Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020 Hafnarfjörður Gamli vitinn við Reykjavíkurveg fær hér sumarhressinguna. Eggert Í grein sem birtist 2. maí sl. á mbl.is koma fram ýmsar fullyrðingar frá Stefáni Hjörleifs- syni, framkvæmda- stjóra Storytel Iceland ehf. Þess skal getið hér, að félagið er í eigu sænskrar streymisveitu sem er skráð á sænska hlutabréfamarkaðinn. Ekki verður hjá því komist að gera alvarlegar at- hugasemdir við ýmsar fullyrðingar sem birtast í greininni. Stefán segir erlendan kostnað að fjárhæð 151 m.kr. sem fram kemur í ársreikningi félagsins árið 2019 vera vegna forritunar apps og líkra hluta sem eru gríðarlega kostnaðarsamir. Samkvæmt upplýsingum sem undir- ritaður hefur aflað sér gæti kostnaður við að koma upp appi verið 20-25 m.kr. hér á landi og því ekki talinn í hundr- uðum milljónum króna eins og Stefán gaf í skyn. Jafnframt segir Stefán að kostnaðurinn sé vegna tæknimála og framleiðslu markaðsefnis sem sé meira og minna framleitt erlendis. Getur nokkuð verið að þessi meinti kostnaður sé kallaður markaðs- og kynningarkostnaður vegna þess að slíkur kostnaður geti fallið undir end- urgreiðsluhæfan kostnað við útgáfu bóka? Enginn slíkur kostnaður var í ársreikningi félagsins árið 2018 en kemur nú margfaldur inn í ársreikn- ing 2019 enda tóku lög um endur- greiðslu hluta útgáfukostnaðar gildi þann 1. janúar 2019. Getur verið að hér sé um að ræða flutning á kostnaði milli ára vegna endurgreiðslu hjá ís- lenska ríkinu? Stefán segir jafnframt að Storytel sæki um endurgreiðslur vegna kostn- aðar við framleiðslu efnis eins og aðrir útgefendur sem gefi út efni á íslensku. Þar liggur einmitt hundurinn grafinn. Storytel gefur ekki út neinar bækur á íslensku, heldur er aðeins framleið- andi á hljóðskrám þar sem íslenskir leikarar eða lesarar lesa upp bækur sem „raunverulegir“ bókaútgefendur hafa gefið út. Á þessu er reginmunur. Eftir Ingimar Jónsson Enn um Storytel »Hvernig gat sænski risinn komið sjónar- miðum sínum inn í ís- lenska löggjöf svo lítið bæri á? Höfundur er forstjóri Pennans. Að gefa út bók eða láta lesa bók. Í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laga nr. 130/2018 eru lagðar fram meginforsendur þess að styrkveiting til bókaútgáfu sé tekin upp: „Bókaútgáfa er ein af mikilvægustu stoð- um íslenskrar tungu og er gildi hennar fyrir verndun og stuðning við íslenska tungu og eflingu læsis óumdeilt.“ „Rekstrarstaða bókaútgefenda hér á landi hefur versnað til muna síðustu ár og er nauðsynlegt að bregðast við þeirri þróun. Vegna þess og til að efla íslenska tungu og stuðla að bættu læsi, sérstaklega hjá börnum og ung- mennum, er lagt til að bókaútgef- endur sem gefa út bækur á íslensku á Íslandi geti fengið stuðning í formi endurgreiðslu á hlutfalli kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka á ís- lensku.“ Öll greinargerðin með frumvarpinu byggist því á að stuðningur skuli vera við „raunverulega“ bókaútgáfu en ekki upplestur bóka, sem hefur ekkert með bókaútgáfu að gera eða eflingu læsis almennt. Hvernig tókst Storytel að smygla því inn í frumvarpið sem lagt var fyrir Alþingi til samþykktar að orðið bók, nær yfir: Ritverk sem er a.m.k. átta blaðsíður að lengd og bundið eða fest á hliðstæðan hátt í kjöl, sem og hljóð- upptökur af lestri slíkra verka. Þá skulu geisladiskar og aðrir miðlar með bókartexta og rafræn útgáfa slíkra verka falla undir hugtakið bók. Í reglugerð um stuðning við úgáfu bóka á íslensku segir einnig: „Endur- greiðsluhæfur kostnaður umsækj- anda nemi a.m.k. einni milljón kr. vegna útgáfu þeirrar bókar sem er andlag stuðnings hverju sinni. Þó skal endurgreiðsluhæfur kostnaður um- sækjanda vegna útgáfu barna-, ung- menna- og ljóðabókar nema a.m.k. 500 þúsund kr. og bókar á stafrænum miðli, svo sem raf- og hljóðbókar, nema a.m.k. 200 þús. kr.