Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020 70 ára Jörgen er Reyk- víkingur, fæddur þar og uppalinn, en býr í Garðabæ. Hann er með BA-gráðu í íslensku, ensku og sálfræði frá Háskóla Íslands og tók meistarapróf í tilrauna- sálfræði frá Háskólanum í Sussex 1977 og doktorspróf frá sama skóla 1982. Jörgen hefur verið prófessor við sál- fræðideild HÍ frá 1996. Hann er í heið- ursdoktorsnefnd HÍ. Maki: Aldís Unnur Guðmundsdóttir, f. 1950, fv. menntaskólakennari. Börn: Lóa, f. 1970, Anna Guðrún, f. 1974, og Finnur Kári, f. 1986. Barnabörnin eru orðin átta og langafabörnin þrjú. Foreldrar: Kaj Pind, f. 1910 í Kaup- mannahöfn, d. 1989, húsgagnabólstrari, og Anna Gudrun Pind, f. 1926 í Herning á Jótlandi, d. 1967, húsmóðir. Þau voru bú- sett í Reykjavík. Jörgen Leonhard Pind Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hvaða eigur þínar veita þér vel- líðan? Þarftu að eignast allt? Spurðu þig þessara spurninga. 20. apríl - 20. maí  Naut Ef þú ert óánægð/ur með eitthvað skaltu líta í eigin barm og athuga hverju þú getur breytt. Farðu vel með sannfæringar- kraftinn sem þú býrð yfir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Til þín er litið um lausnir erfiðra mála. Biddu afsökunar á því sem kann að særa aðra. Láttu ekki deigan síga þótt á móti blási í nokkra daga. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gefðu þér tíma til þess að fara í gegnum hlutina í ró og næði. Þér verður bent á tækifæri sem gæti gert líf þitt spennandi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er enginn tími til að vera vand- fýsinn núna. Leyfðu þér smá dekur. Ekki er allt gull sem glóir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú nálgast viðfangsefni þín af mik- illi kænsku. Þú ert ráðagóð/ur með af- brigðum og því er þér treyst fyrir krefjandi verkefnum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hugsar mikið um tilgang lífsins þessa dagana. Það að komast í stutt frí núna gæti gert gæfumuninn. Þú færð góð- ar fréttir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert nánast að drukkna í alls kyns verkefnum en tekst að klára þau með því að taka á honum stóra þínum. Allt hefur sinn tíma, mundu það. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Gefðu efasemdum og van- máttartilfinningum engan gaum í dag. Ekki lána peninga þeim sem þú treystir ekki. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú gefur af þér til fólks sem er í kringum þig. Ef þú gerir góðverk þá muntu finna hvað það er gefandi. Miklar fram- kvæmdir virðast fram undan hjá þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ekki krefjast þess að fjöl- skyldumeðlimir séu þér sammála eða lúta vilja þínum í einu og öllu. Þú ættir að reyna að finna tíma til að sinna áhugamálum þínum betur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Allt hefur sinn tíma og þú ættir að ræða málin við þá sem þér þykir vænt um til að fá botn í gamalt deilumál. Þér eru all- ir vegir færir. B jarni Torfi Álfþórsson er fæddur í Reykjavík 8. maí 1960 og ólst upp á Seltjarnarnesi, þangað sem fjölskyldan flutti 1967. Bjarni lauk prófi frá Versl- unarskólanum, síðan námi frá Lög- regluskóla ríkisins 1982, námi frá Kennaraháskólanum 1992 og námi í kerfisfræði frá Handelskolen í Ball- erup 1998. Bjarni Torfi var í átta ár í umferðar- deild lögreglunnar frá 1981 og vann síðan sem grunnskólakennari á Sel- tjarnarnesi árin 1992-1995. Þá tók við 6 ára dvöl í Danmörku við nám og störf. Bjarni Torfi starfaði í þrjú ár fyrir alþjóðafyrirtækið Oracle, en þar vann hann við innleiðingu viðskipta- kerfa Oracle í Sviss, Ítalíu og á öllum Norðurlöndunum. Eftir að hafa flutt aftur til Íslands 2001 starfaði Bjarni Torfi hjá Skýrr í 6 ár og í framhaldi af því hjá Símanum þar til hann hóf störf hjá Specialisterne á Íslandi í árs- byrjun 2011 þar sem