar
Guðmundsson, f. 22.
ágúst 1978, og Kol-
brún Ósk Guð-
mundsdóttir, f. 22.
mars 1983. Börn
hennar eru Bryndís Malín Sigurð-
ardóttir og Árni Vikar Sigurðs-
son.
Guðmundur bjó fyrstu æviárin
sín í Melgerði í Kópavogi en for-
eldrar hans byggðu þar hús. Árið
1955 keyptu foreldrar hans jörð-
ina Hjalla í Ölfusi og fluttust þau
Minningar um afa okkar eru
margar. Við gleymum honum ekki
svo lengi sem við lifum og verður
hann alltaf í hjörtum okkar.
Þótt döpur sé nú sálin,
þó mörg hér renni tárin,
mikla hlýju enn ég finn
þú verður alltaf afi minn.
(Höf. ók.)
Hvíl í friði, elsku afi, við munum
sakna þín.
Bryndís Malín og Árni Vikar.
Guðmundur Kolbeinn Vikar
Finnbogason var sonur Finnboga
Vikar og Þrúðar Guðmundsdótt-
ur. Þau voru stórbændur á þeirri
fornu landnámsjörð og sögustað
Hjalla í Ölfusi. Guðmundur átti við
vanheilsu að stríða undanfarin ár.
Þar var um að ræða krabbamein
sem að lokum hafði betur. Síðustu
mánuðirnir voru honum og hans
nánustu aðstandendum þungbær-
ir.
Við vorum synir tvíburasystra
og jafnaldrar. Vorum vinir og fé-
lagar frá því við munum eftir okk-
ur. Samskiptin voru náin, einkum
fyrstu æviárin og síðustu tvo ára-
tugina. Hann stóð mér næst af
frændfólki mínu. Nám og vinna
erlendis og hin venjubundna lífs-
barátta um miðbik ævinnar kall-
aði á óskipta athygli. Tengslin
urðu á þeim tíma slitróttari en allt-
af vissum við hvor af öðrum.
Guðmundur Kolbeinn var
venjulega kallaður Kolli. Undan-
tekningar voru frá þeirri reglu
einkum að því er varðar móður-
fólkið. Það hélt í Guðmundarnafn-
ið komið frá sameiginlegum afa
okkar Guðmundi Runólfssyni. Ég
hafði sérstakt leyfi til að nota
nafnið Guðmundur.
Finnbogi og Þrúður voru frum-
byggjar í Kópavogi. Þær fæddust
Guðmundur og systir hans Lilja.
Rigningasumarið mikla árið 1955
var glæsilegt einbýlishús selt en
því hafði verið komið upp með
þrotlausri vinnu hjónanna. Stefn-
an var tekin á Hjalla í Ölfusi. Við
tók endalaus þrældómur frá
morgni til kvölds eins og þá tíðk-
aðist í sveitum landsins og ef til vill
enn þá. Sesselja Erna, Unnur og
Sigrún bættust síðar í barnahóp-
inn. Börnin fóru ekki varhluta af
brauðstritinu. Að mörgu þurfti að
hyggja á stóru kúa- og fjárbúi þótt
eftirtekjan væri í rýrara lagi. Það
var ekki fyrr en með alifuglarækt
og eggjaframleiðslu sem hagurinn
batnaði.
Flutningurinn að Hjalla átti sér
stað á þeim tíma þegar vélvæðing-
in hélt innreið sína í sveitir lands-
ins og gamlir búskaparhættir að
kveðja. Dráttarvélar og tæki og
tól sem þeim tengdust voru nútím-
inn. Frændi minn var riddara lík-
astur þegar hann kom brunandi á
gráum Massey Ferguson-traktor
upp heimreiðina að Hjalla. Ekki
eldri en það að hann þurfti að aka
standandi til að ná niður á
bremsur og kúplingu. Og ekki
voru veltigrindur komnar til sög-
unnar á þessum tíma.
Æsku- og unglingsár helguðust
af vinnu á búinu. Guðmundur varð
búfræðingur frá Bændaskólanum
á Hólum. Hann stundaði sjó-
mennsku um árabil eða þar til
hann varð fyrir alvarlegu slysi.
Segja má að þar með hafi sjó-
mennskunni lokið enda þótt hann
hafi að mestu náð sér eftir slysið.
Seinni árin hafði hann umsjón
með alifuglaræktun sem
Reykjabúið stóð fyrir í Ölfusinu,
þ.á m. á Hjalla.
Guðmundur Kolbeinn var
uppátækjasamur í æsku og jafn-
vel dálítill grallari. Skemmtilegur
var hann, vinfastur og sögumaður
góður. Þann hæfileika hafði hann
frá föður sínum.
Það er mikil eftirsjá að traust-
um samferðamanni í gegnum lífið,
vini og síðast en ekki síst góðum
dreng. Eftirlifandi eiginkonu,
Guðnýju Elínu, og börnunum
Finnboga og Kolbrúnu eru sendar
samúðarkveðjur. Einnig barna-
börnunum Bryndísi Malín og
Árna Vikari. Þau hafa misst góðan
afa sem lék svo stórt hlutverk í lífi
þeirra.
Gylfi Kristinsson og Jón-
ína Vala Kristinsdóttir.
Nú hefur Kolli vinur okkar og
samstarfsmaður kvatt þennan
heim. Kynni okkar spanna 25 ár,
en árið 1995 hóf Kolli störf hjá
Reykjabúinu.
Feður okkar voru vel kunnugir.