“ Hvernig gat sænski risinn komið sjónarmiðum sínum inn í íslenska lög- gjöf svo lítið bæri á og í raun lækkað lágmarkskostnað úr 500 þúsund kr. í 200 þúsund kr. til að koma sínum mp3-hljóðskrám að sem andlagi stuðnings úr ríkissjóði? Það að endurgreiðsluhæfur kostn- aður er upp á a.m.k. eina milljón kr. við raunverulega útgáfu en 200 kr. við upplesna hjóðbók segir allt sem segja þarf um þetta mál og í raun grefur undan prentuðu bókinni til lengri tíma, þvert á markmið laganna um stuðning við íslenska tungu og eflingu læsis. Haft er eftir Stefáni Hjörleifssyni í greininni að hann sé ekki sammála þeirri gagnrýni sem komið hafi fram að starfsemi Storytel ætti að falla undir smásölu frekar en bókaútgáfu. Um það segir hann orðrétt: „Í staðinn fyrir að hefðbundinn útgefandi selji bóksalanum, sem selur áfram með álagningu, þá seljum við beint til neyt- andans.“ Hvað er það annað en smá- sala þegar selt er beint til neytand- ans? Stefán fullyrðir jafnframt að það sé bara ákvörðun hjá skattinum að Storytel sé inni í atvinnugreinarnúm- erinu með hefðbundnum bókaútgáf- um. Er það virkilega svo að skatturinn hafi ákvarðað að Storytel hafi sama atvinnugreinarnúmer og bókaútgef- endur og þannig gert það að verkum að félagið fái tugi eða hundruð millj- óna í beinan styrk frá ríkinu til þess að framleiða útvarpsefni og hlaðvarp og láta lesa upp áður útgefnar bækur inn á hljóðskrár? En að lokum þetta: Samkvæmt skýrslu stjórnar með ársreikningi 2019 fyrir Storytel Iceland ehf. kemur eftirfarandi fram: „Tilgangur félags- ins er innflutningur, sala, dreifing, ráðgjöf, rekstur fasteigna og önnur tengd starfsemi.“ Ingimar Jónsson Sá er þetta ritar hóf íhugun um stjórnmál þá er hann var 7 ára gamall. Í framhaldi af því leiddist hugsun hans að atvinnulífi eftir að hafa dvalið í bæ á landsbyggðinni. Sá bær var næstlengst frá höfuðborginni ef um veg var að fara en sjó- leiðin var nokkru styttri. Þessi íhugun hefur því staðið sem næst í 60 ár. Niðurstaðan af íhuguninni er ein- föld. Yfirburðir einstaklinga ráðast ekki af stundarstærð eða stöðu á ein- um tíma, heldur fyrst og fremst að aðlögun og framsýni. Það sama á við um skipulagsheildir, hvort heldur þær eru sveitarfélög, fyrirtæki eða stjórnmálaflokkar. Stjórnmálaflokkar Stjórnmálaflokkar kunna að vera í afleitri stöðu þegar þeir hafa byggt tilveru sína á sérhagsmunum og út- hlutun gæða. Þegar almennar reglur eru innleiddar verður sértæk út- hlutun næsta lítils virði. Völd herfor- ingja eru ekki mikil í samanburði við völd birgðavarðarins í herdeildinni. Birgðavörðurinn hefur gæði til út- hlutunar en herforinginn getur að- eins skipað til verka. Þegar gæðin þrjóta verður hug- sjónin að hafa eitthvert gildi. Þegar herstöðinni á Miðnesheiði var lokað misstu sósíalistar glæp en eftir stendur „Ísland úr NATO“. Það verður heldur fátækleg hugsjón þegar flest þau ríki er aðild áttu að Varsjárbandalaginu eru gengin í NATO og Evrópusambandið til að öðlast skjól til frels- is. Sósíalistar í Múla- sýslum höfðu aðeins eina hugsjón, en hún var sú að allir hefðu nóg að gera. Þó er vert að geta þess að í byrjun lögðu þeir áherslu á bindindi. „Ísland úr NATO, herinn burt“ er orðið við- undur. Stöðnun í sauðfjárbúskap Það var ungur maður sendur í sveit í bæ þegar hann var níu ára gamall. Það var á tíma mikilla um- breytinga í þeim bæ. Flestir höfðu sína kú og tún til að heyja. Það kom mjólkurbú í bæinn og þá hurfu kýrn- ar og sjálfsþurftarbúskapurinn. Nú er aðeins eitt kúabú í sveitinni og mjólkurbúið hætt starfsemi. Ekið er með alla mjólk á Selfoss. En, allri mjólkurframleiðslu í nýbýlahverfinu undir Ingólfsfjalli er hætt! Enda of nærri markaðnum! Eða er landið orðið of verðmætt fyrir mjólk- urframleiðslu? Margir höfðu kindur, en umhverf- is bæinn voru 50 sveitabýli í byggð. Sennilega var slátrað um 15 þúsund fjár í sláturhúsi Kaupfélagsins. Kjöt- framleiðslan var eins og af 200 gyltum. Nú er fjárbúskapur sennilega á 15 bæjum og öllu fé er keyrt til slátr- unar á Húsavík eða Hvolsvelli. Alla liðina öld var reynt að við- halda óbreyttu ástandi í