hann er fram- kvæmdastjóri. Specialisterne eru samtök sem aðstoða einstaklinga á einhverfurófi við að komast út í at- vinnulífið. Bjarni Torfi hefur ávallt verið mjög virkur í félagsstarfi og þá einkum und- ir merkjum íþróttafélagsins Gróttu, en Bjarni stundaði allar boltaíþróttir sem voru í boði þar sem barn og ung- lingur og lék síðan með meistaraflokki félagsins í hand-, fót- og körfubolta. Bjarni Torfi var formaður félagsins í sjö ár og formaður handknattleiks- deildarinnar í tvö ár og er handhafi gullmerkis félagins. Sjálfboðavinna í þágu Gróttu er enn stór þáttur í dag- legu lífi Bjarna. Samhliða kennslu í Mýrarhúsakóla sinnti Bjarni einnig félagsstarfi innan skólans og sá m.a. um skákkennslu yngri barna og starf- aði sem handknattleiksþjálfari yngri stráka hjá Gróttu. Árið 2002 var Bjarni Torfi kjörinn bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, þar sem hann hefur setið síðan, ef undan eru skilin árin 2006-2010. Sem bæjar- fulltrúi hefur Bjarni setið í stjórn Sorpu, verið formaður skólanefndar, skipulagsnefndar og fjölskyldu- nefndar auk þess að vera forseti bæjarstjórnar árin 2015-2018. „Mér líður hreint ekki eins og ég sé kominn á sjötugsaldurinn, en ég hef nú meira fyrir stafni en ég hafði þegar ég fagnaði 50 ára afmælinu. Vinna mín hjá Specialisterne á Íslandi tekur mestan tíma minn, auk setu minnar í bæjarstjórn Seltjarnarness. Á sumrin hef ég síðustu ár verið í fararstjóri í hjólaferðum fyrir Bændaferðir, en ferðirnar eru nú rétt um 20, vítt og breitt um Evrópu. Áhugamál mín finn ég svo öll í öflugasta bridgeklúbbi landsins, en þar eru góðir vinir okkar hjóna frá dvöl okkar í Danmörku. Þessi vinahópur stundar hjólreiðar, golf, gönguskíði, göngur og svo auðvit- að bridge. Það verður trúlega með öðru sniði afmælið mitt á þessum tímamótum en til stóð. Fjölskyldan og nánustu vinir ætluðu að fagna 60 ára afmælinu í Danmörku síðar í þessum mánuði, en eitthvað verður sú veisla trúlega að bíða.“ Fjölskylda Eiginkona Bjarna Torfa er Erla Lárusdóttir, f. 17.12. 1963, kennari. Foreldrar hennar voru Lárus Krist- inn Árnason, f. 30.6. 1926, d. 21.11. 1973 og Aðalheiður Ingimundardóttir, f. 26.12. 1920, d. 25.7. 1982. Börn Bjarna Torfa og Erlu eru 1) Björg Bjarnadóttir, f. 20.9. 1986, líf- efnaverkfræðingur hjá Nova Nordisk í Danmörku. Maki: Rasmus Möller, rafmagnsverkfræðingur hjá Rockwool í Danmörku. Synir þeirra eru tvíbur- arnir Viktor Bjarni og Alexander Chor, f. 8.9. 2014; 2) Lárus Brynjar Bjarni Torfi Álfþórsson, framkvæmdastjóri, bæjarfulltrúi og fararstjóri – 70 ára Fjölskyldan Bjarni Torfi, Erla, börn og tengdasynir í brúðkaupi Bjargar og Rasmusar við Herlufsholm kirkju 2014. Sjaldan haft jafn mikið að gera Barnabörnin Á efri myndinni eru Christian Álfþór og Ísabella Erla og á neðri myndinni eru Viktor Bjarni og Alexander. 40 ára Halldóra er fædd og uppalin í Reykjavík en býr í Reykjanesbæ. Hún er kennari að mennt og lauk framhaldsnámi frá University of Birm- ingham í kennslu blindra og sjónskertra. Halldóra er kennsluráðgjafi og verkefnastjóri í ís- lensku sem öðru máli á fræðslusviði Reykjanesbæjar. Hún er varabæjarfulltrúi og formaður velferðarráðs Reykjanes- bæjar. Maki: Friðrik R. Gunnarsson, f. 1979, lög- giltur bifreiðasali, starfar hjá Hertz. Dætur: Erna Dís, f. 2002, Elísa Helga, f. 2005 og Eydís Sól, f. 2011. Foreldrar: Erna Haraldsdóttir, f. 1955, ofuramma og Þorvaldur Þór Björnsson, f. 1956, hamskeri hjá Náttúrufræði- stofnun Íslands og æðarbóndi, búsett í Reykjavík. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Til hamingju með daginnBeta Glucans IMMUNE SUPPORT+ FYRIR ÓNÆMISKERFIÐ Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. Öflug blanda af vítamínum, jurtum og steinefnum sem styrkja og styðja við ónæmiskerfi líkamans Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.