Þeir höfðu verið saman á Bænda-
skólanum á Hvanneyri sem ungir
menn og seinna áttu þeir samleið í
hænsnarækt, en Finnbogi á Hjalla
var umsvifamikill bóndi með kýr
og stórt eggjabú. Þá voru Guð-
mundur bróðir minn og Kolli vel
kunnugir enda á svipuðum aldri.
Árið 1994 hætti fjölskyldan á
Hjalla með varphænur og leigði
árið 1995 Reykjabúinu húsnæðið
til kjúklingaeldis. Þar með hófust
náin kynni okkar við Kolla og far-
sæl samvinna. Seinna annaðist
Kolli kjúklinga- og kalkúnaeldi
Reykjabúsins á fleiri bæjum í Ölf-
usi.
Kolli byrjaði daginn alltaf mjög
snemma og gaf skýrslu daglega
eftir morgunrúntinn. Hann lét
ekkert afskiptalaust og vildi
lausnir fljótt. Hann lét í sér heyra
ef honum fannst eitthvað mega
betur fara eða ef eitthvert sleif-
arlag var á vinnubrögðum. Og á
móti ef vel var unnið. Hann var op-
inn fyrir tækninýjungum og
breytingum sem við vildum gera.
Við deildum sameiginlegum metn-
aði í búskapnum og hann gat alveg
farið á flug í framtíðardraumum
með okkur.
Kolli var hress í bragði og
skemmtilegur. Oft var setið við
eldhúsborðið hjá þeim Guðnýju og
margvísleg mál rædd í þaula. Þá
vantaði ekki lýsingarorðin hjá
Kolbeini. Yfirleitt var maður að-
eins á varðbergi, en oft náði hann
manni. Svo sannfærandi og stað-
fastur var hann í sögum og full-
yrðingum. Þessu hafði hann gam-
an af. Þau Guðný voru samheldin
og kát og höfðu góða nærveru í
leik og starfi.
Kolli greindist með krabba-
mein fyrir 17 árum og var það
skiljanlega mikið áfall. Hann náði
sér svo aftur nokkuð vel og við
tóku þó nokkur góð ár. Veikindin
ágerðust og síðastliðinn vetur var
honum erfiður. Hann var við
vinnu ef hann mögulega gat og
vildi. Fannst betra að hafa eitt-
hvað fyrir stafni og annað um að
hugsa en veikindin. Var þá á ferð
um sveitina sína, rakst í kaffi hjá
Jóni í Króki eða öðrum vinum.
Þegar veikindin fóru að taka sinn
toll og hann hættur að geta unnið
eins og áður, bar hann þó alltaf
von í brjósti um að nú færi þetta
að lagast og hann kæmi bráðlega
til vinnu. Við tókum þátt í voninni
með honum, þótt öll hefðum við
hugboð um annað. Við létum það
órætt.
Kolli bar hag Reykjabúsins og
framgang búskaparins alltaf fyrir
brjósti. Hann hvatti okkur hjónin
og studdi í búskapnum hvort sem
vel gekk eða illa. Hann var okkur
sannur vinur í starfi og leik. Hann
flíkaði ekki tilfinningum sínum, en
vinskapur okkar var traustur og
virðing milli fjölskyldnanna gagn-
kvæm. Synir okkar voru í miklu
uppáhaldi hjá honum og Guðnýju.
Aðrir starfsmenn hjá Reykja-
búinu voru líka góðir vinir hans.
Kolla er sárt saknað í þeim hópi
sem samstarfsmanns og félaga.
Jafnan hressilegur félagi sem gat
látið allt flakka. Við fjölskyldan
vottum Guðnýju, Kollu, Finnboga
og litlu barnabörnunum okkar
innilegustu samúð og sendum
bestu kveðjur.
Jón Magnús og Kristín.
Kynni okkar Guðmundar Kol-
beins hófust á Hólum í Hjaltadal
veturinn 1969 þegar við hófum
nám við yngri deild Bændaskól-
ans. Ekki var kunningsskapur
okkar mikill framan af en þeim
mun betur varð okkur til vina þeg-
ar á leið. Um vorið kusu nemendur
sér tvo úr hópnum til að sjá um að-
föng til mötuneytis veturinn eftir,
en sú vinna var þá í höndum nem-
enda sjálfra. Við Kolli vorum
kosnir, ég vegna þekkingar á hér-
aðinu, hann vegna eigin ágætis.
Reglan var sú að matarstjórar
deildu herbergi, svo var einnig í
þetta sinn. Þar með hófst okkar
vinátta sem hélst til loka.
Við brölluðum margt saman
sem ekki verður tíundað hér, en
mér er efst í huga að þakka honum
glaðværðina, kjarkinn, dugnaðinn
og tryggðina sem einkenndi þenn-
an Hólasvein. Stutt er síðan ég
ræddi síðast við hann í síma. Þá
vissi hann að komið var að lokum.
Sjúkdómurinn sem hafði hrjáð
hann lengi var að sigra, hann
braut hann líkamlega en ekki and-
lega. Þetta er að verða búið
Svenni, sagði hann. Ég prófaði að
fá mér lítið viskístaup um daginn
en lystin var búin eftir hálft, svo
hló hann. Hann missti aldrei kjark
sinn og hina léttu lund.
Við hjónin sendum Guðnýju og
fjölskyldunni allri okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Sveinn Sveinsson
Guðmundur Kolbeinn
Vikar Finnbogason
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum.
Minningargreinar