sveitum, með nýbýlalögum og Marshall- aðstoð, með dráttarvélum og sér- úthlutun á jeppum. Hver er árangur- inn? Beingreiðslur og fátækt. Aðlög- un sem aðeins hefur skilað eymd. Umbreyting í sjávarútvegi Í þessum bæ var útgerð þriggja dragnótabáta og tveggja síldarbáta undirstaða atvinnulífs. Í stað síldar- bátanna kom togari. Nú er aðeins smábátaútgerð í bænum, og laxeldi í firðinum. Það kom síldarbræðsla og síldarplan. Svo hvarf síldin. Hið hefðbundna frystihús er úrelt en þess í stað verður byggt nýtt laxa- sláturhús. Fjörðurinn hvar bærinn stendur er vel fallinn til laxeldis vegna strauma og dýptar. Þetta er umbreyting í sjávarútvegi. Enda ekki ástæða til annars þar sem stór hluti af matfiski í heiminum kemur úr eldi. Tækifæri í ferðaþjónustu Með auknum kaupmætti og bætt- um samgöngum varð skyndilega til ferðaþjónusta. Á tíma unga manns- ins í bænum voru þar fjögur gisti- herbergi og það komu í mesta lagi tuttugu ferðalangar í bæinn dag hvern að sumri en enginn um vet- urinn. Enginn lét sig dreyma um að til bæjarins kæmu skemmti- ferðaskip. Nú er talið að um 15 manns í þessum litla bæ hafi viður- væri sitt af ferðaþjónustu. Aðlögun að breyttum tíma hefur tekist. Auð- vitað með þeirri áhættu sem kann að fylgja breytingum. Það var áhætta í útgerð og það er áhætta í sauð- fjárbúskap. Á komandi árum mun ferðaþjón- usta vaxa á ný þótt öðru hvoru kunni á móti að blása, eins og drápspestin nú. Ferðalangar í heiminum hafa aðrar þrár en Íslendingar, sem vilja flatmaga í sól. Vont veður og slydda er ákjósanleg söluvara. „Ekkert er í ríki náttúrunnar jafn- fjarri því að vera yfirnáttúrulegt einsog kraftaverk. Ekkert er yfir- náttúrulegara en náttúran sjálf.“ Ef til vill kemur nútímalistasafn á heimsmælikvarða í bæinn ef vilji snillinga í myndlist nær fram að ganga. Hvernig er ástandið í Reykjavík? Á þeim tíma sem ungi maðurinn var í sveit í bæ voru gerðir út 25 tog- arar í Reykjavík sem öfluðu hráefnis fyrir 5 frystihús, þar af eina bæjar- útgerð. Núna eru gerðir út 6 togarar frá Reykjavík og eitt frystihús. Nú eru þrjú frystihús horfin úr borginni, eitt er orðið að safni og annað var banki, sem bíður þess að vera rifinn. Í eðlilegu árferði er ekki fjölda- atvinnuleysi í Reykjavík. Í stað fjárframlaga til bæjar- útgerðar gat borgin byggt ráðhús og sinnt öðrum nærtækari viðfangs- efnum hins opinbera. En útgerðin fór að bera sig og hóf að greiða skatta. Nú er fjöldi hótela í Reykjavík meiri en tölu verður á komið. Aðlög- un að breyttu mannlífi hefur gengið áfallalaust. Ekki með skipun að ofan, með stjórnlyndi, heldur með fram- taki að neðan, með frjálslyndi. Sá er munur á sameignarstefnu að þar eru ákvarðanir teknar af elítu að ofan en í auðhyggju eru ákvarðanir teknar niðri í grasrót. Þannig hefur Reykjavík þróast úr framleiðslu- hagkerfi í þjónustuhagkerfi og þekk- ingarsamfélag án boðvalds að ofan. Þótt á móti blási um stund má það ekki gleymast að hlutverk stjórn- valda er að skapa almenn rekstrar- skilyrði. Það er hlutverk einkaaðila að sjá tækifærin sem kunna að skap- ast og grípa þau. Allt tal um toll- vernd og fæðuöryggi á ekki rétt á sér. Hagvöxtur framtíðar byggist á þekkingu og nýsköpun. Það er alls ekki víst að sú nýsköpun leiði af sér gífurlega orkuþörf. Nýsköpunin get- ur leitt af sér orkunýtni. Umhugsun um stjórnmál Í öll þessi 60 ár hefur sá er þetta ritar íhugað stjórnmál til þess að bæta mannlíf en ekki til að þjóna sér- hagsmunum. Stjórnmálaflokkar sér- hagsmunanna deyja þegar þeir hafa ekki gæði til úthlutunar. Stjórn- málaflokkar með leiðtoga sem hafa óljósar hugsjónir deyja líka. Er nokkrum of gott að vera fífl. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Stjórnmálaflokkar sérhagsmunanna deyja þegar þeir hafa ekki gæði til úthlutunar. Stjórnmálaflokkar með leiðtoga sem hafa óljós- ar hugsjónir deyja líka. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Umbreytingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.